Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 27
prófi og starfaði síðan í utanríkis-
ráðuneytinu 2002-2006, þ. á m. í
höfuðstöðvum NATO í Brüssel 2004-
2005, en þreif ekki þar. Hún var
blaðamaður hjá Birtingi á Nýju lífi
2006-2007, við Fréttablaðið sumarið
2007, var sérfræðingur á alþjóðasviði
við Landsbankann 2007-2009, skrif-
stofustjóri FATTOC 2009-2010,
skrifstofustjóri á Vefpressunni 2010-
2012, blaðamaður við Viðskiptablaðið
2013-2014 og var ráðgjafi hjá KOM
almannatengslum 2014-2015.
Þá var kominn tími til að stofna
eigið fyrirtæki: „Ég stofnaði ráð-
gjafafyrirtækið Suðvestur með Birnu
Önnu Björnsdóttur, systur minni, og
Silju Hauksdóttur leikstjóra árið
2015. Ég er því meðeigandi og við
rekum fyrirtækið saman í dag og er-
um með skrifstofu í Bankastræti 5 og
New York þar sem systir mín vinn-
ur.“
Lára Björg hefur skrifað pistla á
hin ýmsu vefrit frá 2009, fyrst á midj-
an.is, þá pressan.is og skrifar nú á
kjarninn.is. Bók hennar, Takk útrás-
arvíkingar, kom út 2010. Auk þess
hefur hún unnið að verkefnum tengd-
um Akkeri, samtökum sem Þórunn
Ólafsdóttir stofnaði, en Akkeri styð-
ur við flóttafólk hér á landi og
erlendis.
Fjölskylda
Eiginmaður Láru Bjargar er
Tryggvi Tryggvason, f. 3.1. 1971,
framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
bankamanna. Foreldrar hans eru
Tryggvi Gíslason, f. 11.6. 1938, fyrrv.
skólameistari MA, og Margrét Egg-
ertsdóttir, f. 9.7. 1938, fyrrv. kennari.
Þau búa í Reykjavík.
Fyrri maður Láru Bjargar er Odd-
geir Isaksen, f. 28.8. 1973, fornleifa-
fræðingur.
Synir Láru Bjargar eru Björn Ótt-
ar Oddgeirsson, f. 23.5. 2001, nemi í
Hagaskóla, og Ólafur Benedikt
Tryggvason, f. 18.4. 2012, leik-
skólanemi í Laufásborg.
Börn Tryggva af fyrra hjónabandi
eru Rósa Margrét Tryggvadóttir, f.
29.3. 1993, nemi í HÍ, en maður henn-
ar er Ólafur Rúnar Sigurmundsson,
nemi og tónlistarmaður, og Kjartan
Tryggvason, f. 19.5. 1998, nemi í MH.
Systir Láru Bjargar er Birna
Anna Björnsdóttir, f. 18.4. 1975, rit-
höfundur í New York.
Foreldrar Láru Bjargar eru Björn
Ragnar Ragnarsson, f. 17.9. 1949,
tannlæknir í Reykjavík, og Ragn-
heiður Margrét Guðmundsdóttir, f.
17.10. 1953, íslenskufræðingur í
Reykjavík.
Úr frændgarði Láru Bjargar Björnsdóttur
Lára Björg
Björnsdóttir
Guðmunda Margrét
Sveinbjörnsdóttir
húsfr. í Rvík
Sigvaldi Ólafur Guðmundsson
húsasmíðameistari í Rvík
Birna Anna Sigvaldadóttir
húsfr. í Rvík og BNA
Ragnar Kristinn Karlsson
geðlæknir í Rvík og BNA
Björn Ragnar
Ragnarsson
tannlæknir
Ásta Sigurjónsdóttir
húsfr. áAkureyri og í Rvík
Karl Ásgeirsson
símritari á Akureyri
Birna Anna Björnsdóttir
rithöfundur í New York
Karl Ragnarsson
doktor í matvælafr. í
Chicago í BNA
Soffía Jónsdóttir
Claessen
húsmæðrakennari,
systurdóttir Hannesar
Hafstein skálds og ráðh.
