Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
Fagnaðarfundir Sýrlenski flóttamaðurinn Mahmad Nasir er kominn til Akureyrar ásamt konu sinni og þremur börnum eftir langa dvöl í flóttamannabúðum í Líbanon. Systir hans, Jouma, kom
nefnilega á síðasta ári og var þá í sömu sporum. Mahmad er annar frá vinstri, kona hans Sahir við hlið hans, Joumana lengst til hægri en lengst til vinstri er maður hennar, Joumaa Naser.
Skapti Hallgrímsson
Í upphafi verða sett-
ar fram tvær fullyrð-
ingar:
· Íslendingar hafa
gert með sér sáttmála
um að tryggja sameig-
inlega öllum bestu
mögulegu heilbrigð-
isþjónustu.
· Íslendingar ætlast
til að kjörnir fulltrúar
á Alþingi sjái til þess
að takmörkuðum sameiginlegum
fjármunum sé vel varið – að þeir
nýtist sem best í sameiginleg verk-
efni, ekki síst á sviði heilbrigð-
isþjónustu.
Auðvitað kann að vera að ein-
hverjir séu ósammála þessum full-
yrðingum en ég efast um að þeir
séu margir. Ég þekki engan sem
ekki vill öflugt sameiginlegt heil-
brigðiskerfi og ég á erfitt með að
trúa að til sé Íslendingur sem kærir
sig kollóttan þótt fjármunum rík-
issjóðs sé sóað.
Lítil skynsemi
Vegna þessa hef ég aldrei skilið
af hverju það er gert tortryggilegt
að kostir einkarekstrar í heilbrigðis-
þjónustu séu nýttir þar sem það er
hagkvæmt og skynsamlegt til að
tryggja góða þjónustu við lands-
menn. Einkaaðilar veita þegar
mikla og mikilvæga þjónustu á
þessu sviði allt frá hjúkrunarheim-
ilum til heilsugæslu, frá tannlækn-
ingum til endurhæfingar, augn-
aðgerðum til bæklunarlækninga.
Þjónustan er veitt
samkvæmt sérstökum
samningum eða gjald-
skrám sem gefnar eru
út og staðfestar af
heilbrigðisráðuneytinu.
Þeir sem njóta þjón-
ustunnar sitja við sama
borð – óháð efnahag.
Ef takmarkaðir fjár-
munir ríkissjóðs nýtast
betur og þjónustan við
landsmenn verður öfl-
ugri, er lítil skynsemi í
því að berjast gegn
einkarekstri. En andstaðan við
einkaframtakið á sér djúpar rætur.
Svo djúpar að sumir virðast vera til-
búnir að ganga gegn fullyrðing-
unum tveimur sem settar voru fram
hér í upphafi; að tryggja bestu heil-
brigðisþjónustuna og sjá til þess að
fjármunum sé vel varið.
Engu skiptir þótt allir séu betur
settir en áður: Landsmenn fá betri
þjónustu, heilbrigðisstarfsfólk öðl-
ast fjölbreyttari tækifæri til vinnu
(jafnvel sem eigin herrar) og rík-
issjóður fær meira fyrir peningana.
Fábreytni í rekstrarformi dregur
ekki aðeins úr þjónustu við lands-
menn heldur leiðir til þess að sam-
keppnishæfni íslensks heilbrigðis-
kerfis verður lakari – ekki síst í að
laða til landsins að nýju hæfi-
leikaríkt starfsfólk, sem hefur sótt
aukna menntun og þekkingu til ann-
arra landa.
Fremur biðlistar
en einkaframtakið
Andstæðingar einkarekstrar eru
fremur tilbúnir til að lengja biðlista
en sætta sig við að nýta kosti einka-
framtaksins. Í nafni jöfnuðar segja
þeir, en afleiðingin er fremur aukið
misrétti. Hinir efnameiri kaupa ein-
faldlega þjónustu í öðrum löndum.
Aðrir þurfa að sætta sig við að bíða
mánuðum og misserum saman eftir
nauðsynlegri þjónustu.
Þegar einkarekstur er for-
dæmdur og barist fyrir því að hið
opinbera annist rekstur allra heil-
brigðisstofnana, er ekki verið að
þjóna almannahagsmunum eins og
látið er í veðri vaka. Þvert á móti.
Það er verið að takmarka þjónustu
við landsmenn, draga úr atvinnu-
möguleikum heilbrigðisstarfsfólks
og auka kostnað samfélagsins alls.
