Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
✝ Asta MarieFaaberg fædd-
ist í Reykjavík 27.
apríl 1935. Hún lést
7. febrúar 2017 á
heimili sínu, Kapla-
skjólsvegi 52 í
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Einarsdóttir Faa-
berg húsfreyja, f.
28. ágúst 1903, d.
28. febrúar 1991, og Harald
Faaberg skipamiðlari í Reykja-
vík, f. 28. ágúst 1890 í Bergen í
Noregi, d. 4. maí 1972. Hálf-
bræður Östu eru Johan, f. 7. júní
1919, búsettur í Noregi, og Har-
ald, f. 8. janúar 1921, d. 8. jan-
úar 2002. Fyrri eiginmaður
Kristinn Halldór sem á soninn
Árna Dag og c) Snorri Örn sem
er faðir Ármanns Arnar. Asta
lauk stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands 1956. Hún
stundaði framhaldsnám í tungu-
málum og verslunarfræði í Bret-
landi og Sviss. Árið 1957 hóf
hún störf hjá Verzlunarspari-
sjóðnum sem síðar varð Versl-
unarbankinn og loks Íslands-
banki þar sem hún var yfir-
maður víxladeildar.
Hún starfaði í stúkunni Sig-
ríði í Oddfellowreglunni frá
1986. Asta naut útiveru og
skíðaiðkunar, starfaði með
Jöklarannsóknarfélaginu og fór
margar ferðir á Vatnajökul.
Hún var mjög tengd náttúrunni
og undi sér hvergi betur en í
sumarbústað þeirra hjóna við
Selvatn í Mosfellssveit þar sem
hún dvaldi öll sumur frá barns-
aldri til dauðadags.
Útför Östu Faaberg fór fram
frá Neskirkju 17. febrúar í kyrr-
þey.
Östu var Jón Jóns-
son útgerðarmaður
í Hafnarfirði, f. 15.
júlí 1926, d. 5. sept-
ember 1975. Þau
skildu. Sonur
þeirra er Gísli Þór
Jónsson, f. 25. apríl
1963. Hann er
kvæntur Ingelu
Bjurenborg. Börn
þeirra eru Andór
og Freyja og búa
þau í Svíþjóð. Hún giftist eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Árna
Kristinssyni lækni, í Reykjavík
8. febrúar 1976. Hann er fæddur
18. febrúar 1935. Börn hans eru:
a) Gunnar Jóhannes, kvæntur
Soffíu Karlsdóttur og þau eiga
Árna Frey, Sunnefu og Júlíu, b)
Við kveðjum Östu með mikl-
um söknuði. Það dýrmætasta
sem hún gaf okkur, sem stóðum
henni næst, var sú ást og hlýja
sem bjó að baki öllu því sem hún
gerði og sagði.
Asta hafði sérstaklega já-
kvætt og glaðlynt viðhorf til lífs-
ins. Hún naut hins fagra í kring-
um sig og bjó yfir þeim
eftirsóknarverða eiginleika að
láta neikvæðni aldrei ná tökum á
hugsunum sínum eða gjörðum.
Asta var alltaf vakandi yfir
því hvernig fólki í kringum hana
farnaðist. Gladdist þegar vel
gekk og deildi áhyggjum þegar
erfiðleikar steðjuðu að. Hún bað
fyrir fólki sem átti um sárt að
binda og trúði á mátt bænarinn-
ar. Asta var einkar nægjusöm
þegar kom að henni sjálfri en ör-
lát og rausnarleg þegar aðrir
áttu í hlut og hafði dálæti á því
að halda stórar veislur fyrir fjöl-
skylduna þar sem ekkert var til
sparað.
Sumarbústaðurinn við Selvatn
var griðastaður þeirra hjóna,
Östu og Árna. Þar eyddu þau
stórum hluta ársins, nutu nátt-
úrunnar og voru óþreytandi í
trjáræktinni og skópu þar ein-
staka vin, vaxna skógi og blóm-
um. Asta var ávallt mikill nátt-
úruunnandi, afar næm á
umhverfið og átti í sérstaklega
nánu sambandi við fuglalífið við
Selvatn þar sem svartþrösturinn
og hrafninn voru persónulegir
vinir hennar. Himbrimaparið á
vatninu var henni einkar kært
og hún fylgdist með varpi þess
og uppvexti unganna líkt og
meðlimum úr eigin fjölskyldu.
