Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017 ✝ Ólafur Valdi-mar Valdi- marsson fæddist í Hvallátrum á Breiðafirði 28. september 1935. Hann lést í Reykja- vík 9. febrúar 2017. Ólafur var sonur hjónanna Valdi- mars Ólafssonar, f. 1906, d. 1939, og Fjólu Borgfjörð Oddsdóttur, f. 1911, d. 1985. Ólafur átti sex alsystkini. Jó- hanna, Sigurjón, Kristján og Að- alsteinn eru látin en Ásta og Anna lifa bróður sinn. Eina hálf- systur átti Ólafur, sammæðra, Valgerði Ásmundsdóttur. Þegar Ólafur var á fjórða ári lést faðir hans og dreifðist þá systkinahópurinn til vina og ættingja. Ólafur fór í fóstur til föðursystur sinnar, Láru Ágústu Ólafsdóttur, f. 1898, d. 1973, og manns hennar, Halldórs Kol- beins, f. 1893, d. 1964. Þau bjuggu þá á Stað í Súgandafirði þar sem Halldór var sókn- arprestur. Kom Ólafur inn í systkinahópinn á Stað en hann leit alltaf á börn þeirra Láru og Halldórs sem systkini sín og kallaði Láru og Halldór mömmu húsasmíðameistari í Garðabæ. Maki hans er Hlédís Þorbjörns- dóttir og þeirra börn eru Berg- dís, Þorbjörn og Ólafur Valdi- mar. Börn Valdimars og Lindu Emilíu Karlsdóttur eru Tanja Sól og Emilíanna. 2) Jörundur, f. 1960, félagsráðgjafi í Ham- borg. Maki hans er Jan Ólafs- son. 3) Lára Ágústa, f. 1963, skjalavörður á Akureyri. Maki hennar er Jóhannes Sigfússon og þeirra börn eru Sigfús og Silja. Börn Silju og Jóhanns Heiðars Friðrikssonar eru Jó- hannes Helgi, Júlía Björg og Hrannar Már. 4) Kristín Sylvía, f. 1973, d. 1974. Anna og Ólafur bjuggu fyrst í Reykjavík en um vorið 1959 fluttu þau að Melstað í Miðfirði og hófu þar búskap árið eftir. Seinna fluttu þau að Stóra-Ósi og loks í Uppsali vorið 1965. Ólafur var kjörinn í hrepps- nefnd Fremri-Torfustaðahrepps árið 1966 og var í henni til árs- ins 1978. Hann var einnig í skólanefnd og formaður skóla- nefndar Laugarbakkaskóla um tíma. Anna og Ólafur bjuggu á Uppsölum til ársins 1983 er þau fluttu til Hvammstanga. Á Hvammstanga fór Ólafur að vinna í áhaldahúsi hreppsins og endaði starfsævina þar árið 2005. Útför Ólafs fer fram frá Mel- staðarkirkju í dag, 18. febrúar 2017, klukkan 14. og pabba, eins og þau væru hans eig- inlegu foreldrar. Börn Halldórs og Láru eru Aðal- heiður, Gísli, Erna, Eyjólfur, Þórey og Lára Ágústa. Að auki ólst Guðrún Sesselja Guð- mundsdóttir upp hjá þeim Láru og Halldóri. Aðal- heiður og Erna eru látnar. Fjöl- skyldan bjó á Stað til 1941 en þá fluttu þau að Mælifelli í Skaga- firði og síðan að Ofanleiti í Vest- mannaeyjum árið 1945. Ólafur fór í farskóla en eftir að hann kom til Vestmannaeyja var hann þar í barnaskóla og síðan í Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja, þaðan sem hann tók próf vorið 1952. Haustið 1954 fór Ólafur í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan vorið eftir. Ólafur kvæntist Önnu Jörg- ensdóttur, f. 1937, d. 2011, frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Foreldrar hennar voru Lára Ísey Hallgrímsdóttir, f. 1909, d. 1994, og Jörgen Sigurðsson, f. 1906, d. 1965. Börn Önnu og Ólafs eru: 1) Valdimar, f. 1959, Kæri tengdapabbi. Ég var vart kominn af ung- lingsaldri þegar Lára kynnti