En sannfærðir andstæðingar einka-
rekstrar (og því miður ekki aðeins
sósíalistar) telja rétt að heilbrigð-
isþjónustan skuli vera á einni hendi,
jafnvel þótt það leiði til hærri kostn-
aðar og verri þjónustu.
Með öllum ráðum
Í síðustu viku bárust var greint
frá því að Klíníkin við Ármúla hefði
fengið leyfi landlæknis til að reka
fimm daga legudeild. Kannski áttu
hörð viðbrögð andstæðinga einka-
rekstrar ekki að koma á óvart.
Krafist var fundar í velferðarnefnd
Alþingis og einnig í fjárlaganefnd.
Blaðagreinar skrifaðar, blogg-
færslur samdar og samfélagsmiðlar
virkjaðir. „Kerfið“ fór strax í harða
vörn fyrir sjálft sig. Með öllum ráð-
um á að koma í veg fyrir einka-
reksturinn. Engu skiptir þótt þjón-
usta við þá sem þurfa aukist og
biðlistar eftir aðgerðum styttist.
Það virðist aukaatriði þótt tryggt sé
að allir standi jafnfætis óháð efna-
hag, um leið og þeir hafi forgang
sem mest þurfa á þjónustunni að
halda.
Hjálmar Þorsteinsson, bæklunar-
skurðlæknir og framkvæmdastjóri
Klíníkurinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið:
„Það er okkar bjargfasta trú sem
vinnum hérna, að við eigum að hafa
ríkisfjármagnað heilbrigðiskerfi þar
sem tryggt er að greiðsluþátttaka
sjúklinga sé sem minnst. Hins vegar
er fjárhagslega skynsamlegt fyrir
hið opinbera að hér á landi sé
blandað rekstrarform með sam-
starfi opinberra og einkaaðila sem
geti hámarkað kosti beggja kerfa og
lágmarkað gallana en þannig er það
á öllum hinum löndunum á Norð-
urlöndum.“
Verkefni stjórnmálamanna
Hjálmar lítur á Klíníkina sem
samstarfsaðila hins opinbera „til
þess að halda biðlistum í lágmarki,
hvort sem það eru bæklunar-
aðgerðir, kvensjúkdómaaðgerðir
eða brjóstaminnkanir“ svo dæmi
séu nefnd þar sem biðin eftir að-
gerðum er löng, með tilheyrandi
óþægindum, þjáningum og þjóð-
hagslegri sóun.
Í skrifum hér í Morgunblaðið hef
ég haldið því fram að nauðsynlegt
sé að taka upp ný vinnubrögð við
fjármögnun heilbrigðisþjónust-
unnar; að ríkissjóður greiði fyrir
unnin skilgreind verk og þjónustu.
Innan Landspítalans hefur verið
unnið að þessu með innleiðingu
DRG-kerfis líkt og tíðkast víða á
Norðurlöndum. Til einföldunar hef
ég einfaldlega sagt að fé fylgi sjúk-
lingi.
Aðstaðan í Klíníkinni er tilbúin,
leyfi landlæknis liggur fyrir en eftir
er að semja við Sjúkratryggingar
Íslands með staðfestingu heilbrigð-
isráðherra. Varla mun ráðherra
standa gegn hagstæðum samning-
um. Hann getur tekið undir með
Hjálmari Þorsteinssyni sem sagði í
áðurnefndu viðtali:
„Aðalmálið er að sjúklingarnir fái
sem besta og skjótasta þjónustu
óháð því á hvaða sjúkrahúsi aðgerð-
irnar eru framkvæmdar og við á
Klíníkinni viljum leggja okkar af
mörkum til að útrýma þeim óásætt-
anlegu biðlistum sem eru hér á
landi.“
Verkefni stjórnmálamanna er
ekki að leggja steina í götur einka-
framtaksins, heldur að auka val-
möguleika almennings, stuðla að
hagkvæmri nýtingu fjármuna og
standa vörð um sáttmálann um að
tryggja öllum örugga og góða
heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.
Eftir Óla Björn
Kárason » Þegar einkarekstur
er fordæmdur og
barist fyrir því að hið
opinbera annist rekstur
allra heilbrigðisstofn-
ana, er ekki verið
að þjóna almanna-
hagsmunum.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Einkaframtakið og biðlistar