Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt landÁratuga reynsla Langstærstir í viðgerðum og sölu á Alternatorum og Störturum Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu ekki niðurdreginn þótt ekki gangi allir hlutir upp hjá þér. Hugsaðu um hvað barninu er fyrir bestu. Reyndu að skipu- leggja þig þannig að þú getir nýtt tíma þinn sem best. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er komið að því að þú hljótir umbun alls þíns erfiðis. Náin kynni við valdamikla manneskju endurræsa vélina þína. Athugaðu vel þinn gang. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að koma skipulagi á hlut- ina, bæði heima fyrir og á vinnustað. Ef þú færð tækifæri til þess að leggja land undir fót á næstunni er um að gera að grípa það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Forðastu að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að taka afstöðu með einum eða öðrum. En núna finnst þér óþægilegt að láta kylfu ráða kasti, enda nægur tími til undibúnings. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. En gætið þess að ganga ekki of langt því hver er sinnar gæfu smiður. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver er tilbúinn til að lána þér pen- inga eða hjálpa þér með öðrum hætti. Leyfðu vinunum því að njóta sigurlaunanna með þér og gerðu þeim glaðan dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ástin getur komið til manns á ólíkleg- ustu stöðum – í kjörbúðinni eða bankanum. Aðrir laðast jafnframt að þér. Heildarmyndin blessast síðan af sjálfu sér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert þekktur fyrir líflegt ímyndunarafl sem þú notar bæði til að leysa og skapa vandamál. Breytingarnar bíða handan hornsins og það skiptir öllu máli að standa sig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig grunar að þú sért að verða eftir á á einhvern hátt. Kannaðu fjárhaginn því ekkert liggur á og það eru margir fiskar í sjónum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver gæti gefið þér eða lánað þér eitthvað sem verður þér heilsubætandi. Leitaðu þér aðstoðar og komdu lagi á tilfinn- ingalíf þitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er mikið um að vera í stjörnu- merkinu þínu þessa dagana og því tekur fólk vel eftir þér. Mundu að það er ekkert óeðlilegt við það að standa með sjálfum sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður að freista þess að ná stjórn á hlutunum og til þess verður þú að leggja þig fram og eyða miklum tíma. ÍVísnahorni í gær sagði ég frá þvíað reistur hefði verið minnisvarði um Látra-Björgu á Stærri-Árskógi. Hún átti til góðra að telja, – „Ætt- stór kona velur sér vergang“ er heiti örlagaþáttar Tómasar Guðmunds- sonar um hana. Fárra ára fór Björg að Látrum með föður sínum, en varð eftir þegar faðir hennar flutti þaðan. Á Látrum tók Björg skjótum þroska andlegum og líkamlegum, segir Tómas. „Þótti hún sýna mikla víkingslund í sæferð- um, og eins var hún lítt komin af barnsaldri, er orð lék á, að hin unga mær vissi jafnlangt nefi sínu. Hafði hún strax í þessum efnum stærra svipmót en flestar kynsystur henn- ar, og vísur þær ýmsar, sem hún kastaði fram, eru magnaðar forn- eskjulegri dul og sverja sig í ætt við brimgný Látrastrandar. Sem hún hefur lýst á þessa leið: Grundir, elfur, salt og sandur sjós með dunum, undir skelfur allt af fjandans ólátunum.