Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 30

Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 13. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 17. mars Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Flestir kunna skil á orðinumenning þótt erfitt sé aðskilgreina það til hlítar.Orðabókin gefur raunar upp ýmsar skýringar, svo sem þroska mannlegra eiginleika, verk- lega kunnáttu og andlegt líf. Ég hygg að flestir hallist að síðustu skil- greiningunni og setji orðið menningu í samband við bókmenntir og listir. Til marks um það er sérstakur dag- skrárliður í Ríkissjónvarpinu sem heitir einfaldlega Menningin og þar er yfirleitt fjallað um hvers kyns andlegar afurðir sem bornar eru fram hverju sinni. Það samsvarar á margan hátt danska orðinu kultur og ber keim af einhvers konar fágun. En hvaðan kemur orðið menning? Elsta dæmið sem ég fann er úr Gunnlaugssögu Ormstungu þar sem Skafti lögsögumaður hefur þau orð um Hrafn Önundarson að hann hafi til að bera góða menningu auk ann- arra kosta. Þá er til annað dæmi frá 13. öld úr lögbókinni Járnsíðu og í báðum tilvikum virðist orðið merkja eins konar manndóm, mannkosti eða hugsanlega menntun. Öll þessi orð eru rótskyld og auðskilin, dregin af sögninni að manna eftir því sem Orðsifjabókin hermir. Eftir því sem ég kemst næst er það ekki fyrr en á 19. öld sem það fær svipaða merkingu og nú. Í ævisögu Steins Steinars skálds segir frá því þegar hann á æskuárum heyrði þetta orð haft eftir land- pósti sem kom í Dalina eftir að hafa farið um fjöll og heiðar. Drengnum þótt orðið merkilegt og spurði Kristínu fóstru sína hvað það merkti: Fóstr- an var skjót til svars og sagði: „Það er rímorð, það er rímorð, drengur minn, sem þeir nota fyrir sunnan til að ríma á móti þrenningunni.“ Sam- kvæmt því hefur menningin tæpast verið á hvers manns vörum fyrir rúmri öld. Gísli Sigurðsson vinur minn, sem lengi var ritstjóri Lesbókar Morgun- blaðsins, viðhafði stundum orðið menningarstunur. Það orð hefur hvergi ratað í annála enda þótt orðið menning hafi ungað út rúmlega 40 af- kvæmum samkvæmt ritsmálskrá Stofnunar Árna Magnússonar, svo sem menningararfleifð og menningarsnauður. Þarna var Gísli að gera ofboðlítið grín að skáldum og hugsuðum sem virtust hafa slegið eign sinni á menn- inguna og voru svo háfleygir að þá skorti orð þegar hana bar á góma og stundu einfaldlega undan fargi hennar. Norsk kona sem ég rabbaði við fyrir nokkrum árum sagði að heitu pott- arnir í sundlaugunum okkar væru einkennandi fyrir íslenska menningu. Hún notaði að vísu orðið kúltúr. Mér hnykkti svolítið við og fannst kannski ekkert sérlega menningarlegt við þessi fyrirbæri en við nánari íhugun fannst mér dæmið ganga upp. Í raun og veru er menning það sem menn aðhafast til að auðga tilveruna, hvort sem það er listsköpun, hannyrðir eða notaleg nærvera í heitum pottum. Fæst af því er tæpast svo merkilegt að það framkalli menningarstunur. Menning og menningarstunur Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Menning Samfélagsmálin eru kruf- in í heita pottinum. ÍBíó Paradís við Hverfisgötu hafa staðið þýzkirkvikmyndadagar að undanförnu þar sem m.a.hefur verið sýnd tiltölulega ný kvikmynd, semnefnist Der Staat gegen Fritz Bauer eða Ríkið gegn Fritz Bauer. Sá var saksóknari í Frankfurt á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, var af gyð- ingaættum og átti lykilþátt í handtöku Adolfs Eich- mann í Argentínu, sem síðar var leiddur fyrir rétt í Ísr- ael. Þáttur hans í því máli kom ekki fram opinberlega fyrr en áratug eftir andlát hans. Meginþema í bakgrunni myndarinnar er viðleitni gamla Þýzkalands (þ.e. Þriðja ríkisins) til að vernda „sína“ menn með öllum tiltækum ráðum, þ.e. að koma í