Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Hjörtur J. Guðmundsson
Guðmundur Magnússon
„Á þeim tímapunkti var okkur sagt að
það væri þetta sem þyrfti til þess að
ljúka samningum. Í þessari samn-
ingalotu hafa hins vegar verið á milli
deiluaðila fjölmörg önnur atriði sem
ríkið hefur enga aðkomu að og það er
ekki fyrr en núna undir lokin sem
menn eru farnir að tala skýrt um það
hvað verið er að fara fram á. Þessu
var svarað með almennri yfirlýsingu
um að það yrði farið ofan í saumana á
þessum hlutum. Það virðist ekki hafa
dugað til og þá stöðu vil ég setjast
núna yfir með þeim ráðherrum sem
málið snertir,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra eftir ríkis-
stjórnarfund í gærmorgun.
Bjarni var spurður um vilyrði frá
fjármálaráðuneytinu sem fylgdi
kjarasamningum, sem samið var um
á milli sjómanna og útgerðarmanna
síðasta sumar, um að hluti fæðispen-
inga sjómanna yrði skattfrjáls. Hann
var þá fjármálaráðherra. Þeir kjara-
samningar voru síðan felldir, en áætl-
að var að þetta myndi þýða 500 millj-
ónum króna lægri skatt- og
útsvarsgreiðslur til ríkis og sveitarfé-
laga. Sjómenn og útgerðarmenn
segja nú að það sem standi út af í
kjaradeilu þeirra sé að fæðispeningar
sjómanna verði undanþegnir skatti
sem myndi þýða að ríki og sveitar-
félög yrðu af um 430 milljónum króna
í skatt- og útsvarstekjur.
Ætla að setjast yfir málið
„Ríkisstjórnin var þegar búin að
gefa út yfirlýsingu um hún væri tilbú-
in að fara yfir þá stöðu sem bent er á
að sé að valda einhvers konar mis-
munun í kerfinu. Það var komin
skuldbinding til þess að skoða það.
En það virtist ekki duga til og þá þarf
að setjast aftur yfir málin og það ætla
ég að gera núna með ráðherrunum,“
segir Bjarni þegar hann er spurður
hvort hann sjái einhvern sambæri-
legan flöt á aðkomu stjórnvalda að
kjaradeilu sjómanna nú og í fyrra.
Sjómannaforystan hefur bent á að
flugmenn og flugliðar hafi rétt til
skattfrjálsra dagpeninga vegna
starfa sinna í háloftunum innanlands
og í millilandaflugi. Sama ætti að
gilda um sjómenn á hafi úti.
Almenna reglan er að dagpeningar
eru greiddir fyrir tilfallandi ferðir
launþega, jafnt opinberra starfs-
manna sem einkafyrirtækja, frá
vinnustað á vegum vinnuveitanda.
Árið 1999 tilkynnti ríkisskattstjóri að
vinnustaður flugmanna teldist vera
aðsetur viðkomandi flugfélags. Þann-
ig var hægt að heimila flugfólki skatt-
frjálsa dagpeninga. Hafa ýmsir velt
því fyrir sér hvort ekki mætti með
sama hætti úrskurða að vinnustaður
sjómanna væri heimahöfn viðkom-
andi útgerðar og láta þannig hinar al-
mennu reglur um dagpeninga gilda
um þá. Morgunblaðið óskaði eftir áliti
ríkisskattstjóra á þessu, en í skrif-
legri orðsendingu frá Ingvari J.
Rögnvaldssyni, vararíkisskattstjóra,
kom aðeins fram að hann gæti ekki
tjáð sig um samskipti einstakra
launagreiðenda og launþega.
Allmikil mismunun
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
sagði í færslu á Facebook-síðu sinni í
gær að lengi hefði legið fyrir að all-
mikil mismunun ætti sér stað í með-
ferð „fæðishlunninda“ og „dagpeninga
vegna fæðis“ hjá skattyfirvöldum og
þar væri ekki bara farið eftir því hvort
ferð væri ,,tilfallandi.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra, mætti á fund með efnahags- og
viðskiptanefnd og atvinnuveganefnd í
gærmorgun og ræddi stöðuna í sjó-
mannaverkfallinu. Hún sagði eftir
fundinn að rætt hefði verið saman í
trúnaði en haldið yrði áfram að skoða
málið.
