Morgunblaðið - 18.02.2017, Page 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
✝ Marinó Mar-inósson fædd-
ist að Steðja, Þela-
mörk, 13. apríl
1933. Hann lést 3.
febrúar 2017 á
hjartadeild Land-
spítalans við
Hringbraut.
Foreldrar Mar-
inós voru Aðal-
björg Snorradóttir,
f. 1. desember
1896 að Skipalóni, Glæsibæjar-
hreppi, d. 2. september 1995,
og Jón Marinó Sigtryggsson, f.
13. júní 1896 á Hjalteyri, Eyja-
firði, d. 23. ágúst 1933. Systk-
ini Marinós eru Hulda Marinós-
dóttir, f. 19. desember 1924,
Sigþór Marinósson, f. 29. júní
1926, d. 21. september 1979, og
Jón Steinar Marinósson, f. 4.
febrúar 1929, d. 5. ágúst 1984.
Marinó kvæntist hinn 28. októ-
ber 1955 Hrönn Guðmunds-
dóttur, f. 28. október 1934.
Daníel Karlesson, f. 17. apríl
1994. 3) Hulda, f. 9. júlí 1962.
Börn hennar eru: Sigrún Sif
Þorbergsdóttir, f. 21. sept-
ember 1986, sambýlismaður
Sæmundur Skarphéðinsson, f.
5. október 1979, Marinó Þor-
bergsson, f. 8. febrúar 1988, og
Særún Þorbergsdóttir, f. 20.
júní 1997. 4) Marinó, f. 24. nóv-
ember 1967, maki Karlína
Ingvadóttir, f. 14. ágúst 1973.
Börn þeirra eru: Ingvi Þór
Marinósson, f. 2. febrúar 1994,
Sævar Óli Marinósson, f. 25.
júlí 2004, og Eva María Mar-
inósdóttir, f. 27. nóvember
2008. Marinó fæddist að Steðja,
Þelamörk, en fluttist til Akur-
eyrar á fyrsta ári þar sem
hann ólst upp. Hann flutti til
Reykjavíkur 1952 og var við
nám í Verslunarskóla Íslands
veturinn eftir. Hann hóf störf
hjá Flugfélagi Íslands 1954 og
starfaði þar til 1957 er hann
færði sig yfir til Rarik. 1966
var honum boðið starf hjá
Landsvirkjun, sem þá var ný-
stofnuð, og þar starfaði hann
fram að eftirlaunaaldri.
Útför hans fór fram 13. febr-
úar frá Seltjarnarneskirkju í
kyrrþey að ósk hins látna.
Foreldrar hennar
voru Ragna Jóns-
dóttir, f. 1. október
1913, d. 31. maí
1960, og Guð-
mundur Elífasson
,f. 13. nóvember
1902, d. 8. mars
1940. Börn þeirra
Marinós og Hrann-
ar eru: 1) Ragna
Kristín, f. 23. mars
1955, maki Bjarni
Ómar Ragnarsson, f. 28. janúar
1954. Börn þeirra eru: Ragnar
Bjarnason, f. 29. september
1975, Sævar Bjarnason, f. 5.
desember 1979, d. 12. nóv-
ember 1993, og Hrönn Bjarna-
dóttir, f. 4. febrúar 1986, sam-
býlismaður Sæþór Fannberg
Sæþórsson, f. 2. apríl 1985.
Barn þeirra er óskírð dóttir, f.
10. janúar 2017. 2) Aðalbjörg,
f. 9. júlí 1958. Börn hennar
eru: Jakob Gunnar Karlesson,
f. 4. nóvember 1987, og Ágúst
Elsku pabbi minn, þú háðir
nokkrar orrustur vegna veik-
inda í gegnum tíðina og við vor-
um svo heppin að fá þig alltaf
til baka en það gekk því miður
ekki upp að þessu sinni. Þú
varst lífsglaður, jákvæður,
hress og hnyttinn í svörum,
gerðir óspart góðlátlegt grín að
sjálfum þér og öðrum. Þú varst
alltaf boðinn til að skutla og
sækja mannskapinn það var nú
ekki flókið enda varstu frekar
snöggur í förum. Ég man þegar
ég var í Versló þá komst þú oft
að sækja mig eftir skóla og
varst almennt kallaður gula
hættan af samnemendum mín-
um því þá áttir þú gulu Cort-
ínunna. Þar var bremsað á öðru
hundraðinu og að sjálfsögðu
flautað hressilega þannig að ég
vissi að þú værir mættur sem
fór ekki fram hjá neinum.
Við fórum á hverju ári í úti-
legu með frændfólki mömmu,
bjallan var fyllt af börnum og
toppgrindin hlaðin með fína
belgjagerðartjaldinu með risa-
vöxnum tjaldhimni sem búið
var að stækka þannig að hægt
væri að bjóða gestum, Þar var
oft mikið stuð og fjör. Allar
ferðirnar sem voru farnar norð-
ur í stræti að heimsækja ömmu,
Steinar frænda og önnur skyld-
menni á hverju einasta sumri.
