Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 FISKIBOLLUR 1.690 2kg KAUPIR 1 KG - FÆRÐ 2 KG TILB OÐ 2 TEGUNDIR: - GAMALDAGS HAKKBOLLUR - HEIMILISBOLLUR Sogavegi 3 Höfðabakka 1 Sími 555 2800 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Nýliðinn janúarmánuður var tíð- indalítill hvað veðurfar varðar, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. „Þótt hlýtt hafi verið er hiti langt frá metum,“ segir Trausti. Hitinn í Reykjavík mældist 1,3 stig, 1,8 stigum ofan meðallags ár- anna 1961-1990, en 0,2 ofan meðal- lags síðustu tíu ára. Úrkoma er rétt við meðallag síðustu tíu ára og sól- skinsstundir ívið færri en í meðalári. Hitavikin eru heldur stærri fyrir norðan, segir Trausti. Meðalhiti á Akureyri er +0,1 stig, 2,3 stigum of- an meðallags 1961-1990 en 0,4 ofan síðustu tíu ára. Úrkoma þar er líka í meðallagi. Hlýr janúar kemur strax í kjölfar hlýs desember. Reyndar var allt árið 2016 afar hlýtt. sisi@mbl.is Nýliðinn janúar hlýr en engin hitamet voru sett  Meðalhiti á Ak- ureyri 2,3 stigum ofan meðallags Morgunblaðið/Ómar Sleðaferð Einn og einn dagur kom þar sem ungir og aldnir gátu rennt sér. Bjarni Bene- diktsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, er nú staddur í Austurríki og gegnir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahags- ráðherra og for- maður Viðreisnar, embætti for- sætisráðherra á meðan. Bjarni hélt utan 27. janúar sl. og er væntanlegur aftur hingað til lands á morgun. Hann mun því sitja ríkisstjórnarfund sem fram fer næstkomandi föstudag. Benedikt í embætti forsætisráðherra í fjarveru Bjarna Benedikt Jóhannesson Ákvörðun Don- alds Trump, for- seta Bandaríkj- anna, að fólki frá Sýrlandi, Írak, Ír- an, Jemen, Líbíu, Sómalíu og Súd- an sé tímabundið bannað að koma til Bandaríkj- anna, gildir ekki um fólk með tvöfaldan ríkisborg- ararétt. Viðkomandi verður þó að hafa gilda vegabréfsáritun og vega- bréf frá landi sem ekki fellur undir tilskipun Trumps. Þetta segir í svari frá sendiráði Bandaríkjanna á Ís- landi. Þetta þýðir að Meisam Rafiei landsliðsmaður Íslands í taekwondo, sem hefur bæði íslenskan og íransk- an ríkisborgararétt fær að ferðast til Bandaríkjanna. » Íþróttir Gildir ekki um tvö- faldan borgararétt Það bar til tíðinda í Gömlu höfninni í Reykjavík í gærmorgun að danskt flutningaskip, Dan Fight- er, 852 brúttótonn, lagðist að Miðbakka. Í land var skipað stálþili sem fer í endurbættan hafnar- bakka á Norðurgarði, athafnasvæði HB Granda. Alls eru þetta 450 tonn af stáli. Langt er um liðið síðan varningi var síðast skipað á land við Miðbakkann. Langt fram á síð- ustu öld fóru vöruflutningar um Gömlu höfnina. Eimskip flutti starfsemi sína í Sundahöfn árið 1973. Höfnin keypti hins vegar Faxaskála árið 1980. Samskip (Skipadeild Sambandsins) – Birgðastöð SÍS var tekin í notkun 1978 en að- dragandi þess nær þó aftur til 1968. Hins vegar var Hafskip með flutninga allt til gjaldþrots 1985 og má segja að það marki endalok Gömlu hafn- arinnar sem kaupskipahafnar, að því er fram kemur í bókinni Hér heilsast skipin. Skipaútgerð ríkisins, sem annaðist siglingar milli hafna á Íslandi, var lögð niður árið 1992. Þar með lauk 62 ára skipaútgerð ríkisins. Skip Ríkisskipa lögðust að Grófarbryggju og höfðu vöruafgreiðslu í því húsi sem nú gengur undir nafninu Brim-húsið. Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra verður stálþilið híft „um borð“ í prammann Flotann sem er í kverkinni við Miðbakka/Austurbakka. Hann verður notaður sem undirstaða krana sem rekur þilið niður. „Flotinn okkar, sem notaður var á sinum tíma fyrir RoRo-skip, kemur oft að góðum notum,“ segir Gísli. Meira stál er um borð í Dan Fighter, sem fer á Akureyri og Ísafjörð. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Golli Fyrsta uppskipun á Miðbakka í áratugi Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Donald Trump er fasisti – það er bara þannig. Það er rétt orð til þess að lýsa hans nokkurra daga setu sem Bandaríkjaforseti, þeim atburðum sem hafa átt sér stað í Bandaríkjun- um og þeirri vanvirðingu við mann- réttindi, kvenréttindi, alþjóðaskuld- bindingar, fólk og önnur lönd.“ Þetta sagði Ásta Guðrún Helga- dóttir, formaður þingflokks Pírata, í ræðustól á Alþingi í gær, en þar fór fram sérstök umræða um stjórnmála- ástandið í Bandaríkjunum og var ut- anríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, til andsvara. „Kvenhatari og rasisti“ Nokkru áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pí- rata, tekið í svipaðan streng í ræðu- stól, en hún sagðist hafa „áhyggjur af því að Bandaríkjaforseti [væri] fas- isti, kvenhatari og rasisti,“ en tilefni þessara ummæla er nýleg tilskipun Trumps þar sem ferðalöngum frá sjö múslimaríkjum er meinað í níutíu daga að ferðast til Bandaríkjanna, auk þess sem komu allra flóttamanna þangað er frestað um 120 daga. Ásta Guðrún sagði einnig mikil- vægt að íslensk stjórnvöld for- dæmdu áður- nefnda tilskipun Trumps. Guðlaugur Þór sagði ákvörðun forsetans sæta furðu og kom hann í gær á framfæri mót- mælum á fundi með Benjamin Ziff, aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. „Bandaríkin hafa ætíð, og framar flestum öðrum, tekið opnum örmum á móti innflytjendum sem hafa mótað samfélagsgerðina þar í landi með mjög jákvæðum og afgerandi hætti,“ sagði Guðlaugur Þór og benti á að til- skipunin væri fjarri því sem við hefð- um átt að venjast frá stjórnvöldum í Washington DC. „Í því felast mikil vonbrigði og því var mikilvægt að koma skilaboðum á framfæri með skýrum hætti og milliliðalaust,“ sagði hann enn fremur, en fundur þeirra Guðlaugs Þórs og Ziff var haldinn í húsakynnum utanríkisráðuneytisins í miðbæ Reykjavíkur. Þingmenn harðyrtir í garð Trumps  Fulltrúi Pírata á Alþingi kallar Donald Trump Bandaríkjaforseta „fasista“  Tilskipuninni mótmælt Ásta Guðrún Helgadóttir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.