Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Norður England 12.-17. maí Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Sími 511 15 15 – ferdir.is Skemmtileg ferð um Norður England. Gist í Jórvík, þar sem Egill Skallgrímsson gerði garðinn frægan, ekið um Jóvíkurheiðar að Norðursjávarströndinni og einnig yfir Pennínafjöllin til Vatnahéraðsins, innblásturs skálda og listamanna. Í lok ferðar er gist í stórborginni Manchester. Verð frá 179.400,- Umhverfis- og skipulagssviðReykjavíkurborgar stendur um þessar mundir fyrir fundum um það hvernig við sköpum „heillandi borg fyrir gangandi vegfarendur“. Ekki er ástæða til að draga úr mikil- vægi þess að borgin sé aðlaðandi fyrir gangandi vegfar- endur. Og raunar hefur lengi verið áhersla á það í Reykjavík að gangandi eigi greiða leið um borgina. Og það hafa þeir átt.    En það að gangandi eigi greiðaleið um borgina nægir núver- andi borgaryfirvöldum ekki. Þau vilja ekki aðeins að gangandi kom- ist leiðar sinnar á sem bestan hátt, heldur kosta þau kapps um að hindra ferðir þeirra sem velja einkabílinn.    Það er sérkennileg afstaða aðþurfa að beita sér gegn einum ferðamáta til að lyfta undir annan eða aðra.    Væri ekki nær að borgaryfirvöldlétu fólki sjálfu eftir að velja sér ferðamáta í stað þess að reyna stöðugt að þrengja að einum kost- inum.    Einkabíllinn er sá ferðamáti semhentar flestum og þess vegna ættu borgaryfirvöld að leggja áherslu á að greiða götur fyrir bíla- umferð í stað þess að þrengja þær og grípa til annarra umferðarspill- andi aðgerða.    Hvernig væri nú, fyrst borgin erfarin að funda um ferðamáta, að hún héldi fundi um það hvernig mætti bæta skilyrði akandi fólks í borginni, í stað þess að hygla öðr- um ferðamátum og sýna þessum fjandskap? Má ekki funda um fleira? STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.2., kl. 18.00 Reykjavík 7 alskýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri 1 rigning Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 0 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 3 heiðskírt Helsinki 0 heiðskírt Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 8 alskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 7 skýjað London 11 léttskýjað París 11 heiðskírt Amsterdam 7 skýjað Hamborg 5 alskýjað Berlín 4 rigning Vín 6 léttskýjað Moskva -2 alskýjað Algarve 18 léttskýjað Madríd 13 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 14 heiðskírt Róm 12 skýjað Aþena 12 heiðskírt Winnipeg 0 heiðskírt Montreal -5 heiðskírt New York -1 heiðskírt Chicago 4 heiðskírt Orlando 15 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:12 18:12 ÍSAFJÖRÐUR 9:26 18:08 SIGLUFJÖRÐUR 9:09 17:51 DJÚPIVOGUR 8:44 17:39 Mark Zuckerberg, stofnandi sam- félagsmiðilsins Facebook, minntist á Ísland í langri færslu sem hann póstaði í vikunni. Zuckerberg lýsti því hvernig hann sér miðilinn fyrir sér sem afl til að byggja upp „hnattrænt samfélag“, á sama tíma og fólk missi trúna á það pólitíska kerfi sem sé ríkjandi. Í nær sex þúsund orða færslu á síðu sinni seg- ir Zuckerberg að Facebook geti gegnt því hlutverki að stefna fólki saman, þegar það stendur and- spænis önugum stjórnmálum og viðhorfi annarra gegn frekari hnatt- væðingu. Tekur hann Ísland sem dæmi um land þar sem almenn- ingur getur „taggað“ eða merkt stjórnmálamenn inn í almenna um- ræðu um þjóðfélagsmál. Vísar hann þar til mikilvægis þess að stjórn- málamenn geti tekið mál sem eru ofarlega í huga almennings inn á löggjafarþingið. Yfirlýsing Zuckerbergs er nokk- uð pólitísk þar sem hann lýsir markmiði fyrirtækis síns. „Á tímum eins og þessum er það mikilvægasta sem við hjá Facebook getum gert, að byggja samfélags- legu innviðina til að gefa fólki vald til að byggja hnattrænt samfélag, sem virkar fyrir okkur öll,“ skrifar Zuckerberg. Stofnandi Facebook vísar til Íslands  Land þar sem almenningur „taggar“ eða merkir stjórnmálamenn í umræðuna AFP Netið Mark Zuckerberg stofnandi Facebook eða smettisskruddunnar. inlandi Evrópu. Ráðandi stofn er inflúensa A(H3N2), sem leggst þyngst á eldri borgara, og er það í samræmi við aldursdreifinguna hér á landi. Í Evrópu má greina nokkra aukningu á dauðsföllum meðal aldr- aðra, sem hugsanlega má rekja til ár- legs inflúensufaraldurs. Það er mat sóttvarnalæknis að inflúensan muni ekki ná eins mikilli útbreiðslu hér á landi í vetur og und- anfarin ár. Það skýrist hugsanlega af meiri þátttöku í inflúensubólusetn- ingu en undanfarin ár en ætla má að milli 70–75 þúsund einstaklingar hafi verið bólusettir í vetur. Sóttvarnalæknir telur að byrjað sé að draga úr inflúensunni, sem byrjaði í haust, en hún er þó enn útbreidd í samfélaginu. Gera má ráð fyrir að til- fellum fækki á næstu vikum. Inflú- ensa A(H3N2) er sá stofn sem hefur verið í dreifingu, en ekki er útilokað að inflúensa A(H1N1) eða inflúensa B eigi eftir að koma í kjölfarið á næstu vikum. Frá því í lok nóvember 2016 hefur inflúensa A(H3) verið staðfest hjá 280 einstaklingum. Í síðustu viku greindust álíka margir með staðfesta inflúensu samanborið við vikurnar á undan. Inflúensan hefur nú verið staðfest í öllum landshlutum. Veikin er hlutfallslega algengari meðal 60 ára og eldri, meðalaldurinn er 63 ár hjá þeim sem greinst hafa frá því í nóvember. Enginn hefur greinst með inflúensu A(H1) en tveir ein- staklingar hafa greinst með inflúensu B. Frá því í byrjun september 2016 hafa alls 119 einstaklingar legið á Landspítala vegna inflúensu, þar af greindust 10 í síðustu viku sem er nokkur fækkun borið saman við vik- urnar á undan. Flestir eiga það sam- eiginlegt að vera 70 ára og eldri, meðalaldurinn er tæp 74 ár. Inflúensan er nú útbreidd á meg- Byrjað að draga úr inflúensunni  Aukin bólusetning minnkar útbreiðsluna Ljósmynd/Getty Flensa Aukin þátttaka í bólusetn- ingu hefur skilað árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.