Þegar við urðum eldri og
barnabörnin fóru að hrúgast
upp fékkst þú á leigu sumarhús
í gegnum Landsvirkjun þar
sem þú vannst til margra ára.
Fyrstu tvö árin var farið norð-
ur í Laxárdalinn en vegna að-
stæðna endaði fjölskyldan á
Steingrímsstöð og þangað fór-
um við á hverju ári í yfir 20 ár.
Þangað mættum við öll syst-
kinin með börn og buru. Barna-
börnin elskuðu þetta, þar var
verið að veiða, spila Kana út í
eitt og tekið krikket á flötinni.
Til að koma allri hrúgunni fyrir
var sofið í hverju skúmaskoti
og einhverjir voru með tjald-
vagna og fellihýsi. Þar var grill-
að og fengið sér í tána og tjútt-
að fram á nótt. Pabbi elskaði að
gera vel við sig og okkur í mat
og drykk og ekkert til sparað,
þarna var pabbi í góðum gír.
Það var mikið hlustað á tón-
list heima á Látraströndinni, þú
kenndir mér að meta jazz; þú
elskaðir Louis Armstrong og
Ellu, Oscar Peterson og fleiri.
Hlustaðir mikið á Sinatra, Dean
Martin, Humperdinck og fleiri
góða. Þú kenndir mér að fjöl-
skyldan væri eitt það mikilvæg-
asta í lífinu og gerðir allt til að
við hittumst sem oftast og ætt-
um góðar stundir saman. Þess-
ar stundir elskaðir þú og varst
höfðingi heim að sækja. Það
var yndislegt að sjá ykkur
mömmu hvað þið voruð sam-
rýnd og studduð hvort annað í
öllu og eftir að mamma missti
sjónina varst þú augun hennar
og sást um allt á heimilinu sem
þurfti. Við verðum núna augun
hennar mömmu, pabbi minn.
Þín verður sárt saknað af
okkur öllum, elsku pabbi minn,
en allar ljúfu minningarnar
munu lifa í hjörtum okkar.
Þín dóttir
Hulda.
Það var mikið áfall að fá sím-
talið um að hugsanlega væri
stutt eftir hjá pabba en mikið
var ég þakklátur að hafa náð
næstu flugvél til landsins og
geta séð hann áður en hann
kvaddi. Eiginlega átti maður
aldrei von á þessu símtali því
hann hafði í gegnum árin, þeg-
ar hann barðist við veikindi,
alltaf náð sér aftur en í þetta
sinn var brekkan aðeins of
brött.
Þegar maður hugsar til baka
þá koma fyrst upp í hugann
nokkur orð sem einkenndu
pabba, dugnaður, kurteisi,
snyrtimennska og sú mikla ást
sem hann gaf okkur fjölskyld-
unni.
Hann vildi allt fyrir mann
gera og hann fylgdist vel með
öllu sem ég var að gera. Í öllum
mínum ferðalögum þá vildi
hann vita hvað maður væri að
gera, fékk oft flugnúmerið á
fluginu hjá mér til að sjá hve-
nær ég væri að lenda og þegar
ég var að keyra til Akureyrar
þá töluðum við alltaf saman áð-
ur en ég lagði á stað og svo aft-
ur þegar ég var komin á leið-
arenda, hann vildi alltaf vita af
mér og að allt væri í lagi.
Þegar ég kveð pabba þá
hugsa ég um allt það góða
veganesti sem hann gaf mér út
í lífið. Ég veit að það mikil-
vægasta í lífinu hjá honum var
auðvitað mamma og fjölskyld-
an.
Elsku pabbi, stórt knús og
takk fyrir allt og ekki hafa
áhyggjur af mömmu, við hugs-
um um hana.
Marinó Marinósson.
Ég var 16 ára þegar ég
kynntist Marinó tengdaföður
mínum, eða Marra eins og hann
var gjarnan kallaður. Við
Ragna vorum að byrja okkar
samband á þessum tíma og vor-
um við Marri ekki sammála um
það hvað hans elsta dóttir
mætti vera lengi úti á kvöldin
með þessum síðhærða og krull-
aða pilti sem nýverið hafði
komið inn í þeirra líf. Marri
hafði að sjálfsögðu sitt fram
enda ekki vænlegt að hefja
sambandið við væntanlegan
tengdaföður með einhverjum
látum. En ég held að ég geti
sagt að ágreiningsmál okkar
hafi ekki orðið fleiri. Fljótlega
eftir að ég fór að venja komur
mínar á heimili Marra og minn-
ar elskulegu tengdamóður,
Hrannar, á Látraströndina, þá
myndaðist einstakt vináttusam-
band okkar á milli. Það sama
má segja um systkini Rögnu,
þau Öddu, Huldu og Marinó, ég
varð einhvers konar stóri bróð-
ir í þeirra augum.
