Morgunblaðið - 01.02.2017, Page 33

Morgunblaðið - 01.02.2017, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Það er reiður ungur maðursem birtist áhorfendum ífrönsku kvikmyndinni Meðhöfuðið hátt (La tête haute) í leikstjórn Emmanuelle Bercot. Og ekki að ósekju. Malony Ferrandot (Rod Paradot) hefur ekki fengið gott veganesti út í lífið. Þegar myndin hefst er hann aðeins sex ára og staddur á skrifstofu Florence Blaque (Catherine Deneuve), dómara sem úrskurðar í málefnum barna og ungmenna, ásamt móður sinni, Séverine Ferrandot (Sara Forestier), og litla bróður. Faðir hans er látinn og móðir hans glímir við vímuefnafíkn. Hún lýsir eldri syni sín- um sem skrímsli meðan hann situr þögull og stóreygur á gólfinu. Nær- myndir af andliti Enzo Trouillet, sem leikur Malony á þessum aldri, eru hjartaskerandi, en litli drengurinn skilur varla hvað gengur á þegar móð- ir hans rýkur á dyr með þeim orðum að hún gefist upp og kerfið skuli bara annast hann. Tæpur áratugur líður þar til við hittum Malony aftur og þá virðast áhrínsorð móður hans hafa orðið að veruleika. Hann hefur verið inn og út af fósturheimilum, helst ekki í skóla vegna stjórnlausra reiðikasta og virð- ist áhugalaus um annað en að stela bíl- um og keyra hratt. Síðastnefnda iðjan skilar honum aftur inn á skrifstofu dómarans sem ákveður að senda hann í endurhæfingu upp í sveit. Þar kynn- ist hann Claudine (Elisabeth Mazev) sem reynir að bæta tungumálakunn- áttu hans og skrift milli reiðikasta hans, því þolinmæði er ekki hans sterkasta hlið. Dóttir hennar, hin þögla og dularfulla Tess (Diane Rouxel), er spennt fyrir Malony og leitar samvista við hann þrátt fyrir að fyrsti ástarfundur þeirra minni mest á nauðgun af hans hálfu. Samband þeirra ber ávöxt, Malony til mikillar gremju fyrst um sinn, en undir lok myndar er barnið notað sem tákn um nýtt upphaf og von, sem er auðvitað velþekkt bragð. Óljóst er hins vegar hversu vongóðir áhorfendur geta ver- ið fyrir hönd Malony. Megnið af myndinni er einblínt á Malony á aldrinum 15-17 ára. Blaque dómari er í kapphlaupi við tímann um að koma Malony á rétta braut áður en hann verður 18 ára og afbrot hans fara að kosta fangelsisvist. En eins og hún segir við Yann (Benoît Magimel), umsjónarmann Malony, þá geta þau sem starfsmenn dóms- og velferðar- kerfisins aðeins varðað leiðina til betra lífs en ekki neytt skjólstæðinga sína til að feta réttu brautina. Á öðrum stað hvetur hún Malony til að taka í þær útréttu hendur sem honum bjóð- ast. Leikstjórinn Emmanuelle Bercot skrifar sjálf handritið, í samvinnu við Marciu Romano, og byggir það á reynslu frænda síns sem vann lengi við að hjálpa afvegaleiddum ungling- um. Markmið hennar er augljóslega að varpa ljósi á þá ótalmörgu sem leggja á sig mikið og óeigingjarnt starf í þágu barna sem vanrækt eru af foreldrum sínum og tekst það ætl- unarverk hennar vel. Á þeim tveimur klukkustundum sem myndin tekur deila áhorfendur vanmáttarkenndinni sem hellist vafalítið yfir starfsmenn kerfisins á stundum. Í anda raunsæis- ins sneiðir Bercot að mestu hjá þeirri freistingu að láta einn viðburð eða eina manneskju umbreyta lífi Malony. Myndin læðir inn fínlegum vísbend- ingum um þroska Malony, sem gætu hæglega farið framhjá áhorfendum. Sem dæmi um þetta er munurinn á því hvernig Malony heldur á penna þegar hann skrifar. Hughreystandi orð hans við grátandi nýliða seint í myndinni á vafalaust að undirstrika að Malony er ekki siðlaus hrotti heldur býr yfir hæfileikanum til að setja sig í spor annarra. Ákjósanlegt hefði verið að sjá Mal- ony oftar í samskiptum við aðra og gefa þannig meira kjöt á beinin, því helsti annmarki myndarinnar er hversu lokuð bók Malony er