Morgunblaðið - 18.02.2017, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Er kalt hjá þér?
Anddyris-
hitablásarar
hitataekni.is
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir
tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á
síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir
árið 2016. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni.
Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af
öðrum.
Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en föstudaginn
17. mars nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið postur@uar.is eða með pósti
í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar er að finna á www.uar.is/kudungurinn
Kuðungurinn 2016UMH
VE
RF
ISV
I‹URKENNIN
G
2016
umhverfis- og
auðlindaráðuneytið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nýverið var gengið frá samningum
við skipasmíðastöðina Crist SA í
Póllandi um smíði nýs Herjólfs. Það
kom fram við undirskrift samning-
anna að smíði skipsins á að ljúka 20.
júní 2018 að vonast er til að skipið
hefji siglingar fyrir Þjóðhátíð í byrj-
un ágúst.
Friðfinnur Skaftason, verkfræð-
ingur hjá innanríkisráðuneytinu, er í
nefnd sem hefur undirbúið smíðina
og aðgerðir í tengslum við nýjan
Herjólf.
Ýmsir hafa bent á það, m.a. Vest-
mannaeyingar, að ekki dugi að smíða
nýtt skip, meira þurfi til að koma til
að bæta samgöngunar milli lands og
Eyja. Friðfinnur var spurður um
þetta.
- Hvaða framkvæmdir þarf að ráð-
ast í vegna nýja skipsins í landi, bæði
í Landeyjahöfn og Eyjum? Þarf að
byggja nýjar brýr fyrir farþega og
bíla, þarf að byggja eða stækka
komuhús á báðum stöðum?
„Skipið er hannað fyrir núverandi
aðstöðu og getur notað hana. Engu
að síður er ýmislegt sem skoðað verð-
ur hvort ekki megi betur fara. Skipið
þolir breiðari brýr og fríholt, sem
mundu flýta afgreiðslu þess auk
breytts verklags og skipulags í landi.
Þil við bryggjuna í Landeyjahöfn
gæti dregið úr hreyfingu í höfninni
og rafhleðslubúnaður við skipshliðina
er til skoðunar.“
- Er undirbúningur hafinn vegna
framkvæmdanna og er búið að
tryggja fjármagn?
„Engar framkvæmdir hafa verið
ákveðnar.“
- Hefur komið til skoðunar að
kaupa landfastan dýpkunarbúnað
eins og nefnt hefur verið?
„Ýmsar hugmyndir hafa verið
skoðaðar og verða áfram til skoðunar
en engin ákvörðun liggur fyrir.“
Friðfinnur segir að margt þurfi að
gera áður en að samsetningu skipsins
kemur í Póllandi. Meðal annars þurfi
að gera smíðateikningar og sníða efni
áður en skipshlutarnir verða settir
saman.
Vegagerðin sem kaupandi mun
hafa umsjónarmann með verkinu en
jafnframt verða reyndir aðilar fengn-
ir til að annast eftirlit á staðnum.
Nýi Herjólfur verður tæplega 70
metra langur, 15 metra beiður og
mun rista 2,8 metra. Hann mun geta
tekið 73 fólksbíla í hverri ferð auk 390
farþega og 150 farþega til viðbótar
tímabundið.
Tilboð Crist í Póllandi hljóðaði upp
á 26,2 milljónir evra, sem svarar til
liðlega 3,1 milljarðs króna á núgild-
andi gengi.
Bætt aðstaða í landi skoðuð
Nýr Herjólfur getur notað núverandi aðstöðu Engar ákvarðanir teknar um frekari framkvæmdir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landeyjahöfn Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framkvæmdir sem gætu flýtt fyrir afgreiðslu á nýju skipi.
Vegagerðin hefir óskað eftir
tilboðum í að reka stálþil utan
á hluta ferjubryggju og að
reisa skjólvegg úr stálþils-
plötum austan við Landeyja-
höfn.
„Þetta er tvíþætt verk, ann-
ars vegar að reyna að draga úr
því að foksandur komist í
höfnina og hins vegar að loka
endanum á bryggjunni til að
draga úr hreyfingu Herjólfs við
bryggju,“ segir Sigurður Áss
Grétarsson, framkvæmdastjóri
siglingasviðs Vegagerðarinnar.
