Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
✝ Páll HjörturSigfússon
fæddist á Krossi í
Fellum 26. nóv-
ember 1931. Hann
lést á heimili sínu,
hjúkrunarheimil-
inu Dyngju á Egils-
stöðum, 18. janúar
2017.
Páll var sonur
hjónanna Sigfúsar
Guttormssonar, f.
12. nóvember 1903, d. 31. jan-
úar 1951, og Sólrúnar Eiríks-
dóttur, f. 14. desember 1902, d.
18. mars 2000. Þau bjuggu fyrst
á Dalhúsum á Eyvindarárdal og
svo á Krossi. Páll var elstur níu
systkina sem komust á legg en
það elsta fæddist andvana.
Systkini hans eru: Oddur, Guð-
ný Sólveig, Guttormur, Sveinn
Eiríkur, Þórey, Baldur, Jón og
Oddbjörg sem lést 2015.
Þann 31. júlí 1962 giftist Páll
Þóreyju Guðnýju Eiríksdóttur
frá Eskifirði, f. 17. apríl 1943.
Þau eignuðust sjö dætur: 1)
Stefanía Hildur, f. 1960, á tvö
börn og tvö ömmubörn. Sam-
býlismaður hennar er Halldór
Jóhannsson. 2) Sólrún, f. 1962, á
vegagerð. Hann fór einnig á
nokkrar vetrarvertíðir til Vest-
mannaeyja. Þórey flutti í Kross
haustið 1959 og þar bjuggu þau
Páll þangað til þau keyptu jörð-
ina Hreiðarsstaði í Fellum þar
sem þau hófu búskap haustið
1963. Þar bjuggu þau fyrst með
kýr og sauðfé en seinna ein-
göngu með kýr. Í búskapartíð
þeirra hjóna var byggt nýtt fjós
og túnræktun stóraukin. Páll
keypti nýjan vörubíl þegar fjöl-
skyldan flutti í Hreiðarsstaði.
Hann var í nokkur ár mjólkur-
bílstjóri í Fellum og Fljótsdal.
Vorið 1992 fluttu þau hjónin í
Smárahvamm 1b í Fellabæ og
Páll fór að vinna í fiskþurrk-
uninni Herði þar sem hann vann
síðustu starfsár sín. Frá sumri
2015 bjuggu Páll og Þórey á
hjúkrunarheimilinu Dyngju á
Egilsstöðum. Páll var fær og
eftirsóttur harmonikkuleikari
og spilaði á dansleikjum og
samkomum um allt Fljótsdals-
hérað og niðri á fjörðum.
Stundum með einhverja af
bræðrum sínum sem undirleik-
ara. Hann var stofnfélagi í
Harmonikkufélagi Héraðsbúa
og starfaði talsvert með félag-
inu. Páll spilaði á harmonikku
sér og öðrum til ánægju til
dauðadags.
Útför Páls fer fram frá Egils-
staðakirkju í dag, 1. febrúar
2017, og hefst athöfnin klukkan
14.
tvær dætur og eitt
ömmubarn. Sam-
býlismaður hennar
er Leszek Wlod-
owski. 3) Guðbjörg,
f. 1963, maki Hörð-
ur Már Guðmunds-
son. Þau eiga þrjú
börn og fimm
barnabörn. 4) Sól-
veig, f. 1968, d.
2015, maki Kári
Gunnlaugsson. Þau
áttu tvær dætur og eitt barna-
barn. 5) Þórey Eiríka, f. 1972.
Hún á tvær dætur. 6) Stefanía,
f. 1974, maki Snæbjörn Rúnar
Jónsson. Þau eiga þrjár dætur.
7) Ásgerður, f. 1976. Hún á þrjú
börn. Páll var fyrst einn vetur í
farskóla og svo í barnaskóla á
Helgafelli í Fellum. Seinna var
hann einn vetur, 1950-1951, í
Alþýðuskólanum á Eiðum. Eftir
að faðir hans fórst með flugvél-
inni Glitfaxa í janúar 1951 tók
hann við búinu á Krossi ásamt
móður sinni. Páll átti stóran
þátt í að fjölskyldan hélst saman
og gat búið áfram á Krossi. Páll
vann ýmis verk með búskapn-
um. Hann keypti vörubíl á þess-
um tíma og vann á honum í
Elsku afi minn.
