Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Árni St. Norð-fjörð á 85 áraafmæli í dag. „Ég er fæddur í Hösk- uldarnesi á Melrakka- sléttu og ólst þar upp fyrstu árin. Faðir minn, Árni Stefán Norðfjörð, lést á Víf- ilsstöðum þegar ég var á öðru ári og var ég næstu árin í umsjá fósturföður föður míns, Njáls Guðmunds- sonar og Önnu konu hans. Móðir mín giftist Birni Baldvinssyni, skipstjóra í Hrísey, ár- ið 1939 og flutti ég til þeirra um haustið, þá sjö ára. Við bjuggum í Hrís- ey í tæp 10 ár, en fluttum þá til Ak- ureyrar. Í Hrísey gekk ég í barnastúku og hef verið bindindismaður alla ævi og starfað innan Bindindishreyfingarinnar alla tíð. Ég hef einnig tekið þátt í margs konar öðrum félagsmálum og er enn virkur á því sviði.“ Á Akureyri lauk Árni gagnfræðaskólanámi og fór síðan til náms í Verzlunarskólanum í Reykjavík þar sem hann lauk versl- unarprófi 1954. Lengst starfaði Árni hjá heildverslun Stefáns Thorarensen hf. eða rúm 30 ár. „Ég hef átt mörg áhugamál og má þar t.d. nefna skógrækt. Í Galtalækjarskógi í Landsveit stóð ég fyrir mikilli gróðursetningu við endurnýjun skógarins. Þar var plantað þúsundum trjáa með góðu liðsinni vina og ættingja. Templarar áttu um árabil svæðið og héldu þar hin árlegu bindindismót. Ekki er ofmælt að gróð- ursetningarstarfið sem þar var unnið hafi stækkað skóginn um þriðjung.“ Hin síðari ár hefur Árni og fjölskyldan unnið að gróðursetningu á eigin landi og hafa þar risið stór og gróskumikil tré á áður nán- ast örfoka landi. Árni hefur alltaf haft ánægju af tónlist, spilaði oft fyrir dansi og hefur einnig verið mjög liðtækur dansmaður. Árni er giftur Önnu Huldu Ólafsen Norðfjörð og eiga þau tvær dætur, Unni Dóru og Sigrúnu Birnu. Bindindis- og skógræktarmaður Árni hefur staðið fyrir skógrækt í Galtalækjarskógi. Hefur alla tíð haft áhuga á skógrækt Árni St. Norðfjörð er 85 ára í dag L ára Björg Björnsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 1.2. 1977 þar sem faðir hennar var tannlæknir á árunum 1975-78. Fjölskyldan var svo búsett við Háaleitisbraut í Reykjavík 1978- 81 og í Chicago í Bandaríkjunum 1981-84 þar sem faðir hennar lagði stund á rótfyllingar. Þegar fjölskyldan kom aftur heim á Háaleitisbrautina fór Lára Björg í Álftamýrarskóla. Ári síðar fluttu þau í Árbæinn, áttu þar heima til 1995 og Lára Björg fór í Árbæjar- skóla. Fjölskyldan settist svo að á Hólavallagötu við Landakotstúnið þegar afmælisbarnið var 18 ára. Lára Björg sýndi snemma ein- dregna húsfreyjutakta: „Ég vann mikið við að gæta barna og þrífa frá því ég var 11 ára og þangað til ég út- skrifaðist úr MH. Þetta vann ég við öll sumur en auk þess með skóla. Á unglingsárunum dvaldi ég hjá bandarískri fjölskyldu í Boston við barnagæslu. Ég þreif æskuheimili mitt og straujaði tannlæknabúninga pabba fyrir vasapeninga frá því að ég var 11 ára og þar til ég flutti að heiman. Allan menntaskólann og há- skólann skúraði ég og þreif heimili í aukavinnu og starfaði auk þess á rannsóknarstofunni hjá Íslenskri erfðagreiningu á háskólaárunum. Ég hef alltaf haft gaman af barna- gæslu, alveg frá því að ég var lítil stelpa, og hef sérstaklega gaman af því að þrífa. Ég held meira að segja úti sérstökum þrifahópi á Facebook sem er svo leynilegur að meðlimir mega varla segja frá honum. Þar ræðum við um allt milli himins og jarðar sem viðkemur þrifum.“ Lára Björg hafði samt tíma fyrir fótbolta í Árbænum og sparkaði þá bolta á fullu til 15 ára aldurs, fyrst með stelpunum og síðan strákunum. Hún fór í MH 1993, söng með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og síðar Hamrahlíðarkórnum, eftir út- skrift, til 25 ára aldurs, en með hon- um fór hún í söngferðir til Danmerk- ur, Bandaríkjanna, Kanada, Austur- ríkis, Tékklands og Ísraels. Að loknu stúdentsprófi fór Lára Björg í sagnfræði við HÍ, lauk BA- Lára Björg Björnsdóttir, framkvstj. og sagnfræðingur – 40 ára Brúðkaup Láru Bjargar og Tryggva F.v. Peter Niculescu, Birna Anna og Lára Alexandra Niculescu, Tryggvi, Lára Björg með Ólafi Benedikt, Björn Óttar Oddgeirsson, Unnur Eggertsdóttir og Katrín Lára Niculescu. Ráðgjafi með þrifnað- aráráttu á háu stigi Feðgin slappa af Lára Björg með föður sínum á Jamaíku í janúar 2013. Mosfellsbær Guðný Dís fæddist 1. febrúar 2016 á Landspítalanum og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.370 g og var 49,5 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Guðrún Sig- ríður Jónsdóttir og Örlygur Þór Helgason. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. Aldrei hefur verið auðveldara að heyra GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.