Í auglýsingu Vegagerðarinnar
eru helstu magntölur: Stálþil
utan á ferjubryggju: reka niður
8 stálþilsplötur ásamt frágangi
á stiga og þybbum. Skjólvegg-
ur: reka niður 61 stálþilsplötu.
Verkinu skal lokið eigi síðar
en 31. júlí 2017. Að sögn Sig-
urðar Áss eru fyrirhugaðar
framkvæmdir innan hafnar í
samræmi við niðurstöður líkan-
tilrauna til að draga úr hreyf-
ingu þar. Framkvæmdir ráðast
af fjárveitingum.
Skjólveggur
austan hafnar
AUGLÝSA ÚTBOÐ
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Það var mikið um dýrðir í Einars-
stofu í Safnahúsinu fyrir viku þegar
Ágúst Einarsson afhenti um 1.500
bækur til Bókasafns Vestmanna-
eyja. Er þar að finna nokkrar af
merkustu bókum íslenskrar ritlistar,
allar Biblíur sem gefnar hafa verið
út á Íslandi frá Guðbrandsbiblíu
1584 að telja, Crymogea Arngríms
lærða frá 1610, Íslendingabók Ara
fróða 1688 og margt fleira. Þar með
er Bókasafn Vestmannaeyja komið í
hóp merkustu fágætisbókasafna á
landinu. Ágúst gefur safnið til minn-
ingar um föður sinn, Einar Sigurðs-
son útgerðarmann og hans miklu
bókasöfnun.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
fagnaði því á fundi sínum fyrir
skömmu að loks skyldi búið að skrifa
undir samning um smíði nýrrar
Vestmannaeyjaferju enda væri nú-
verandi skip orðið það elsta sem
þjónað hefði í föstum siglingum milli
lands og Eyja.
Í vetur hefur Grunnskóli Vest-
mannaeyja tekið upp reglulega
skákkennslu á nýjan leik og tekur
skólinn þátt í verkefninu Skák eflir
skóla. Allir nemendur fjórða bekkjar
GRV fá skákkennslu í hverri viku
hjá Sæfinnu Ásbjörnsdóttur kenn-
ara.
Um miðjan janúar var haldinn
fundur viðbragðsaðila með sérfræð-
ingum frá Veðurstofu Íslands og
Háskóla Íslands um eldgosahættu í
Vestmannaeyjum og áhrif vegna
Kötlugoss. Á fundinum, sem haldinn
var að frumkvæði Páleyjar Borg-
þórsdóttur, kom fram að flóðbylgja
gæti skollið á Vestmannaeyjum og
haft töluverð áhrif þegar Katla gysi.
Líka að fjölga þurfti jarðskjálfta-
mælum í Eyjum en hér er aðeins
einn mælir. Þrátt fyrir fjölda mæla á
Suðurlandi hefur komið í ljós að ekki
er hægt staðsetja jarðskjálfta sem
hér verða af fullri nákvæmni.
Heildarafli íslenskra skipa á
loðnu í alls 196.075 tonn á vertíðinni.
Heildarhluti Eyjaflotans í kvótanum
er um 50.000 tonn, þannig að ljóst er
að mikið er í húfi. Hlutur Ísfélagsins
í loðnukvótanum er 21,5% eða um
38.000 tonn, Vinnslustöðin hefur yfir
að ráða 11% sem losa 20.000 tonn og
uppsjávarskipið Huginn VE er með
um 1,5% eða tæp 3.000 tonn.
Morgunblaðið/Óskar Pétur
Gefendur Fjölskylda Ágústar var viðstödd. Frá vinstri: Ágúst Beinteinn Árnason, Svava Þóra Árnadóttir, Auður
Einarsdóttir, Svava Einarsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Kolbrún S. Ingólfsdóttir, Kristrún Ágústsdóttir, Ágúst Ein-
arsson, Elísabet Una Ágústsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, María Guðrún Ágústsdóttir og Elín Einarsdóttir.
Bókasafn Vestmannaeyja í röð
merkustu fágætisbókasafna