Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þú að skilgreining
á hita breytist eftir aldri?
ThermoScan 7 eyrnahita-
mælirinn minn veit það.“
Braun ThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
á Íslandsmiðum á árunum 2010-
2016 (þ.e. erlend verkefni, t.d. í
Miðjarðarhafi á vegum Frontex,
eru hér ekki meðtalin):
2010: 356 2011: 217 2012: 290
2013: 248 2014: 237 2015: 260
2016: 303.“
Hefur Gæslan samanburð hvern-
ig önnur lönd haga sínum gæslu-
störfum, t.d. Færeyingar, Norð-
menn og Danir?
„Landhelgisgæslan á í góðu sam-
starfi við systurstofnanir sínar í
grannríkjunum og fylgist vel með
því hvernig þær haga störfum sín-
um. Í samhengi þessa máls má
nefna að Danir eru með fjögur
varðskip að staðaldri við Grænland.
Tvö þeirra eru af sambærilegri
stærð og Týr og Ægir en það þriðja
minna. Fljótlega verður því hins-
vegar skipt út fyrir nýtt sem verður
þá systurskip hinna. Eitt stórt
varðskip/freigáta er einnig við
Grænland sem hefur reglubundna
viðkomu á Íslandi vegna áhafna-
skipta en þess má geta að öll hafa
skipin tvær áhafnir þannig að þau
er hægt að gera út nær allt árið.
Við Færeyjar er að staðaldri eitt
stórt danskt varðskip/freigáta með
tvær áhafnir þannig að það er í út-
gerð nánast allt árið. Auk þess ger-
ir færeyska landhelgisgæslan út tvö
varðskip og er annað þeirra ávallt
til taks ef á þarf að halda. Um tvær
áhafnir er að ræða og þó að skipið
sem er til taks liggi í höfn þá er
áhöfn um borð. Norska strandgæsl-
an sem er deild innan sjóhersins
gerir út fimmtán skip, þar af níu
sem eru um 50 m löng og því svolít-
ið minni en Týr og Ægir. Þau eru
ætluð til verkefna í innhafinu og
næst landi. Eitt skip er á stærð við
Tý og Ægi og sinnir verkefnum á
hafsvæðinu undan sunnanverðum
Noregi en hin eru stærri og sinna
verkefnum á hafsvæðinu undan
norðanverðum Noregi og á milli
Noregs og Svalbarða. Auk þess
gerir norska siglingastofnunin út
fjögur stór dráttarskip sem eru til
reiðu ef á þarf að halda í dráttar-
verkefni undan ströndum Noregs.
Sýslumaðurinn á Svalbarða hefur
auk þess til umráða stórt skip til
björgunar- og aðstoðarverkefna níu
mánuði ársins. Stefna norsku
strandgæslunnar er að hafa sem
flest af skipum sínum á sjó eða til
taks í höfn allt árið um kring. Án
þess að Landhelgisgæslan hafi um
það nákvæma tölu hversu margir
úthaldsdagar er reiknaðir á hvert
skip má geta þess að yfirmenn
norsku strandgæslunnar hafa nefnt
það við yfirmenn Landhelgisgæsl-
unnar við þau ýmsu tækifæri sem
þessir aðilar hittast árlega að því
meira sem skipin þeirra eru á sjó
þeim mun líklegra er að þau séu á
réttum stað á réttum tíma vegna
þeirra margvíslegu aðkallandi
verkefna sem strandgæslan er köll-
uð til að sinna.“
Landhelgin án gæslu í tvo mánuði
Úthaldsdögum íslensku varðskipanna hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár Árið 2006 voru
þeir yfir 600 en aðeins 303 í fyrra Helstu vinaþjóðir Íslendinga gera út varðskip árið um kring
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Floti Landhelgisgæslunnar Hér má sjá öll þrjú varðskip Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurhöfn. Samtals tvo
mánuði á ári liggja þau bundin við bryggju vegna þess að fjármagn skortir til að gera varðskipin út allt árið.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Úthaldsdögum íslensku varðskip-
anna hefur fækkað jafnt og þétt
undanfarin ár. Árið 2006 voru þeir
yfir 600 en nú eru þeir helmingi
færri. Í fyrra voru þeir 303.
Þetta kemur fram í svari Land-
helgisgæslunnar við fyrirspurn
Morgunblaðsins. Samkvæmt þessu
svari var ekkert varðskip á sjó í
samtals um tvo mánuði í fyrra.
Stefnir í sama ástand á þessu ári ef
mið er tekið af þeim fjármunum
sem ætlaðir eru til rekstrar Gæsl-
unnar á fjárlögum ársins 2017.