mig fyrir ykkur Önnu. Ég man að það var í eldhúsinu í gömlu húsi við Hafnarstræti á Akureyri, þar sem Jörundur var með litla leiguíbúð. Við Lára vorum á 2. ári í mennta- skólanum og tilhugalífið átti hug okkar allan. Ég var feiminn við ykkur en fann strax að þið voruð jarðbundið og gott fólk. Þið Lára hafið alltaf verið tengd mjög sterkum böndum og þú hefur örugglega mælt mig, þennan strákling, út með gagn- rýnum augum. Ég var jú að reyna að stela stelpunni þinni! Það varð fljótt ljóst að það var full alvara í þessu hjá okkur Láru og mér bauðst að koma í fyrsta skipti í sveitina á Uppsölum sumarið 1981. Mér var vel tekið og fór nú að kynnast ykkur Önnu. Það voru góð fyrstu kynni og bara upphafið að ævarandi vinskap. Á Uppsöl- um blasti við mér regluheimili og fólk sem aldrei féll verk úr hendi. Það var grunnt á kímni og hent gaman að mörgu. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt ykkur Önnu hallmæla nokkrum manni og það grófasta sem sagt var um ein- hvern, var að hann væri „grey“. Þannig voruð þið – vinnusamt, reglusamt, góðhjartað og sóma- kært fólk að öllu leyti. Þið áttuð líka vel saman og verkaskiptingin hjá ykkur lá alveg á hreinu, eins og algengt er um ykkar kynslóð. Þessi lífsgildi hafa skilað sér í uppeldið, því ég get með sanni sagt að hrekklausari og heiðar- legri manneskju en hana Láru mína þekki ég ekki. Við Lára fórum að búa saman strax á menntaskólaárunum og leið okkar lá svo suður í frekara nám. Þið Anna hættuð búskap og fluttuð á Hvammstanga á svipuð- um tíma. Þá var gott að eiga ykk- ur að og þið studduð okkur vel og dyggilega. Svo fór að fjölga hjá okkur Láru en það voru fyrstu barnabörnin ykkar. Eins og vænta mátti áttuð þið strax í þeim hvert bein og dekruðuð þau, eins og gjarnan er siður hjá öfum og ömmum, enda fjölskyldan ykkur mjög mikils virði. Það var alltaf gott að koma til ykkar og það var hreinlega ástríða hjá Önnu að út- búa og hlaða á matborðið kræs- ingum, þar til ekki komst meira fyrir. Ég mundi segja að þú hafir verið meinlætamaður, tengda- pabbi. Þú varst samt með bíla- dellu og í seinni tíð alltaf á nýleg- um og góðum jeppum. Það var þó eitthvað sem þú leyfðir þér og fannst okkur það ánægjulegt. Verst að ég hef engan áhuga á bíl- um og leiðir okkar lágu því ekki saman á því sviði. Svo keyptir þú þér lítinn bát – og þá gátum við talað. Verst að okkur vannst ekki tími til að róa meira saman. Svo liðu árin og 2011 kom áfall- ið. Anna dó frá okkur, öllum að óvörum. Ég þykist vita hvílíkt áfall það var fyrir þig, en þú barst harm þinn í hljóði og mér fannst aðdáunarvert að sjá hvernig þér tókst að aðlaga þig daglega lífinu á ný. Eldaðir meira að segja mat og brasaðir ýmislegt sem þú hafð- ir ekki komið nálægt áður. Þetta heitir víst lífsleikni í dag. Nú eru liðin tæp 6 ár frá fráfalli Önnu. Þú hafðir sama háttinn á og hún og kvaddir þennan heim býsna óvænt. Ég vona að andar ykkar hafi fundist á ný. Kæri Ólafur, takk fyrir allt. Ykkar Önnu er sárt saknað. Jóhannes Sigfússon. Mig langar að skrifa nokkur orð til að minnast tengdaföður míns sem borinn er til hinstu hvílu í dag. Ég man hvað ég kveið