Marri hafði mikinn metnað
fyrir því að hafa fallegt heimili
og það eru ófá handtökin sem
við unnum saman á Látra-
ströndinni. Bæði voru það ýmis
verk innandyra en ekki síður
utandyra við að koma upp frá-
bærri aðstöðu í garðinum. Stór
verönd með heitum potti og
grilli þar sem fjölskyldan naut
þess að koma saman, enda var
Marri mikill fjölskyldumaður
og hafði unun af því að hafa
fjölskylduna nálægt sér. Hrönn
og Marri höfðu mikla ánægju af
því að ferðast og fóru gjarnan
með barnahópinn í tjaldútilegur
víðs vegar um landið. Eftir að
ég kynntist þeim var hins vegar
mest farið í sumarhús víða um
landið. Þessar ferðir eru mér
ógleymanlegar enda skemmti-
leg ferðalög og frábær fé-
lagsskapur stórfjölskyldunnar.
Steingrímsstöð var alltaf í
mestu uppáhaldi hjá okkur
enda aðstaðan frábær og gott
aðgengi fyrir hjólastóla sem
kom sér afar vel fyrir okkur. Í
Steingrímsstöð var hægt að
fara í gönguferðir, spila krik-
ket, vaða í vatninu og ekki síst
að veiða. Þá var oft tekið í spil
og spilaður Kani. Marri hafði
afskaplega gaman af því að
spila og var gjarnan spiluð fé-
lagsvist í jólaboðunum, en mjög
gaman gat verið að fylgjast
með Marra og ömmu Boggu
takast hressilega á við spila-
borðið enda voru bæði miklir
keppnismenn.
Marri var rausnarlegur og
örlátur maður. Hann hafði
mikla ánægju af því að bjóða til
sín fjölskyldu og vinum og þá
skyldi ávallt vera nóg af öllu,
bæði í mat og drykk. Þá erum
við Ragna ævinlega þakklát
tengdaforeldrum mínum fyrir
að bjóða okkur og Ragnari syni
okkar að vera hjá sér í meira
en ár á meðan við byggðum
okkar hús á Valhúsabrautinni.
Þann 10. janúar síðastliðinn
urðu mikil gleðitíðindi í fjöl-
skyldunni en þann dag eign-
aðist Hrönn dóttir okkar ynd-
islega stúlku. Ég og Ragna
urðum afi og amma og Hrönn
og Marri langamma og langafi.
Við feðginin fórum fyrir stuttu
með litlu stúlkuna í heimsókn
til langafa og langömmu og
aðra eins gleðistund hef ég ekki
upplifað lengi.
Marri hefur á undanförnum
árum átt við nokkur veikindi að
stríða en ávallt stigið upp aftur.
Það fór því miður ekki svo að
þessu sinni og þess vegna kveð
ég nú góðan vin. Ég vil þakka
honum fyrir samfylgdina og ég
þykist vita að góðir munu taka
á móti honum.
Þinn kæri tengdasonur,
Bjarni Ómar.
Elsku afi.
Það sem það er skrítið að
þurfa að kveðja þig núna – afa
sem átti að minnsta kosti níu líf
og reis alltaf upp aftur sama
hvað á dundi. En í þetta skiptið
voru lífin þín öll búin og tími
fyrir þig að fara á næsta stað.
Það eru ótrúlega margar
skemmtilegar stundir sem fara
í gegnum hugann þegar maður
hugsar til þín. Þú kenndir mér
t.d. að spila rommí og við eydd-
um ófáum klukkutímum við eld-
húsborðið í Stangarholtinu og
spiluðum rommí á Camel-spilin
þín. Eins kenndir þú okkur
krökkunum að spila kana og á
hverju sumri þegar við fórum í
bústað öll fjölskyldan var spil-
aður kani sleitulaust.
Þú varst alltaf boðinn og bú-
inn að gera allt fyrir okkur
krakkana með bros á vör, eins
og að sækja eða skutla um allan
bæ. Þessar ferðir tóku yfirleitt
stuttan tíma enda varstu mjög
svo röggsamur ökumaður og
lést ekkert stoppa þig í umferð-
inni – ökustíll sem bæði ég og
nokkrir aðrir í fjölskyldunni
hafa tekið upp eftir þér þó að
enginn vilji kannast við það.