Jean Eggert Claessen
hrl. bankastj. og stjórnarform.
Eimskips og VSÍ
Kristín Anna Claessen
fyrrv. hjúkrunarritari á
Seltjarnarnesi
Guðmundur Benediktsson
ráðuneytisstj. í forsætisráðuneytinu
Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir
íslenskufræðingur
Margrét Ásmundsdóttir
húsfr. á Húsavík
Benedikt Björnsson
skólastj. á Húsavík, bróðursonur Sveins
Víkings, afa Bjarna Benediktssonar
forsætisrh. eldri og Sveins framkv.stj., afa
Bjarna Benediktssonar forsætisrh. yngri
Sigurður Benediktsson
forstj. Osta- og smjörsölunnar
Sólveig Kristbjörg Benediktsdóttir
skólastj. Kvennaskólans á Blönduósi
Einar
Þorsteinsson
fréttam. hjá
RÚV
Benedikt
Hermannsson
tónlistarmaður
Unnur
Eggertsdóttir
leikkona og
söngkona
Soffía Ingibjörg
Guðmundsdóttir
verkefnastj. á
launadeild LSH
Sólveig Lára
Guðmundsdóttir
vígslubiskup á Hólum
Eggert Benedikt
Guðmundsson
forstj. ReMake
Electric
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
Guðmundur Thoroddsen, pró-fessor og yfirlæknir, fæddistá Ísafirði 1.2. 1887. Hann var
sonur Skúla Thoroddsen, sýslumanns
á Ísafirði og ritstjóra og alþing-
ismanns á Bessastöðum og í Reykja-
vík, og k.h. Theodóru Friðriku Thor-
oddsen skáldkonu.
Foreldrar Skúla voru Jón Thorodd-
sen, sýslumaður og skáld, og Kristín
Ólína Þorvaldsdóttir, f. Sívertsen,
húsfreyja, en foreldrar Theodóru
voru Guðmundur Einarsson, prófast-
ur og alþingismaður á Breiðabólstað,
og Katrín Ólafsdóttir Sívertsen.
Bræður Skúla voru þjóðþekktir,
Sigurður verkfræðingur, faðir Gunn-
ars forsætisráðherra, Þórður, læknir
og alþingismaður, faðir Emils tón-
skálds, og Þorvaldur náttúru-
fræðingur. Meðal þjóðþekktra systk-
ina Guðmundar má nefna Kristínu
Ólínu yfirhjúkrunarkonu; Katrínu, yf-
irlækni og alþingismann; Bolla borg-
arverkfræðing og Sigurð verkfræð-
ing.
Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Regína M. Benedikts-
dóttir sem lést 1929 og eignuðust þau
sjö börn, en seinni kona hans var Sig-
urlín Guðmundsdóttir og er sonur
þeirra Þrándur Thoroddsen kvik-
myndagerðarmaður, og Ásta Björt,
kjördóttir og dótturdóttir.
Guðmundur lauk stúdentsprófi frá
MR 1905, embættisprófi í læknis-
fræði frá Hafnarháskóla 1911, fékk
sérfræðileyfi í handlækningum 1923
og fór eftir það í framhaldsnáms-
ferðir til Noregs, Svíþjóðar, Þýska-
lands, Frakklands og Englands.
Hann var kandídat og læknir við
sjúkrahús í Höfn, læknir í Reykjavík
frá 1920, skólalæknir þar um skeið,
dósent við HÍ frá 1923, prófessor frá
1924, yfirlæknir á handlæknisdeild og
fæðingardeild Landspítalans frá
1931, sérfræðingur við Kleppsspítala
frá 1953, forstöðumaður Ljósmæðra-
skóla Íslands 1931-48, rektor HÍ
1926-27, var formaður Læknafélags
Íslands, sat í Læknaráði og í stjórn
Rauða kross Íslands.
