Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 32. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. „Ég henti þeim í ruslið“ 2. Allt brjálað yfir brjóstunum 3. Þorbjörg óánægð með … 4. Fengu símtal rétt fyrir flugtak »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Félagarnir í Guitar Islancio koma rafmagnaðir fram á fyrstu tónleikum vordagskrár Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu kl. 21 í kvöld. Sveitina skipa gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson á bassa. Með þeim leik- ur Sigfús Óttarsson á trommur. Guitar Islancio leikur rafmagnað í Múla  Söngkonan María Magnús- dóttir, sem nýflutt er heim eftir nám í djasssöng og tónsmíðum í Hol- landi og Englandi, kemur fram ásamt kvartetti sínum á Café Rós- enberg í kvöld kl. 21. Auk hennar skipa kvartettinn Agnar Már Magn- ússon á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Helge Haahr á trommur. Kvartett Maríu Magn- úsdóttur kemur fram  Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, heldur í kvöld kl. 20 tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi og leikur orgelverk samin af konum. Sigrún leikur meðal annars verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Margret Sandresky. Tónleikarnir eru hluti af Menningardögum Hjallakirkju og er aðgangur ókeypis. Leikur orgelverk samin af konum Á fimmtudag Austlæg átt, víða 8-15 m/s, en suðlæg um hádegi. Rigning eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og suðaustan 5-13 m/s og skúrir, en þurrt að kalla á Norð- ur- og Austurlandi. Hiti 2 til 7 stig. Lægir meira og kólnar í kvöld. VEÐUR „Þetta er ekkert fullkomið og það tekur svolítið á að vera alltaf að ferðast á milli, en það er svo skemmtilegt að spila með þessu liði að það er alveg þess virði. Það er rosalega gaman að metnaðinum sem er þarna, og þó að þetta sé nýtt lið í deildinni þá var planið alltaf að setja sitt mark á deildina. Mér finnst það hafa tekist ágætlega,“ segir Ragn- heiður Benónísdóttir, körfu- boltakona í Skallagrími. »4 Planið að setja mark sitt á deildina „Hann er ofboðslega hæfileikaríkur, er alltaf boðinn og búinn að hjálpa öðrum og hefur reynst vera vítamín- sprauta fyrir íþróttina hérlendis. Margir krakkar hafa byrjað í íþrótt- inni eingöngu vegna hans og þau vilja ná jafn langt og Meisam. Við þetta má bæta að hann fór í skóla hér á Ís- landi og á hér konu og barn,“ segir formað- ur Taekwondo- sambands Íslands um landsliðsmanninn Meisam Rafiei. »1 Margir hafa byrjað í íþróttinni vegna hans Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annan leikinn í röð skoraði hann sigurmark sinna manna, nú gegn Southampton. Í stórleiknum skildu Liverpool og Chelsea jöfn, 1:1, en óvænt úrslit urðu á Emirates þegar Arsenal tapaði fyrir Watford og féll niður í þriðja sæti. »1 og 3 Aftur var Gylfi Þór hetja Swansea City ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sammannlegar tilfinningar, ástríð- ur, vonir og langanir eru meðal þess sem gerir skáldsöguna Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi svo vinsæla enn í dag, að sögn Marínar Guðrúnar Hrafnsdóttur, bókmenntafræðings og langömmubarns skáldsins. 70 ár eru frá því að fyrsta bindi Dalalífs kom út en alls urðu þau fimm. Af því tilefni hélt Marín erindi í Borgar- bókasafninu í Spönginni í fyrradag um skáldkonuna. Dalalíf var nýverið endurútgefin í þriðja sinn og njóta bækurnar mikilla vinsælda. „Vinsældirnar núna eru ekki síst merkilegar í ljósi þess að áhuginn á Guðrúnu á 6. 7. og 8. áratugnum var oft skýrður með því að Íslendingar hefðu þörf fyrir að lesa um gamla sveitasamfélagið sem þeir voru að skilja við, en það skýrir ekki áhug- ann í dag. Þannig að ég held að það sé komið á daginn að Guðrún frá Lundi sé mikill sagnameistari og takist það vel að skrifa skáldsögur að það séu gæði sagnanna sem hafa valdið vinsældunum,“ segir Marín. „Því vinsældirnar eru ævintýralegar og haldast í nærri því þrjá áratugi. Guðrún var líka mistækur höfundur en það virðist vera að hún nái að vera þessi hreina rödd sem lýsir raunverulegum atburðum á raun- sannan hátt. Það sammannlega gerir hana líka vinsæla, því maðurinn breytist ekki það mikið þó að lands- lagið í kringum hann breytist eitt- hvað.“ Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi var endurútgefin 2014 og nú er vonast til að Tengdadóttirin verði næst gefin út, en hún er bara til í frumútgáfu. Guðrún skilaði frá sér bók fyrir hver einustu jól í 26 ár. „Það var gríðarleg pressa á henni því bækurnar voru vinsælar og bókaforlagið Leiftur nærðist á sölu bóka hennar. Hún fékk lítið í sinn hlut en taldi sig ekki vera hlunn- farna þótt öðrum hafi fundist það. Guðrún fékk líka bara einu sinni út- hlutun úr rithöfundasjóði en lagði samt mikið í hann því fjármagnið í sjóðnum kom frá bókasöfnum þar sem verk hennar voru langhæst í út- lánum,“ segir Marín. „Háskóla- samfélagið flokkaði bækur hennar sem léttmeti og fannst bókaþjóðin ekki vera að fara í rétta átt með því að lesa þær, það var ekki litið á verk henn- ar sem alvöru bók- menntir og Guðrún komst ekki í íslensku bókmenntasöguna fyrr en árið 2006, sex- tíu árum eftir að hún gaf út fyrsta verk sitt.“ Ævintýralegar vinsældir  Guðrún frá Lundi var mikill sagnameistari Morgunblaðið/Árni Sæberg Erindi Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur fjallaði um langömmu sína, skáldið Guðrúnu frá Lundi. Marín Guðrún var 7 ára þegar langamma hennar lést, árið 1975. Hún var ung þegar hún las bækur Guðrúnar en segist ekki hafa farið að njóta þeirra fyrr en hún var kom- in á fullorðinsaldur. „Maður les Dalalíf öðruvísi eftir því á hvaða aldri maður er, sem unglingur pirrar maður sig á því hvað hún Anna er alltaf veikgeðja en þegar maður er búinn að kynnast lífinu les maður persónu Önnu öðruvísi. Sama er með Jón.“ Uppáhaldspersóna Marínar í Dalalífi er Ketilríður. „Því hún er svo mikið skass og hefur svo mikið að segja fyrir framgang sög- unnar. Hún er bitur og sagna- höfundur skýrir það í jarð- arförinni hennar að lífið hafi gert hana svona bitra. Guð- rúnu er með þá skoðun á fólki að allir verði að vera eins og þeir eru og þeir geti ekki orðið neitt öðruvísi því lífið hafi gert þá þannig.“ Skassið Ketilríður í uppáhaldi FÓR AÐ NJÓTA DALALÍFS Á FULLORÐINSALDRI Guðrún Árnadóttirfrá Lundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.