Ef Fljótsdalshéraðs fögru byggð,
þig fýsir sjá af æskutryggð,
þess skóga fell og fjallahlíð,
hvar falla vötnin stríð.
Þessa laglínu og allt lagið í
heild lærði ég þegar ég söng
með kórnum Héraðsdætrum.
Aldrei hafði ég lesið þetta ljóð
eða séð það áður og ég varð al-
veg ástfangin af því og lagði
mikinn metnað í að læra það.
Enda gat ég lifað mig inn í
hverja einustu línu því ég vissi
upp á hár hvað var verið að
yrkja um. Síðan var það á tón-
leikum er við flytjum þetta lag
að það er sagt frá því í kynn-
ingu lagsins að þetta fallega
ljóð sé eftir langafa minn. Föð-
ur þinn. Og að hann hafi ort
það er hann var á leið yfir
Fjarðarheiði með þér. Þarna
var ég afkomandi ykkar að
syngja þetta lag. Ég lagði
mikla ástríðu í að syngja það á
þessum tónleikum með kórnum
mínum, með tár á hvarmi. Síð-
an þá hef ég sungið þetta lag
fyrir börnin mín með þig og
langafa í huga, og hef fyrir vik-
ið enn meira dálæti á því.
Þessi saga sýnir hvað þú
varst lítillátur. Þú varst einn af
hornsteinum okkar í fjölskyld-
unni.
Alltaf til staðar. Æðruleysi
þitt er til fyrirmyndar og mun
mér ekki endast ævin til að
læra að temja mér hluta af því
æðruleysi sem þú bjóst yfir.
Ég tel mig heppna að hafa
fengið að kynnast þér og eyða
með þér og ömmu tíma þegar
ég bjó hjá ykkur í tvö sumur til
að sækja unglingavinnuna í
Fellabæ. Ég kann virkilega að
meta það í dag að hafa fengið
að hlusta á þig spila á harm-
onikkuna á þeim tíma.
Eftirsjá er í hjarta mínu að
hafa ekki náð að heimsækja þig
með Dagbjart Örn, fyrsta lang-
afastrákinn þinn, áður en þú
kvaddir þetta líf. En ég hugga
mig við það að þú erfir það ekki
við mig. Þú varst alltaf svo
skilningsríkur.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín dótturdóttir,
Guðný Harðar.
Mig langar að kveðja Pál
bróður minn með þessu ljóði
sem ég færði honum þegar
hann varð áttræður.
Snemma varð ævin þín erfiðis þung
þú áttir þá vinnuna stranga
er frá okkur misstum við föðurinn
ung
var þér falið í skarðið að ganga.
Er föðurlauss hópsins í forsjá þú
gekkst
um framtíð hans varðst þá að sinna
og ljúfustu þakkir að lokum svo
fékkst
er liðinu kenndirðu að vinna.
Og þá varstu sterkur á þrautanna
stund
og þjappaðir liðinu saman
á hverju sem gekk jafnan létt var þín
lund
og leiða þú snerir í gaman.
Og klárlega mun það nú kveðast til
sanns
að með kjarki og stuðningi móður
þeim krökkum að síðustu komst þú
til manns
það kallast mun árangur góður.
Við eigum þér systkinin ýmislegt
kært
ennþá að þakka sem fyrrum
því ótalmargt höfum við af þér hér
lært
þá ólukkan barði að dyrum.
Áttræðis kveðjan mín enda skal hér
ætíð þú prýði sért manna
og framtíðin ókomna færi svo þér
fegurð og hamingju sanna.
Oddur Sigfússon.
Ég kveð þig, Páll bróðir
minn, með þessari vísu.
Lífs á skeiði langa stund
lifðir hér í heimi.
Þó sofir nú hinn síðsta blund
þér seint eða aldrei gleymi.
Guttormur Sigfússon.
Palli minn er piltur skýr,
prúður flesta daga.
Ef hann yfir brosi býr,
birtist kátleg saga.
Vísa eftir Sólrúnu Eiríks-
dóttur, móður Páls, ort þegar
hann var barn. Margt í vísunni
lýsir Páli eins og hann var full-
orðinn. Páll hafði góðar gáfur
og átti auðvelt með að skilja
kjarnann frá hisminu. Prúð-
menni sem sjaldan skipti skapi,
en var fastur fyrir ef að honum
var sótt.
