Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
✝ HálfdánBjörnsson
fæddist á Kvískerj-
um í Öræfum 14.
mars 1927. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands
á Höfn 10. febrúar
2017.
Foreldrar hans
voru Björn Páls-
son, f. 1879, d.
1953, og Þrúður
Aradóttir, f. 1883, d. 1968.
Hálfdán var yngstur þrettán
systkina. Þau eru Flosi Þorlák-
ur, f. 1906, d. 1993. Guðrún, f.
1908, d. 1991. Ari, f. 1909, d.
1982. Guðrún, f. 1910, d. 1999.
Páll, f. 1913, d. 1913. Páll, f.
1914, d. 1993. Óskírður dreng-
vatn. Hann var fljótur að til-
einka sér nýjungar á sviði bíla
og véla. Vakinn og sofinn var
hann yfir náttúrunni og marg-
ar rannsóknarferðir fór hann
með vísindamönnum. Má þar
nefna Surtsey og Grænland.
Ungur að árum hóf hann að
skoða og merkja fugla. Eftir
Hálfdán liggur stærsta skor-
dýrasafn í einkaeigu ásamt
fjölda vísindagreina. Ásamt því
að sinna áhugamálum sinnti
hann hefðbundnum búskap
heima á Kvískerjum og fór
einnig á vertíðir til Vest-
mannaeyja og á Höfn. Hálfdán
var mikill öðlingur og fólk sótti
í félagsskap hans.
Frá árinu 2013 dvaldi hann
á Heilbrigðisstofnun Suður-
lands á Höfn.
Útför Hálfdáns fer fram frá
Hofskirkju í dag, 18. febrúar
2017, klukkan 14.
ur, f. 1916, d.
1916. Sigurður, f.
1917, d. 2008. Jón
Arnljótur, f. 1919,
d. 1919. Ingimund-
ur, f. 1921, d.
1962. Óskírð
stúlka, f. 1922, d.
1922. Helgi, f.
1925, d. 2015.
Einnig ólst upp á
Kvískerjum Finn-
björg Guðmunds-
dóttir f. 1941, d. 2002.
Hálfdán ólst upp á Kvískerj-
um og bjó þar alla tíð. Snemma
komu í ljós hæfileikar hans á
mörgum sviðum og áhugi hans
á náttúrunni. Hann stundaði
hefðbundna skólagöngu í Öræf-
um og fór einn vetur á Laugar-
Það kemur oft uppí huga minn
sú magnaða stund þegar ég hitti
Hálfdán í fyrsta sinn. Ég var átta
ára gamall og flaug ásamt níu ára
systur minni austur í Öræfasveit
þar sem lent var á Fagurhóls-
mýri. Hún átti að fara á Hnappa-
velli og ég á Kvísker. Ég hafði
aldrei hitt systkinin á Kvískerj-
um og vissi því ekkert við hverju
var að búast. Skelkaður á svipinn
steig ég út úr flugvélinni en þar
tók Hálfdán brosandi á móti mér
og við keyrðum austur á Kvísker
í appelsínugulum Citroën Meh-
ari-blæjubíl sem fór mjúklega
með okkur um holóttan og grýtt-
an veginn.
Ég naut þeirrar miklu þolin-
mæði og manngæsku sem ein-
kenndi Hálfdán. Hann var alltaf
tilbúinn að hafa mig með sér og
ég á margar ljúfar minningar
með honum við að merkja skúms-
unga og kjóaunga á meðan for-
eldrarnir reyndu að hrekja okkur
burt með því að fljúga og garga
rétt yfir okkur. Litla dráttarvélin
á stóru flugvéladekkjunum var
aðalfarartækið í þessum ferðum.
Frídagar voru oft notaðir í
fjallgöngur þar sem gengið var
um í stórbrotinni náttúrufegurð
og var þá Hálfdán ávallt með háf-
inn með sér sem hann sveiflaði
stöðugt til að fanga fiðrildi og
flugur sem hann síðan rannsak-
aði langt fram á nótt. Helgi bróð-
ir hans var alltaf með í þessum
ferðum en vinátta þeirra var ein-
stök og því mikill missir fyrir
Hálfdán þegar Helgi lést fyrir
rúmu ári.
Ég átti níu mjög lærdómsrík
sumur hjá systkinunum á Kví-
skerjum sem voru snillingar,
hvert á sínu sviði, hvort sem var
sem hagleiks- eða fræðimenn.
