Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek í 60 ár
TOPPUR ehf
Bifreiðaverkstæði
TOPPUR er viðurkennt
þjónustuverkstæði fyrir
Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is
STUTT
● Félag Tómasar Kristjánssonar,
stjórnarmanns í Sjóvá, Sigla ehf., seldi
alla hluti sína í tryggingafélaginu í gær
fyrir ríflega 470 milljónir króna. Félagið
var 17. stærsti hluthafinn í Sjóvá. Sama
dag keypti félagið Gani, sem Tómas á
einnig, hluti í Sjóvá fyrir 276 milljónir
króna. Viðskiptin áttu sér stað á sama
gengi, 17,8 á hvern hlut að nafnverði.
Kaupir og selur í Sjóvá á
einum og sama deginum
Hagnaður Skeljungs í fyrra nam
1.262 milljónum. Þetta kemur fram
í tilkynningu félagsins til Kauphall-
ar. Segir jafnframt í tilkynningunni
að árið 2016 hafi verið besta rekstr-
arár í sögu félagsins. Hagnaður árs-
ins 2015 var 1.582 milljónir og nem-
ur hagnaðaraukningin á síðasta ári
því 6%.
Framlegð Skeljungs jókst um
7,1% frá fyrra ári og nam samtals
tæpum 7,3 milljörðum.
EBITDA var í fyrra tæplega 2,8
milljarðar og er það 3,3% aukning
frá árinu 2015. EBITDA-hlutfall fé-
lagsins í fyrra var 37,9% sem er
heldur minna en árið 2015, en þá
var hlutfallið 39,3%.
Arðsemi eigin fjár í fyrra var
16,9%, samanborið við 13,8% árið
2015.
Eigið fé félagsins var við árslok
7,1 milljarður og eiginfjárhlutfall
38,9%.
Segir jafnframt í tilkynningunni
að félagið hafi aukið markaðshlut-
deild sína á síðasta ári í þremur af
fjórum eldsneytistegundum.
Þá gerir félagið ráð fyrir hag-
felldum skilyrðum á mörkuðum fé-
lagsins og reiknar með að EBITDA
ársins verði á bilinu 2.400 til 2.700
milljónir og fjárfestingar félagsins á
árinu verði á bilinu 750 til 850 millj-
ónir.
„Stóraukin sala til erlendra aðila,
aukin markaðshlutdeild og umsvif
voru einkennandi fyrir árið. Við lít-
um björtum augum fram á veginn
bæði hér heima og í Færeyjum og
byggjum á sterkum grunnrekstri
sem við höfum þó tækifæri til að
bæta enn frekar,“ er haft eftir Val-
geiri M. Baldurssyni, forstjóra
Skeljungs, í tilkynningunni.
jonth@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Sala Valgeir bendir á að sala til
erlendra aðila hafi stóraukist.
Skeljungur eykur fram-
legð og hagnaðurinn vex
Gerir ráð fyrir hagfelldum horfum á markaði félagsins
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hagstofa Íslands greinir frá því í
nýrri og endurskoðaðri þjóðhagsspá
sinni að landsframleiðsla á Íslandi
hafi aukist um 5,9% á árinu 2016. Er
það umtalsvert meiri vöxtur en
stofnunin gerði ráð fyrir í spá sinni í
nóvember síðastliðnum. Þá var gert
ráð fyrir að landsframleiðslan myndi
aukast um 4,8% yfir árið. Tölurnar
sem útreikningar Hagstofunnar
byggjast á ná til þriðja ársfjórðungs
2016.
„Mikil umsvif eru í íslenskum
þjóðarbúskap um þessar mundir en
neysla, fjárfesting og utanríkisversl-
un hafa verið í örum vexti undanfar-
in misseri,“ segir meðal annars í
samantekt yfir hina endurskoðuðu
spá.
Fjárfesting í hagkerfinu er talin
hafa vaxið um 22,7%, einni prósentu
meira en gert var ráð fyrir í nóv-
ember. Hins vegar er nú talið að
einkaneysla hafi aukist um slétt 7%
eða 0,1 prósentustigi minna en talið
var undir lok síðasta árs. Þá er talið
að útflutningur hafi aukist um 9,5%
frá árinu 2015 en fyrri spá gerði hins
vegar ráð fyrir að vöxturinn á því
sviði hefði numið 7,5%. Á hann fyrst
og fremst rætur að rekja til mikilla
aukinna umsvifa í þjónustuútflutn-
ingi.
Nú gerir Hagstofan ráð fyrir því
að hagvöxtur á yfirstandandi ári
verði 4,3% en í nóvember hljóðaði
spáin upp á 4,4%. Á árunum 2018 til
2022 telur stofnunin að landsfram-
leiðslan muni vaxa á bilinu 2,5-3% á
ári hverju. „Í þjóðhagsspá er reiknað
með að hagvöxtur í viðskiptaríkjum
Íslands verði að jafnaði um 1,8% í ár
og um 1,9% árið 2018 og á svipuðu
reiki út spátímann,“ segir í tilkynn-
ingu frá stofnuninni. Er þar auk þess
bent á að Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn hafi uppfært spá sína í janúar og
það sé spáð svipuðum hagvexti í
heiminum og áður. Þó telur sjóður-
inn að hagvöxtur í þróuðum ríkjum
verði helst til meiri en áður var spáð
en spáin hefur hins vegar verið
lækkuð nokkuð fyrir nokkur ný-
markaðsríki. Þá bendir Hagstofan á
að bráðabirgðatölur fyrir árið 2016
gefi til kynna að hagvöxtur í Bret-
landi og á Evrusvæðinu hafi reynst
umfram væntingar.
Minni vöxtur útflutnings
Stofnunin gerir ráð fyrir því að út-
flutningur muni á þessu ári aukast
um 5,4%, samanborið við 9,5% í
fyrra. Verður hann sem fyrr drifinn
áfram af auknum umsvifum í ferða-
þjónustu. Á móti mun vega sam-
dráttur í útflutningi sjávarafurða.
Gefur stofnunin sem skýringu að
minni loðnukvóti hafi nú verið gefinn
út en þar virðist ekki tillit tekið til
nýrrar ákvörðunar sjávarútvegsráð-
herra um úthlutun heildarafla ís-
lenskra skipa upp á tæp 200 þúsund
tonn, sem er nærri tvöfalt meira en í
fyrra. Ekki er þó útséð hvort sá afli
verði dreginn á land en það mun ráð-
ast af því hvort lausn fæst í vinnu-
deilu útgerðar og sjómanna.
Árin 2018-2019 gerir Hagstofan
ráð fyrir rúmlega 4% vexti útflutn-
ings.
Kraftur í innflutningi
Í ár er gert ráð fyrir því að inn-
flutningur muni vaxa um 9,9%. Þá er
gert ráð fyrir að innflutningur skipa
og flugvéla verði meiri á árinu en
gert var ráð fyrir í spá stofnunar-
innar í nóvember. Þá er gert ráð fyr-
ir að afgangur vöru og þjónustu
verði 4,1% af vergri landsframleiðslu
og er það meiri afgangur en gert var
ráð fyrir í fyrrnefndri haustspá. Má
breytinguna helst rekja til batnandi
viðskiptakjara og meiri útflutnings.
Þá er gert ráð fyrir að afgangurinn
verði tæplega 4-5% af vergri lands-
framleiðslu á spátímanum til 2022 og
að viðskiptajöfnuður muni verða já-
kvæður um 2,7-3,6% af vergri lands-
framleiðslu.
Hagvöxtur reyndist 5,9%
Vöxturinn reyndist mun meiri en Hagstofan gerði ráð fyrir í nóvember síðastliðnum
Hagvöxtur og hagvaxtarspá
Heimild: Hagstofa Íslands
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
4,1%
5,9%
4,3%
3% 2,8% 2,7% 2,6% 2,6%
18. febrúar 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 110.39 110.91 110.65
Sterlingspund 138.19 138.87 138.53
Kanadadalur 84.56 85.06 84.81
Dönsk króna 15.775 15.867 15.821
Norsk króna 13.252 13.33 13.291
Sænsk króna 12.39 12.462 12.426
Svissn. franki 110.17 110.79 110.48
Japanskt jen 0.9712 0.9768 0.974
SDR 149.4 150.3 149.85
Evra 117.29 117.95 117.62
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.7099
Hrávöruverð
Gull 1241.4 ($/únsa)
Ál 1877.0 ($/tonn) LME
Hráolía 55.74 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Síminn hagnaðist um rúmlega 2.755
milljónir á síðasta ári. Til saman-
burðar var hagnaður félagsins 2.875
milljónir á árinu 2015. Þetta kemur
fram í tilkynningu Símans til Kaup-
hallar.
EBITDA félagsins á síðasta ári
nam 8.245 milljónum og óx frá árinu
áður, en þá var það 8.042 milljónir.
EBITDA-hlutfallið var 27,9% sem
er nokkru hærra en árið 2015, en þá
var það 26,4%.
Rekstrartekjur námu tæpum 30
milljörðum og eru þær litlu minni en
á árinu 2015.
Rekstrargöld drógust saman um
milljarð frá fyrra ári og námu 21,3
milljörðum.
Heildareignir Símans voru í árs-
lok tæpir 64 milljarðar en voru rúmir
62 milljarðar við árslok 2015. Eigin-
fjárhlutfall félagsins var 53,5% í lok
ársins og hafði vaxið úr 52,8%.
„Við hjá Símanum horfum stolt á
afrakstur síðasta árs. Míla náði tak-
marki sínu um að veita 30 þúsund
heimilum færi á ljósleiðaratengingu
fyrir árslok. Sensa átti veltumesta ár
sitt frá upphafi. Síminn hélt vel stöðu
sinni á einstaklings- og fyrirtækja-
markaði ásamt því að heildsölustarf-
semi gekk vel. Þrýstingur var hins
vegar á einingaverð. Rekstrarkostn-
aður samstæðunnar hefur nú á einu
ári verið lækkaður um ríflega 800
milljónir króna á ársgrundvelli,“
segir Orri Hauksson, forstjóri Sím-
ans, í tilkynningunni.
jonth@mbl.is
Gott rekstrarár hjá Símanum
Rekstrartekjur dragast lítillega saman en EBITDA vex
Uppgjör Orri segir þrýsting hafa ver-
ið á einingaverð á markaði í fyrra.