Húmorinn hans leyndi á sér.
Við erfiðar aðstæður gat hann
komið með skemmtilegar lýs-
ingar sem breyttu hlutunum,
þá gátu allir skellihlegið.
Gæfa mín í æsku var að eiga
Pál bróður minn að þegar faðir
okkar Sigfús Guttormsson,
bóndi á Krossi, fórst með flug-
vélinni Glitfaxa 31. janúar 1951.
Páll var 19 ára. Hann tók þá
ákvörðun að halda heimilinu á
Krossi saman með móður okk-
ar.
Þetta tókst honum og vorum
við systkinin átta að tölu á
þessu heimili meðan við þurft-
um þess. Það níunda ólst upp á
Reyðarfirði hjá afa okkar og
seinni konu hans.
Minningin frá þessum tíma
er björt og yljar alltaf, vegna
samstöðu okkar systkinanna og
vináttu sem alltaf hefur haldist.
Lengi mættum við öll á jólum
heim í Kross hvar sem við vor-
um, og áttum góðar stundir
saman.
Fyrir þetta erfiða starf sem
Páll tók sér á herðar og með
þeirri geðprýði og góðsemi sem
hann sýndi okkur er ég alltaf
þakklátur honum.
Páll bróðir, Guð blessi þig,
þú varst „drengur góður“.
Ég sakna þín.
Baldur.
Páll Sigfússon lést á hjúkr-
unarheimilinu Dyngju 18. jan-
úar síðastliðinn.
Við systkinin kölluðum hann
Palla og stundum Pál fóstra.
Hann gekk okkur að nokkru í
föðurstað þegar faðir okkar dó
af slysförum 1951. Þá var Palli
19 ára og ég sjö ára. Palli var
einstakur maður með fjöl-
breytta hæfileika. Hann var
leikari af Guðs náð og lék í
nokkrum leikritum sem U.M.F.
Huginn í Fellum setti upp á
þeim árum. Hann var hagyrð-
ingur og orti gjarnan gaman-
vísur og leikþætti fyrir þorra-
blót.
Hann gat hermt eftir flestum
nágrönnum okkar en fór samt
vel með þennan hæfileika og
hélt honum innan fjölskyldunn-
ar. Hann var smiður góður
jafnt á járn sem tré og bíla-
viðgerðarmaður eftir að hann
eignaðist bíl sem þarfnaðist að-
hlynningar. Það lék allt í hönd-
unum á honum og þar á meðal
harmonikkan.
Hann keypti sér harmonikku
1952 og varð fljótlega góður
harmonikkuleikari og spilaði
víða á böllum á Héraði og í
nærsveitum. Ég lærði öll lögin
sem hann spilaði og spila þau
ennþá mér til ánægju.
Palli var rólegur og yfirveg-
aður sem verkstjóri á heimilinu
og skipti aldrei skapi. Vænst
þótti mér um músíkina sem ég
lærði af honum.
Palli, þakka þér fyrir allt.
Ég votta fjölskyldu hans
samúð mína.
Jón Sigfússon.
Seint á síðustu öld kom ung-
ur maður frá Finnlandi á
Fljótsdalshérað til að leiðbeina
áhugasömum um harmonikku-
leik. Hann bjó um tíma hjá
pabba og mömmu. Hann hafði
áhuga á að læra íslensku og
spurði gjarnan um merkingu
orða.
Eitt sinn spurði hann hvað
væri að vera rólegur. Áður en
svarað var sagði hann: „Er Páll
rólegur?“
Orðið rólegur lýsir Páli föð-
urbróður mínum betur en flest
önnur og tína má til mörg góð
og falleg orð til að lýsa honum.
Hann var sannarlega rólegur
og hann haggaðist ekki hvað
sem á gekk. Það reyndi
snemma á Pál því hann var að-
eins 19 ára þegar afi fórst með
flugvélinni Glitfaxa í janúar
1951. Hann var þá við nám á
Eiðum og hafði hug á frekara
námi en ekki varð meira úr því
eftir þennan örlagaríka vetur í
lífi fjölskyldunnar á Krossi. Í
stað þess að ganga menntaveg-
inn tók hann sér stöðu við hlið
systkina sinna og móður. Það
var ekkert áhlaupaverk sem
beið.
