Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Á ári Hanans 1.-19. sept. 2017
með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI,
GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt
á LI fljótinu og farið upp á KÍNAMÚRINN.
Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund
Kínastund
Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með
myndasýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum.
Kínasafn Unnar
Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00.
Aðgangur kr. 1.000.- Einnig er hægt að panta sérsýningar.
Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu
hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld,
staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 39.
hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum.
Til Kína með konu sem kann sitt Kína
Kínaklúbbur Unnar
Njálsgötu 33, 101 Reykjavík
sími: 551 2596, farsími: 868 2726
Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com
Netfang: kinaklubbur@simnet.is
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Þetta er vond staða sem komin er
upp. Við erum að skera niður 120% í
kennslumagni,“ segir Magnús Tumi
Guðmundsson prófessor, forseti
jarðvísindadeildar Háskólans, en
deildin hefur orðið að fella niður
nokkurn fjölda námskeiða í meist-
aranámi nú á vormisseri vegna fjár-
skorts. Hann segir að stjórnvöld hafi
ekki staðið við fyrirheit um fjárveit-
ingar til Háskólans og hafi deildin
orðið að bregðast við með þessum
hætti.
Ríkey Júlíusdóttir er einn þeirra
nemenda sem niðurskurðurinn bitn-
ar á. Hún hugðist sækja námskeið
sem tengist kjörsviði hennar í meist-
aranámi sem er kvarter- og jöklaj-
arðfræði. Ríkey býr á stúdentagarði
og er á námslánum. Lánasjóðurinn
gerir kröfu um að nemendur ljúki 30
námseiningum á önn til að eiga rétt á
fullum lánum. Þá gera stúdentagarð-
arnir kröfu um 20 eininga náms-
framvindu á önn til að halda húsnæð-
inu. Ríkey segir að vegna þessa sé
mikið í húfi fyrir stúdenta að nám-
skeið á kjörsviðum þeirra falli ekki
niður. Ríkey segir að deildin ætli að
reyna að milda skellinn með því að
gefa nemendum færi á að vinna inn
fyrir einingunum með því að setja
saman lesnámskeið fyrir hvern og
einn. Þau komi hins vegar að hennar
mati ekki í stað fullgildra námskeiða.
„Ég spyr mig að því hvort gæði les-
námskeiða standist samanburð við
kennslunámskeið,“ segir Ríkey.
Standast gæðakröfur
Magnús Tumi segir að lesnám-
skeiðin standist gæðakröfur og slík
námskeið séu út af fyrir sig ekki
slæm aðferð í framhaldsnámi, þar
sem þau geri meiri kröfur til vinnu
nemenda og sjálfsnáms. Aftur á móti
sé verra þegar fella þurfi niður verk-
leg námskeið því ekkert komi í
þeirra stað. Hann bindur vonir við að
hægt verði að leysa þann vanda sem
einstakir nemendur í framhaldsnámi
við deildina standa frammi fyrir eftir
niðurfellingu námskeiða, en ekki sé
komin endanleg niðurstaða um
hvernig það verði gert. Vandinn sé
ekki bundinn við jarðfræðideildina
heldur sé ástandið eins í fleiri deild-
um Verkfræði- og náttúruvísinda-
sviðs.
Ríkey segir að fyrir kosningarnar
í haust hafi frambjóðendur stjórn-
málaflokkanna komið á fundi með
stúdentum og lýst því yfir að vísinda-
greinar yrðu settar í forgang þegar
ný ríkisstjórn yrði mynduð. Þegar
nýtt fjárlagafrumvarp var samþykkt
hafi komið í ljós að ekki yrði staðið
við þau loforð og framundan væri
verulega erfitt ár fyrir Háskóla Ís-
lands.
Magnús Tumi segir að fjárveiting-
ar til Háskólans dugi ekki til að
halda í við launabreytingar. Á aldar-
afmæli Háskólans 2011 hafi stjórn-
völd lofað því að fjárveitingarnar
yrðu að meðaltali sambærilegar við
ríkisframlög til háskóla í ríkjum
OECD og sagt að stefnt væri að því
til lengri tíma að ná sömu stöðu og
háskólar í öðrum norrænum löndum
búa við. Í trausti þessa hafi Háskól-
inn skipulag dýrt framhaldsnám og
ráðið kennara. Þessar fjárveitingar
hafi ekki skilað sér og valdi það skól-
anum miklum erfiðleikum.
