Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
✝ Skafti Einars-son fæddist að
Helli, þá Ölfusi,
hinn 13. október
1929 . Hann and-
aðist á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands, Selfossi, 24.
janúar 2017.
Foreldrar hans
voru Pálína Bene-
diktsdóttir, f. 28.
júlí 1890, d. 18. sept-
ember 1962, og Einar Sigurðs-
son, f. 16. nóvember 1884, d. 22.
júlí 1963. Þau bjuggu að Gljúfri
og síðar Helli í Ölfusi. Systkini
Skafta eru Gunnar, f. 1. septem-
ber 1913, d. 1996, Valur, f. 12.
júní 1915, d. 1986, Vigdís, f.
1917, d. 1924, Sigurður, f. 21.
september 1918, d. 10. júní 2007,
Hjalti, f. 25. ágúst 1921, d. 1993,
Vigfús, f. 5. september 1924, d.
12. júní 2001, Valgerður f. 19.
júlí 1926, d. 5. september 2006,
Álfheiður, f. 1. ágúst 1928, d.
1997, Sigríður, f. 10. maí 1931, d.
stjóri, Laugalandi í Holtum. Páll
er kvæntur Ingveldi Eiríksdótt-
ur. Börn þeirra eru Ragnheiður
og Aðalsteinn. 3) Sigurlaug
Gréta, f. 20. mars 1968, starfs-
maður FSu, Selfossi. Gréta er
gift Helga Jónssyni. Börn þeirra
eru Ágústa Íris, Eyþór og Óskar
Ingi. 4) Einar, verkfræðingur í
Reykjavík. Sambýliskona hans
er Halldóra Alexandersdóttir.
Dóttir þeirra Andrea Rún.
Barnabarnabörn þeirra Skafta
og Sigrúnar eru orðin 10. Skafti
lauk barnaskólanámi á Selfossi,
stundaði nám við Garðyrkjuskól-
ann að Reykjum 1953-1955.
Hann ólst upp við öll almenn
sveitastörf og vann ýmis störf
framan af starfsævinni, meðal
annars hjá Varnarliðinu, Kaup-
félagi Árnesinga, Selfossbæ og
Landsvirkjun. Þá lá leið Skafta á
sjó en lungann af sinni starfsævi
stundaði hann sjóinn. Síðustu ár
starfsævinnar vann hann hjá
Selfossbæ. Auk alls þessa vann
hann um árabil í sláturtíð hjá SS
á Selfossi.
Útför Skafta fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 1. febrúar 2017,
klukkan 14.
16. maí 2012, Bene-
dikt, f. 17. sept-
ember 1932, d.
1993, Sigtryggur, f.
18. águst 1935, bú-
settur á Selfossi.
Hinn 31. desember
1960 gekk Skafti að
eiga Sigrúnu Guð-
veigsdóttur, f. 1.
janúar 1939. For-
eldrar hennar voru
Guðveigur Þorláks-
son og Sigurlaug Sigurðardóttir.
Börn Skafta og Sigrúnar eru: 1)
Sigurður Jóhann Ragnarsson, f.
22. nóvember 1958, atvinnubíl-
stjóri á Selfossi. Börn hans eru:
Sigurvin Ragnar (móðir Hafdís
Berg Sigurðardóttir), Jóna
Bergþóra (móðir Ingibjörg
Hrefna Guðmundsdóttir). Sig-
urður kvæntist Þóreyju Daníels-
dóttur, slitu þau samvistum.
Börn þeirra eru Sigrún Lára, f.
1. júlí 1987, d. 30. janúar 1988,
Lena Ósk og Kristín Lára. 2) Páll
Skaftason, f. 13. maí 1963, verk-
Nú er genginn einn af minn-
isstæðustu mönnum samtíðarinn-
ar. Við sem kynntumst Skafta
Einarssyni einhvern tímann mun-
um hann ætíð. Við munum eftir
kankvísinni, glottinu og glampan-
um sem sjóndöpur augun gáfu frá
sér. Tilsvörunum sem kættu
mann, frásögnum af endalausum
viðburðum ævi hans, allt frá dög-
um Gunnars á Hlíðarenda til okk-
ar tíma.
Því þótt Gunnar hafi í rauntíma
verið nokkuð á undan Skafta hér á
ferð voru þeir samferða í gegnum
lífið. Skafti var mikill aðdáandi
Njálu og reyndar margra fleiri Ís-
lendingasagna, svo sem eins og
Grettissögu, en þeir Grettir háðu
líka í sameiningu marga rimm-
una, gegn óvættum og óréttlæti
heimsins.