Þú varst svo mikill fjöl-
skyldumaður og hafðir yndi af
því þegar fjölskyldan kom sam-
an og ég er viss um að það er
þér að þakka hvað fjölskyldan
er öll náin og samhent. Það var
því yndislegt að þú náðir að
hitta nýjasta fjölskyldumeðlim-
inn og fyrsta langafabarnið þitt
áður en þú þurftir að kveðja
okkur og er það minning sem
við munum hlýja okkur við
lengi. Sú stutta ákvað meira að
segja að drífa sig í heiminn
fjórum vikum fyrr til að ná að
hitta þig. Ég hlakka til að segja
henni sögur af þér þegar hún
verður eldri.
Það voru mikil forréttindi að
fá að eiga þig sem afa, elsku afi
minn, og er ég ótrúlega þakklát
fyrir það. Ég mun sakna þín
mikið en mun hlýja mér við
góðar minningar.
Hrönn Bjarnadóttir.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Sigrún Sif, Marinó
og Særún.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um vin minn, Marinó. Hann
var einstaklega glaðlyndur,
ljúfur og fróður um allt milli
himins og jarðar.
Það var alltaf gott að tala við
hann og hann var svo áhuga-
samur um það sem maður var
að segja og gera. Hann lét mér
ávallt líða eins og ég væri vel-
kominn gestur og þess vegna
fannst mér svo gott að koma og
vera hjá þeim hjónum. Enda er
erfitt að minnast Marra án þess
að Hrönn sé nefnd í sömu setn-
ingu þar sem yndislegri og
samrýmdari hjón er vart hægt
að hugsa sér. Ég er óendanlega
þakklát fyrir stundirnar sem ég
hef átt með þeim hjónum og
eru þær mér ofarlega í huga og
hjarta.
Þú ert áfram líf af okkar lífi:
líkt og morgunblær um hugann svífi
ilmi og svölun andar minning hver
– athvarfið var stórt og bjart hjá þér.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku Hrönn og fjölskylda,
missir ykkar er mikill. Ég bið
góðan Guð að varðveita ykkur
og gefa ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Ása Broddadóttir.
Fallinn er frá kær vinnu-
félagi og vinur. Við unnum
saman hjá því ágæta fyrirtæki
Landsvirkjun í áratugi og
minningarnar eru óteljandi.
Marinó hafði góða lund og ljúft
viðmót og átti auðvelt með að
vinna með öðrum. Hann var út-
sjónarsamur við lausn vanda-
samra og flókinna verkefna.
Marinó hafði m.a. það verkefni
á sinni könnu að skipuleggja
vinnuferðir starfsmanna. Þetta
var lengst af fyrir daga int-
ernetsins og það gat stundum
verið flókið að finna bestu
lausnina í frumskógi fargjald-
anna. en það vafðist ekki fyrir
Marinó. Þá sinnti hann trygg-
ingamálum Landsvirkjunar,
sem var mikilvægur þáttur í
starfseminni og fjölmörgum
öðrum verkefnum.
Marinó var einstakur félagi
og vildi leysa úr hvers manns
vanda. Á gleðistundum var
hann hrókur alls fagnaðar og
betri ferðafélaga var vart hægt
að hugsa sér í fjölmörgum
starfsmannaferðum. Undir lok
starfsferils síns var Marinó
ekki heilsuhraustur og þurfti
m.a. að gangast undir tvísýnar
skurðaðgerðir. En Marinó
hristi þetta af sér og er enginn
efi að þar hjálpaði hans góða
skap og jákvæða afstaða til lífs-
ins mikið. Við vottum Hrönn og
allri fjölskyldu Marinós okkar
og annarra samstarfsmanna
dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Marinós Marinósson-
ar.
Stefán Már Halldórsson og
Örn Marinósson.
Marinó
Marinósson
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
AF ÖLLUM
LEGSTEINUM
Í FEBRÚAR
Verið
velkomin
AFSLÁTTUR
áður kr. 245.000
kr. 220.000
Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma okkar
og langamma,
GUNNHILDUR BJARNADÓTTIR,
áður Strembugötu 14,
Vestmannaeyjum,
lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum miðvikudaginn 15.
febrúar.
Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 25. febrúar
klukkan 11.
Anna Guðný Eiríksdóttir Egill Jónsson
Eiríkur Egilsson Lena Björk Kristjánsdóttir
Helgi Egilsson Rúna Thorarensen
Hildur Egilsdóttir
og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður
okkar,
HÖNNU PÁLSDÓTTUR
myndlistarkonu
og fyrrverandi bankastarfsmanns.
Páll Jónsson,
Anna Pála Vignisdóttir og fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÖRNÓLFS THORLACIUS,
fyrrverandi rektors MH.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á
hjúkrunarheimilinu Grund fyrir þá einstöku
umönnun sem honum var veitt af hlýju og virðingu.
Sigurður Thorlacius Sif Eiríksdóttir
Arngrímur Thorlacius Elísabet Axelsdóttir
Birgir Thorlacius Rósa Jónsdóttir
Lárus Thorlacius Þóra Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn