Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
TIMELESS - LEĐURSÓFI
STÆRĐ 206 cm kr. 311.800 / EINNIG FÁANLEGUR 226 cm
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
kki þarf að leita mjög
langt aftur til að finna
tíma þegar jógaiðk-
endur voru álitnir hálf-
gerðir sérvitringar. Í
dag er öldin önnur og virðist á köflum
eins og annar hver maður stundi jóga
reglulega. Á vinnustöðum er starfs-
mönnum iðulega smalað í vinnustaða-
jóga eða morgunhugleiðslu og í skól-
unum stunda börnin jóga- og
slökunaræfingar í bland við leiki með
bolta og sippubönd.
„Vinsældir jóga halda áfram að
aukast jafnt og þétt, hjá öllum aldurs-
hópum,“ segir Tómas Oddur Eiríks-
son. „Núna er að vaxa úr grasi kyn-
slóð sem tekur jóganu hreinlega sem
sjálfsögðum hlut og hefur fengið að
stunda hugleiðslujóga sem hluta af
íþróttastarfinu í grunnskólanum og
menntaskólanum. Jógastöðvunum
fjölgar og þær stækka, og mikill
áhugi er í samfélaginu á þessum æva-
fornu vísindum.“
Hlýja og útsýni
Tómas rekur jógastöðina Yoga
Shala (www.yogashala.is) í félagi við
leik- og söngkonuna Ingibjörgu Stef-
ánsdóttur. Nýlega flutti Yoga Shala í
nýtt og stærra húsnæði í Skeifunni 7.
„Áður vorum við á Engjateignum og
rekum líka áfram útibú í JL-húsinu,
en starfsemin hefur verið að sprengja
húsnæðið utan af sér.“
Er Tómas lukkulegur með nýju
stöðina enda hátt til lofts og vítt til
veggja. „Jógasalurinn er 150 femetr-
ar á stærð og getur rúmað um 50
manns. Út um stóra og bjarta
gluggana höfum við útsýni til austurs
og vesturs og Esjan blasir beint við
úr norðrinu“ segir hann. „Viðar-
veggir og gróður skapa hlýlegt and-
rúmsloft og þá erum við með sér-
staka innrauða varmalampa sem
hanga ofan úr loftinu og geisla þægi-
legum yl í salinn.“
Yoga Shala býður einkum upp á
hefðbundið jóga, svokallað Ash-
tanga-jóga en á sínum tíma lagði
Ingibjörg leið sína alla leið til Mysore
Til að lifa með hjartanu
frekar en hausnum
Yoga Shala hefur komið sér fyrir á nýjum stað. Jógastöðin býður meðal annars
upp á jógatíma fyrir konur yfir fimmtugu, langt og ítarlegt kennaranám og jafn-
vel jóganámskeið fyrir stirða stráka. Tómas Oddur segir fjölda rannsókna hafa
sýnt fram á margvísleg heilsubætandi áhrif jóga, bæði á líkama og sál.
Morgunblaðið/Ófeigur
Þekking Ingibjörg og Tómas láta fara vel um sig á nýja staðnum. Bæði hafa
þau lært jógafræðin austur í Indlandi, hjá sjálfum föður Ashtanga-jóga.
Morgunblaðið/Ófeigur
Teygja Allir geta stundað jóga, og þarf ekki að vera liðugur sem köttur eða
léttur á fæti til að njóta góðs af æfingunum. Tekið er vel á móti byrjendum.
Íslenska á tölvuöld nefnist fyrsta er-
indi á vegum Félags íslenskra fræða á
þessu misseri. Sigríður Sigurjóns-
dóttir og Eiríkur Rögnvaldsson, pró-
fessorar í íslensku við Háskóla Ís-
lands, kynna verkefnið: Greining á
málfræðilegum afleiðingum stafræns
málsambýlis, kl. 20 í kvöld, miðviku-
daginn 1. febrúar, í Safnaðarheimili
Neskirkju við Hagatorg.
Rannsóknasjóður Rannsóknamið-
stöðvar Íslands (Rannís) veitti í mars
sl. öndvegisstyrk til verkefnisins. Meg-
inmarkmið þess er að rannsaka áhrif
stafrænna miðla og snjalltækja, sem
gjarnan bjóða upp á gagnvirk sam-
skipti við notendur á ensku, á orða-
forða, málkunnáttu og málnotkun Ís-
lendinga og á stöðu og framtíð
íslenskunnar. Snjalltækjabylting síð-
ustu ára hefur víða haft í för með sér
aukna enskunotkun en í verkefninu
verður notkun ensku í íslensku mál-
samfélagi notuð sem prófmál. Ætlunin
er að fá yfirlit yfir notkun íslensku og
ensku í íslensku málsamfélagi og
kanna hvort nú þegar séu komin fram
máltilbrigði sem tengjast nánu sam-
býli íslensku og ensku.
