Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 14

Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. • Stofa, búin mjög sérhæfðum tækjum og sú eina á sínu sviði, sem sérhæfir sig í meðferð sem bætir útlit líkamans. Arðbær rekstur. • Hádegisverðarþjónusta fyrir stofnanir og fyrirtæki og veislumatur fyrir sérstök tækifæri. Tilvalið fyrir kokk sem hefur áhuga á að byggja á góðum grunni. • Lúxusíbúðir í mismunandi stærðum í tveimur glæsilegum húsum í miðborginni sem leigðar eru ferðamönnum. • Ört vaxandi fyrirtæki í framleiðslu myndefnis (auglýsingar og kynningar) vil vaxa enn hraðar með því að fá inn hluthafa sem getur lagt slíkri uppbyggingu lið. Fyrirtækið er með gott orðspor, ársveltu um 100 mkr. og góða framlegð. • Fiskvinnsla á SV-horninu í framleiðslu á fiski og harðfiski. Velta 50 mkr. Inannlandsssala og útflutningur. Miklir möguleikar til veltuaukningar. • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Framleiðslufyrirtæki fyrir íhluti í skófatnað. Viðskiptavinir eru mörg þekktustu merkin í skóm í heiminum. Fyrirtækið, sem er alfarið í eigu Íslendinga, er syðst í Kína (nálægt Hong Kong) í nútímalegu húsnæði, með góðan vélakost og 50 manns í vinnu. • Leiðandi fyrirtæki í sölu á legsteinum og tengdum vörum. Ársvelta 160 mkr. og mjög góð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íþróttafélagið Mjölnir færir alla starfsemi sína úr Vesturbæ Reykja- víkur í Öskjuhlíðina í dag. Flutning- urinn hefur legið fyrir í þónokkurn tíma enda húsnæði félagsins í Vest- urbænum orðið of lítið fyrir allt það starf sem fer fram hjá félaginu. „Nýja húsnæðið okkar í Öskju- hlíðinni er tvisvar sinnum stærra, við erum að fara úr 1500 fermetrum í 3000 fermetra,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, bardagakappi og for- maður Mjölnis, en félagið flytur í húsnæði sem áður hýsti Keiluhöll- ina. Útiæfingar í Öskjuhlíð Stærðin er ekki það eina sem skiptir máli, að sögn Jóns Viðars, heldur staðsetningin. „Nýja húsnæðið okkar er meira miðsvæðis en margir meðlimir okk- ar voru farnir að kvarta undan því að þurfa að keyra í gegnum miðbæ- inn til að komast á æfingar til okk- ar.“ Umhverfið er heldur ekki af verri endanum og segir Jón að Öskjuhlíð- in verði nýtt vel til æfinga. „Við ætlum ekki bara að nýta hús- næðið vel heldur allt umhverfi þess líka. Hér verða nokkrir salir og yfir 100 skipulagðar æfingar í hverri viku. Öskjuhlíðina sjálfa ætlum við síðan að nýta til útiæfinga en þar má lyfta drumbum og steinum auk þess að stunda alls konar æfingar utan- húss.“ Jón bendir einnig á að stutt sé í Nauthólsvíkina fyrir þá sem vilja skella sér í sjóinn eftir æfingu. Rakarastofa og bar Ekki verða eingöngu æfðir vöðvar og helstu tökin í hvers konar bar- dagaíþróttum hjá Mjölni því gestum nýja hússins stendur til boða alls konar þjónusta. „Við ákváðum að nýta húsnæðið vel og það verður bar hér í húsinu þar sem hægt verður að fá sér heilsudrykki og bjór. Einnig verður hárgreiðslustofa í húsinu en gestir hennar munu t.d. geta pantað sér kaffi af barnum. Það verður því nóg um að vera í húsinu.“ Þá verður hægt að kaupa allan íþróttafatnað á staðnum en lítil verslun með öllu því helsta sem með- limir Mjölnis þurfa á að halda verður í húsinu. „Þar verða aðallega seld íþróttaföt og búnaður sem nauðsynlegur er fyrir þá sem æfa hjá okkur.