Asta og Árni hafa alla tíð not-
ið þess að ferðast og víluðu ekki
fyrir sér að ferðast ein á fram-
andi slóðir í Asíu og Suður-Am-
eríku. Asta hafði gaman af því
að rifja upp þegar Árna tókst að
telja hana á að fara með sér í
lest yfir hæsta fjallaskarð á jörð-
inni í Andesfjöllum. Þegar upp
var komið varð Árni veikur af
háfjallaveiki en hún kenndi sér
einskis meins og varð að koma
honum til bjargar.
Faðir Östu, Harald, var
norskur og á heimili þeirra við
Laufásveg var töluð norska á
meðan hann lifði. Hún hélt ávallt
mikilli tryggð við norskar rætur
sínar og ein síðasta ferðin sem
þau hjónin tóku sér á hendur
var að sigla með Hurtigrutan
meðfram norsku strandlengj-
unni alla leið norður til rúss-
nesku landamæranna. Í þeirri
ferð var það henni ógleymanleg
stund að hlýða á söng Syssel
Kirkjebø í gamla kastalanum í
Þrándheimi. Það má segja að
þar hafi Asta kvatt það land sem
átti svo sterkan streng í hjarta
hennar.
Þegar Asta var ung kona lenti
hún í alvarlegu bílslysi sem átti
eftir að setja mark sitt á líf
hennar, einkum á síðari hluta
ævinnar. Hún náði aldrei fullum
bata og það takmarkaði mögu-
leika hennar til að hreyfa sig og
ferðast. Samt sem áður lét hún á
engu bera og mætti öllum með
bros á vör – aldrei vonsvikinn
eða bitur með sitt hlutskipti.
Þegar veikindi hennar bárust í
tal þá var viðkvæðið ávallt hið
sama: „Ég hef það fínt en þú?“
Hún var sátt og ánægð með það
sem lífið hafði gefið henni og
naut þess til fulls í faðmi fjöl-
skyldunnar. Líf okkar allra er
fátæklegra án Östu en minning-
in um fallega brosið hennar,
glaðlega augnaráðið og hvatn-
ingarorðin mun lifa með okkur.
Gunnar J. Árnason og
Soffía Karlsdóttir
Asta stjúpmóðir mín bjó yfir
persónuleika sem hefði sæmt sér
vel í Íslendingasögum, sköruleg
kona þó hún léti lítið yfir sér,
með íslenskt og norskt blóð í
æðum. Hún geislaði alla tíð af
lífsorku, ákveðni og jákvæðni.
Þá sýndi hún ofurmannlegan
styrk og aðdáunarvert æðruleysi
í gegnum þau erfiðu veikindi
sem fylgdu henni eftir bílslys á
yngri árum. Í hvert sinn sem
hún var spurð um líðan sína, var
því umræðuefni eytt eða spurn-
ingunni varpað til baka á þann
sem spurði. Hún velti sér ekki
upp úr eigin erfiðleikum, en lét
sér því meira annt um líðan ann-
arra. Alltaf var hægt að leita til
Östu ef á móti blés og sækja hjá
henni stuðning og góð ráð. Óyf-
irstíganleg vandamál voru ekki
til í hennar huga en eftir samtal
við hana virtist manni allir vegir
færir og að það myndi alltaf
birta til. Ég bý að því að hafa
haft hana í lífi mínu frá því hún
tók saman við pabba þegar ég
var lítill strákur. Verð ég æv-
inlega þakklátur fyrir hennar
móðurlegu ráð og það hvað hún
reyndist mér vel allt frá bernsku
til fullorðinsára.