fyrir, fyrir um það bil tuttugu árum, að hitta þau Önnu og Ólaf. Ég varð þess þó fljótt áskynja að þess þurfti ekki. Þau tóku mér bæði opnum örmum. Samband Ólafs og Önnu var farsælt og það var alltaf gott á milli þeirra. Ólafur var dagfars- prúður maður en átti það til að „stríða“ Önnu góðlátlega. Þegar það var byrjað að þykkna í frú Önnu eins og Ólafur kallaði hana þegar hann var að stríða henni , þá strauk hann henni um bakið og kallaði hana „góða mín“ eða „lurf- an mín“ og þá var allt orðið gott aftur. Ólafur var bindindismaður á tóbak og áfengi alla tíð, það var helst að hann væri matvandur og borðaði nú ekki grænmeti og ávexti. Það var bjargföst sann- færing hans að það væri alveg nóg að kindin eða kýrin hefði rifið í sig grasið og hann borðaði lamba- kjötið og skyrið með bestu lyst. Og ekki mátti gleyma rabarbara- sultunni, sem var notuð með flest- um mat. Ólafur hafði yndi af lestri og las mikið. Það var hans helsta dægra- stytting eftir að Anna lést 2011. Einnig hafði Ólafur óhemju gam- an af að taka í spil og spilaði reglulega lomber á sunnudögum. Barnabörnin nutu einnig góðs af og hann var óþreytandi að spila við barnabörnin sín. Anna og Ólafur ferðuðust mikið bæði inn- anlands og utan. Þær voru ófáar útilegur sem við fórum í með þeim. Þá var glatt á hjalla. Þó stendur upp úr dagsferð sem við fórum til Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum. Þar var Ólafur í essinu sínu og naut sín til hins ýtr- asta að rifja upp gamla tíma á æskustöðvum. Lífið hjá Ólafi breyttist mikið eftir að Anna dó og kom hann okkur öllum á óvart með því hvað hann varð sjálfstæð- ur og útsjónarsamur við heimilis- störfin. Hann hélt áfram að ferðast og fór hann m.a. í vel heppnaðar ferðir til Grænlands og Færeyja. Ólafur var dulur á tilfinningar sín- ar en samt hlýr, léttur og nær- gætinn, það var helst að heyrn- arleysið háði honum í samskiptum við annað fólk. Börn- um mínum var hann ljúfur og góð- ur afi og þakka ég honum fyrir það. Ég kveð Ólaf full þakklætis fyrir góðu stundirnar. Sendi börnum hans og öðrum afkom- endum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín tengdadóttir, Hlédís Þorbjörnsdóttir. Elsku afi. Þið voruð svo gott lið, þú og amma, og því fannst mér þú hálf- vængbrotinn þegar amma fór. Það var alltaf gott að koma til ykkar og á ég margar góðar minningar frá Hvammstanga. Það verður því skrítið að missa alla tengingu við þennan stað. Á Hvammstanga kom maður alltaf að borði fullu af kræsingum, þar sem amma töfraði fram veiting- arnar án þess að hafa nokkuð fyr- ir því, og við afa gat maður alltaf spilað. Afi hafði líka gaman af sjónvarpi og var hálfgerð alæta á sjónvarp. Hann nennti meira að segja að horfa á barnaefnið með manni, eitthvað sem mamma og pabbi hefðu aldrei nennt að gera. Bílferðir voru líka fastir liðir í heimsóknum til Hvammstanga, enda afi með mikla bíladellu, og voru ferðirnar allt frá stuttum bæjarrúntum upp í langar ferðir til fjalla. Ég man lítið eftir afa þegar hann var enn að vinna og hann var hættur að vera bóndi áður en ég fæddist en vinnusemin og dugn- aðurinn er eitt af því sem ein- kenndi