Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
Hindberjajógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, segir það „ekkert
annað en hálfkák og rosalega dap-
urlegt ef Alþingi ætlar að mæta
þeirri gagnrýni sem fram kom í kjöl-
far úrskurðar kjararáðs, með því að
taka bara á kostnaðargreiðslum
þingmanna“.
„Það er fagnaðarefni að alþing-
ismenn séu okkur loksins sammála í
því að kostnaðargreiðslur séu hluti
launa og skattfrelsi þessara
greiðslna sé ígildi launa,“ sagði Gylfi
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann segir það rangt hjá forsætis-
nefnd Alþingis að almennt hafi verið
miðað við launaþróun frá 2006. Í
þeirri launastefnu sem ríki og sveit-
arfélög hafi fallist á við gerð síðustu
kjarasamninga, sem koma til endur-
skoðunar í þessum mánuði, á gildis-
tíma rammasamkomulagsins, sé við-
mið launaþróunar frá nóvember
2013 til ársloka 2018.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti
Alþingis, lagði til á fundi forsætis-
nefndar í gærmorgun, að greiðslur
til þingmanna fyrir ferðakostnaði í
kjördæmi og starfskostnaði væru
lækkaðar um samtals 104 þúsund
krónur á mánuði. Tillaga hennar var
samþykkt.
Unnur Brá var í gær spurð hvort
hún teldi að nóg væri að gert með
þessari ákvörðun: „Það verða aðrir
að dæma um það. Þetta er það sem
forsætisnefnd hefur tök á að gera,
því forseti Alþingis og forsætisnefnd
eftir atvikum ákveða þessar
greiðslur. Að öðru leyti þyrftu að
koma til lagabreytingar, ef ákveða
ætti breytt kjör þingmanna,“ sagði
Unnur Brá.
Þingfararkaup endurskoðað
Í fréttatilkynningu frá forseta Al-
þingis segir m.a.: „Ferðakostnaður
lækkar um 54 þús. kr. sem jafna má
til um 100 þús. kr. í launagreiðslu, og
starfskostnaður lækkar um 50 þús.
kr. Samanlagt má jafna þessari
lækkun við 150 þús. kr. fyrir skatt.
Samkvæmt þessum breytingum
eiga því greiðslur til þingmannna,
þ.e. þingfararkaup og fastar mán-
aðarlegar greiðslur, að vera innan
þeirrar launaþróunar sem orðið hef-
ur frá því að kjararáð hóf að úr-
skurða um þingfararkaup árið 2006.
Á fundi forsætisnefndarinnar var
enn fremur samþykkt að taka núver-
andi lög um þingfararkaup og þing-
fararkostnað til endurskoðunar þar
sem leiðarljósið verður einföldun og
gagnsæi.“
Gylfi bendir á að húsnæðis- og
dvalarkostnaður þeirra þingmanna
sem reka tvö heimili sé skattfrjáls.
Sömuleiðis fái þingmenn sem búa ut-
an Reykjavíkur endurgreiddan
ferðakostnað sem sé skattfrjáls,
vegna aksturs á milli heimilis og
Reykjavíkur, en allir aðrir launþeg-
ar á landinu þurfi að greiða skatt af
því ef vinnuveitandi greiðir ferða-
kostnað milli heimilis og vinnu-
staðar. „Nú ætlar Alþingi að lækka
tvær greiðslur, fastan mánaðarlegan
ferðakostnað, þar sem ekki er gerð
krafa um reikninga og fastan starfs-
kostnað þar sem ekki er gerð krafa
um reikninga, en í báðum tilvikum
verður áfram endurgreitt sam-
kvæmt framlögðum reikningum,“
sagði Gylfi.
Hækkunin 28-35%
Gylfi segir að eftir úrskurð kjara-
ráðs í haust hafi þingmenn verið að
fá 340 til 500 þúsund króna hækkun,
eftir því hvort um óbreytta þing-
menn var að ræða, formenn, ráð-
herra eða þingflokksformenn. „Nú
gerir tillaga forsætisnefndar ráð fyr-
ir því að hækkunin verði ekki nema
235 til 280 þúsund krónur. Launa-
hækkunin verði ekki 40-45%, heldur
28-35%,“ sagði Gylfi. Hann gagn-
rýnir jafnframt að einvörðungu sé
tekið á kostnaðargreiðslum þing-
manna, en ekki sé tekið á hinum
miklu hækkunum til ráðherra, ráðu-
neytisstjóra og skrifstofustjóra.
„Krafan er að þingmenn og ráð-
herrar njóti sambærilegrar launa-
viðmiðunar og liggur í því sam-
komulagi sem ríkið gerði við okkur
um grundvallarlaunastefnu,“ sagði
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Ekkert annað en
dapurlegt hálfkák
Lækkun kostnaðargreiðslna jafngildi 150 þúsund kr.
Morgunblaðiðð/Styrmir Kári
Alþingi Forseti ASÍ gefur Alþingi ekki háa einkunn vegna ákvörðunar for-
sætisnefndar um lækkun kostnaðargreiðslna upp á 104 þúsund krónur.
Innflutningur á alifuglakjöti og þó
sérstaklega svínakjöti jókst mikið á
síðasta ári, miðað við árið á undan.
Aftur á móti minnkaði innflutningur
á nautgripakjöti.
Innflutningur á kjöti jókst í heild-
ina um tæp 700 tonn á síðasta ári, að
því er lesa má úr bráðabirgðatölum
Hagstofu Íslands um innflutning til
landsins. Aukningin nemur 27%.
Eins og sést á meðfylgjandi töflu
er mesta aukningin í innflutningi
svínakjöts, sem jókst um 84%, en
innflutningur á nautgripakjöti nán-
ast helmingaðist. Þessar sveiflur
ráðast nokkuð af innlendri fram-
leiðslu. Nautakjötsframleiðslan
jókst verulega en framleiðsla á
svínakjöti minnkaði örlítið þannig að
öll neysluaukningin var af innfluttu
svínakjöti.
Innflutta kjötið er mest vöðvar.
Til að bera það saman við innlenda
framleiðslu þarf að umreikna það í
heila skrokka. Innflutningurinn er
þannig reiknaður rúmlega 5 þúsund
tonn, eða um 17% af heildarkjötsölu í
landinu á árinu 2016. Árið áður var
innflutningurinn 15% af heildarsöl-
unni. helgi@mbl.is
Innflutningur á svína-
kjöti jókst um 84%
Innflutt kjöt
*Áætlað Einingar eru í tonnum
Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur, Matvælastofnun, Bændasamtök Íslands.
2014 2015 2016
Umreiknað í
kjöt m/beini*
Heildarsala
2015
Hlutfall
innflutnings
Alifuglakjöt 1.066 920 1.227 2.045 10.964 19%
Svínakjöt 590 559 1.027 1.712 7.844 13%
Nautakjöt 1.047 1.044 674 1.124 5.501 20%
Aðrar kjötvörur
af áðurtöldu 55 138 287 478 0 0%
Kindakjöt 0 0 1 2 6.799 0%
Hrossakjöt 0 0 0 0 505 0%
Samtals 2.758 2.524 3.216 5.361 31.613 17%
Innflutt kjöt er 17% af heildarsölunni