Landhelgisgæslan hefur yfir að
ráða þremur varðskipum; Þór, Tý
og Ægi. Þór og Týr skiptast á um
að gæta landhelginnar. Þór er ný-
kominn úr eftirlitsferð og Týr er á
miðunum nú. Ægir liggur ónotaður
í Sundahöfn í Reykjavík.
Floti Landhelgisgæslunnar
Þór er nýjasta og fullkomnasta
varðskip Íslendinga, smíðaður í Síle
og sjósettur í apríl 2009. Þór er
4.250 brúttótonn. Hann er knúinn
tveimur 4.500 kW aðalvélum með
ganghraða allt að 19,5 hnútum og
dráttargeta er 120 tonn.
Týr er smíðaður í Danmörku árið
1975. Týr er 923 brúttótonn.
Ægir er elsta skipið í flotanum,
smíðað í Danmörku árið 1968. Ægir
er 927 brúttótonn.
Hver er áætlunin fyrir árið 2017
um úthald varðskipa, miðað við
fjárveitingar?
„Endanleg áætlun um úthald
varðskipanna á þessu ári liggur
ekki fyrir. Við gerum þó ráð fyrir
að sjódagarnir verði ekki færri en
290.“ Hve marga daga hafa varð-
skipin verið við gæslustörf á ári
hverju? „Úthaldsdögum íslensku
varðskipanna hefur fækkað jafnt og
þétt undanfarin ár. Árið 2006 voru
þeir yfir 600 en nú eru þeir helm-
ingi færri. Taflan að neðan sýnir
dagana sem varðskipinu voru á sjó
Íslensku varðskipin hafa farið níu
ferðir til Færeyja á undanförnum
þremur árum til að kaupa olíu. Ár-
ið 2014 fóru þau þrjár ferðir, tvær
ferðir árið 2015 og fjórar ferðir ár-
ið 2016. Landhelgisgæslan hefur
greitt jafnvirði 246.898.659 ís-
lenskra króna fyrir olíu í Fær-
eyjum á árunum 2014-2016. Fram
hefur komið í fréttum í Morg-
unblaðinu að Gæslan þarf ekki að
greiða gjöld og skatta af olíunni í
Færeyjum.
Hve mikið magn af olíu hefur
Landhelgisgæslan keypt í Fær-
eyjum?
„Landhelgisgæslan hefur efnt til
örútboða vegna kaupa á olíu sam-
kvæmt rammasamningi Ríkiskaupa
og er lægsta tilboði jafnan tekið.
Haft er samband við þau félög sem
eru aðilar að rammasamningi
Ríkiskaupa og óskað eftir afhend-
ingu á ákveðnum stað og tíma. Fé-
lögin gera tilboð og olían er tekin
samkvæmt hagstæðasta tilboði.
Samtals hefur Landhelgisgæslan
keypt 3.761.873 lítra af olíu í Fær-
eyjum 2014-2016.“
Hefur Gæslan upplýsingar hve
mikið hún hefur sparað með olíu-
kaupum í Færeyjum?
„Sparnaðurinn af olíukaupum í
Færeyjum er ekki ljós enda eru
varðskipin ekki á ferð um þessar
slóðir beinlínis í þeim tilgangi að
spara Landhelgisgæslunni fjár-
muni.“
Hve marga daga hafa varðskipin
verið frá gæslustörfum á Íslands-
miðum vegna Færeyjaferðanna?
„Áhrifin af Færeyjaferðunum á
gæslustörf á Íslandsmiðum eru
hverfandi. Skipin fara jafnan til
Færeyja þegar þau eru við eftirlit í
austanverðri lögsögunni. Með
þessu gefst raunar færi á að sinna
eftirliti á svæði innan efnahags-
lögsögunnar sem sjaldan er farið
um, þ.e. djúpt suðaustur af landinu
og á Færeyjahryggnum. Vera varð-
skipanna utan lögsögunnar er þar
af leiðandi sjaldnast meiri en 24-30
klukkustundir. Skipin staldra yfir-
leitt mjög stutt við í Færeyjum, eða
rétt sem nemur tímanum sem olíu-
dælingin tekur. Í þessu samhengi
má líka nefna að Færeyjar eru inn-
an alþjóðlega leitar- og björgunar-
svæðisins sem Ísland er ábyrgt fyr-
ir. Því hafa nokkrar þessara ferða
nýst vel til æfinga með dönskum
eftirlitsskipum og færeyskum varð-
skipum.“ sisi@mbl.is
Níu ferðir til Fær-
eyja til olíukaupa
Morgunblaðið/Albert Kemp
Björgun Varðskipið Þór dregur flutningaskipið Green Freezer af strand-
stað í Fáskrúðsfirði í september 2014. Skipið var síðan dregið til hafnar.
Tæpar 247 milljónir á þremur árum