“ Eitt sinn kom Björg á flakki sínu í hríðarbyl að glugga í Kaupangi og kvað vísu: Æðir fjúk á Ýmis búk, ekki er sjúkra veður. Klæðir hnjúka hríð ómjúk hvítum dúki meður. Nágrannakona Bjargar átti óspak- ar ær í kvíum og fékk eigi hamið þær. Bað hún Björgu að spekja þær. Björg kom á stöðul og kvað: Vísnahorn Enn af Látra-Björgu Krefst ég allra krafta lið kvæðið sé eflandi, að aldrei, fálur fjalla, þið farið úr heimalandi. Og nú brá svo við, að ærnar komu heim í hvert mál á haust fram, en þetta gerðist litlu eftir fráfærur. Þessi staka er skemmtileg: Getið er ég sé grýlan barna, af guði sköpt í mannsins líki, á mig starir unginn þarna eins og tröll á himnaríki. Sjórinn var Látra-Björgu kært yrkisefni: Orgar brim á björgum, bresta öldu hestar, stapar standa tæpir, steinar margir veina. Þoka úr þessu rýkur, þjóð ei spáir góðu. Halda sumir höldar hríð á eftir ríði. Bið ég höddur blóðugar, þó bregði upp faldi sínum, Ránardætur reisugar, rassi að vægja mínum. Andófs þéttan eigum sprett, það eykur setta pínu. Við höfum rétt á Riflaklett rakið slétta línu. Grenjar hvala grundin blá geðs af kala stórum. Berg við gala og brotna þá bylgjur Vala-kletti á. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ástin blossar upp á ólíkleg- ustu stöðum. ÉG GERI STUNDUM MISTÖK OJ! ÞETTA ER VERSTI KVÖLDMATUR VIKUNNAR! ÞETTA VAR VERSTA MARTRÖÐ HVERS FORELDRIS – ÞEGAR BARNIÐ FLYTUR AFTUR HEIM. „OKKUR VANTAR DISKA!“ FYRIRGEFÐU! ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR ÞÉR… VIKAN ER EKKI BÚIN! ÞÚ GETUR EKKI SAGT ÞETTA! EINS OG AÐ VERA MEÐ JÓNI! VERTU ÚTI! SONUR SÆLL?! M Ö T U N E Y T I Hollenski leikstjórinn Paul Ver-hoeven vakti athygli Víkverja fyrst um miðjan níunda áratuginn þegar hann sá myndina Fjórði mað- urinn, þar sem drykkfelldur rithöf- undur lendir í klækjavef konu sem þegar hefur „misst“ þrjá eiginmenn og leitar nú að þeim fjórða. Verhoe- ven virðist líta svo á að mörk séu til lítils annars gagnleg en að fara yfir þau. x x x Myndir Verhoevens vöktu víða at-hygli og opnuðu dyrnar að Hollywood. Fyrsta myndin sem hann gerði í Bandaríkjunum var frumsýnd 1987 og sló í gegn. Robocop var vís- indaskáldskapur, hasarmynd og ádeila. Hermt er að Verhoeven hafi ekki litist á blikuna en kona hans hafi talið hann á að gera myndina. Robo- cop malaði gull og það gerðu næstu tvær myndir einnig. Í Total Recall var hann aftur kominn í vísindaskáld- skapinn, þar sem hann leikstýrði Arnold Schwarzenegger. Svo kom Ógnareðli (Basic Instinct) með Shar- on Stone og Michael Douglas, spennutryllir sem átti margt skylt með Fjórða manninum og olli mikilli hneykslan og írafári. Einhvers staðar sá Víkverji hana kallaða umdeildustu mynd tíunda áratugarins. Verhoeven hélt áfram að leikstýra í Hollywood þótt næstu myndir gengju ekki jafn vel. Showgirls var rökkuð niður og Starship Troopers fékk litla aðsókn, þótt nú hafi hún öðlast hylli jað- armyndadýrkenda. x x x Ástæðan fyrir því að Víkverji fór aðrifja upp feril Verhoevens er að nýjasta mynd hans var sýnd við opn- un Frönsku kvikmyndahátíðarinnar. Leikstjórinn er nú snúinn aftur til Evrópu og í myndinni Hún (Elle), sem fékk fimm stjörnur í Morgun- blaðinu í gær, sýnir hann að honum er enn ekkert heilagt, þótt kominn sé á níræðisaldur. Þar sýnir Isabelle Huppert slíkan stórleik að vekur ugg og unun og var Víkverji ekki hissa á því að hún skyldi fá tilnefningu til Óskarsverðlauna. Myndin er óhugn- anleg og ófyrirleitin og fær mann til að hlæja þegar síst skyldi. Víkverji veit ekki hvort myndin er góð, en mælir óhikað með henni. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálm 34:19)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.