Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Nokkuð er um liðið frá því aðupp úr kjaraviðræðum félaga sjómanna og útgerðarmanna slitn- aði vegna þess að annar aðilinn þurfti að kæla sig niður. Síðan hef- ur hvorki gengið né rekið, sem er ekki furða þar sem deilendur hafa ekki hist.    Og ekki er aðheyra að tekist hafi að kæla menn niður því að í samtölum við forystu sjó- manna í gær kom fram að ekkert hefði breyst og að haldið væri fast við kröfurnar. Svo heyrðist sú skoð- un úr þessum herbúðum að svo rík- ur vilji væri til að halda verkfallinu áfram að sjómannafélög væru tilbú- in að selja orlofsíbúðir sínar til að styrkja verkfallssjóði.    Slík umræða bendir til að ein-hverjir séu að hella olíu á eld- inn í stað þess að kæla.    Nú kann að vera að slíkt tal sésamningatækni en ekki að al- vara búi að baki, en það er áhyggju- efni ef menn sem fara fyrir hags- munum fjölda félagsmanna reyna að viðhalda óróa og ófriði í stað þess að lægja öldur og leita sátta.    Í húfi eru gríðarlegir hagsmunireins og oft hefur verið bent á, nú síðast í greiningu Sjávarklasans á efnahagslegum áhrifum sjó- mannaverkfalls. Þar er til dæmis bent á það gífurlega tekjutap sem tengdar greinar sjávarútvegsins hafa orðið fyrir.    Staðreyndin er sú að áhrifannagætir um allt þjóðfélagið og þess vegna er nauðsynlegt að allir sýni ábyrgð þegar þeir setjast að samningaborði ríkissáttasemjara á föstudag. Olía er ekki góð til að kæla elda STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.1., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 4 rigning Akureyri 5 skýjað Nuuk -5 léttskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló -2 alskýjað Kaupmannahöfn 2 þoka Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 2 skýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 8 skýjað London 7 þoka París 11 þoka Amsterdam 3 alskýjað Hamborg 1 þoka Berlín 0 þoka Vín -4 snjókoma Moskva -8 snjókoma Algarve 15 skýjað Madríd 13 léttskýjað Barcelona 14 skýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 þoka Aþena 7 skýjað Winnipeg -3 snjókoma Montreal -13 léttskýjað New York -2 snjókoma Chicago 3 alskýjað Orlando 14 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:07 17:16 ÍSAFJÖRÐUR 10:29 17:05 SIGLUFJÖRÐUR 10:12 16:47 DJÚPIVOGUR 9:41 16:42 Sáttafundur í kjaradeilu sjó- manna og út- gerðar hefur ver- ið boðaður hjá ríkissáttasemjara á föstudaginn. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi, segir fundinn boðaðan innan þeirra tveggja vikna sem lög- in ráðgeri en telur ekki miklar lík- ur á því að lausn á kjaradeilunni sé innan seilingar. „Auðvitað vonum við það besta og að við séum ein- hverju nær en ef ég á að vera raunsæ þá tel ég litlar líkur á því að við séum að þokast í átt að samningi.“ Verkfall sjómanna hófst klukkan átta þann 14. desember síðastliðinn og hefur verkfallið því staðið í einn og hálfan mánuð. Hefur það haft áhrif bæði á útgerðir um allt land og fyrirtæki sem þjónusta þær, hvort sem það eru flutningsfyr- irtæki eða heildsalar. Litlar líkur á sátt í sjó- mannadeilu  Sáttafundur á föstudaginn kemur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hægagangur hefur verið að undan- förnu í gangagrefti í Vaðlaheiði og óljóst hvenær bormenn „slá í gegn“ nú þegar 93,1% hefur verið sprengt og mokað út. Í síðustu viku komust menn áfram 7 metra Eyjafjarðar- megin og 6,5 metra úr Fnjóskadal. Það er langt undir meðaltali, sem er 40 metrar á viku. Að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðar- ganga hf., var í fyrrahaust miðað við að gegnumslag yrði í febrúar. Nú er ljóst að það verður ekki. „Hægagangurinn að undanförnu ræðst af því að Eyjafjarðarmegin hefur gengið seint að komast í gegn- um setlög og síðan þarf að fara í bergstyrkingar með boltum, járna- grindum, neti, bergboltum og sprautusteypu sem er yfir 20 cm þykk. Að austan er bergið ýmist hart eða laust í sér þannig að illa gengur fyrir verktakann að bora í það til að koma fyrir bergboltum og sprengiefni. Ef losnar um þessar fyrirstöður ætti framvindan að margfaldast því þegar best lætur hafa menn hér komist um 80 metra á viku á einum stafni,“ segir Valgeir. Alls verða jarðgöngin 7.206 metrar. Á mánudag var búið að bora 5.043 m úr Eyjafirði en 1.664 m frá Fnjóskadal. Þarna á milli eru 499 metrar og því mikið ógert enn, bæði borun og frágangur allur. sbs@mbl.is Hægagangur í Vaðlaheiðargöngum  93,1% hefur nú verið sprengt út  Náðu aðeins 13,5 metrum í síðustu viku Ljósmynd/Valgeir Bergmann Vaðlaheiði Borað úr tveimur áttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.