veg fyrir að gamlir nazistar yrðu dregnir fyrir rétt. „Gamla“ Þýzkaland birtist í því tilviki í mynd embættis- manna hér og þar í stjórnkerfi Vestur-Þýzkalands, sem hafa bersýnilega myndað með sér ósýnilegt hags- munanet til að halda hlífiskildi yfir gömlum félögum. Það er ekkert nýtt hjá þjóðum, sem gengið hafa í gegnum miklar hremmingar, en náð fótfestu með nýj- um siðum, að fortíðin sæki þær heim. Það var á sjöunda áratug síðustu aldar í kjölfar þess að John F. Kennedy, var myrtur á for- setastól að loks tókst að ná afgerandi sam- stöðu á Bandaríkjaþingi um að tryggja blökkumönnum almenn mannréttindi, alla vega í skráð- um lögum. Enn þann dag í dag gægjast fordómar í garð fólks, sem hefur annan litarhátt en hvítan, þó alltaf fram við og við m.a. í endurteknum drápum hvítra lög- reglumanna á svörtu fólki. Sú reynsla Bandaríkjamanna og þær sálarkvalir sem Þjóðverjar hafa gengið í gegnum í áratugi vegna þeirra atburða sem gerðust í Þýzkalandi fyrir miðbik síðustu aldar eru vísbendingar um að hremmingar þjóða hverfa ekki úr minni þeirra nánast umsvifalaust. Þetta er íhugunarefni fyrir okkur Íslendinga nú þeg- ar augljóst er að við höfum sem þjóð náð okkur fjár- hagslega á strik eftir hrunið. Og við og við má sjá hér og þar í opinberum umræðum að einhverjum þykir nóg komið af hruntali og ástæða til að horfa frekar til fram- tíðar en fortíðar. En málið er ekki svona einfalt eins og dæmin sanna frá Þýzkalandi og Bandaríkjunum og reyndar líka frá Suður-Afríku og í samskiptum þjóða á Bretlandseyjum. Að ekki sé talað um samskipti gamalla nýlenduvelda og þjóða og þjóðflokka, sem þau ráðskuðust með í öðrum heimshlutum og rændu þær eigum sínum. Þjóðverjar eru núna að semja um skaðabætur til þjóðflokks í Afr- íku, sem þeim tókst hér um bil að þurrka út, þegar þeir ætluðu að verða nýlenduveldi eins og hinir í Evrópu. Hrunið hér snerist ekki bara um peninga. Það snerist líka um það að þeir afkomendur fiskimanna og bænda, sem hér búa, töldu sig svikna af þeim sem höfðu tekið að sér að veita þeim forystu. Sú upplifun hins almenna borgara hverfur ekki, þótt fjárhagur þjóðarbús, fyr- irtækja og fjölskyldna fari batnandi. Þessi tilfinning hefur m.a. birtzt í því umróti, sem verið hefur á vett- vangi stjórnmálanna og því tapaða trausti, sem gamlir stjórnmálaflokkar og nýir hafa orðið að sætta sig við. Á síðasta einum og hálfum áratug fyrir hrun varð efna- munur í okkar litla samfélagi stöðugt meiri og aug- ljóslega orðinn mjög erfiður fyrir svo fámennt samfélag. Kannski töldu einhverjir að hrunið hefði eytt þeim efna- mun, sem m.a. hefur komið fram í því að lífeyrissjóðir eru nú helztu eigendur að mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. Ýmislegt bendir til að sú hafi ekki orðið raunin. Þar kemur margt til. EES-samningurinn þýddi að fólk gat flutt fjármuni sína úr landi með fullkomlega löglegum hætti. Tvísköttunarsamningar, sem gerðir voru við Lúx- emborg og Holland stuðluðu og að því vegna þess að þeir opnuðu mögu- leika á að komast hjá skattgreiðslum að verulegu leyti. Breytingar á skattalögum á Alþingi, sem höfðu það yfirlýsta markmið að stuðla að því að miklir fjár- munir rötuðu í fjárfestingar höfðu þveröfug áhrif. Þeir leituðu í skúffufyrirtæki í útlöndum sem gekk undir nafn- inu endurfjárfesting, sem þýddi frestun á skattlagningu söluhagnaðar. Allt var þetta mannanna verk. Nú er mesta hrina dómsmála í kjölfar hrunsins gengin yfir og margir hafa tekið út sína refsingu. En getur verið að eftirleikurinn sé eftir? Að nú fari fjármagnið að koma til baka, sem var flutt úr landi fyrir hrun, með hinum hagstæðu kjörum sem Seðla- bankinn býður í þeim efnum og verði nú notað til að „kaupa Ísland upp“ á ný? Nú er talað um að