Ferðalög voru líf og yndi
Skafta og hann naut þess að vitja
sögustaða, ganga þar um, setjast
niður með kaffibrúsann sinn og
upplifa.
Og Skafti upplifði sterkt. Hann
elskaði náttúruna, gróðurinn og
dýrin, fjölskyldu sína, systkini og
ættingja alla. Hann var einstakur
vinur þess sem minna mátti sín,
hvort heldur það voru dýr, gróður
eða manneskjur. Hann var barn-
góður með eindæmum og börn
hændust að honum, glettni hans
og ósérhlífni því hann hafði alltaf
tíma til að leika. Var aldrei of upp-
tekinn til þess að sinna óskum
þeirra og þörfum.
Hann var elskuríkur faðir, las
þannig að allir muna hans útgáfu
af Emil í Kattholti sem heyrðu.
Hann gaf börnum sínum allt sem
hann átti og meira til. Hann var
sömuleiðis ástríkur eiginmaður
og skarð hans er stórt í lífi Sigrún-
ar, en í 56 ár hafa þau ferðast um
vegi veraldarinnar, saman í gegn-
um þykkt og þunnt. Skarð hans
verður vandfyllt hjá okkur sem
hann þekktum. En með tímanum
mun það fyllast af minningum
okkar allra um yndislegan maka,
föður, afa, langafa og tengdaföð-
ur, vin og samferðamann sem
glæddi líf okkar allra með því einu
að vera til.
Þinn elskandi sonur,
Páll, Ingveldur og fjölskylda.
Ég var 12 ára þegar Skafti Ein-
arsson byrjaði að vinna sem
sláttumaður hjá Landsvirkjun. Í
þá daga var slegið með orfi og ljá
þar sem ekki var hægt að koma
dráttarvél að. Við félagarnir vor-
um að þvælast kringum karlinn
þar sem hann var við vinnu sína,
hann lét okkur lítið trufla sig en
sagði okkur að vera ekki of ná-
lægt, ég get nefnilega slegið und-
an ykkur lappirnar án þess að
taka eftir því. Hann væri nefni-
lega svo sjóndapur að hann sæi
ekkert hvað hann var að gera. Við
þorðum ekki öðru en hlýða þó ég
furðaði mig á því hve vel hann sló
þó hann sæi ekki til, því aldrei
voru grastoppar eftir. Þetta voru
mín fyrstu kynni af Skafta og ór-
aði mig engan veginn fyrir þá
hversu stór hluti af lífi mínu hann
ætti eftir að verða. Þetta sumar
myndaðist góð vinátta milli mín
og þeirra feðga sem átti eftir að
styrkjast eftir því sem árin liðu,
því nokkur sumur þar á eftir vann
hann við Sogið og þegar við Palli,
sonur hans, urðum 16 ára unnum
við þar í unglingavinnunni og þeg-
ar ekki var sláttur vann Skafti
með okkur krökkunum hvort sem
var við sorphreinsun, vegagerð
eða annað.
Ellefu árum síðar kynntist ég
eiginkonu minni. Það má kannski
segja að ég hafi vitað að hverju ég
gekk því þarna var komin dóttir
Skafta, vinar míns, og satt að
segja var ég nokkuð sáttur við
það. Ég komst líka fljótt að því að
hann og Sigrún, kona hans, voru
að ég held líka nokkuð sátt, alla-
vega var ég strax boðinn velkom-
inn inn á heimili þeirra þar sem
við bjuggum fyrsta ár okkar sam-
bands, eða allt þar til við eignuð-
umst okkar eigið heimili, þó
Skafta hafi þótt óréttlátt að hjá
honum væri bara helgi tvo daga í
viku en Helgi væri alla daga hjá
Grétu. Þarna kom vel fram hinn
einstaki húmor Skafta sem oft
kom fram í svona skemmtilegum
orðaleikjum og gullkornum sem
virtust einhvern veginn bara
koma og þá helst þegar enginn
átti von á. Á þeim tíma komst ég
að því hve mikinn persónuleika
þessi hokni og sjóndapri vinur
minn hafði að geyma.