Að halda fjölskyldunni sam-
an eftir að heimilisfaðirinn var
fallinn frá og halda áfram bú-
skap við aðstæður sem enginn
sem ekki reyndi getur sett sig
inn í.
Páll var hreystimenni, verk-
laginn, duglegur en líka blíður
og góður við yngri systkini sín
og fékk þau öll í lið með sér og
mömmu sinni. Allir lögðust á
eitt en mannkostir Páls réðu
úrslitum um að fjölskyldan gat
haldið áfram að búa saman á
Krossi. Hann kunni vel til
verka varðandi búskap hvort
sem um skepnuhald eða véla-
viðgerðir var að ræða. Svo
gladdi hann bæði sig og aðra
með harmonikkuleik sínum sem
var frægur um allt Hérað og
firði. Hann spilaði í öllum sam-
komuhúsum á Héraði og nokkr-
um í nærliggjandi byggðum.
Páll var eftirsóttur til að spila á
hvers konar samkomum og
komu tekjur af því heimilinu
vel. Það munaði um allt. Á síld-
arárunum var oft hringt í hann
neðan af fjörðum ef landlegur
voru og hann beðinn að koma
að spila, jafnvel sama kvöld og
hringt var.
Seinna hófu hann og Þórey
kona hans búskap á Hreiðars-
stöðum í Fellasveit og saman
komu þau af miklum dugnaði
sjö dætrum á legg. Það má því
segja að Páll hafi átt stóran
þátt í uppeldi tveggja stórra
systkinahópa.
Páll var glaðvær og
skemmtilegur þó svo að yfir-
bragð hans gæti virst alvarlegt.
Það var alltaf gaman þegar
hann kom í heimsókn í Kross
þegar ég var að alast upp og þá
ekki síst þegar hann skellihló
með pabba að einhverju. Gjarn-
an fóru þeir saman inn í stofu
til að spila á harmonikkuna.
Alla tíð naut ég þeirra stunda
sem ég átti með Páli og ég
hefði sannarlega viljað að þær
hefðu orðið fleiri.
Stelpurnar okkar urðu svo
lánsamar að kynnast honum
betur eftir að hann og Þórey
fluttust á dvalarheimilið á Eg-
ilsstöðum. Þær höfðu orð á
hversu góðan mann hann hafði
að geyma. Heiðursmaður sem
margir eiga mikið að þakka
hefur kvatt og fer hann nú til
funda við fólkið sitt sem áður
er gengið. Við færum Þóreyju
og fjölskyldunni innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sigfús, Stefanía Ósk,
Bergdís og Eydís.
Páll Hjörtur
Sigfússon
✝ Steinunn Þor-steinsdóttir
fæddist í Sandgerði
9. febrúar 1936.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað 25.
janúar 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Þorsteinn
Pálsson vélstjóri,
fæddur 8. júní
1909, dó 12. febr-
úar 1944, og Guðrún Benedikts-
dóttir, fædd 9. október 1912, dó
20. nóvember 1972.
Steinunn, eða Stella eins og
hún var yfirleitt kölluð, var
næstyngst af alsystkinum sínum
en hin voru: Einar Grétar, Pálm-
ar og Sigurður Benedikt. Hálf-
systkini þeirra sammæðra eru
Þorsteinn, Halldór og Dagný,
börn Svavars Víglundssonar út-
gerðarmanns, f. 1904, d. 1954,
seinni eiginmanns Guðrúnar.
Svavar var ekkjumaður og átti
einn son frá fyrra hjónabandi,
Sigfús Svavarsson.
Stella var gagnfræðingur frá
Núpi í Dýrafirði 1952. Hún út-
skrifaðist úr Hjúkrunarkvenn-
askóla Íslands 1. apríl 1959 og
lauk síðan framhaldsnámi í
skurðhjúkrun frá Landspít-
alanum 1963. Frá 15 ára aldri
vann hún við sjúkrahús, hún
byrjaði sem gangastúlka og
vann síðan alla tíð við hjúkrun
ásamt því að ala upp börnin sín
og hugsa um heimilið. Hún hóf
störf sem hjúkrunarkona á lyf-
lækningadeild Landspítalans ár-
ið 1959 og vann þar til 1962 en
þá fór hún til Danmerkur og
vann á Bisjeberg-spítala í Kaup-
mannahöfn og fór síðan þaðan
aftur á Landspítalann en vann
nú á skurðstofu þar frá 1963-
1964. Árið 1964 réð hún sig sem
yfirhjúkrunarkonu við Sjúkra-
húsið í Neskaupstað og vann þar
til 1965 þegar hún
sneri aftur til
skurðstofu Land-
spítalans. Árið 1967
sneri hún aftur til
Neskaupstaðar til
að vinna þar á
skurðstofu og
kynntist tilvonandi
eiginmanni sínum.