Asta reyndist Ármanni mín-
um líka góð amma, sýndi upp-
vexti hans áhuga og lagði sig
fram um að fylgjast með því sem
hann var að gera. Henni var um-
hugað um að búa barnabörnum
sínum bjarta framtíð og lagði
sitt á vogarskálarnar til að svo
gæti orðið. Þannig var Asta, ör-
lát við aðra en nægjusöm við sig
sjálfa.
Asta var sérlega vandvirk og
smekkvís og það skein í gegn
þegar hún bauð til veislu. Þá
voru kræsingarnar alltaf miðað-
ar við a.m.k. tvöfaldan gesta-
fjölda. Þau pabbi skiptu oftast
þannig með sér verkum að hann
sá um kjötið, á meðan hún lagaði
af mikilli alúð þá bestu sósu sem
við sonur minn höfum á ævinni
smakkað. Við feðgarnir hlökk-
uðum alltaf til þess að koma á
Kaplaskjólsveginn eða upp í Sel-
búð og belgja okkur út af þeim
dýrindis mat sem borinn var á
borð.
Það fór ekki framhjá neinum
hvað Asta átti sterkar rætur við
Selvatn. Á hverju ári, frá því tók
að örla á vori og þar til trén
höfðu fellt öll lauf, toguðu ræt-
urnar. Sumarbústaðurinn var
griðastaður þeirra pabba og
þeirra annað heimili. Asta virtist
alltaf kunna betur við sig í ná-
vígi við náttúruna heldur en ys
og þys borgarinnar. Mér þótti
þær líka alltaf dýrmætastar
stundirnar með þeim við vatnið,
hvort sem var við leik í faðmi
fjölskyldunnar eða til aðstoðar í
allskyns verkum eins og skóg-
rækt, smíðum eða öðru viðhaldi.
Minningarnar þaðan verða mér
alltaf hjartfólgnar.
Asta á mikið í mér og minning
hennar varðveitist í þeirri birtu
sem stafaði af henni í lifanda lífi
og þeim innblæstri sem hún
veitti okkur sem áttum hana að.
Hennar verður sárt saknað, en
um leið veit ég að henni verður
vel tekið á nýjum stað, þar fær
hún hvíld frá verkjum og þar
heldur hún áfram að láta gott af
sér leiða. Mig skyldi ekki undra
ef sá staður minnir um margt á
landið við Selbúð.
Snorri Örn.
„Vorið er minn tími.“ Fjöl-
skyldan sat við spil og braut
heilann um hver hefði kosið að
lýsa sjálfum sér í þessum fáu
orðum. Þetta gat nú varla verið
Asta, hún var svo mikil skíða-
manneskja að veturinn hlyti að
vera hennar árstíð. En víst var
það hún sem elskaði vorið og
með þessum orðum lék hún á
okkur öll og vann umferðina
örugglega. Með því lauk einu af
þessum ótal kvöldum, þar sem
við sátum, átum, drukkum og
hlógum. Á þessum stundum lét
Asta ljós sitt skína – hún var
snögg til svars, hárbeitt og alltaf
stórfyndin. Hún var hreinskilin
fram í fingurgóma og óhrædd
við að hafa vitið fyrir fólki.
Reyndar kom yfirleitt á daginn
að hún hafði rétt fyrir sér í einu
og öllu.
Asta var hógvær sigurvegari
og æðrulaus þegar á móti blés.
Hún var öðrum til eftirbreytni
hvað varðar yfirvegun og já-
kvæðni og lét aldrei neinn bilbug
á sér finna. Innileg jákvæðni
Östu var smitandi og nærvera
hennar hafði jafnt upplífgandi
og hughreystandi áhrif á hvern
þann sem fékk að kynnast henni.
Hún var einlæg og umhyggju-
söm í öllum samskiptum. Við
verðum henni alltaf þakklát fyrir
að vera okkur svo góð fyrir-
mynd.
Um helgina tókum við eftir
agnarsmáu brumi á runnunum í
garðinum hjá afa og ömmu. Það
gladdi okkur að sjá að ást Östu á
vorinu væri endurgoldin – það
hafði flýtt komu sinni til þess að
kasta á hana kveðju, í síðasta
sinn.