Skafti var mikill fjölskyldu-
maður og naut samverunnar með
fólkinu sínu til hins ýtrasta. Hann
var mikið jólabarn og lagði mikið
upp úr því að ná fjölskyldunni
saman um jólin meðan þrek og
heilsa leyfði. Útilegurnar á sumr-
in voru margar og víða ferðast um
landið, þar kom vel í ljós hversu
fróður hann var um land og þjóð,
hann las mikið þrátt fyrir mikla
sjónskerðingu og var óþreytandi
að segja sögur af fornköppum og
skemmtilegu fólki, enda Íslend-
ingasögurnar og þjóðlegur fróð-
leikur hans uppáhald. Þó held ég
að engin bók hafi verið honum
jafn kær og Góði dátinn Svejk,
einhvern veginn held ég hann hafi
fundið samsömun með sjálfum sér
og dátanum og vitnaði oft í hann.
Garðyrkja var aðaláhugamálið,
enda var hann lærður garðyrkju-
fræðingur þó hann starfaði ekki
mikið við það. Hann hugsaði alla
tíð vel um garðinn sinn og allt
fram á síðasta sumar setti hann
niður kartöflur þrátt fyrir að
styðjast við göngugrind.
Margt fleira væri hægt að
segja um tengdaföður minn og vin
en hægt er að koma fyrir í stuttri
grein. En minningin um góðan
dreng lifir. Guð geymi Skafta Ein-
arsson.
Helgi Jónsson.
Elsku afi Skafti.
Þær eru margar og góðar
minningarnar sem þú hefur gefið
mér í gegnum tíðina og fyrir þær
er ég mjög þakklát. Myndin af
þér, þar sem þú heldur í höndina á
mér og bróður mínum á leið á
róló, mun vera greypt í huga mér
um ókomna tíð. Það var alltaf
hægt að plata þig með okkur
þangað, sama hvernig viðraði,
enda varstu ekki maður sem lét
svoleiðis smámuni stöðva sig. Í
raun hélt maður að þú, með
þrjóskuna að vopni, myndir jafn-
vel sigra dauðann. Þú háðir þína
baráttu við hann og í rauninni
magnað hve oft þú barst sigur úr
býtum, svolítið eins og kötturinn
með sín níu líf. En nú hefur þú lot-
ið í lægra haldi og eftir sitjum við
sem þig elskuðum með ljúfar
minningar uppfullar af húmor og
hlýju. Ég man jólin og hve mikið
jólabarn þú varst, ég man eftir því
að hafa farið með þér að taka á
móti jólasveinunum þegar þeir
komu niður af Ingólfsfjalli og ég
man að ég furðaði mig á því af
hverju þú værir ekki þarna með
þeim, enda mesti jólasveinn sem
ég þekkti, ásamt honum pabba.
Ég man aðfangadagskvöldin sem
þú og amma voruð hjá okkur, ég
man jólaboðin á jóladag, þar sem
þú með þinni ákveðni lést okkur
fram eftir öllum aldri dansa í
kringum jólatréð og náðir þannig
að draga fram barnið í stálpuðum
unglingunum. Ég man þegar þú
lást inni ein jólin, og að þau mis-
tök ætlaðir þú aldrei aftur að
gera, að panta tíma hjá lækni
korter í jól. Ég man útilegurnar,
sumrin og alla viðburði sem
stemning myndaðist í kringum,
því þú varst mikill stemningskarl
og hafðir einstakt lag á því að
smita henni út frá þér. En um-
fram allt þá mun ég muna
ákveðnina, dugnaðinn, þrjóskuna
og hlýjuna sem einkenndi þig og
gerði þig um leið að svo ósköp
góðum afa.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ragnheiður Pálsdóttir.
Skafti Einarsson
✝ Katrín Árnadótt-ir frá Skógum í
Öxarfirði fæddist 27.
september 1932. Hún
lést á Hlévangi 21.
janúar 2017.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Guð-
mundsdóttir og Árni
Gunnarsson. Systur
Katrínar á lífi eru
Kristveig Árnadóttir,
Árný Jónsdóttir og
Gunnþóra Jónsdóttir. Látnir eru
bræður Katrínar þeir Gunnar
Árnason, Óli Guðmundur Jónsson
og Árni Þór Jónsson.