Takk fyrir samveruna á Kví-
skerjum, Hálfdán. Hvíl í friði,
minn kæri vinur.
Nú eru dagar systkinanna á
Kvískerjum taldir en minning
þeirra mun lifa.
Björgvin Ingimarsson.
Hvass suðaustanvindur lagðist
yfir landið, kominn langt sunnan
frá Evrópu. Með honum barst
loftið sem vinur minn, Hálfdán
Björnsson, fræðimaður á Kví-
skerjum, teygaði að sér síðustu
stundirnar. Það var við hæfi.
Hálfdán var barn náttúrunnar.
Hann þekkti þá móður sína
manna best og bar fyrir henni
ómælda virðingu. Hann vissi hve
mikilvæg hún var og margbreyti-
leg. Hann þekkti plönturnar,
fuglana og smádýrin. Hann fýsti
að fræðast um lífverurnar, hvað
þær hétu, hvernig þær lifðu og
hvernig samspili þeirra var hátt-
að. Hálfdán var fræðimaður af
guðs náð.
Ungur vakti Hálfdán athygli
fyrir kunnáttuna jafnt innan
lands sem utan. Þá þegar hófst
samstarf hans og náttúrufræð-
inga hjá Náttúrugripasafninu,
síðar Náttúrufræðistofnun Ís-
lands. Hann safnaði náttúrugrip-
um í sveitinni sinni og sendi suð-
ur til varðveislu, margt sem
enginn hafði áður fundið. Hann
átti mikinn þátt í að byggja upp
gripasöfn stofnunarinnar.
Hálfdán var afar heillaður af
smádýrunum sem enginn þekkti
og kom sér snemma upp merku
safni þeirra. Lengi vel vantaði
upp á að hann þekkti tegundirnar
með nöfnum en hann þekkti þær
samt. Öllu var rétt upp raðað í
hirslur og beið þess þar að lærð-
ari menn fyndu fræðiheitin.
Framlag Hálfdáns varð snemma
mikilvægt fyrir skordýrafræðina.
Barnungur frétti ég af Hálf-
dáni. Kynni okkar hófust þegar
ég nam skordýrafræði snemma á
áttunda áratungum. Þau urðu
strax náin og gefandi. Við höfðum
lengi vel bara hvor annan til að
ræða hugðarefni okkar á fagleg-
um nótum. Varð ég fljótlega
heimagangur á Kvískerjum og
áttum við Hálfdán margar sam-
verustundirnar með háfana okk-
ar og sjónauka í náttúru Öræf-
anna og víðar.
Samvinnan náði nýjum hæðum
árið 1995 þegar fiðrildarannsókn-
ir á Norðurlöndum teygðu anga
sína til landsins. Áhugi var fyrir
því að koma upp, í samvinnu við
Náttúrufræðistofnun, tveim
rannsóknastöðvum á Íslandi til
að vakta fiðrildi. Kvísker var
sjálfgefinn staður, þar var að-
staða best, þar var áhugi og
kunnátta. Þar til gerðum gildrum
var komið upp og sinnti Hálfdán
þeim af kostgæfni um fimmtán
ára skeið þrjátíu vikur á ári,
greindi aflann og taldi af mikilli
fagmennsku allt þar til brattinn
fór að aukast á lífsins vegi.
Hálfdán kom sér upp dýrmætu
safni smádýra sem hann fól mér
fyrir skemmstu að taka við til
varðveislu á Náttúrufræðistofn-
un Íslands, „ef það yrði ekki
íþyngjandi fyrir mig að taka við“.
Ekki vildi hann auka byrði nokk-
urs manns. Þannig var Hálfdán.
Suðaustanvindinn hægði.
Hálfdán þekkti suðaustanvind-
inn, hann færði honum marga
áhugaverða framandi fugla og
margt flökkufiðrildið frá megin-
landi Evrópu. Hann fór ávallt út
á mörkina þegar hægðist um til
að kanna gjafirnar. Að þessu
sinni kvaddi hann þetta jarðlíf
þegar hægðist.
Hálfdán kenndi mér margt og
skilur eftir hjá mér ómetanlegar
minningar sem ekki fyrnast. Það
eru forréttindi að hafa átt hann
að vini og félaga í faginu og for-
réttindi að verða meðtekinn af
heimilisfólkinu á Kvískerjum og
fá notið samvista við systkina-
hópinn stóra. Hálfdán kvaddi síð-
astur. Hafa hér orðið sögulok.
