Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þessa sömu þróun má sjá í ansi mörgum löndum – það er mikil aukn- ing í þessum sjúkdómum, þ.e. lek- anda og sárasótt, og er hún einkum meðal karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum,“ segir Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið og vísar til þess sem fram kemur í Farsótta- fréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis. Eru þar kynsjúkdómar gerðir að umræðuefni og þá einkum sárasótt, lekandi, klamydía og HIV-sýking. Í fyrra greindust alls 33 tilfelli af sára- sótt hér á landi, en árin 2014 og 2015 greindust 23 tilfelli hvort árið um sig. „Af þeim sem greindust með sjúkdóminn árið 2016 voru 88% karl- menn sem stunda kynlíf með öðrum körlum líkt og árin á undan,“ segir í Farsóttafréttum, en meðalaldur þeirra sem sýktust var 39 ár. Staðfestum lekandatilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum og greindust í fyrra 86 tilfelli, sem er nánast tvöföldun frá fyrri árum. „Talið er að smit tengist samkyn- hneigð í yfir 70% tilfella,“ segir í fréttablaði sóttvarnalæknis. HIV hræðir ekki eins og áður Aðspurður segir Þórólfur ástæð- una fyrir þessu m.a. þá að menn séu hættir að nota smokkinn í sama mæli og áður var. „Menn eru t.a.m. minna hræddir við HIV-sjúkdóminn núna. Þeir sem greinast með HIV fara á mjög góða meðferð sem heldur sjúk- dómnum alveg niðri og eru nánast ósmitandi. Og það hefur mikið verið hamrað á því að undanförnu hve lág smithættan sé þegar viðkomandi er á fullri meðferð. Ég tel því líklegt að menn hafi hreinlega gleymt sér og þá um leið öðrum sjúkdómum sem geta blossað upp,“ segir hann og bætir við að afar brýnt sé að snúa þessari þróun við. Klamydía er sem fyrr langalgeng- asti kynsjúkdómurinn hér á landi, með u.þ.b. 2.000 tilfelli sem greinast ár hvert. Af þeim sem greindust með sjúkdóminn í fyrra voru 60% konur. Margir greinast með alnæmi Óvenjumargir greindust með HIV í fyrra, eða 27 einstaklingar. Er um að ræða 20 karla og sjö konur. Þá greindust sex með alnæmi, sem er lokastig sjúkdómsins. „Þetta fólk er þá orðið töluvert veikt og búið að velkjast um í kerfinu án greiningar. Það er áhyggjuefni og því höfum við sent út tilkynningu til heilbrigðis- starfsmanna um að vera á varðbergi gagnvart þessum sjúkdómi.“ Fleiri greinast með kynsjúkdóma en áður  Langflest tilfelli tengjast samkynhneigðum körlum Morgunblaðið/Kristinn Lýðheilsa Sem fyrr er smokkurinn besta vörnin gegn kynsjúkdómum, en fleiri greindust með slíka sjúkdóma í fyrra en árin á undan. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps sam- þykkti á aukafundi í fyrradag að út- hluta Benedikt Kristinssyni fyrir hönd Iceland incoming ferðir ehf. lóð undir hótel á nýju ferðaþjónustu- svæði austast í þorpinu. Benedikt var meðal umsækjenda um stóra hótellóð við Suðurlands- veg, á þessu sama athafnasvæði, en þá varð annar umsækjandi fyrir val- inu. Þegar sú niðurstaða lá fyrir sótti Benedikt umsvifalaust um lóðina Sléttuvegur 1, 1a og 3 sem eru vest- ar á svæðinu en stóra hótelið, nálægt Icelandair hóteli. „Hann var ákveð- inn og vildi koma hingað líka,“ segir Ásgeir Magnússon sveitarstjóri. Sveitarstjórn kom saman til auka- fundar í fyrradag og úthlutaði Bene- dikt lóðinni með venjulegum fyrir- vörum um útfærslu hugmynda og fjárhagslega burði. Ásgeir segir ekki ljóst hversu stórt þetta gistihús verður. Telur hann að stærð lóðarinnar leyfi varla nema 50-60 herbergja hótel. Búið er að úthluta meginhluta lóð- anna á nýja athafnasvæðinu. Aðeins ein lóð er eftir, austast á svæðinu. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ný byggð Búið er að úthluta meginhluta lóðanna á nýja byggingasvæðinu austast í Vík í Mýrdal undir íbúðir, gistihús og aðra ferðaþjónustu. Lóðir gengnar út  Minni hótellóðinni á nýja ferðaþjón- ustusvæðinu í Vík einnig úthlutað Vertu upplýstur! blattafram.is ÞÚ ERT LÍKLEGRI TIL AÐ GRÍPA INNÍ EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af öllum Guerlain vörum kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ miðvikudag, fimmtudag og föstudag Elsa kynnir nýju vorlitina frá Guerlain ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa fyrir tíu mánuðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* majubud.is Vetraryfirhafnir - Sparidress - Peysur - Blússur - Bolir Laugavegi 63 • S: 551 4422 ÚTSÖLU-sprengja 50-70% afsláttur www.laxdal.is 50–70% afsláttur Síðasta útsöluvika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.