Guðmundur lést 6.7. 1968.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Thoroddsen
85 ára
Árni S. Norðfjörð
Fanney Dóra
Kristmannsdóttir
Margrét Gestsdóttir
80 ára
Birgir Haraldsson
Hulda Karls
Jóhanna Ragna
Magnúsdóttir
Kristín Karlsdóttir
Regína Margrét Birkis
75 ára
Fjóla Guðbrandsdóttir
Gústaf Jónasson
Jakobína Ingadóttir
Jóhann Guðmundsson
Jóhann Sigurjónsson
Kristján Óli Hjaltason
Matthildur Jóhannsdóttir
Sigurður Guðmundsson
Valdimar Briem
70 ára
Benna S. Buch
Rósantsdóttir
Birna Björnsdóttir
Ingvi Örn Jóhannsson
Jón Zimsen
Ruth Alfreðsdóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Sigurður Ferdinandsson
60 ára
Ársæll Sigurþórsson
Finnbogi Þorláksson
Guðrún Gunnarsdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Ingunn Baldvinsdóttir
Jón Már Jónsson
Kristinn Ómar Kristinsson
Málfríður Vilbergsdóttir
Oddur Björgvin Júlíusson
Pétur Pétursson
Sólveig Þ. Sigurðardóttir
Örn Ómar Guðjónsson
50 ára
Birgir Hilmarsson
Friðgerður Guðný
Ómarsdóttir
Jaroslaw Grzegurz Bielski
José Boaventura Oliveira
Silva
Páll Stefánsson
Svanur Hólm Þórhallsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
40 ára
Andrés Heiðar
Hallmundsson
Aneta Prusinska
Arnþór Kristjánsson
Baldvin Elíasson
Bryndís Björk Eyþórsdóttir
Czeslaw Miekus
Elín Ósk Guðmundsdóttir
Eva Þorsteinsdóttir
Guðný Kristín Loftsdóttir
Haraldur Þorvarðarson
Jóhann Þorláksson
Karen Hilmarsdóttir
Lára Björg Björnsdóttir
Pétur Snær Sæmundsson
Torfi Þór Gunnarsson
Viktor Pétursson
30 ára
Ancuta Lenuta Moldovan
Fanney Björk Tryggvadóttir
Geir Njarðarson
Nathanael Braescu
Nauris Virza
Oskar Filip Lenc
Ólafur Geir Sigurjónsson
Roman Procop
Sigurður Lúðvík Stefánsson
Síta Björk Valrun
Sverrir Birgir Sverrisson
Til hamingju með daginn
30 ára Sverrir ólst upp í
Reykjavík, hefur alltaf átt
þar heima og starfrækir
fyrirtækið Herra Snjall
sem leysir tæknivanda-
mál heimilisins.
Kærasta: Gabríela Ýr
Jónsdóttir, f. 1992, fata-
hönnuður.
Foreldrar: Sverrir Agn-
arsson, f. 1954, málara-
meistari, og Sigríður Her-
mannsdóttir, f. 1955,
kaupmaður. Þau búa í
Reykjavík.
Sverrir Birgir
Sverrisson
30 ára Ólafur ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
diplomanámi í rafiðnfræði
frá HR og er rafvirki hjá
JBH Raflögnum.
Maki: Hrafnhildur Gísla-
dóttir, f. 1983, viðskipta-
fræðingur.
Sonur: Aron Breki, f.
2015. Stjúpdóttir: Ásdís
Arna, f. 2008.
Foreldrar: Sigurjón
Ólafsson, f. 1958, og
Matthildur Ernudóttir, f.
1960.
Ólafur Geir
Sigurjónsson
30 ára Geir ólst upp í Vík
í Mýrdal, býr í Reykjavík,
er lærður förðunarfræð-
ingur og vinnur við leik-
munagerð fyrir kvikmynd-
ir og sjónvarpsþætti.
Kærasta: Anna Guðjóns-
dóttir, f. 1990, bankam.
Foreldrar: Njörður Helga-
son, f. 1964, húsasmíða-
meistari í Hafnarfirði, og
Sigríður Elísabet Sig-
mundsdóttir, f. 1964,
garðyrkjufræðingur í
Hveragerði.
Geir
Njarðarson