Stella giftist
Þórði Kr. Jóhanns-
syni, skólastjóra
Gagnfræðaskólans í Neskaup-
stað, 15. september 1967. Þórð-
ur er fæddur 3. júní 1933. Þau
eignuðust tvö börn: 1) Laufeyju,
félagsráðgjafa, 2) Jóhann Þor-
stein, kerfisfræðing. Áður átti
Stella Svavar Rúnar Ólafsson og
Þórður átti Guðmund Kristin.
Eiginmaður Laufeyjar, Egill
Scheving, lést árið 2013. Jóhann
er kvæntur Fanneyju Kristjáns-
dóttur, leik- og grunnskóla-
kennara, og eiga þau þrjú börn;
Hauk Stein, Helgu Björt og
Mána Franz. Áður átti Jóhann
eitt barn, Stellu Hafdísi, og
Fanney tvö börn, Axel Braga og
Guðrúnu.
Fjölskyldan flutti frá Nes-
kaupstað til Reykjavíkur árið
1973 og hóf Stella aftur störf við
skurðdeild Landspítalans og
vann þar til 1977 en árið 1980
flutti fjölskyldan sig aftur um
set og settist að í Neskaupstað.
Stella vann á skurðdeild Fjórð-
ungssjúkrahússins í Neskaup-
stað þar til hún lét af störfum 1.
janúar 1999. Líf Stellu var þó
ekki án erfiðleika. Fyrir átján
árum greindist hún með krabba-
mein og var að berjast við þann
sjúkdóm linnulítið þar til yfir
lauk. Í öllum þessum veikindum
sýndi hún mikinn dugnað og
hugrekki.
Útför hennar fer fram frá
Norðfjarðarkirkju í dag, 1. febr-
úar 2017, klukkan 14.
Nú er hún Steinunn Þor-
steinsdóttir, eða Stella eins og
hún var oftast kölluð, farin yfir
móðuna miklu. Ég kynntist
Stellu fyrir 12 árum þegar ég
kom inn í líf Jóa Steina, sonar
hennar, og fannst hún strax
áhugaverður persónuleiki. Hún
var mikið fyrir fín föt og glæsi-
leikinn skein af henni allt fram
á síðasta dag. Stella var mikill
fagurkeri og einkenndist heim-
ilið hennar af glæsileika eins og
hún sjálf. Stella var hjúkrunar-
kona og vann lengst af við
Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað og þeir sem muna eft-
ir henni þar nefna margir
hversu góð og hlý Stella hafi
verið við bæði samstarfsfólkið
sitt og sjúklingana. Ég man
alltaf eftir því þegar eldri dótt-
ir mín kynnti sig fyrir Stellu,
þá sagði Stella við hana: „Sæl
Guðrún mín, ég er amma
Stella.“ Þetta var svolítið lýs-
andi fyrir hana, hún kom sér
yfirleitt beint að efninu. Elsku
Stella, lífið verður ekki eins lit-
ríkt án þín og við eigum eftir
að sakna þín, sakna þess að
geta ekki farið til ömmu Stellu
og spjallað um lífið og til-
veruna, saknað þess að hafa þig
ekki hjá okkur. En ég trúi því
að þú sért komin á góðan stað
núna, að þú sért komin til ást-
vina þinna á himnum sem þú
sagðir mér oft frá. Heilsu
Stellu var farið að hraka síð-
ustu ár og síðustu vikurnar
dvaldi hún á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað, sínum
gamla vinnustað þar sem hún
var í góðri umsjá. Elsku Þórð-
ur, Laufey, Svavar og fjöl-
skylda, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Fanney Kristjánsdóttir.
Steinunn
Þorsteinsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar