Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Ófeigur Brú Tómas segir hafa verið sýnt fram á gagnsemi jóga við ýmsum kvillum, s.s. streitu, gigt og þunglyndi. á Indlandi, í heil fimm skipti, til að læra hjá Shri K. Pattabhi Jois, föður Ashtanga-jóga. Fetaði Tómas seinna í fótspor hennar og dvaldi í Mysore í lok árs 2014. „Við leggjum áherslu á að mæta hverjum og einum iðkanda þar sem hann er staddur og stuðla að jákvæðum breytingum á líkama, huga og sál,“ útskýrir Tómas en Yoga Shala býður reglulega upp á byrjendatíma. Einnig eru í boði jóga- flæðitímar (vinyasa flow), jóga fyrir konur sem komnar eru yfir fimm- tugt, og er jóganámskeið fyrir stirða stráka á döfinni. Þá hefst 200 klukku- stunda kennaranám þann 10. febrúar og er opið fyrir umsóknir. Einnig verða haldnir ýmsir tón- listartengdir viðburðir á árinu og til að mynda hefur Tómas hug á að halda „Yoga Moves“-viðburði í nýju stöðinni. Er um að ræða upplífgandi jóga, dans og hugleiðslu, sam- verustundir með lifandi tónlist og plötusnúð og hefur notið mikilla vin- sælda síðastliðin þrjú ár. Böndum komið á hugann En hvað er það eiginlega við jóg- að sem hittir svona rækilega í mark hjá íbúum lítillar eyju norður við heimskautsbaug? „Ég kalla jóga stundum sjálfsvarnaríþrótt, því í gegnum jógað þróum við með okkur ákveðna vörn gegn okkar eigin huga og beislum dulda krafta hans. Jógað hjálpar okkur að komast í dýpri með- vitund, öðlast ný tengsl við líkamann, fara svolítið úr hausnum og í staðinn lifa með hjartanu,“ segir Tómas sem sjálfur var á leið í leiklistarnám þeg- ar hann uppgötvaði jógað og breytti um stefnu í lífinu. „Í gegnum jógaæf- ingarnar fannst mér ég verða mun tengdari náttúrunni og umhverfi mínu. Ég sá hlutina í skýrara ljósi og gafst tækifæri til að spá meira í til- vistinni og tilgangi lífsins.“ Tómas segir jógað vissulega liðkandi og styrkjandi, en líka róa og skerpa hugann. „Fyrir vikið hefur mér tekist að verða betri bróðir, betri sonur og jafnvel betri elsk- hugi.“ Er enginn skortur á vísinda- legum rannsóknum sem sýnt hafa fram á heilsubætandi áhrif jóga, og hvernig regluleg jógaiðkun getur hjálpað til að vinna bug á ýmsum kvillum. „Hugleiðsla og meðvituð öndun virðast hreinlega breyta efna- fræði heilans og bæði valda and- legum og líkamlegum breytingum. Er sérstaklega mælt með að fólk sem glímir við gigt, streitu, kvíða og þunglyndi prufi jóga og sömuleiðis fólk sem er að jafna sig eftir slys og veikindi.“ Morgunblaðið/Ófeigur Ró Búið er að skapa notalega íhug- unar- og slökunarvin í Skeifunni. „Ég kalla jóga stund- um sjálfsvarnaríþrótt, því í gegnum jógað þróum við með okkur ákveðna vörn gegn okkar eigin huga og beislum dulda krafta hans.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Á UNGA FÓLKIÐ Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Afgreiðum samdægurs Á dimmum vetrar- kvöldum er notalegt að sitja inni í hlýj- unni og hlusta á ljóðaupplestur. Og nú er lag, því nokk- ur ljóðskáld ætla að lesa úr nýútgefnum bókum sínum í kvöld á Norður- bakka, sem er kaffi- hús og bókabúð við Norðurbakka 1 í Hafnarfirði. Ljóðskáldin sem munu lesa eru Ey- rún Ósk Jónsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Berglind Ósk, sem hefur einnig verið að gera raftónlist og myndbönd við ljóðin, og Atli Sig- þórsson, einnig þekktur sem rapp- arinn og skáldið Kött Grá Pje. Kynnir kvöldsins er Silja Björk, en í tilkynningu kem- ur fram að hún sé upprennandi skáld sem starfar sem kaffibar- þjónn á milli þess sem hún sinnir verkefnum tengdum geðheilsu og forvörnum, upprætingu fordóma í samfélaginu og leggur lokahönd á fyrstu bókina sína. Samkoman hefst kl. 20 og allir eru hjartanlega velkomnir. Upplestur á ljóðakvöldi á Norðurbakkanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Njótið ljóða yfir kaffisopa Atli Sigþórsson Skáldið er einnig þekkt sem Kött Grá Pje. Sögufélagið stendur fyrir sögukvöldi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, í kvöld kl. 20. Þar verður fagnað útgáfu nýj- asta heftis Sögu og þrír höfundar greina úr heftinu munu flytja erindi. Íris Ellenberger ræðir rannsókn sína á félaginu Íslensk-lesbíska og tilurð lesbískrar sjálfsmyndar á Ís- landi, með áherslu á samtvinnun kyns og kyngervis í kvennahreyfing- unni. Haukur Ingvarsson fjallar um tengsl Almenna bókafélagsins og fé- lagsins Frjálsrar menningar við al- þjóðlegu andkommúnistasamtökin Congress for Cultural Freedom, í samhengi hins svokallaða „kalda menningarstríðs“. Sólveig Ólafs- dóttir fjallar um hinn dularfulla leg- stein í Hólavallakirkjugarði, sem prýðir kápu Sögu. Fráfarandi ritstjóri, Sigrún Pálsdóttir, verður einnig kvödd. Ókeypis aðgangur og allir vel- komnir. Sögukvöld í Gunnarshúsi Íris Ellenberger Verður með erindi. Tilurð lesbískrar sjálfsmyndar á Íslandi, dularfullur legsteinn o.fl. huldu vættir, sem þá höfðu flutt bú- ferlum og nokkrum klöppum og klettum. Og þótt blindhæðin í skarðinu sé kannski ekki á besta stað hafa þar aldrei orðið nein alvarleg óhöpp, enda hafði að mér skilst sjálf Gríma heitið helgi yfir staðnum sem endurgjald fyrir það að klöppin yrði ekki sprengd niður. Þessar sögur eru með nokkrum ólíkindablæ, en fólkið sem fléttaðist inn í þessa atburði árið 1978 efast ekki um neitt. Á viðtölum við það mun Árni meðal annars byggja myndina. „En það er fleira sem flétt- ast inn í þetta,“ segir Árni Gunn- arsson sem starfrækir Skottu – kvik- myndagerð. Á RÚV hafa á síðustu árum verið sýndar nokkrar heimild- armynda Árna, sem er með mörg járn í eldinum og er myndin úr Tröllaskarði eitt þeirra. Röskun á Ríp Við þetta má bæta að síðasta sumar röskuðust jarðboranir við bæinn Ríp í Hegranesi og töldu heimamenn, án nokkurs efa og gamanmála, að álfar og huldufólk væri þar að mótmæla fram- kvæmdum. Eftir að leitað hafði verið samþykkis þeirra, þótt seint væri, gekk hins vegar allt eins og í sögu – rétt eins og var í Tröllaskarði þegar hinar huldu vættir höfðu gefið grænt ljós. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tröllaskarð Blindhæðin sem ekið er yfir virðast hættuleg. Þar hefur þó allt gengið vel, enda lagði huldufólk blessun sína yfir þetta vegstæðið um síðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.