eftirsóknarverðar eignir verði til sölu á ný, svo sem bankar. Aftur er farið að hvetja op- inbera aðila til að selja fasteignir og taka þær síðan á leigu, eins og var í tízku hjá sveitarfélögum fyrir hrun og reyndist illa. Sumir tala fyrir því að orkufyrirtæki á borð við Landsvirkjun verði einkavædd. Er þetta allt sjálfsagt í ljósi fenginnar reynslu? Það hafa engar lagabreytingar verið gerðar sem máli skipta á rekstrarumhverfi fyrirtækja, hvorki banka né annarra fyrirtækja frá því sem var fyrir hrun. Og hverjir verða kaupendur? Er ekki ljóst að það verða þeir, sem koma með fjármuni sína til baka til Ís- lands? Og nú eru þeir orðnir „gamla“ Ísland“. Dettur einhverjum í hug að þjóðin taki þessu þegjandi eftir það sem á undan er gengið? Það er eitt af stærstu verkefnum nýkjörins Alþingis – ef ekki það stærsta – að ljúka hreinsunarstarfinu eftir hrun á þann veg, að fólk geti búið hér í sátt og samlyndi á næstu árum og áratugum. Er „gamla“ Ísland að skjóta upp kollinum á ný? Er brottflutt fjármagn á heimleið? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Erlendis halda prófessorarnirÞorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson því fram að víðtæk stjórn- málaspilling hafi átt þátt í banka- hruninu 2008. Hver eru gögnin? Þor- valdur vitnar ekki í nein gögn, en staðhæfir í nettímaritinu Vox 2009, að hvergi í Norður-Evrópu mótist mannlíf eins af klíkuskap og stjórn- málasjónarmiðum og á Íslandi. Í bók um norrænan kapítalisma 2011 vitn- ar Stefán í rannsókn eftir prófessor Gunnar Helga Kristinsson frá 2006 um, að rösklega 40% stöðuveitinga í há embætti árin 2001-2005 hafi verið stjórnmálalegs eðlis, en ekki ráðist af skrifræðisreglum (goggunarröð) eða hæfnissjónarmiðum. Stefán mistúlkar að vísu rannsóknina. Gunnar Helgi hafði rætt við 17 sérfræðinga, sem hann valdi sjálfur, um 111 stöðuveitingar árin 2001-2005 og flokkað þær með aðstoð sérfræðinganna. 68% stöðu- veitinga voru taldar ráðast af hæfnis- sjónarmiðum, 57% af skrifræðis- reglum og 44% af stjórnmála- sjónarmiðum (en auðvitað gátu stöðuveitingar ráðist af fleiri sjónar- miðum en einu; hæfasti umsækjand- inn gat verið í sama flokki og ráð- herra). Samkvæmt rannsókninni mátti aðeins skýra 16% stöðuveitinga með stjórnmálasjónarmiðum einum. Þótt Stefán mistúlkaði niðurstöð- urnar, má líka gagnrýna rannsókn- ina með ýmsum rökum. Gunnar Helgi er stækur andstæðingur Sjálf- stæðisflokksins og telur þar „skrímsladeild“ öfluga, eins og hann orðaði það í sjónvarpsviðtali 19. ágúst 2009. Hvernig valdi hann sér- fræðingana 17? Af hverju valdi hann tímabilið 2001-2005, þegar Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur voru við völd, en ekki önnur tímabil, þegar fleiri flokkar voru í stjórn? Hverjar voru þær stöðuveitingar, sem taldar voru eingöngu ráðast af stjórnmálasjónarmiðum? Gunnar Helgi hefur ekki svarað fyrirspurn minni um síðasta atriðið. Árið 2008 var hins vegar gerð evr- ópsk samanburðarrannsókn á stöðu- veitingum í krafti stjórnmála (party patronage), og birtust niðurstöð- urnar í bók 2012. Þar komast um- sjónarmennirnir, Kopecký og Mair, að þeirri niðurstöðu, að Ísland sé í hópi þeirra fimm ríkja af fimmtán, sem rannsökuð voru, þar sem stjórn- málalegar stöðuveitingar séu hlut- fallslega fæstar, ásamt Bretlandi, Hollandi, Danmörku og Noregi, en flestar séu þær í Ungverjalandi. Þessar niðurstöður ríma vel við niðurstöður í mælingu Transparency International á spillingarvitund í mörgum löndum. Samkvæmt þeim var Ísland annað óspilltasta land heims af 133 löndum árið 2003 og hið óspilltasta af 158 löndum árið 2005. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hver eru gögnin um spillingu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.