Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 16

Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Guðrún Antonsdóttir Lögg.fasteignasali Sími 697 3629 Vilt þú vera með þinn eigin rekstur? Eða eiga hlut í verslun? Er með á skrá - ísbúð, staðsett í Kópavogi - hárgreiðslustofu, staðsett í Kópavogi - eignahluta í verslun í Reykjavik. Áhugasamir hafið samband fyrir frekari upplýsingar. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Vilborg Arna Gissurdardóttir og Cintamani gerðu í vikunni sam- starfssamning. Mun Vilborg Arna klæðast Cintamani-fatnaði í þeim verkefnum sem hún mun taka sér fyrir hendur á næstunni. Eins mun Cintamani vera bak- hjarl fyrirlestra og annarra nám- skeiða sem boðið verður upp á í tengslum við útivist með Vilborgu. Fram kemur í tilkynningu, að Cin- tamani hafi undanfarna 14 mánuði unnið að hönnun á nýrri vörulínu sem komi í verslanir með vorinu. Vörulínan hafi verið í prófun, þar á meðal hjá Vilborgu. Vilborg Arna hefur á undan- förnum árum gengið yfir Græn- landsjökul, farið ein á suðurpólinn, klifið hæstu tinda í sex heimsálfum og reynt tvisvar sinnum Við Eve- rest en þurft að hverfa frá vegna náttúruhamfara. Vilborg hefur jafnframt klifið sjötta hæsta fjall jarðarinnar, Cho Oyu, án utanað- komandi aðstoðar og súrefnis. Samningur Vilborg Arna og Cintamani hafa gert með sér samstarfssamning. Vilborg Arna semur við Cintamani Sjö ný frímerki komu út á fimmtudag í fjór- um útgáfuröðum. Eitt frímerkið er tileinkað fyrstu ríkisstjórn Ís- lands, sem kom saman fyrir 100 árum, annað Iðn- aðarmanna- félaginu í Reykjavík sem fagnar 150 ára afmæli og frímerki er tileinkað fyrsta íslenska arkitektinum, Rögn- valdi Á. Ólafssyni. Þá koma fjögur ný frímerki út í áttundu frímerkja- röðinni um íslenska samtímahönn- un, sem að þessu sinni er tileinkuð textílhönnun. Afmæla minnst á nýjum frímerkjum Kiwanishreyfingin mun í dag af- henda styrki að upphæð 19 millj- ónir króna sem söfnuðust í Lands- söfnun Kiwanis, Lykill að lífi, í október á síðastliðnu ári. Styrkþegar í ár eru BUGL og Pieta Ísland, sjálfsvígsforvarn- arsamtök. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verndari söfn- unarinnar, verður viðstaddur af- hendinguna, auk fulltrúa frá BUGL og Pieta Ísland. Afhendingin fer fram í Kiwanis- húsinu, Bíldshöfða 12, kl. 12. Kiwanis afhendir 19 milljónir úr söfnun STUTT Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Hvergi er nú alhvítt af snjó á landinu á veðurstöð og aðeins á stöku stað er jörð flekkótt.“ Svo mælir Sigurður Þór Guð- jónsson veðursagnfræðingur í bloggi sínu Nimbus á Mogga- blogginu. „Það er ekki oft sem það er svona snjólítið á láglendi í miðjum febrúar,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar blogg Nimbusar er borið undir hann. „Reyndar er nú spáð snjó eftir helgi – hvað sem svo verður úr því,“ segir Trausti. „Hiti verður með mildara móti um helgina, en útlit fyrir að það kunni að breytast um miðja næstu viku og að loks geri almennilegt vetrarveður, sem vissulega er í takti við árstíðina,“ skrifar veður- fræðingur Veðurstofu Íslands í gær og spáir norðanáttum í næstu viku. Hlýrra var árið 1932 Þegar febrúar er hálfnaður er meðalhitinn í Reykjavík 4,05 stig. Hann hafði aðeins einu sinni verið meiri fyrstu 14 dagana, segir Sig- urður Þór. Það var árið 1932, fyrir 85 árum, þegar hann var 4,5 stig en sá mánuður tók enn meiri hlý- indakipp seinni hlutann og endaði með meðalhita upp á ótrúleg 5,0 stig. Hann er langhlýjasti febrúar sem mælst hefur á landinu og í Reykjavik. Mars var 1932 með 2,9 stig. Næsti mánuður hvað hlýindi varðar fyrri helming febrúar er 1940 með 4,3 stig. Síðan kólnaði það ár svo mánuðurinn endaði í 1,3 stigum. Næstir i hlýindum fyrstu 14 dagana eru svo 1991, 1965 og 1959 með 3,7 stig. En lokatölurnar þau ár voru 2,2 stig, 4,1 og 2,3 stig. Febrúar 1965 er sem sagt næst hlýjasti febrúar í Reykjavík. „Meðalhitinn i mars það ár var hins vegar -0,1 stig í Reykjavík og má sá mánuður jafnvel kallast upphaf hafísáranna illræmdu. Fleiri dæmi eru um það að fyrri hluti febrúar eða hann allur hafi verið mjög hlýr en á eftir fylgi kaldur mars, alvöru vetrarmán- uður,“ segir Sigurður. „Vetrarhlýindi, jafnvel í margar vikur samfellt, eru engin trygging fyrir því að vorið komi snemma,“ bætir Sigurður við. Á Akureyri er meðalhitinn núna í febrúar enn hærri en í Reykja- vik, 4,58 stig, og enn þá meiri á Dalatanga á Austfjörðum þar sem hann er 5,66 stig og 5,30 stig á Höfn í Hornafirði. Hlýjasti allur febrúar sem mælst hefur á veðurstöð á Íslandi er 5,9 stig á Suðureyri og í Vík í Mýrdal árið 1932. Þegar febrúar í fyrra er skoð- aður koma í ljós ótrúleg umskipti. Meðalhiti í Reykjavík var -0,5 stig, -0,9 stigum neðan meðallags ár- anna 1961 til 1990, en -1,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta var kaldasti febrúar í Reykjavík síðan 2002 en þá var mun kaldara en nú. Meðalhiti á Akureyri var -3,3 stig, -1,9 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -3,0 stigum undir með- allagi síðustu tíu ára. Þetta var kaldasti febrúar á Akureyri síðan árið 2009, sagði í yfirliti Veður- stofunnar. Nú er hvergi alhvítt á veðurstöð á landinu  Fádæma hlý byrjun á febrúar  Norðanátt er í kortunum í næstu viku Morgunblaðið/Eggert Grænn gróður Ótrúleg sjón um miðjan febrúar. Myndin var tekin í miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Í gær, föstudag- inn 17. febrúar, tók Arnbjörg Sveinsdóttir sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Njál Trausta Friðbertsson. Arnbjörg var alþingismaður Austurlands 1995-2003 og al- þingismaður Norðausturkjördæmis 2004-2009 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var varaþingmaður Norð- austurkjördæmis nóvember- desember 2003, október 2011 og október 2012, þegar hún tók síðast sæti á Alþingi. Arnbjörg er búsett á Seyðisfirði, þar sem hún sat um árabil í bæjar- stjórn. sisi@mbl.is Arnbjörg tekur sæti Njáls Trausta á Alþingi Arnbjörg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.