Morgunblaðið - 18.02.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 18.02.2017, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Verðmætisjávar-fangs helg- ast ekki bara af því hvað mikið má veiða úr sjó heldur einnig af því hvernig aflinn er nýttur. Í þeim efn- um hafa orðið miklar framfarir á undanförnum árum. Sigurjón Ólafsson, yfir- verkfræðingur Matís og pró- fessor við matvæla- og nær- ingarfræðideild Háskóla Íslands, hefur í bráðum fjóra áratugi unnið að rannsóknum til að stuðla að framförum í sjávarútvegi og betri nýtingu afla. Í viðtali við Sunnudags- blaðið nú um helgina segir Sig- urjón að áætla megi að bætt afkoma vegna fiskrannsókna Matís og HÍ skili árlega 50 til 100 milljónum króna í þjóðar- búið. Sigurjón hefur komið víða við. Hann greinir í viðtalinu frá þróun á nýjum fiskiköss- um, sem á sínum tíma hafi ver- ið of litlir; nýtingu jarðhita við þurrkun sjávarfangs og bættri nýtingu aukahráefna. Það orð notar Sigurjón í stað orðsins úrgangur, sem hann tekur sér ekki í munn. „Nýting aflans hefur snar- batnað á umliðnum áratug- um,“ segir Sigurjón í viðtalinu. „Verðmætar afurðir hafa orðið til úr fiskinnyflum, lifur, hrognum, svilum og sundmaga sem hentuðu í marga af- urðaflokka. Fiskhausar og hryggir eru nú þurrkaðir, salt- aðir og frystir og roð sútað eða notað í snakk. Til að gera langa sögu stutta er verðmæti af- urða úr aukahrá- efni drjúgur hluti af gjaldeyris- tekjum okkar í dag og höfum við vakið athygli víða er- lendis fyrir góðan árangur á þessu sviði. Það eitt og sér að losna við orðið „úr- gangur“ úr tungumálinu hefur skilað heilmiklu.“ Sigurjón lýsir því hvernig rannsóknir á geymsluþoli frystra makrílafurða við mis- munandi aðstæður hafi gert kleift að auka verðmæti mak- ríls þannig að nota mætti til manneldis frá upphafi veið- anna þegar stærstan hluta aflans var aðeins hægt að nota í fiskimjöls- og lýsisfram- leiðslu. Ljóst er að þar varð gríðarleg verðmætaaukning fyrir tilstilli vísindanna. Langt er síðan viðhorfs- breyting varð í sjávarútvegi og menn áttuðu sig á hvað inn- legg vísindanna gæti skapað mikil verðmæti. Þessi skiln- ingur þarf einnig að vera fyrir hendi í stjórnkerfinu. Sigurjón segir að svo hafi verið og nefn- ir sérstaklega sjávarútvegs- ráðherratíð Árna M. Mathie- sen og Einars K. Guðfinnssonar, en bætir við: „Því miður hefur þessi áhugi stjórnvalda heldur verið að dala, sem er miður þegar Norðmenn og Færeyingar hafa verið að spýta í lófana á þessu sviði.“ Hér má ekki slá slöku við. Í þessum efnum hef- ur gildi rannsókna marg- sannað sig. Áætlað hefur verið að fiskrannsóknir Matís og HÍ skili ár- lega 50 til 100 millj- ónum króna í þjóð- arbúið} Nýting auðlinda Nýting auð-linda er ekki aðeins kappsmál í sjávarútvegi. Björn Már Svein- björnsson, tækni- fræðingur hjá Ís- lenskum orkurannsóknum, telur að auka megi nýtingu hverasvæða með því að bæta raforkuframleiðslu við án þess að skerða möguleika hita- veitna, sem eru fyrir á fleti. Í erindi á málstofu Orku- stofnunar fyrr í vikunni í til- efni af hálfrar aldar afmæli hennar sagði Björn að fram- leiða mætti allt að 45 MW af raforku úr borholum á 29 hverasvæðum sem nú væru eingöngu nýtt að hluta til og aðeins til að hita hús. Hugmyndir Björns voru raktar í frétt í Morgunblaðinu í gær og kom þar fram að með því að framleiða raforku í smávarmavirkj- unum af þessu tagi mætti að hluta leysa úr orkuskorti, sem Orkustofnun sér fyrir að gæti orðið á kom- andi árum. Taldi hann jafn- framt að nýta mæti þessa orku án þess að setja raf- magnið á flutningsnet Lands- nets, sem er undir miklu álagi fyrir. Hugmyndir sem þessar er vert að skoða gaumgæfleiga og rétt að hafa í huga um leið mat Björns að á mörgum þess- ara staða sé orkuvinnslugeta ekki fullnýtt og gufa eða vatn fari til spillis. Á háhitasvæðum sem notuð eru til húshitunar má víða nota vannýtta orku til að búa til raf- magn} Nýting orku