hann. Ég held að frasinn „ég nenni ekki“ hafi ekki verið til í hans orðabók. Ef eitthvað þurfti að gera var það gert og ef upp komu vandamál voru þau tækluð. Afi var heldur ekki mikið fyrir að drolla og ef við fórum í búð var honum strax farið að leiðast ef við amma vorum að skoða eitthvað. Einnig kom hann stundum í heim- sókn en stökk fljótt á fætur öllum að óvörum því nú var komið gott og afi þurfti að drífa sig heim. Þrátt fyrir stutt stopp var samt alltaf svo gott að fá hann í heim- sókn. Frá því að ég byrjaði að búa hef ég líka passað mig á því að eiga örugglega molasykur uppi í skáp, svona ef afi skyldi koma, og man ég eftir því þegar ég keypti kassa af molasykri og kom fyrir uppi í tómlegum skáp í fyrstu íbúðinni minni. Síðan þá hef ég flutt tvisvar og hefur þessi kassi alltaf fylgt mér en afi er sá eini sem hefur borðað upp úr kassan- um. Ég velti því nú fyrir mér hvort ég hafi nokkuð þörf fyrir kassa af molasykri lengur en mig grunar líka að hann sé útrunninn. Það kemur margt annað upp í hugann þegar ég hugsa um afa. Hann var léttur í lund og stutt í húmor og hlátur en fyrst og fremst var hann góður maður sem verður sárt saknað. Hann fór frá okkur mjög skyndilega, líkt og amma, en ég trúi því að þau séu sameinuð á ný og þannig eiga þau að vera. Silja Jóhannesdóttir. Við andlát Ólafs Valdimarsson- ar birtast ýmsar myndir í huga mínum. Ég hef þekkt Ólaf í ára- tugi og leyfi mér að kalla hann góðan vin. Ólafur bjó um áratuga- skeið á Uppsölum í Miðfirði, myndarbúi með konu sinni Önnu Jörgensdóttur, og börnum þeirra. Mikil snyrtimennska einkenndi Ólaf alla tíð, hélt hann mikilli reisn til hinsta dags og svo var með þau hjón bæði. Þau voru ein- staklega samrýnd og oftast nefnd bæði í einu. Þau brugðu búi á Uppsölum áður en aldurinn krafði þau um breytingar og byggðu sér hús hér á Hvammstanga. Hann vildi verða gjaldgengur á vinnumark- aði, þótt hann léti af búskap. Þau hjón unnu við ýmis störf hér á staðnum, hann m.a. vélamaður hjá sveitarfélaginu og þau bæði um árabil við sláturhús VSP hf., þar áttum við góða og skemmti- lega samleið. Leiðir okkar Ólafs lágu víðar saman. Hann varð stofnfélagi í veiðifélaginu Dísinni sf. árið 1992, ásamt hópi góðra félaga, sem nú týna tölunni of hratt. Hann, ásamt Gunnari Kristóferssyni, tók að sér umhirðu á búnaði félagsins. Hann var laghentur bæði við smíðar og annað handverk og sýndi mér oft muni sem hann var að búa til, m.a. gjafir til afa- barnanna. Ólafur sagði mér hvernig þau Anna kynntust. Hann var bú- fræðingur frá Hvanneyri og fjár- hirðir þar að námi loknu. Þá komu boð frá Skriðuklaustri í Fljótsdal, hvort ekki fengjust ungir menn til starfa þangað. Svo fór að Ólafur fór og dvaldi þar um hríð. Tókust þá kynni með þeim Önnu, en hún var frá Víðivöllum í sömu sveit. Þau settu saman heimili í Reykja- vík en fluttu fljótlega norður í Miðfjörð, þar sem ævistarfið beið þeirra. Það varð Ólafi mikill miss- ir þegar Anna andaðist eftir stutt veikindi árið 2011. Ólafur hélt þó ótrauður áfram og bjó einn í húsi sínu, sinnti heimilisstörfum og sýndi manni með glettnissvip hvað hann var að bralla; sjóða