Reynt að leysa vandann
Óánægja með niðurfellingu námskeiða í Háskóla Íslands
Stjórnvöld ekki staðið við fyrirheit um fjárveitingar
Morgunblaðið/Kristinn
Háskólinn Námskeið hafa verið
felld niður vegna fjárskorts.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
hefur samþykkt nýtt aðalskipulag
og deiliskipulag fyrir Hamragarða
og landsvæði við Seljalandsfoss.
Fjöldi athugasemda barst en óveru-
legar breytingar voru gerðar á
skipulagsuppdráttum frá því sem
áður var áformað.
Unnið hefur verið að skipulaginu
í tæp fjögur ár. Tilgangurinn er
meðal annars að opna fyrir fram-
kvæmdir til að minnka álag á þeim
mikla ferðamannastað sem Selja-
landsfoss er.
Bílastæðin lengra frá fossinum
Landnotkun við Hamragarða og
Seljalandsfoss er breytt úr land-
búnaðarsvæði í afþreyingar- og
ferðamannasvæði. Aðkomu að
svæðinu er breytt með því að færa
á Þórsmerkurveg til vesturs, að
varnargarði Markarfljóts.
Til stendur að gera bílastæði og
byggja þjónustuhús talsvert frá
fossinum. Þá verður gert nýtt
göngustígakerfi sem ætlað er að
dreifa umferð um svæðið.
Ætlunin er að koma upp góðri
aðstöðu í þjónustumiðstöðinni, sal-
ernum og fleiru, til að taka við
fjölda ferðafólks. Jafnframt er gert
ráð fyrir gjaldtöku á bílastæðum til
að standa undir kostnaði við upp-
byggingu.
Athugasemdum sem bárust við
skipulagsbreytingarnar verður
svarað á næstunni, samkvæmt upp-
lýsingum Antons Kára Halldórs-
sonar skipulagsfulltrúa, og skipu-
lagið sent til yfirferðar hjá
Skipulagsstofnun.
Morgunblaðið/Ómar
Seljalandsfoss Erlendir ferðamenn fjölmenna að fossinum allt árið.
Nýtt skipulag við
Seljalandsfoss
Álagi dreift um stærra svæði
Elín Margrét Böðvarsdóttir
elinm@mbl.is
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Sea
Farm tilkynnti á fimmtudag að gat
hefði fundist á botni eldiskvíar fyrir-
tækisins í Haukadalsbót í Dýrafirði.
Samkvæmt fyrstu tilkynningu frá
fyrirtækinu var það mat starfs-
manna að umtalsvert magn regn-
bogasilungs hefði sloppið úr kvínni
og að hér kynni að vera fundin skýr-
ingin á „mögulegri slysasleppingu
regnbogasilungs“ sem nokkuð var
fjallað um í haust. Matvælastofnun
telur aftur á móti ólíklegt að málin
tengist og nálgast stofnunin þau sem
tvö aðskilin tilfelli að svo stöddu.
Óljóst hve mikið hefur sloppið
„Við lögðum náttúrlega strax net
en það hefur ekkert veiðst eða neitt
svoleiðis þannig að það er alveg óvíst
ennþá hvort og þá hve mikið hefur
sloppið,“ segir Sigurður Pétursson,
framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm.
Segir Sigurður að fyrirtækið geti
ekki útilokað að málin tengist en það
eigi eftir að koma í ljós. „Við munum
vinna þetta í samráði við MAST og
Fiskistofu og miðað við þær upplýs-
ingar sem þeir eru með, miðað við
þessar stærðir sem veiddust, þá er
ólíklegt að þetta tengist.“
Viðbragðsáætlun vegna slysa-
sleppinga var virkjuð strax og upp
komst um gatið og Fiskistofu og
Matvælastofnun gert viðvart. Þegar
málið var í deiglunni síðasta sumar
og haust, eftir að ábendingar bárust
um að regnbogasilungur veiddist
víða í ám á Vestförðum, fór Lands-
samband veiðifélaga (LV) fram á að
fram færi óháð opinber rannsókn á
því hvers vegna og hvernig regn-
bogasilungur hefði sloppið í miklu
magni. Þá yrði jafnframt kannað
hvort eftirlit með starfsemi sjókvía-
eldisfyrirtækja væri fullnægjandi.