Erling Ólafsson.
Litlausir dagar líða nú á út-
hallandi þorra, sólin hækkar á
lofti og vorið kemur á sínum tíma.
Þannig eiga upphaf og endir eina
leið. Já, tíminn líður, og nú er
Hálfdán vinur minn allur. Yngst-
ur Kvískerjasystkina og sá síð-
asti sem yfirgefur þessa vist.
Hann lá stutta legu á Skjólgarði,
Höfn, uns sá kvaddi til fylgdar
sem allir verða að gegna, og
skorti Hálfdán þá mánuð í níræð-
isafmælið.
Nú er 116 ára merk fjölskyldu-
saga Kvískerja að baki. Hugur-
inn reikar aftur í tímann að Kví-
skerjum, þar sem það indæla fólk
ól mig upp í fjögur sumur. Ég
geri það til þess að vermast um
stund við sólskin þeirra daga, –
heyra á ný raddir sem löngu eru
þagnaðar. Kvískerjabærinn er nú
mannlaus og hljóður, gamla
baðstofusúðin yfir rúminu mínu
forðum hefur snarast undan tím-
ans fargi. En þetta fólk deyr ekki,
þó að það hvíli nú undir grænni
torfu. Það lifir í endurminning-
unni – huga okkar sem þekktum
það og nutum nærveru þess. Á
kærum reit og við góða nærveru
skilur maður eitthvað eftir af
sjálfum sér og tekur eitthvað með
sér í farteskið.
Hálfdán var einstakur ljúfling-
ur, trygglyndur og grandvar til
orðs og æðis, en það var líka stutt
í þennan smágerva, bjarta og yf-
irlætislausa húmor upp á skaft-
fellskan máta. Lífinu leið vel í ná-
vist hans. Hálfdán var snemma
landsþekktur fyrir yfirburða-
þekkingu sína á sviði náttúruvís-
inda, var t.d. valinn í Grænlands-
leiðangur um miðja síðustu öld. Á
Laugarvatnsárum sínum var
hann m.a.s. fenginn til að kenna
skólabræðrum sínum fræðin, því
hann vissi um margt betur en
kennarinn. Áhugamál þeirra
Kvískerjabræðra voru margvís-
leg á sviði náttúruvísinda og átt-
hagafræði, en þau sköruðust oft
og vissi hver gjörla um annars
iðju. Fátt fór framhjá skörpum
sjónum Hálfdáns. Hann lék sér
að því eitt sinn að tína tíu mis-
munandi tegundir mýflugna úr
taglinu á gamla Rauð í engja-
slættinum úti á Mýri. Öll skordýr
voru nákvæmlega flokkuð skv.
latneskum fræðiheitum og ég
hygg að Hálfdán hafi átt stærsta
skordýrasafn í einkaeigu á Norð-
urlöndum. Oft mátti sjá hann á
harðaspretti með fiðrildaháfinn
úti á aurum. Staður hans var
jafnan á Kvískerjum, – þar bjó
hamingja hans sem fólst í alúð og
virðingu við kæran reit og löngun
til að eiga sinn þátt í virðingu
hans og sæmd. Þeir Kví-
skerjamenn sóttu vel þann mann-
fagnað sem fámenn sveit hefur
upp á að bjóða, og var Hálfdán
góður liðsmaður í kirkjukórnum
og kunni ótal tenórraddir.
En tíminn líður, og að síðustu
voru þeir Hálfdán og Helgi einir í
húsi, uns þeir fluttu austur á
Skjólgarð. Þar undi Hálfdán sér
vel, en hugurinn var þó alltaf
heima á Kvískerjum. Nú hef ég
fyrir mér málaðar fuglamyndir
sem hann sendi mér að vinargjöf
fyrir sextíu árum – horfi til
grárra sinuborinna túna með eft-
irsjá, – og nokkurri umhugsun.
Við kveðjum góðan dreng í al-
úð og þökk fyrir kærust kynni og
farsæla samfylgd. Guð blessi
heimvon hans.
Nú er vík milli vina,
vermir minningin hlýja.
Allra leiðir að lokum,
liggja um vegi nýja.
Við förum til fljótsins breiða,
fetum þar sama veginn.
Þangað sem bróðir bíður,
á bakkanum hinu megin.
(HA.)
Einar G. Jónsson
frá Kálfafellsstað.