Og þegar vorið vermir
og vekur blómin sín,
í hjartans helgilundum
þá hlær mér minning þín.
(Jón Þórðarson.)
Árni Freyr Gunnarsson og
Nína Hjördís Þorkelsdóttir.
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
(Einar Benediktsson)
Minningarnar sem ég á um
Östu ömmu eru allar góðar og
ég leit mikið upp til hennar. Hún
var alltaf svo góð, kát og hóg-
vær, og tók alltaf þægindi ann-
arra fram yfir sín eigin. Jafnvel í
veikindunum brosti hún og
spurði hvernig við hefðum það,
en um leið og við spurðum til
baka dustaði hún spurningunni í
burtu. Þess vegna þykja mér
þessar heilræðavísur Einars
Benediktssonar vera mjög lýs-
andi fyrir hana. Ég mun sakna
hennar ótrúlega mikið. Hvíldu í
friði, elsku amma.
Júlía Gunnarsdóttir.
Ég átti ekki von á því, að góð-
ur vinur okkar hjóna, Asta Mar-
ie Faaberg, félli frá svo snögg-
lega eftir skamma
sjúkdómslegu. Það hefur verið í
nóvember sem Árni sagði mér
frá veikindum konu sinnar og
síðan gerðust hlutirnir hratt.
Auðvitað er við því að búast
þegar aldurinn færist yfir mann
að skörð komi í vinahópinn.
Kristrún kona mín og Asta út-
skrifuðust stúdentar frá Versl-
unarskólanum árið 1956 og
bundust vináttuböndum sem
ekki rofnuðu. Þær voru alla tíð
nánar og töluðust við fram undir
það síðasta. Konu minni þótti
vænt um það.
Asta var heilsteypt kona, glöð
og hreinskiptin; vinföst og höfð-
ingi heim að sækja – hún var
íþróttakona á sínum yngri árum
og útivistarkona alla tíð. For-
eldrar hennar höfðu byggt fal-
legt sumarhús með norsku lagi
fyrir ofan borgina, Selbúð við
Selvatn. Þangað er gaman að
koma og þar undu þau Asta og
Árni sér vel. Kyrrðin er djúp við
vatnið og skógurinn og fuglalífið
gefa staðnum hlýjan svip. Maður
sér á augabragði að það eru
samhent hjón sem hér ráða hús-
um, þau hafa græna fingur og
eru nostursöm, hafa auga fyrir
hinu smáa.
Mér finnst það hafa verið í
gær sem við spilafélagarnir hitt-
umst vestur á Kaplaskjólsvegi.
Það lá vel á Östu. Veitingarnar
voru vel fram reiddar og við
horfðum til næstu funda, sem
aldrei verða. En Asta er samt
sem áður ekki horfin okkur. Við
geymum í minningunni mynd af
þessari góðu konu. Guð blessi
minningu hennar.
Halldór Blöndal.
Ég á margar ljúfar minningar
um ömmu, hvort sem það var
sumarkvöld við Selvatn eða jóla-
boð á Kaplaskjólsvegi. Það var
alltaf svo notalegt að koma í
heimsókn til ömmu og afa. Nær-
vera ömmu var hlý og þægileg,
hún var einlæg og hugsaði vel
um alla í kringum sig. Maður
gat líka alltaf treyst á að hún
væri tilbúin með „gómsætu ný-
bökuðu ístertuna úr ofninum“.
Ein af uppáhaldsminningum
mínum frá henni var þegar við
fjölskyldan fögnuðum áramótun-
um 2014 saman heima. Við vor-
um öll saman sprengjandi flug-
elda, dansandi og syngjandi við
háa elektróníska tónlist. Bæði
amma og afi tóku þátt í öllum
látunum og voru svo hress, ung-
leg og full af orku.
Ég hugsaði þá og hugsa enn
að ég vona að ég verði svona
þegar ég eldist.
Amma kenndi mér ekki að-
eins að leggja góðan kapal held-
ur lærði ég einnig hógværð, að
standa fyrir mínu, að vera
ákveðin og að njóta lífsins og
ferðast. Það hefur alltaf veitt
mér innblástur að horfa á hana
og afa ferðast um heiminn og
lifa lífinu til fulls. Ég vona að ég
geti gert hið sama þegar ég eld-
ist.
Ég er þakklát fyrir að hafa
haft þessa konu í mínu lífi og
mun hafa hana í huga á meðan
ég geng í gegnum lífið, hvort
sem ég er ferðast um heiminn
eða að leggja kapal. Takk fyrir
allt, elsku amma mín, hvíldu í
friði.
Sunnefa Gunnarsdóttir.
Látin er góð vinkona mín,
Asta Marie Faaberg.
Við Asta kynntumst í kring-
um 1950 í Verzlunarsparisjóðn-
um sem síðar varð Verzlunar-
bankinn.
Þar unnum við náið saman í
víxladeild allt þar til Asta hætti
að vinna í bankanum. Aldrei bar
skugga á okkar samstarf sem oft
var bæði krefjandi og þó gef-
andi, en ætíð unnum við með
góðu fólki.
Hún Asta var yndisleg mann-
eskja, raungóð og í starfi sýndi
hún bæði góðmennsku og sér-
staka hugulsemi sem margir
heilluðust af. Við Asta áttum
margar góðar stundir saman,
ógleymanlegar í starfi og utan
þess. Voru samtöl okkar einlæg
og dýrmæt okkur báðum.
Asta var hamingjusöm í lífi
sínu. Hún eignaðist einn son,
Gísla Þór, með fyrri manni sín-
um. Gísli er giftur og á tvö börn,
sem voru augasteinar ömmu
sinnar. Eiginmaður Östu til tugi
ára er Árni Kristinsson. Hann á
þrjá syni sem allir eiga fjöl-
skyldu og var kært á milli Östu
og þeirra.
Börnin mín, Guðmundur,
Auður og Guðbjörg, eru þakklát
fyrir alla þá kæru vinsemd og
góðvild sem Asta sýndi þeim í
gegnum árin.
Ég bið Gísla og fjölskyldu
hans Guðs blessunar sem og
Árna vini mínum, sonum hans
og fjölskyldum.
Ég kveð mína kæru vinkonu
og þakka fyrir einlæga vináttu
okkar með þessu versi:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Minningin um góða fallega
konu mun lifa með okkur öllum.
Hrafnhildur Magnúsdóttir.
Asta Marie
Faaberg
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MARKÚS SIGURÐSSON,
Rjúpnasölum 10,
lést mánudaginn 13. febrúar.
Sjöfn Ottósdóttir
Markús Þór Markússon Ingibjörg Jónasdóttir
Ottó Svanur Markússon
Sigurður Gunnar Markússon Sigríður Eysteinsdóttir
Erla María Markúsdóttir Þorgrímur H. Guðmundsson
Guðrún Markúsdóttir Bjarni Ólafsson
og barnabörn
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi
og bróðir,
GUÐJÓN ÁRSÆLL TÓMASSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
29. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Einar Guðjónsson Eva Mjöll Júlíusdóttir
Kristjana Vera Einarsdóttir Egill Snær Einarsson
Aron Logi Einarsson
og systkini
Minn kæri eiginmaður og faðir okkar,
GUNNAR ZOEGA
lögg. endurskoðandi,
Þorragötu 7, Reykjavík,
er látinn.
Hebba Herbertsdóttir
Gylfi Zoega Gunnar Már Zoega
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og stjúpdóttir,
HREFNA BIRGISDÓTTIR,
Álftarima 11,
Selfossi,
lést á heimili sínu föstudaginn 10. febrúar.
Útför hennar fór fram í kyrrþey í kapellu
Hafnarfjarðarkirkjugarðs föstudaginn 17. febrúar.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja SOS
barnaþorpin.
Birgir Kreinig Gilbertsson
Karl Philip Kreinig Melanie E. Kreinig
Gunnar Már Gunnarsson Margrét Vera Benediktsdóttir
Ragnheiður Dilja Gunnarsd.
Ragnheiður S. Gröndal
og fjölskyldur