Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 1

Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  42. tölublað  105. árgangur  Besta til að klára þáttinn KRISTINN, ÞÓRA OG MATTHILDUR ÁSTMÖGUR HEIMSBÓK- MENNTANNA HULU SVIPT AF DARCY 12FRUMFLYTJA VERK ÁSKELS 51 Vatnsmýrin Svona kemur hugmyndahúsið Gróska til með að líta út í framtíðinni.  Framkvæmdir hefjast brátt við mikla byggingu sem rísa mun í Vatnsmýrinni, gegnt Öskju og Nor- ræna húsinu og við hlið húss Ís- lenskrar erfðagreiningar. Húsið hefur fengið nafnið Gróska, „nýtt hugmyndahús í Vatnsmýri sem ætl- að er að verða suðupottur nýsköp- unar og samstarfs háskóla og at- vinnulífs,“ eins og segir í kynningu. Þegar hefur verið ákveðið að al- þjóðlegi leikjaframleiðandinn CCP flytji skrifstofur sínar frá Granda- garði í nýbygginguna. Auk CCP er ráð fyrir því gert að 30-40 fyrirtæki starfi í húsinu og þar verði að jafn- aði starfandi 800-900 manns. Nýbyggingin verður alls 17.500 fermetrar að stærð á fjórum hæð- um, auk bílakjallara. 100-150 manns munu vinna við húsið að jafnaði á byggingartíma. Áætlaður byggingarkostnaður er um 7 millj- arðar króna. »20 800-900 störf gætu skapast í nýju húsi í Vatnsmýrinni Ögurstund í deilunni » Fundað var í húsakynnum ríkissáttasemjara fram á nótt. » Staðan sögð erfið. » Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir ráðherra fundaði með deiluaðilum hvorum í sínu lagi og bar upp málamiðl- unartillögu, sem lagðist mis- vel í menn. Andri Steinn Hilmarsson Elín Margrét Böðvarsdóttir Fundað var fram á nótt í kjaradeilu sjómanna í húsakynnum ríkissátta- semjara. Þegar Morgunblaðið fór í prentun höfðu samningar ekki enn náðst en deiluaðilar útilokuðu þó ekki að samningar næðust. Útgerðin kæmi á móti Í gærkvöldi voru forystumenn sjó- mannahreyfingarinnar og SFS kall- aðir hvorir í sínu lagi á fund Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, í ráðuneytinu þar sem hún lagði fram málamiðlunartillögu. Fólst tillagan í því að sjómenn fengju skattaafslátt á fæðispeninga gegn því að útgerðin greiddi mis- muninn annars staðar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Af sam- tölum við menn á göngum hjá rík- issáttasemjara að dæma lagðist til- laga ráðherrans illa í sjómenn. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, sagði í samtali við Morgunblað- ið að verið væri að gera lokatilraunir til að ná samningunum. „Það skýrist ekki fyrr en seinna í kvöld eða nótt. En ef menn ná ekki saman í kvöld þá veit ég ekki með hvaða hætti fram- haldið á að vera,“ sagði Jens sem vildi ekki tjá sig um efni tillögunnar eða hvað hefði farið fram á fundin- um. „Staðan er erfið, við erum að fara yfir hlutina,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, við Morgunblaðið laust fyrir miðnætti. Spurður hvort tillaga Þorgerðar verði lögð til grundvallar fyrir samingaviðræður næturinnar, segir Vilhjálmur tillög- una lifa. „En hún getur dáið.“ Lokatilraun samninga  Sjávarútvegsráðherra lagði fram málamiðlunartillögu í sjómannadeilunni seint í gærkvöldi  Staðan var sögð erfið  Fundað fram á nótt  Tillagan „lifir eða deyr“ MKröfur til ríkisins... »4 Morgunblaðið/Eggert Karphúsið Konráð Alfreðsson gengur hér fremstur í flokki samninganefndar sjómanna til fundar í Karphúsinu seint í gærkvöldi. Morgunblaðið/Eggert Á vaktinni Óttast er að fjölmargir hjúkrunarfræðingar segi nú upp. Undanfarið hefur aukist að íslenskir hjúkrunarfræðingar fari til starfa í Svíþjóð, þar sem þeim bjóðast hærri laun, betri vinnuaðstæður og styttri vinnuvika en hér. Aftur á móti hefur dregið úr ferðum þeirra til Noregs í kjölfar breytinga á gengi norsku krónunnar. Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga, en í gær var birt skýrsla um vinnumarkað íslenskra hjúkrun- arfræðinga þar sem m.a. kemur fram að um 20% þeirra starfa við annað en hjúkrun og að alls vanti yf- ir 500 hjúkrunarfræðinga til starfa um allt land. „Við sjáum að stéttin er að eldast og inn í hana er komið ungt fólk sem er ekki tilbúið til að fórna sér fyrir íslenska heilbrigðiskerfið og veit að það getur fengið betur launuð störf með þessa menntun,“ segir Guðbjörg. Helga Jónsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segir að leysa mætti þennan skort á hjúkr- unarfræðingum að hluta með því að fjölga námsplássum í hjúkrunar- fræðinámi. Til þess þurfi meira fjár- magn til námsins. »28 Horfa nú til Svíþjóðar  Hjúkrunarfræðingum bjóðast þar betri laun og aðstæður  „Það er ekki oft sem það er svona snjólítið á láglendi í miðjum febrúar,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Hiti í febrúar hefur aðeins einu sinni verið meiri fyrstu 14 dagana í febrúar að sögn veðursagnfræðingsins Sigurðar Þórs Guðjónssonar en hann hefur fjallað um fádæma hlýja byrjun febrúarmánaðar. Búast má þó við snjó og norðanátt í næstu viku. »16 Fádæma hlý byrjun á febrúarmánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.