Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.02.2017, Blaðsíða 33
undanskyldu sýslunafninu. Allir skrifa þeir undir skýrslurnar með innsigli. Greinileg skrifstofuverk og ekki vottuð. Á árunum 1804-1807 var skráð jarðabók á dönsku af embætt- ismönnum Rentukammers. Verkið hefur sagnfræðilegt heimildagildi, en má teljast léttvægt í eignarrétti. Í Þjóðarbókhlöðu eru varðveittar jarðaskýrslur sýslumanna frá 1844- 1845 og hafa skráningarnafnið ÍB 22 fol. Einnig þær eru skrifstofuverk, undirrituð af sýslumönnum – án inn- siglis, sem ég tel raunar litlu skipta. Jarðatal Johnsens 1847 er upp- skrift á öllum jarðabókum undanfar- andi tveggja alda. Í formála höf- undar kemur fram að verkið vinnur hann frá nýári til vertíðarloka 1847. Á hverri síðu bókarinnar vitnar hann í heimildir. Þær heimildir, sem ég hef hér nefnt og eru tilvísanir í hand- rit eru mun fleiri, en síður bókar- innar. Verkið er uppskrift handrita, geldur fyrir knappan uppskriftar- tíma og er ekki löggerningur. Björns Teitsson magister orðaði það svo ár- ið 1970 í bók sinni Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjar- sýslu 1703-1930: „Rétt er að geta þess hér, að þetta jarðatal var helzt til flausturslega unnið á sinni tíð, og eru margar prentvillur og aðrar vill- ur í bókinni. Því er henni varlega treystandi.“ Bókin er eitt af þremur leyfilegum sönnunargögnum laga nr. 46/1941, – svo traustur er sá grund- völlur. Landkostir rýrnuðu frá setningu tíundar. Um miðja nítjándu öld var réttlætismál að endurmeta skatt- stofninn; jarðeignir landsins. Ráð- gefandi Alþingi var endurreist í Reykjavík 1845 og næstu tuttugu ár- in ræddu þingmenn um fátt meir, en jarðir og skattlagningu þeirra. Kraf- an var nýtt skattmat, óháð því gamla og enginn orðfærði að matið ætti að nýta í eignarrétti, ekki einu sinni Jón Sigurðsson forseti. Þeir voru of handgengnir hinni átta alda óform- legu kauphöll jarðabréfa til að breka um slíkt. Nýtt mat var gert 1849-50 og út- gefin tilskipun konungs um nýjan skattstofn, þ.e. nýr dýrleiki jarða, í nýrri jarðabók, prentuð árið 1861. Vera kann að tilkoma bókarinnar sé með þeim hætti að hún hafi gildi í eignarrétti á við löggerninga? Forn dýrleiki jarða er einnig í bók- inni. Ekki hefur verið rannsakað hvort og þá hvaða áhrif hið nýja skattmat hafði á eignarrétt í landinu til ársins 1941. Lausleg skoðun á þinglýsingabókum sýnir að áfram voru jarðeignir skilgreindar að fornu mati, en sumar að nýju mati. Það mun mörgum kunnugt. Hitt vita færri að hið nýja mat er – og átti að vera, alls ótengt hinu forna mati. Ég hef rannsakað að 87% af torfum landsins eru ekki með sama hlutfall að fornu og nýju mati. Nýja skattmatið var í ósamræmi við 87% þinglýstra eignaskjala, þeg- ar það var lögfest með tilskipun kon- ungs 1. apríl 1861. Það var í lagi. Skattmatinu var ekki ætlað að gilda í eignarrétti. Þau afglöp voru gerð á tuttugustu öld. » Greinin er annars vegar um þúsund ára sögu eignarréttar byggð á þinglýstum lög- gerningum. Hins vegar er rakið hlutverk jarða- bóka fyrir skattheimtu. Höfundur er líffræðingur. UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 Fyrr í mánuðinum var í Morgunblaðinu greint frá ályktun Landssambands veiði- félaga (LV) sem fjallaði með villandi og röngum hætti um málefni Arctic Sea Farm hf. og norsk- an samstarfsaðila fé- lagsins, Norway Royal Salmon (NRS). Vegna margvíslegra rang- færslna LV er nauðsynlegt að gera eftirfarandi athugasemdir. Í ályktun LV er fullyrt að í mats- áætlun Arctic Sea Farm vegna um- sóknar um eldi í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði óski fyrirtækið leyfis til notkunar á norskum laxastofni. Stað- reyndin er sú að hingað til lands hafa ekki verið flutt seiði til laxeldis í meira en 30 ár. Laxeldisfyrirtækin nota eingöngu seiði af SAGA-stofni frá íslenska hrogna- og kynbótafyrir- tækinu Stofnfiski hf. sem notuð hafa verið á Íslandi áratugum saman þótt uppruni seiðanna sé upphaflega norskur. Eldi á ófrjóum laxi á algjöru frumstigi Skilja má á ályktun LV að meg- instarfsemi Norway Royal Salmon (NRS) felist í eldi á ófrjóum laxi í Noregi. Það er alrangt. Vissulega er NRS leiðandi aðili á þessu