Þegar horft er til Kvískerja og
þess mannlífs sem þar dafnaði á
öldinni sem leið kemur manni í
hug háskóli í sveit. Barnahópur
hjónanna Þrúðar og Björns, sem
þar óx upp á fyrri hluta 20. aldar,
vakti athygli margra sem komu
við á Kvískerjum. Vilmundur
Jónsson landlæknir er dæmi um
slíkan, en hann gisti þar sumarið
1935 á ferð sinni landleiðina frá
Hornafirði til Reykjavíkur. Um-
mæli hans um heimilisbraginn á
Kvískerjum hafa síðan oft komið
mér í hug þar sem hann segir
„… öll börnin einstaklega mynd-
arleg og svo snyrtileg, að þau
myndu ekki skera sig úr í Austur-
stræti“. Öll nutu þau góðs atlætis
foreldranna, en einangrun Öræfa
átti eflaust þátt í því að flest stað-
festust einhleyp heima fyrir. Á
bænum þróaðist verkaskipting,
jafnt við bústörf og áhugamál. Í
fræðaiðkun bar mest á þremur
bræðranna. Flosi kannaði jökla
og jarðfræði, Sigurður sá um sög-
una og félagsmál út á við, en
Hálfdán kannaði lífríkið, fugla og
smádýr en einnig gróður. Skóla-
ganga í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni var honum betri en engin,
en framhaldið var sjálfsnám
byggt á ótrúlegri athyglisgáfu,
ögun og næmi fyrir öllu kviku.
Ég hitti Hálfdán fyrst á
Breiðamerkursandi í júlí 1966
þar sem byrjað var að brúa Jök-
ulsá og hann í hlutverki ferju-
manns. Nokkru seinna komst ég
svo í Kvísker og fékk fylgd Hálf-
dáns um sveitina, fyrst út í Ing-
ólfshöfða þar sem hann var á
heimavelli. Spurningum svaraði
Hálfdán hvorki með já eða nei
fremur en aðrir sannir Skaftfell-
ingar, heldur hlutlaust með
„náttúrlega“, áherslan á síðari
orðlið. Vegna starfa minna í
Skaftafellsþjóðgarði á 8. áratugn-
um kom ég iðulega við á Kví-
skerjum og bar saman bækurnar
við heimafólk. Hálfdán vígði mig
inn í skordýrsafn sitt og miðlaði
Náttúrugripasafninu í Neskaup-
stað góðum sýnishornum.
Verndarhugsun var samgróin
Kvískerjafólki. Á fundum Nátt-
úruverndarsamtaka Austurlands
miðlaði Hálfdán oft fróðleiksefni
og á aðalfundi NAUST vorið 2011
var hann heiðraður og hylltur
fyrir störf sín. Viðstaddir fundu
að þessum hógværa vísinda-
manni þótti vænt um þá viður-
kenningu.
Þeir voru ófáir upprennandi
náttúrufræðingar sem á seinni-
hluta síðustu aldar gengu í Kvís-
kerjaskólann, sumir sendir þang-
að „í sveit“ til sumardvalar, en
tengdust síðan staðnum traust-
um böndum. Í þessum hópi er
Erling Ólafsson skordýrafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun
sem hefur ásamt með Hálfdáni
ritað margt greina, m.a. um fiðr-
ildi, en rannsóknir á þeim fallega
dýrastofni eru líklega glæstasta
uppskeran úr ævistarfi Hálfdáns.
Rit hans um varpfugla í Öræfum
sem gefið var út á vegum Nátt-
úruverndarráðs 1979 fór einnig
víða.
Árið 1998 kom út Kvískerja-
bók, mikið rit til heiðurs Kvís-
kerjafólki, og árið 2003 var stofn-
aður Kvískerjasjóður er árlega
veitir styrki til rannsókna. Allt er
það mikilsvert og verðugt, en
jafnframt þarf að huga að stór-
brotnu landi Kvískerja, sem ligg-
ur að Vatnajökulsþjóðgarði. Lífs-
starf og framlag Kvískerja-
systkina og nú síðast Hálfdáns á
að verða okkur hvatning til að
hlúa að fræðslu um íslenska nátt-
úru og verndun hennar.
Hjörleifur Guttormsson.
Hálfdán var alltaf glaður og
kátur.
Hann var meistari meistar-
anna og þá meina ég að það voru
margir náttúrufræðingar um all-
an heim sem höfðu samband við
hann um allskonar smákvikindi,
fyrir mér voru þetta smákvikindi
fyrst í stað, mörg þeirra sáust
ekki með berum barnsaugum.
Síðar þroskaðist maður og bar
mikla virðingu fyrir lífríkinu og
öllu því fallega sem það hefur upp
á að bjóða. Hálfdán og Helgi
bróðir hans voru kennarar í ís-
lenskri náttúru, að fara í göngu-
ferð með þeim var ævintýraheim-
ur.
Þeir bentu manni á allan gróð-
ur, hvað blómin væru falleg, hvað
þau hétu, hlusta á fuglana í kring,
skoða hegðun þeirra, skoða fiðr-
ildin sem flögra allt í kring og
ekki síst allar bjöllurnar og
kóngulærnar sem eru við hvert
fótmál okkar. Eftir svona
kennslu fengu þessi smákvikindi
í mínum augum annan sess, flóra
Íslands er svo falleg og breyti-
leikinn mikill. Þar fékk maður
áhuga á að safna eggjum, fuglum
og fiðrildum. Hálfdan fékk Helga
bróður sinn til að hanna og smíða
fyrir sig tréstokka til að setja
fiðrildin í til að þau myndu þorna
á réttan hátt eða með vængina út
eins og þau væru að fljúga. Þessir
stokkar voru ekki allir af sömu
stærð, mismunandi eftir því hvað
búkurinn á fiðrildunum var stór.
Á haustin var vertíð hjá Hálfdani,
þá kom ótrúlega mikið af flæk-
ingum þ.e. fuglar og fiðrildi, með
sunnanvindinum. Það var mér
minnisstætt að ég hugsaði, ætli
þessir fuglar og fiðrildi komi bara
hér á Kvísker.
Hálfdán fékk fjölda viðurkenn-
inga en hann var ekki að flíka því.
Hann skrifaði fjölda greina um
lífríkið í kringum sig. Hann fann
flugur og bjöllur sem ekki höfðu
fundist áður í heiminum. Hann
gaf flugum og bjöllum öllum ís-
lenskt nafn og allt var þetta vand-
lega hugsað hvernig púpan vann
eða leit út. Hann tók fjölda
mynda og sýndi okkur í baðstof-
unni á Kvískerjum og hann sagði
svo vel frá að það var eins og
maður væri í kvikmyndahúsi.
Hálfdan fór ungur til Græn-
lands og dvaldi þar í 14 daga, þar
var hann að rannsaka allt kvikt
þar og bera það saman við flór-
una á Íslandi. Hann talaði oft um
þessa ferð sína þangað, fegurðina
sem þar var. Hann fékk svo tæki-
færi til að fara aftur til Græn-
lands þá að verða sjötugur og
ganga með tveimur vina sinna yf-
ir Grænlandsjökul. Þetta var æv-
intýri fyrir hann, þarna sá hann
sauðnautin aftur sem hann hafði
mikið dálæti á og ekki síst að
hann gat þetta og var þeim eng-
inn eftirbátur, sagði hann. Hann
fór nokkrar ferðir með Bjössa
vini sínum út fyrir landsteinanna
og var svo þakklátur fyrir að fá
þau tækifæri.
Hálfdán var yngstur af þess-
um 13 systkinum, en þau voru níu
sem komust upp og bjuggu öll á
Kvískerjum fyrir utan Pál sem
fór fjögurra ára til ömmu sinnar
og afa á Fagurhólsmýri og bjó
þar alla sína tíð.
Það var afar kært á milli allra
systkinanna og hefðu þessi systk-
ini ekki getað stundað sína
tómstundavinnu nema af því að
þau báru mikla virðingu hvert
fyrir öðru og sýndu tillitssemi.
Ég kveð Hálfdan að mikilli
virðingu og þökk.
Hann vissi ekki hvað hann var
mikill meistari og kannski vildi
hann ekki vita það.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Laufey Helgadóttir.
Síðastur og yngstur systkin-
anna á Kvískerjum er Hálfdán nú
fallinn frá í hárri elli. Þar með er
þessi stórmerki systkinahópur
allur og með þeim hverfur þekk-
ing og einstök menning heimilis-
fólksins á Kvískerjum, en ekkert
þeirra systkinanna giftist eða
eignaðist börn.
Hálfdán Björnsson
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Jón G. Bjarnason
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.