Málfræðilegar afleiðingar stafræns málsambýlis
Staða og framtíð íslenskunnar
Sigríður
Sigurjónsdóttir
Eiríkur
Rögnvaldsson
Árleg erindaröð Bókasafns Kópavogs
er á fimmtudögum í febrúarmánuði.
Yfirskriftin í ár er Uppruninn og
munu fjórir valinkunnir fyrirlesarar
nálgast þemað frá ýmsum sjónar-
hornum. Í fyrsta fyrirlestrinum kl. 17
á morgun, fimmtudaginn 2. febrúar,
fjallar Sema Erla Serdar, stjórnmála-
og Evrópufræðingur, um vægi upp-
runans í fjölmenningarsamfélagi. Í
erindi hennar og þeim sem á eftir
fara verður velt upp spurningum á
borð við: Skiptir uppruninn máli? Á
hann að gera það? Hverja skiptir
hann máli, hvenær og hvenær ekki?
Hvernig fara uppruni, stolt og fjöl-
menning saman?
Fyrirlesturinn fer fram á 1. hæð
aðalsafns. Aðgangur ókeypis og allir
velkomnir.
Erindaröð á fimmtudögum í Bókasafni Kópavogs
Hvert er vægi upprunans?
Morgunblaðið/Eggert
Menning Fjölmenning hefur margt jákvætt í för með sér í íslensku samfélagi.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Árni Gunnarsson, kvikmyndagerðar-
maður á Sauðárkróki, undirbýr nú
gerð heimildarmyndar um sögulega
vegagerð í Hegra-
nesi í Skagafirði
fyrir tæpum fjöru-
tíu árum. Þannig
var á því herrans
ári 1978 að leggja
skyldi nýjan veg
um svonefnt
Tröllaskarð nyrst
á Hegranesi en
svo heitir sveitin
sem er nokkurs-
konar eyja í landinu milli Vestari- og
Austari-Héraðsvatna.
Þegar framkvæmdir í Trölla-
skarði hófust fór að bera á bilunum í
þungavinnuvélum sem komnar voru
á svæðið. Engar haldbærar skýr-
ingar fundust á bilunum í tækjunum,
sem hrukku strax í gang þegar þau
voru komin á verkstæði.
Hafsteinn miðill og
álfkonan Gríma
„Þetta mál var mjög umtalað hér
og vakti líka athygli á landsvísu á sín-
um tíma, enda þótti það með miklum
ólíkindum. Það hefur verið skrifað
um þetta meðal annars í Skagfirð-
ingabók og norsku riti um svipuð
mál á Norðurlöndum er tengdust
lagningu nýrra vega. Ýmsar heim-
ildir um þessa sögulegu vegagerð
eru tiltækar og margir þeirra sem
málinu tengdust eru enn lifandi.
Sumt af því sem ég kem til með að
segja frá í myndinni hefur ekki kom-
ið fram áður,“ segir Árni Gunn-
arsson og heldur áfram:
„Starfsmönnum Vegagerðar-
innar bárust eftir ýmsum leiðum,
svo sem á miðilsfundum með Haf-
steini Björnssyni, upplýsingar úr
öðrum heimi um að gerð vegar í
Tröllaskarði, þar sem sprengja átti
niður klettaborg, væri óráð. Á mið-
ilsfundum komu meðal annars skila-
boð frá Grímu, álfkonu sem kastaði
álögum á Tröllaskarð á 15. öld.
Skartbúinn maður sem kallaði sig
sýslumanninn í Hegranesi kom einn-
ig fram og lagðist gegn vegar-
lagningu. Svona rak hvað annað.
Lyktir þessa máls urðu að horf-
ið var frá að sprengja klöppina í
Tröllaskarði niður, heldur var veg-
urinn lagður yfir háa blindhæð. Þar
sem rask varð óhjákvæmilegt gekk
allt eins og í sögu, enda höfðu vega-
menn þá náð samkomulagi við hinar
Stefnir á sjónvarpsmynd um álfabyggð í Skagafirði
Vegagerð með
miklum ólíkindum
Árni Gunnarsson