sviði í Noregi. Hér er þó enn sem kom- ið er aðeins um til- raunaverkefni að ræða sem NRS hefur metnað til að kanna til hlítar, einnig hér á landi í verkefni sem nú er í burðarliðnum á vegum Arctic Sea Farm, NRS og fleiri aðila. NRS fékk úthlutað grænum eldis- leyfum (green license) í Noregi og var fram- leiðsla fyrirtækisins á ófrjóum laxi innan við 1% af heildarframleiðslu fyrirtækisins í fyrra. Í norsku laxeldi nam framleiðslan á síðasta ári af ófrjóum laxi innan við 0,2 prósentum. Að notkun geldstofna ryðji sér nú mjög til rúms í Noregi eins og fullyrt er í ályktun LV virðist því einungis ætlað að afvegaleiða umræðuna. Þekking NRS mikill akkur fyrir íslenskt eldi Það var mikil viðurkenning fyrir Arctic Fish að fá til liðs við sig fyrir- tæki á borð við Norway Royal Sal- mon sem hefur hvað mesta reynslu af laxeldi í Noregi og þá sérstaklega á norðlægum slóðum í sambærilegu umhverfi og á Íslandi. Arctic Fish hefur byggt upp mikilvæga atvinnu- grein á Vestfjörðum og á og rekur sjóeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm, seiðaeldið Arctic Smolt og eldis- vinnslufélagið Arctic Odda. Arctic Sea Farm er handhafi vottunar sam- kvæmt hinum virta umhverfisstaðli eldisafurða ASC (Aquaculture Stew- ardship Council) sem er hliðstæð staðli MSC, þekktasta og virtasta umhverfisstaðli heims á sviði sjávar- afurða. Óumdeild sérfræðiþekking Við lítum svo á að með NRS sem kjölfestueiganda að Arctic Sea Farm verði unnt að standa eins vel að verki og nokkur kostur er fyrir uppbygg- ingu atvinnugreinarinnar í heild hér við land enda er dýrmæt sérfræði- þekking stjórnenda NRS óumdeild á alþjóðavísu. Með aðstoð NRS byggist upp enn frekari þekking á því hvernig best er að byggja upp sjálfbæra at- vinnugrein í sátt við samfélag og um- hverfi. Um rangfærslur Landssambands veiðifélaga Eftir Sigurð Pétursson » LV fjallar síendur- tekið með villandi og röngum hætti um mál- efni Arctic Sea Farm hf. og norskan samstarfs- aðila félagsins, Norway Royal Salmon (NRS). Sigurður Pétursson Höfundur er framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm. þess að banki hafi krafist upplýs- inga frá viðskiptavini og notað það sem hótun að loka fyrir greiðslu- kortið séu upplýsingarnar ekki látnar af hendi. Með því að tak- marka notkun reiðufjár er verið að þvinga almenning til mikilla viðskipta við bankana, því mögu- leikinn á því að taka launin sín út í reiðufé um hver mánaðamót til að greiða kostnað við rekstur heimilis og ýmsan annan tilfall- andi kostnað þrengist verulega. 3. Persónuvernd verður fótum troðin og gengur þvert á stefnu Viðreisnar hvað varðar friðhelgi einkalífsins. Með takmörkun á notkun reiðufjár verða til skrár með öllum innkaupum allra borg- ara landsins. Varla er nokkur svo bláeygur að trúa því að yfirlýs- ingar um að „fyllsta öryggis sé gætt“, séu einhvers virði. Slíkar yfirlýsingar frá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum hafa í tímans rás reynst haldlaus plögg. Fyrr eða síðar verða þessar upplýsingar seldar hæstbjóðanda. »Reifaðir eru helstu gallar þess að þrengja að notkun reiðufjár á Íslandi. Höfundur er læknir. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Einstök húseign Húsið Bræðraborgarstígur 16 & lóðin Drafnarstígur 9 Drafnarstígur 9 er 207 fm lóð og liggur að húsinu baka til og nýtist í dag sem bílastæði fyrir heildarbygginguna. Verð 20 millj. 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík FRÁBÆR STAÐSETNING Sverrir Kristinsson Löggiltur fasteignasali sverrir@eignamidlun.is Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali kjartan@eignamidlun.is 824 9093 NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA Húsið er byggt upprunalega árið 1930 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Um er að ræða skrifstofu-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum ásamt rishæð og kjallara. Útbygging með mikilli lofthæð. Húsið er steinsteypt. Verð 430 millj. Húsið stendur á horni Öldugötu og Bræðraborgarstígs. Húsið hýsti áður bakarí og bókaforlag Iðunnar. Það hefur verið gert upp og er hið glæsilegasta. Eignirnar seljast einungis saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.