Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 13

Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 13
sinni tíð, um 180 cm, hafa þeir reiknað út. Hæðin sleppur alveg, en aðrar lýsingar þeirra eru ekk- ert sérstaklega tilkomumiklar. Þeir segja hann hafa verið með sporöskjulagað andlit, mjóa höku, lítinn munn og millisítt, púðrað hvítt hár. Þá rökstuddu fræðimennirnir þá skoðun sína að herra Darcy hefði verið grannur og siginaxla með því að þegar Jane Austen skáldaði hann, voru einungis verkamenn með vöðvas- tælta bringu og breiðar axlir. „Hann [herra Darcy] er dular- fyllsta og eftirsóknarverðasta aðal- söguhetja allra tíma,“ sagði prófess- or við University College í London, sem fór fyrir útlitsrannsóknar- hópnum. Fyrir framtakinu stóð breska sjónvarpsstöðin Drama Channel, sem í tilefni 200 ára dán- ardægurs Jane Austen, sem lést 18. júlí 1817, sýnir um þessar mundir valda sjónvarpsþætti sem gerðir hafa verið eftir bókum skáldkon- unnar ástsælu. Fyrirmynda leitað Hvort rannsóknarteymið hafi gefið raunsanna mynd af herra Darcy skal ósagt látið. Fyrir tveim- ur árum greindi breska dagblaðið The Telegraph frá því að dr. Susan Law hefði leyst gátuna hvað varðar innblásturinn að persónu herra Darcy. Hún sagði hana byggða á John Parker, fyrsta jarlinum af Morley, sem kvæntur var vinkonu skáldkonunnar og lýst hefur verið sem „manni með sterka nærveru“. Law kvaðst hafa varið fimm árum í að fara í gegnum sendibréf, dag- bækur og dagblöð til að sýna fram á sú væri raunin. Máli sínu til stuðn- ings benti hún á að Austen hefði dvalið á heimili jarlsins og konu hans í Saltram House í Plymouth, De- von þegar hún skrifaði Hroka og hleypidóma. Aðrir sem nefndir hafa verið til sögunnar sem fyrirmynd herra Darcy eru Írinn Thomas Lefroy, sem Austen ku hafa átt í ástar- sambandi við 1796, og dr. Samuel Blackall guðfræðinemi sem hún hitt í fríi í Cambridge. Þótt slíkar vangaveltur séu studdar alls kon- ar mistrúverðugum rökum hafa þær trúlega litla þýðingu fyrir þorra kvenna. Fyrir þeim verður herra Darcy aldrei annar en Colin Firth. Í alvörunni. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Ljóðelskir unglingar á aldrinum 13- 15 ára kætast efalítið að fá tækifæri til að sækja námskeið í ljóðagerð í samtali við myndlist í vetrarfríinu sínu. Námskeiðið er haldið kl. 14-16 mánudaginn 20. febrúar og þriðju- daginn 21. febrúar í Gerðarsafni í Kópavogi. Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld og myndlistarmaður, leiðir nám- skeiðið, en það er í beinu samtali við sýninguna Normið er ný framúr- stefna, sem fjallar um hversdags- leikann og hið óvenjulega venjulega. Ásta Fanney hefur unnið ljóða- bækur, vídeóljóðasýningar, tónlistar- tengda ljóðaupplestra, sviðsljóðlist og gjörninga. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmark- aður. Skráning á netfanginu: menningarhusin@kopavogur.is Ljóð og list fyrir unglinga í Gerðarsafni í Kópavogi Listakona Ásta Fanney hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Silkileið nr. 17. Ljóðagerð í samtali við myndlist Guðmundur Oddur Magnússon, pró- fessor í grafískri hönnun við Listahá- skóla Íslands, leiðir spjall um sýn- inguna ,,Á pappír“ í Hönnunarsafni Íslands kl. 14 á morgun, sunnudaginn 19. febrúar. Á sýningunni er úrval teikninga og skissna úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð um- búða, auglýsinga, bókakápna og hús- gagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Goddur vinnur við rannsókn á myndmálssögu Íslendinga sem felst í greiningu á upphafi og þróun stíl- sögu innan grafískrar hönnunar og prentiðnar á Íslandi frá um 1840 til stofnunar lýðveldisins 1944. Í spjalli sínu leggur Goddur áherslu á verk Stefáns Jónssonar arkitekts, sem jafnframt var einn af frum- kvöðlum á Íslandi í auglýsingateikn- ingu. Stefán bjó yfir margvíslegum stíltökum sem hann notaði eftir því hvert verkefnið var, hvort sem það var beinskeytt myndmál til áróðurs eða í anda rómantíkur til að efla þjóð- erniskennd og samstöðu. Allir velkomnir. Spjall um sýninguna Á pappír, í Hönnunarsafni Íslands Morgunblaðið/Eggert Goddur Guðmundur Oddur. Verk frumkvöðuls í auglýsinga- teikningu á Íslandi í brennidepli Auk skáldsögunnar Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice) skrifaði Jane Austen (1775-1817) fimm fullgerð skáldverk; Sense and Sensibility, Mansfield Park, Emma, Northanger Abbey og Persuasion, og komu tvær síðast- nefndu út eftir andlát hennar. Hroki og hleypi- dómar var önnur bók hennar og tvímælalaust sú frægasta. Sagan hefur verið sögð hafa allt til að bera sem prýða má góða sögu; margbrotna persónu- sköpun, spennandi atburðarás, hárfína og oft háðslega samfélagslýsingu, ástir, rómantík, húmor og siðferðisboðskap. Bókin kom út á íslensku árið 1956 undir heitinu Ást og hleypidómar. Síðan í þýðingu Silju Aðal- steinsdóttur árið 1988 undir heitinu Hroki og hleypidómar. „Ung, fögur, en peningalaus stúlka fær bónorð frá glæsilegum, forríkum, ungum manni, vísar honum stolt á bug vegna þess hve hann er hrokafullur og auðmýkjandi við hana en fer svo að iðrast . . . “ Þannig rakti Silja söguþráð þessarar sígildu sögu í við- tali í Lesbók Morgunblaðsins sama ár. HROKI OG HLEYPIDÓMAR Rómantík og háðsleg samfélagslýsing Rómantík Colin Firth og Jennifer Ehle í sjónvarpi og Matthew Macfady og Keira Knightley áratug síðar í bíómynd. John Parker Thomas LeFroy Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is Sængurverasett fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.