“ Opnunarhátíð nýja æfinga- húsnæðisins fer fram í dag og hefst hún klukkan 14 og stendur til 16. Gestir hátíðarinnar geta látið taka myndir af sér með bardagköppum félagsins og verður í boði ókeypis axlanudd og fleira. Um kvöldið verð- ur svo boðið í heljarinnar partý, að sögn Jóns. „Við endum hátíðardaginn á því að halda partý á barnum í húsinu en síðan taka við strangar æfingar strax næstu daga,“ segir hann sposkur á svip. Æfing Síðasta æfing liðsmanna Mjölnis fór fram á þriðjudaginn í gamla húsnæði félagsins úti á Granda Bardagaíþróttir, rak- arastofa og kaffibar  Mjölnir fagnar opnun nýs æfingarhúsnæðis í Öskjuhlíðinni Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sveitarfélög hyggja á umtalsverðan vöxt fjárfestinga á yfirstandandi ári. Eru það mikil umskipti frá seinustu árum en fjárhagsáætlanir þeirra fyrir seinasta ár gerðu ráð fyrir umtals- verðum samdrætti. Á þessu og næsta ári áforma sveit- arfélögin að auka fjárfestingar á ný og er nettófjárfesting áætluð um 23- 24 milljarðar kr. Árin þar á eftir er hins vegar reiknað með að aftur dragi úr framkvæmdum og nettófjárfesting verði 15-16 milljarðar, sem er litlu meira en gert var ráð fyrir að fjárfest yrði í sveitarfélögum á seinasta ári. Þessar upplýsingar koma fram í nýlegri samantekt hag- og upplýs- ingasviðs Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sem farið hefur yfir fjár- hagsáætlanir 65 af 74 sveitarfélögum landsins fyrir yfirstandandi ár. Í þeim búa um 99% landsmanna. ,,Í ljósi áforma um auknar fjárfest- ingar áforma sveitarfélögin að taka ný langtímalán í ár sem nema hærri fjárhæðum en afborganir af slíkum lánum. Skuldir og skuldbindingar munu þó lækka sem hlutfall af tekjum, verða 105% í stað 109% 2016. Ellefu reikna með tapi Í þriggja ára áætlunum sínum reikna sveitarfélögin með að skulda- hlutfall A-hluta lækki enn og að það muni verða um 100% árið 2020,“ segir í úttektinni. ,,Af þeim 65 sveitarfélögum sem hér eru til skoðunar skiluðu 11 fjár- hagsáætlun með tapi, að meðaltali sem nemur 2,9% af tekjum þeirra. Rekstrarafgangur sex sveitarfélaga var yfir 10% af tekjum, en flest voru með afgang á bilinu 0-2,5% af tekjum,“ segir í úttektinni. Fram kemur að það sem framar öðru einkennir fjárhagsáætlanir A- hluta sveitarfélaga fyrir árið 2017 er mikil aukning í fjárfestingum í var- anlegum rekstrarfjármunum í sam- anburði við áætlanir fyrir 2016 eins og fyrr segir. „Áformað er að fjárfest- ingar sveitarfélaga muni nema 28,9 [milljörðum] .kr. Til samanburðar hljóðuðu áætlanir 2016 upp á 18,2 [milljarða] kr. Hafa verður í huga að fjárfestingarumsvif sveitarfélaga voru með minnsta móti árið 2016, átti það einkum við um Reykjavíkurborg og ber borgin uppi áformaða aukningu fjárfestinga frá 2016 til 2017,“ segir ennfremur. Bent er á að Reykjavíkurborg hef- ur uppi ráðgerðir um að sala bygging- arréttar muni skila borginni 2,9 millj- arða kr. tekjum og Hafnarfjörður áformar að selja lóðir fyrir 1,2 millj- arða. 13 milljarða ný langtímalán Sveitarfélögin gera ráð fyrir að taka ný langtímalán upp á 12,9 millj- arða á þessu ári og að afborganirnar verði 19,6 milljarðar. Munu því lang- tímaskuldirnar aukast frá því í fyrra. Fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir að í lok árs 2017 muni heildarskuldir og skuldbindingar A-hluta sveitarfélaga nema röskum 303 milljörðum eða sem nemur 105% af tekjum. Skuldastaða sveitarfélaga er afar mismunandi. Fram kemur í úttekt- inni að skuldahlutfallið er hæst á höf- uðborgarsvæði án Reykjavíkurborg- ar, eða 129% og 121% á vaxtarsvæðum, en mun lægra í Reykjavíkurborg eða 86%. Fjárfesta fyrir 23-24 milljarða  Sveitarfélög gera ráð fyrir að taka ný langtímalán upp á 12,9 milljarða á þessu ári og að afborganirn- ar verði 19,6 milljarðar  11 sveitarfélög skiluðu fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár með tapi Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Reykjavíkur Hlutfall skulda af tekjum er hæst í úttektinni á höfuð- borgarsvæðinu án Reykjavíkurborgar eða 129% en 86% hjá borginni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.