Kröfur til ríkisins skýrðust undir lokin
Stjórnvöld lofuðu sjómönnum í fyrra
að hluti fæðispeninga yrði skattfrjáls
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd héldu fund sam-
an í gær, hér t.v. eru formennirnir Páll Magnússon og Óli Björn Kárason.
Stappfullt var í Hörpu í gær þegar
fólk kom þar saman til að dansa
gegn ofbeldi sem konur og stúlkur
verða fyrir um allan heim. Þetta var
í fimmta skipti sem dansbylting UN
Women, Milljarður rís, fór fram en
samtímis um víða veröld tekur fólk
afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og
rís saman upp með þessum hætti. Í
ár var minning Birnu Brjánsdóttur
heiðruð sérstaklega og var það gert
með leyfi foreldra hennar, en í kjöl-
far andláts Birnu hafa konur hér á
landi stigið fram og lýst þeim veru-
leika sem þær búa við. Einnig var
dansað í gær á Akureyri, Rifi Snæ-
fellsnesi, Ísafirði, Seyðisfirði,
Reykjanesbæ, Neskaupstað,
Hvammstanga, Borgarnesi, Egils-
stöðum og á Höfn í Hornafirði.
Dansað gegn ofbeldi í Hörpu
Mikil þátttaka
var um allt land
og víða veröld
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Stemning DJ Margeir sá til þess að fólk hreyfði sig á dansgólfinu en á Íslandi var viðburðurinn í samvinnu við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík.
Allir saman nú Fólk á öllum aldri og af báðum kynjum kom og tók þátt og unga kynslóðin lét sitt ekki eftir liggja.
Norska uppsjáv-
arskipið Oster-
bris frá Björgvin
er væntanlegt til
Vestmannaeyja
snemma í dag
með 450 tonn af
loðnu. Þetta er
fyrsti loðnufarm-
urinn sem kemur
til Eyja á vertíð-
inni og fer til
vinnslu í nýju uppsjávarvinnsluhúsi
Vinnslustöðvarinnar, að því er fram
kemur á vef fyrirtækisins.
Vinnslustöðin hefur tekið á móti
og unnið bæði makríl og síld í nýja
húsinu frá því það var tekið í gagnið
fyrr í vetur. „Nú er komið að
loðnunni og ekki fer hjá því að
spenna sé í mannskapnum að hefjast
handa, þótt hjólin fari að snúast í
skugga verkfalls sjómanna,“ segir á
vef VSV.
„Ástandið er óþolandi“
Haft er eftir Sigurgeiri B. Krist-
geirssyni, framkvæmdastjóra VSV,
að ánægjulegt sé og spennandi að
prufukeyra nýju uppsjávarvinnsluna
við að frysta loðnuhrogn.
„Ástandið er óþolandi. Á sama
tíma og landbúnaðar- og sjávar-
útvegsráðherra hefur margfaldað
loðnukvótann er allur uppsjávarfloti
Vinnslustöðvarinnar í höfn vegna
þess að sami ráðherra þráast enn við
að fallast á sjálfsagðar kröfur sjó-
manna um að farið verði skattalega
með dagpeningagreiðslur þeirra á
sama hátt og dagpeningagreiðslur
opinberra starfsmanna og launa-
fólks á almennum markaði,“ segir
Sigugeir í frétt Vinnslustöðvarinnar,
sem birtist síðdegis í gær.
Morgunblaðið/ÞÖK
Vinnslustöðin Von er á fyrstu
loðnunni til vinnslu í dag.
Fyrsta
loðnan til
Eyja í dag
Norskt skip
kemur til VSV
Sigurgeir B.
Kristgeirsson