Katrín giftist 25. október 1952
Yngva Jónssyni, f. 22. febrúar
1930, frá Fossi í Nauteyrarhreppi
við Ísafjarðardjúp, d. 28. október
2009. Börn Katrínar og Yngva
eru 1) Árni Þór, f. 30. september
1951, d. 12. febrúar 1986. Kona
hans var Bjarney Jóna Valgeirs-
dóttir, f. 25. júlí 1950. Sonur
þeirra er Valgeir Yngvi, maki
Rósa Gunnarsdóttir, sonur þeirra
er Viggó. Stjúpdóttir Árna og
dóttir Bjarneyjar er Fanney Jóna
Gísladóttir, synir hennar eru
Ragnar Björn og Gísli Valgeir. 2)
Gunnar Már, f. 7. apríl 1953, maki
Ásta Pálína Stefánsdóttir, f. 25.
apríl 1959. Börn þeirra eru a)
Sara Rut, dóttir hennar er Birg-
itta Rún, b) Davíð Már. 3) Sigríður
Katrín, f. 11. janúar 1955, börn
hennar eru a) Ellen
Mörk Björnsdóttir,
maki Magnús Vign-
ir Eðvaldsson, börn
þeirra eru Daníel
Ingi, Ásdís Aþena
og Valdís Freyja. b)
Garðar Þórisson. c)
Sæþór Krist-
jánsson. 4) Hrefna,
f. 19. desember
1958, börn hennar
eru a) Yngvi Jón
Rafnsson, maki Sigrún Sigurðar-
dóttir, dóttir þeirra er Emilía Sól,
b) Heiða Rafnsdóttir, maki Baldur
Fannar Halldórsson, börn þeirra
eru Alexander Breki, Katrín Ýr
og Olgeir Aron. c) Rafn Rafnsson,
maki Sigríður Maggý Árnadóttir,
börn þeirra Ragnheiður Júlía og
Rafn. d) Árni Þór Rafnsson.
Árið 1949 kom Katrín að norð-
an ásamt æskuvinkonu sinni til að
hefja nám við Garðyrkjuskóla rík-
isins. Þar kynntust þau Yngvi en
hann kom að vestan einnig til að
hefja nám við skólann og útskrif-
uðust þau bæði sem garðyrkju-
fræðingar. Nýtti hún þá kunnáttu
og ræktaði garða þeirra hjóna vel
ásamt því að sjá vel um heimili og
börn. Katrín vann einnig við hin
ýmsu þjónustustörf eftir að börn-
in fóru að stálpast.
Útför Katrínar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 1. febrúar
2017, klukkan 13.
Elsku mamma.
Þér var ekki alltaf vaggað blíð-
lega í gegnum lífið. Margt setti
mark sitt á þig og ekki alltaf auð-
velt fyrir fólk að lesa í hegðun
þína, sem á köflum litaðist mjög
af þeim andlegu veikindum sem
lögð voru á þig. Eitt var þó alltaf
ljóst að þú barst mikla umhyggju
fyrir þínum nánustu og langt út
fyrir þann rann. Velferð annarra
var þér alla tíð efst í huga. Þú
varst ein besta manneskja sem
við höfum kynnst um ævina.
Þú komst sem ung stúlka að
norðan úr þinni elskuðu sveit,
sem þú varst alltaf svo stolt af.
Þú, þessi rauðhærða, fallega og
brosmilda stúlka, varst ekki lengi
að heilla þennan unga mann með
fallegu brúnu augun, sem kom
vestan úr Djúpinu. Ástin sem
sem kviknaði þarna á milli ykkar
þegar þið voruð við nám á Garð-
yrkjuskólanum að Reykjum ent-
ist ævilangt. Þið pabbi genguð
samstiga í gegnum lífið. Það er
gott að hugsa til þess að nú eruð
þið sameinuð á ný. Það er áreið-
anlega glatt á hjalla og margir
þér kærir tekið vel á móti þér.
Þú varst mikill tónlistar- og
ljóðaunnandi. Þegar þú svo smátt
og smátt tapaðir þínu góða minni
þá var alltaf hægt að kalla fram
hjá þér þitt fallega bros með tón-
list og rifja upp falleg ljóð. Það
var mikið stuð á ykkur Ragga
Bjarna þegar hann kom suður
með sjó og söng í 80 ára afmæli
þínu. Það er ógleymanlegt þegar
hann fékk þig til að syngja og þið
tókuð saman dúett. Það sem þú
og við fjölskyldan höfðum gaman
af þessu, sem og heimilis- og
starfsmenn á Hlévangi sem tóku
fullan þátt í þessu yndislega af-
mæli. Það var dansað jafnt á fót-
um sem og í hjólastólum.
Góðar minningar um ykkur
pabba ylja og sefa söknuð okkar.
Ljós og kærleikur sé með þér og
öllum þínum, elsku mamma.