okkur og er þar ekki við leikarann að sakast. Það er ekki að ástæðulausu sem Rod Paradot hlaut bæði César- og Lumières-verðlaunin sem besti nýlið- inn því hann leysir erfitt hlutverk Mal- ony fantavel af hendi. Framan af ein- kennist leikurinn af miklum öskrum, en tekur á sig meiri blæbrigði eftir því sem Malony þroskast. Sara Forestier er trúverðug sem mamma hans og ein áhrifaríkasta sena þeirra er þegar hún liggur eins og smábarn í fangi hans uppi í rúmi meðan hún útskýrir fyrir honum hversu mikil ábyrgð felist í for- eldrahlutverkinu og lofar að vera til staðar fyrir ófætt barn hans. Vel var unnið með tilfinningar hans í garð mömmu sinnar, sem hann hatar á sama tíma og hann þráir ást hennar og umhyggju sem hún er ófær um að veita honum. Catherine Deneuve er góð í hlutverki hinnar þrautseigu og hjartahlýju Florence Blaque sem neit- ar að sjá börn sem skrímsli en reynir þess í stað að nesta þau til betra lífs. Að vera reiður ungur maður Þroski Rod Paradot og Sara Forestier í hlutverkum mæðginanna Malony og Séverine í Með höfuðið hátt. Háskólabíó – Franska kvikmyndahátíðin Með höfuðið hátt (La tête haute) bbbmn Leikstjórn: Emmanuelle Bercot. Hand- rit: Emmanuelle Bercot og Marcia Rom- ano. Leikarar: Rod Paradot, Catherine Deneuve, Benoit Magimel, Diane Roux- el, Sara Forestier og Elisabeth Mazev. Frakkland, 2015. Tungumál: Franska, enskur texti. 120 mínútur. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR KVIKMYNDIR Sýnd í Háskólabíói fim. 2. febrúar kl. 19.40 og mán. 6. febrúar kl. 22. Heiðdís Hanna Sigurðardóttir söng- kona hefur hlotið viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Er þetta í sextánda sinn sem viðurkenn- ing er veitt úr sjóðnum, en honum ber að styrkja efnilega tónlistar- nema í söng og fíólínspili. „Sjóðurinn er stofnaður af Önnu Karólínu Nor- dal sem fæddist í Vesturheimi 1902 og lést 1998. Hún bjó alla tíð í Kan- ada og kom aldrei til Íslands en hafði engu að síður sterkar taugar til landsins og sýndi ættlandi sínu og Íslendingum mikla ræktarsemi eins og sjóðurinn er fagur vitnisburður um. Anna var alþýðukona og mikill unnandi tónlistar og vildi styrkja ungt tónlistarfólk í námi og hvetja til frekari árangurs,“ segir í tilkynn- ingu frá sjóðnum. Heiðdís Hanna hóf söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Guð- rúnu Jóhönnu Jónsdóttur. Hún stundaði bakkalárnám í söng við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi hjá Professor Angela Nick og stundar nú bakkalárnám við Listaháskóla Íslands hjá Þóru Ein- arsdóttur og Kristni Sigmundssyni. Þaðan stefnir hún á að ljúka námi í janúar á næsta ári. „Heiðdís Hanna hefur vakið athygli fyrir söng sinn en hún hefur reglulega komið fram á tónleikum í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu, hún var meðlimur í kór Íslensku óperunnar í uppfærslunni Évgení Onegin eftir Tsjajkovskíj og söng hlutverk Zerl- inu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir Mozart í ár. Fyrr á árinu kom hún fram sem ein- söngvari með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á tónleikunum Ungir einleik- arar. Heiðdís Hanna hefur haldið einleikstónleika í Vídalínskirkju og í Fríkirkjunni í Reykjavík og kom hún fram á hádegistónleikum á Óperudögum í Kópavogi nú í vor. Það er vissa sjóðstjórnar Styrktar- sjóðs Önnu Karólínu Nordal að hennar bíði glæsilegur ferill í söng.“ Úthlutað úr styrktar- sjóðnum í 16. sinn Glöð Heiðdís Hanna Sigurðardóttir. Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. Miðasala og nánari upplýsingar SÝND KL. 5.20, 8 SÝND KL. 10.40 SÝND KL. 8, 10.15 SÝND KL. 8, 10.40 SÝND KL. 5.40 - ísl tal SÝND KL. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.