Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
munnsogstafla við særindum í hálsi
Nýtt
Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast
upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
HUNANGS
OG SÍTRÓNU-
BRAGÐI
APPELSÍNU-
BRAGÐ
SYKURLAUST
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Alþjóðleg sendinefnd sem Ögmund-
ur Jónasson, fyrrverandi ráðherra
og alþingismaður, er í reyndi í gær
að fá inngöngu í fangelsið í Edirne
(Adrianopolis). Þar situr í haldi
Selahattin Demirtas, annar helsti
leiðtogi HDP-flokks Kúrda.
„Við óskuðum eftir að fá að hitta
Demirtas að máli. Lögfræðingar
hans voru með okkur í för,“ sagði
Ögmundur. „Þegar við komum að
fangelsishliðinu var okkur meinaður
aðgangur. Við héldum fréttamanna-
fund fyrir utan fangelsishliðið. Þessi
reisa okkar vekur athygli í fjöl-
miðlum hér.“
Sendinefndin hefur ekki enn
fengið svar frá tyrkneska
dómsmálaráðherranum við beiðni
um að fá að heimsækja helstu leið-
toga Kúrda í fangelsi. Nefndin ósk-
aði eftir að fá annars vegar fund
með Demirtas og hins vegar með
Abdullah Öcalan, helsta leiðtoga
Kúrda. Öcalan hefur setið í einangr-
unarfangelsi á Imrali-eyju í Marm-
arahafi frá árinu 1999.
„Meginmarkmið okkar er að ná
tali af Öcalan,“ sagði Ögmundur.
Hann sagði að nefndin ætlaði að
bíða svars frá dómsmálaráðherr-
anum fram á fyrrihluta sunnudags,
ef þörf krefur. Sendinefndin kom til
Tyrklands 13. febrúar síðastliðinn.
„Við erum þrettán talsins í hópn-
um og erum bæði núverandi og
fyrrverandi þingmenn, fræðimenn
og blaðamenn og fólk sem hefur
beitt sér í mannréttindabaráttu,“
sagði Ögmundur. Nefndarmenn
koma frá Evrópu og Norður-
Ameríku.
Sendinefndin naut liðsinnis Euro-
pean Union Turkey Civic Commiss-
ion (EUTCC) við undirbúning og
skipulagningu ferðarinnar. EUTCC
er hópur innan Evrópuþingsins sem
er hlynntur aðild Tyrklands að Evr-
ópusambandinu (ESB) og notar það
til að setja Tyrkjum ýmis skilyrði,
m.a. varðandi Kúrda.
Erindi sendinefndarinnar er m.a.
að kynna sér stöðu mannréttinda-
mála í byggðum Kúrda í austan-
verðu Tyrklandi.
Fengu ekki að hitta leiðtoga Kúrda
Ljósmynd/Nathan McDonnell
Tyrkland Ögmundur Jónasson (lengst t.h.) ásamt hluta af hópnum við fang-
elsið í Edirne. Þau fengu ekki að hitta einn leiðtoga Kúrda sem þar situr.
Mannréttindi í
Tyrklandi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Öryggismiðstöðin stóð fyrir fundi í
gær um hvort öryggismyndavélar
gætu aukið öryggi í bæjum og borg-
um. Henrik Loeb Svenstrup var einn
tveggja erlendra sérfræðinga sem
töluðu á fundinum en hann starfar
sem tæknistjóri eftirlitsmyndavéla
hjá Nordjyllands Beredskab. Hann
fór ítarlega yfir reynslu Norður-Jót-
lands af öryggismyndavélum. Árið
2011 fór af stað verkefni á Jótlandi
þar sem settar voru upp 500 öryggis-
myndavélar til þess að fá betri yfirsýn
yfir bæi og bæjarfélög. Í viðtali við
Morgunblaðið segir Henrik það klárt
mál að Ísland geti fylgt þessu for-
dæmi og notið góðs af. „Það er enginn
vafi á því að miðstýrt kerfi sem veit
hvar myndavélarnar eru og hefur yf-
irsýn yfir þær mun vera til góðs,“ seg-
ir Henrik.
Norður-Jótland vel vaktað
Verkefnið sem um ræðir er gagn-
virkt og miðlægt kerfi eftirlitsmynda-
véla sem Álaborg og 10 minni sveit-
arfélög hafa komið sér saman um að
reka. Pólitísk ákvörðun var tekin á
Jótlandi um að hrinda þessu í fram-
kvæmd og mætir verkefnið kröfum
um persónuvernd og meðhöndlun
upplýsinga þar í landi. Myndavélarn-
ar eru á 67 mismunandi svæðum, t.d. í
stjórnsýslustofnunum, bókasöfnum
og skólum, svo eitthvað sé nefnt. Hen-
rik segir verkefnið ekki hafa mætt
neinni pólitískri andstöðu. „Það kom
upp atvik í skóla þar sem starfsmenn
höfðu verið að skoða öryggismynd-
bönd án leyfis. Það var því litið á það
sem jákvætt að þetta yrði miðstýrt og
vitað hverjir væru með aðgang að ör-
yggismyndavélum hjá sveitarfélög-
unum,“ segir Henrik. Kerfið sem þeir
vinna með núna er lokað og einungis
þrjár stofnanir hafa aðgang að eigin
myndavélakerfi. „Starfsmenn hafa
aðgang að eigin myndavélakerfi á
þremur stöðum, þ.e. á bókasöfnunum,
listasafninu í Álaborg og bæjarskrif-
stofunum. Allar aðrar öryggismynda-
vélar eru lokaðar fyrir starfsfólki á
staðnum,“ segir hann. Sjálfvirkt kerfi
sendir boð þegar upp koma atvik og
þá senda þeir viðeigandi viðbragðs-
aðila myndband í rauntíma.
Aukið eftirlit minnkar kostnað
Henrik sagði reynslu þeirra af
verkefninu vera mjög góða. Bæjar-
félögunum hefur tekist að spara gríð-
arlegt fjármagn með því að fækka
tjónum og upplýsa um skemmdaverk
en einnig sparast árlega um milljón
evra vegna lækkunar á tryggingar-
kostnaði hjá sveitarfélögunum. Þegar
koma upp atvik sem öryggismynda-
vél nær þá finnast gerendur í 90% til-
fella. Henrik segir að sú tölfræði sé
eitt af því sem hann sé stoltastur af.
Slíkt gæti einnig gerst hér heima að
hans mati. „Ég trúi því að ef það fer af
stað samtal á Íslandi um þessi mál og
fólk samþykkir slíkt kerfi ásamt því
að sjá fjárhagslegan ávinning af því,
þá sé hægt að taka þetta skref,“ segir
Henrik.
Innviðirnir eru til staðar
Ómar Rafn Halldórsson, vörustjóri
Öryggismiðstöðvarinnar, sem er með
30 ára reynslu af öryggismálum, tek-
ur undir með Henrik og segir að vel
sé hægt að búa til svipað kerfi hér
heima á Íslandi. „Innviðirnir eru til
staðar hér heima til að gera þetta,
þetta er hægt, menn þurfa bara að
taka sig saman og ákveða málin á
þann hátt. Ákvörðunin er lagaleg og
snýst um hvað má og hvað má ekki,“
segir Ómar. Spurður um gagnvirkt
miðlægt eftirlitskerfi og hvort það sé
raunhæft hér á næstu árum segir
hann slíkt vera í raun til staðar. „Við
erum að gera þetta í reynd hjá okkur,
við tökum við boðum frá öryggiskerf-
um viðskiptavina okkar og við erum
að skrá okkur inn í kerfið og forkönn-
um ástandið,“ segir Ómar. Myndavél-
arnar sjálfur yrðu ódýrasta hliðin af
uppsetningu slíks kerfis að hans sögn
en með vinnutíma og hugbúnaði
hlaupi kostnaður á tugum milljóna.
„Það þarf samt ekki mikið til að svona
kerfi réttlæti tilvist sína og borgi sig
hreinlega upp, til dæmis ef þú ert með
10 manna rannsóknarteymi að vinna
að atburði sem myndavélakerfi hefði
getað leyst fyrir þig á nokkrum
klukkutímum.“
Aukið eftirlit minnkar kostnað
500 öryggismyndavélar hafa verið settar upp á 67 stöðum á N-Jótlandi Tæknistjóri verkefnisins
segir þetta vel hægt hér Sveitarfélögin spara með lækkun á tryggingarkostnaði og færri vinnutímum
Eftirlit á Norður-Jótlandi
» 500 myndavélar á 67 stöð-
um.
» Spara milljón evra á ári í
tryggingarkostnað.
» 90% gerenda sem nást á
mynd finnast.
» Þrír starfsmenn með eftirlit
allan sólarhringinn.
» Senda myndbönd í rauntíma
til viðbragðsaðila.
Ljósmynd/Hari
Öryggi Henrik Svenstrup segir að Íslendingar þurfi að hefja samtal um auk-
ið myndavélaeftirlit. Hann segir að Ísland myndi njóta góðs af slíku kerfi.
Norræn höfuð-
borgarráðstefna
var haldin í Hels-
inki í Finnlandi
dagana 16.-17.
febrúar sl.
Ráðstefnan
hefur verið hald-
in annað hvert ár
en hún var fyrst
haldin í Reykja-
vík 2003.
Forsætisnefnd brá á það ráð að
halda fund í gær í höfuðstöðvum
Norræna fjárfestingabankans í
Helsinki. Viðstödd voru Líf Magn-
eudóttir, Sigurður Björn Blöndal
og Halldór Auðar Svansson. Einnig
sátu fundinn Kjartan Magnússon,
Heiða Björg Hilmisdóttir, Guðfinna
Jóhanna Guðmundsdóttir og Helga
Björk Laxdal sem ritaði fundar-
gerð.
Á fundinum voru ma. lögð fram
drög að dagskrá fundar borgar-
stjórnar þriðjudaginn 21. febrúar
næstkomandi. sisi@mbl.is
Forsætisnefnd
fundaði í banka