Þín börn,
Gunnar Már, Sigríður
Katrínar og Hrefna.
Amma Kata. Þessi tvö orð
saman hafa verið svo stór hluti af
tilveru minni frá því að ég fædd-
ist. Amma Kata og afi Yngvi.
Hafið og kletturinn. Á mínum
yngri árum vildi ég hvergi vera
frekar en hjá ykkur. Þar leið mér
alltaf vel. Lengi hélt ég að jólin
væru hvergi nema hjá ykkur í
Keflavík. Þið voruð jólin mín.
Amma manstu, þú kallaðir mig
alltaf ljósið þitt? Svo þegar Daní-
el minn fæddist gerðum við smá
grín og kölluðum hann vasaljósið
þitt. Þú hafðir óbilandi trú á mér
og þér tókst alltaf að láta mér
finnast það sem ég gerði vera
mikilvægt og merkilegt. Reyndar
áttir þú það stundum til að ýkja
afrek mín örlítið við ókunnuga en
það gerði nú ekkert til.
Amma, manstu á vorin þegar
ég kom til Keflavíkur um leið og
skólinn var kominn í frí og við
fórum í kríueggjaleit? Settum svo
eggin í vatn til að gá hvort þau
væru stropuð. Það var góður
tími.
Lengi vel gafstu mér alltaf
sumargjöf. Oftast voru það bæk-
ur. Alfinnur álfakóngur, Dísa
ljósálfur, Miskunnsami Samverj-
inn. Þessar bækur hafa nú börnin
mín öll lesið og þykir þeim jafn
vænt um þær og mér.
Amma, manstu öll sumrin okk-
ar í Húsafelli? Þvílíkur fjársjóður
minninga þaðan. Seinna fórum
við Daníel með ykkur afa á Egils-
staði. Ekki má gleyma Evrópu-
reisunni í tjaldinu. Ég var þá
sennilega ekki nema á fimmta ári
en finnst ég muna margt í smáat-
riðum, svo óþreytandi voruð þið
afi að rifja upp skemmtilegar
minningar úr ferðinni.
Eftir að ég eignaðist mitt eigið
heimili vorum við dugleg að
heimsækja hvort annað en eitt-
hvað fækkaði samverustundum
eftir að ég flutti norður. Við
reyndum að koma við hjá ykkur
alltaf þegar við komum suður og
eftir að afi dó og þú fórst á Hlév-
ang komum við til þín eins oft og
við höfðum tækifæri til. Síðasta
samverustund okkar var milli
jóla og nýárs. Ég sat áfram hjá
þér eftir að stelpurnar mínar
höfðu kvatt þig og ég talaði við
þig um þessa góðu tíma og sagði
þér hve vænt mér þætti um þig.
Ástúðin og væntumþykjan skein
úr augum þínum þegar ég faðm-
aði þig í síðasta sinn. Nú ertu
komin til afa og þú ert örugglega
farin að baka fyrir hann pönnsur
með fullt af sykri. Skilaðu kveðju
frá mér. Elsku amma Kata, takk
fyrir allt. Mér þykir óendanlega
vænt um þig.
P.s. manstu litla reynitréð sem
þú vildir ólm gefa mér úr garð-
inum þínum eftir að ég flutti á
Hvammstanga? Sem við grófum
upp með rótum og skelltum í
skottið á bílnum? Við köllum það
Kötu litlu og það dafnar ótrúlega
vel hér í norðanáttinni.
Þín,
Ellen.
Katrín Árnadóttir
Elskuleg móðir okkar,
JÓHANNA KATRÍN PÁLSDÓTTIR,
Hanna
myndlistarmaður og fyrrverandi
bankastarfsmaður,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
24. janúar.
Jarðsungið verður frá Lindakirkju föstudaginn 3. febrúar klukkan
15. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjálparstarf kirkjunnar eða líknarfélög.
Páll Jónsson
Anna Pála Vignisdóttir
og fjölskylda
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
AF ÖLLUM
LEGSTEINUM
Í FEBRÚAR
Verið
velkomin
AFSLÁTTUR
áður kr. 245.000
kr. 220.000
Elskuleg systir okkar, mágkona og
fósturmóðir,
GUÐLAUG BJÖRNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 3. febrúar klukkan 13.
Sigurlaug Björnsdóttir Björn Pálsson
Sigurður Björnsson Sieglinde Björnsson
Nanna, Ólöf, Sveinbjörn, Helga og Guðrún Björnsbörn