E nn og aftur bankar áfengis- frumvarpið á dyrnar. Það er eins og óvelkominn gestur; dúkkar upp á tröppunum þegar allir eru önnum kafnir og eng- inn má vera að því að setjast niður og spjalla yfir kaffibolla. Í áranna rás hefur það hins vegar slitið barnsskónum og þegar dyrunum er upp lokið blasir ekki lengur við ódæll krógi heldur fullvaxinn Vandræða-Pési með há- skólapróf, bílalán og hlutabréfaportfólíó. Þeir dagar eru liðnir að markmiðið var að koma bjórnum og léttvíninu í hverfisversl- unina. Nú stendur til að loka ríkissjoppunni og setja allt heila klabbið í Hagkaup og Bónus. Bjórinn, léttvínið, brennivínið og Breezerana. Öllu skal því haldið til Haga. Þar ofaná boðar vágesturinn innreið áfengisins á auglýsinga- markað; það er ekki lengur nóg að gera fólki kleift að kaupa djúsið í hverri einustu verslunarferð, heldur á það að hafa sopann fyrir augum í hvert sinn sem það fer á netið, kveikir á sjónvarpinu eða flettir blöðunum. Ég er fyrir löngu hætt að skilja hvað þeim gengur til sem keppast við að koma búsinu í búðirnar. „Frelsi,“ segja þeir. „Það fór ekkert allt til andskotans þegar bjór- inn var leyfður,“ bæta þeir við þegar þeim er bent á að velferðarkerfið eins og það leggur sig hefur ítrekað var- að við mögulegum afleiðingum. Hvaða tilgangi þjónar það að kalla eftir umsögnum um lagafrumvörp þegar enginn er að hlusta? Þegar menn láta rök- semdafærslur sérfræðinga eins og vind um eyru þjóta? Vitrænasta innleggið í umræðuna kom frá Birgittu Jónsdóttur Pírata, sem lagði til að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það er auðvitað eina vitið. Ef við ætlum að gefa þjóðinni kost á því á annað borð að skera úr um mikilvæg mál þá á að leyfa henni að kjósa um áfengisfrumvarpið. Það verður ekki aftur snúið þegar þetta spor hefur verið stig- ið, til gæfu eða ógæfu. Frumvarpið er bók- staflega til þess gert að auka áfengissölu og einkaaðilar munu ekki skila gullkálfinum þegar þeir hafa fengið hann afhentan. Mergur málsins er sá að fylgismenn frum- varpsins hafa ekki komið með ein einustu haldbæru rök fyrir því að gefa áfengissölu frjálsa. Þá er þetta ekki eitthvað sem brennur á þjóðinni. Áfengisfrumvarpið var ekki kosningamál. Skoðanakann- anir benda raunar til þess að ef þjóðin fengi að kjósa myndi hún velja óbreytt fyrirkomulag. Það vill þannig til að það kann að vera meirihluti fyrir málinu á þingi en það gengi gegn öllum fyrirheitum þáverandi frambjóðenda og núverandi þingmanna um breytt vinnubrögð og um að vinna að því að endurreisa virðingu Alþingis að knýja það í gegn eins og sakir standa. En við eigum svo sem mýmörg dæmi um að pólitíkusar gangi á bak orða sinna og fari gegn vilja þjóðarinnar. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Brennivínssull og -bull STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tveir af hverjum tíu, sem hafalokið námi í hjúkrunar-fræði, eru í öðrum störfum.43% hjúkrunarfræðinga eru eldri en 50 ára og um 13% þeirra eiga rétt á töku lífeyris næstu árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fé- lag íslenskra hjúkrunarfræðinga lét vinna þar sem vinnumarkaður hjúkr- unarfræðinga var kannaður. Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Landspít- ala, segir ástæður þessa margþættar. Ein þeirra sé það vinnuskipulag sem þróast hafi á Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum í kjölfar margra ára fjársveltis í heilbrigðis- kerfinu. „Við höfum þurft að for- gangsraða þannig að hjúkrunarfræð- ingar geta lítið annað gert en að sinna sjúklingum. Þannig á auðvitað að for- gangsraða í krísu, en þetta leiðir til þess að hjúkrunarfræðingar eru nán- ast 100% við rúm sjúklinga. Því fylgir mikið álag, það er unnið á öllum tím- um sólarhrings og fáir endast í 100% starfi af því tagi lengi. Önnur mikil- væg verkefni líða fyrir þetta og þessu verður að breyta með annarri skil- greiningu á samsetningu fulls starfs. Ef við gætum gert það held ég að við fengjum eitthvað af þessum 1.000 hjúkrunarfræðingum, sem eru núna í öðrum störfum, til baka,“ segir Sig- ríður. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir fátt hafa komið á óvart í skýrsl- unni. „Við erum að tala um 75 ára gamalt vandamál,“ segir hún og vísar til þess að árið 1942 var skortur á hjúkrunarfræðingum fyrst kannaður og niðurstaðan var að þeir þyrftu að vera um 10% fleiri. „Það hafa aldrei verið til peningar til að leiðrétta launamun hjúkrunarfræðinga og annarra stétta. Núna erum við komin í þessa stöðu, stéttin er að eldast og inn í hana er komið ungt fólk sem er ekki tilbúið til að fórna sér fyrir ís- lenska heilbrigðiskerfið.“ Samkvæmt skýrslunni er meðal- starfshlutfall hjúkrunarfræðinga 71%. Spurð um skýringar á því nefnir Guðbjörg að starfið sé oftast vakta- vinna og mikið álag fylgi því að vera í 100% starfi á þrískiptum vöktum. Guðbjörg segist hafa heyrt að dregið hafi úr ferðum íslenskra hjúkrunarfræðinga til Noregs. „En ég hef heyrt að margir séu einnig farnir að fara til Svíþjóðar. Þar eru laun hjúkrunarfræðinga talsvert hærri og vinnuvikan er styttri. En því má ekki gleyma að hjúkrunarfræð- ingar vinna talsverða yfirvinnu hér heima til að ná sér í hærri laun.“ 523 hjúkrunarfræðinga vantar Í skýrslunni kemur m.a. fram að síðasta haust hafi 5.118 hjúkrunar- fræðingar verið með starfsleyfi hér á landi. Af þeim starfa um 1.000 við annað en hjúkrun. Á hverju ári hefja um 150 nemendur nám í hjúkrunar- fræði, um 120 útskrifast fjórum árum síðar og um 100 af þeim fara til starfa við hjúkrun. Það dugar ekki til, því samkvæmt skýrslunni vantar nú 523 hjúkrunarfræðinga til starfa og eru leiddar líkur að því að sú þörf eigi eft- ir að aukast vegna aukins álags á heil- brigðiskerfið sem tengist m.a. breyttri aldurssamsetningu þjóðar- innar. - Væri lausnin að fjölga náms- plássum? „Það myndi a.m.k. leysa hluta vandans,“ segir Helga Jónsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. „En til þess að það megi verða þarf meira fjármagn til að geta kennt klín- ískan hluta námsins. Það hefur aldrei verið gert ráð fyrir því að ráða þurfi fólk til að leiðbeina nemum inni á stofnunum og það er stór ástæða fyr- ir því að ekki hefur verið hægt að taka inn fleiri nema.“ Helga segir talsverðan aðstöðumun á námi í hjúkrunarfræði og læknisfræði, þó síðarnefnda greinin sé síður en svo ofsæl af sínum fjárveitingum. „Hjúkrunarnámið hefur verið út- undan síðan það kom á háskólastig og við erum núna að sjá afleiðingar þess,“ segir Helga. Snýst fyrst og fremst um launin Í skýrslunni segir að algengustu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings séu 359.000 krónur og meðaldagvinnu- laun þeirra séu 526.000 kr. Launa- munur á hjúkrunarfræðingum og öðrum stéttum með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi hjá hinu opinbera er um 20%. - Myndu nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar fremur fara í starfið ef launin væru hærri? „Já, það held ég. Þetta snýst fyrst og fremst um laun- in. Við erum ungt fólk á uppleið og viljum geta framfleytt okkur eftir fjögurra ára háskólanám,“ segir Elín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðinemi á 4. ári í Háskóla Íslands. Sjálf hyggst Elín ráða sig til starfa á öldrunar- heimili í vor að útskrift lokinni, en þar eru launin hærri en á Landspítal- anum. „Við, sem erum í náminu, vit- um að það er mikið álag á spítölunum og nýliðunin er ekki nógu mikil. Ef það lagast ekki verður álagið á þeim sem verða áfram í starfinu enn meira.“ Ný skýrsla um 75 ára gamalt vandamál Morgunblaðið/Eggert Hjúkrunarfræðingar Um 20% þeirra sem hafa lokið hjúkrunarfræðinámi starfa við annað, stéttin er að eldast og nýliðun er ekki nægileg. Sigríður Gunnarsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Helga Jónsdóttir Elín Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.