Að sögn Matvælastofnunar er um
er að ræða geldan og sjúkdómalaus-
an regnbogasilung sem ekki sé fær
um að fjölga sér í íslenskri náttúru.
Matvælastofnun fór síðast í eftirlits-
ferð 20. júní í fyrra en í þeirri skoð-
un kom í ljós að búnaður fyrirtæk-
isins og þjálfun starfsfólks væri í
góðu lagi auk þess sem neðan-
sjávareftirlit væri reglulegt og við-
eigandi viðbragðsáætlun væri til
staðar. Eftirlitsmaður á vegum
MAST mun í dag skoða aðstæður
hjá fyrirtækinu og afla frekari upp-
lýsinga um mögulegt umfang slepp-
ingarinnar og tildrög hennar.
Málið er „dauðans alvara“
Jón Helgi Björnsson, formaður
Landssambands veiðifélaga, segir
liggja ljóst fyrir að frá því í júní hafi
sloppið verulegt magn af regnboga-
silungi, en fram til þessa hafi enginn
„viðurkennt að bera ábyrgð á því“.
Telur Jón Helgi ljóst að slysaslepp-
ingar úr eldiskvíum á Vestfjörðum
hafi verið þess valdandi að regn-
bogasilungur hafi dúkkað upp í lax-
veiðiám víða um land. „Ef þú horfir
á dreifinguna á þeim fiski sem hefur
verið að veiðast á Vestfjörðum og
svo á Vesturlandi og Norðvestur-
landi, þá er bara held ég klárt að
þetta sé úr einhverju af þessu eldi
sem er á Vestfjörðum,“ útskýrir Jón
Helgi. Er það mat LV að um sé að
ræða „brot svo alvarlegt að það
hljóti að leiða til sviptingar rekstr-
arleyfis“. Að sögn Jóns Helga hefur
LV ítrekað komið ábendingum á
framfæri við eftirlitsstofnanir auk
þess sem óskað hafi verið eftir op-
inberri rannsókn og málið verið
kært til lögreglu á sínum tíma.
„Lögregla hafnaði því að rannsaka
þetta og bar fyrir sig að Matvæla-
stofnun væri að rannsaka málið. Við
munum kæra þann úrskurð,“ segir
Jón Helgi. „Frá okkar bæjardyrum
séð er þetta dauðans alvara, það er
bara þannig,“ segir Jón Helgi. Vek-
ur hann athygli á því að eldisfiskur
sem gengur í ár valdi ekki bara
erfðamengun heldur geti hann einn-
ig borið sjúkdóma í villta laxastofna.
Það eigi þó sérstaklega við um
norskan eldislax sem fyrirtæki í sjó-
kvíaeldi hér á landi rækti nú í aukn-
um mæli.
„Stjórnlaus iðnaður“
Í svipaðan streng tekur Orri Vig-
fússon, formaður NASF, Verndar-
sjóðs villtra laxastofna. „Þetta kem-
ur mér ekki á óvart. Við settum í
gang smá könnun í fyrrahaust um
hvar hefði fundist regnbogasilungur
í íslenskum ám og við fengum hátt í
100 tilkynningar, hringinn í kringum
landið,“ sagði Orri í samtali við
mbl.is í fyrradag. „Ef það kemur
eitthvað upp hjá þessum aðilum tek-
ur marga mánuði að fá upplýsingar
um það. Þetta er gjörsamlega
stjórnlaus iðnaður og það þarf virki-
lega að herða tökin á öllu eftirliti.“
Regnbogasilungur
leikur lausum hala
Gat fannst á botni silungaeldiskvíar í Dýrafirði Málið
litið alvarlegum augum MAST kannar aðstæður í dag
Morgunblaðið/Einar Falur
Eldi Regnbogasilungur hefur skotið
upp kollinum víða í laxveiðiám.