sultur, tína ber, verka fisk o.fl. Um áttrætt málaði hann einn húsið sitt allt utan, nokkuð skær- gult, og spurði mig svo stoltur; hvernig finnst þér liturinn? Auð- vitað var ég hrifinn af framtaki hans. Hann aðstoðaði okkur á Bjargi í nokkur ár við búrekstur, kom m.a. á sauðburði og annaðist gjöf. Hann hafði gott vit á fénaði og gaman af því að umgangast dýrin. Hann hafði yndi af ferðalögum, átti um tíma vélsleða og ferðaðist með hópi manna héðan, m.a. inn á jökla. Hann starfaði með Flug- björgunarsveitinni lengi og var þar, eins og annars staðar, góður liðsmaður. Þá festi hann kaup á sportbát fyrir tveimur árum. Bíl- arnir hans vöktu ávallt athygli, gljáandi og greinilega stolt hans. Ólafur var félagslyndur, var um tíma í kór, spilaði lomber af mikilli list og hafði ýmis áhuga- mál. Þó henti hann það á síðari ár- um að heyrn hans varð slæm og háði það honum á mannamótum. Systkini mín þakka Ólafi ára- löng kynni og vinskap. Þeir Axel bróðir fóru með Bændaferðum til Færeyja sl. vor og nutu sín í hví- vetna. Við Dísarfélagar söknum félaga og vinar og biðjum honum velfarnaðar. Við Anne Mary, svo og bræðurnir Geir og Valur, votta börnum hans og fjölskyldu samúð og biðjum Guð að blessa minn- ingu Ólafs Valdimarssonar. Karl Ásgeir Sigurgeirsson. Ólafur Valdimar Valdimarsson ✝ Edda GrétaGuðmunds- dóttir fæddist í Ólafsfirði 13. júlí 1938. Hún lést á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 10. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Jónsson sjómaður, f. 14.1. 1913, d. 19.6. 1991, og Sigríður J. Björnsdóttir hús- freyja, f. 6.8. 1918, d. 12.2. 1996. Edda Gréta var elst, hin eru Hreinn, húsvörður, f. 17.1. 1941, Jón Þorgeir, sjómaður f. 18.4. 1947, d. 1.11. 2014, Björn Ragn- ar, sjómaður, f. 29.10. 1954. Edda Gréta ólst upp á Ólafs- firði en fór síðan í Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Þá fluttist hún til Reykjavíkur, þar sem hún vann um tíma hjá Flug- félagi Íslands. Fyrri maður Eddu Grétu var Gunnar Gísla- son, rafvéla- og rafvirkjameist- ari, f. 22.1. 1937, d. 5.8. 1969. Foreldrar hans voru Anna Jón- ína Brynjólfsdóttir Hansen hús- móðir, f. 10.12. 1914, d. 2.3. 1971, og Gísli Jóhann Jónsson loftskeytamaður, f. 25.5. 1910, d. 8.4. 1941. Eftir að hún missti Gunnar rak hún rafvélaverkst. Haraldar Hansen til margra ára Bandaríkjunum ásamt konu sinni Abigail Elaine Lay og eiga þau saman Iðunni Elaine og Eir Elaine. Jón Torfi er sjómaður og kærasta hans er Gunnhildur Finnsdóttir. Orri Þorkell raf- virki býr með Evu Dögg Einars- dóttur. Brynjólfur Harald og kona hans Sigurveig Harpa Ágústsdóttir eru búsett í Reykjavík og eiga þau Flosa og Sturlu. Flosi lögreglumaður býr með Arndísi Ýr Hafþórsdóttur og eiga þau Heiðu Líf. Sturla námsmaður býr með Barböru Hafdísi Þorvaldsdóttur og eiga þau Ronju. Guðmundur Gísli og kona hans Valgerður Auðuns- dóttir eru búsett í Mosfellsbæ og eiga þau þrjú börn, Auðun Ófeig, Eddu Grétu og Sylvíu Ösp. Auðunn Ófeigur er sjómað- ur og á Hafdísi Jöru með Bryn- dísi Björk Brynjólfsdóttur. Edda Gréta húsmóðir á Tristan Leví og Oliver Elí með Sigurvin Jóni Halldórssyni. Sylvía Ösp leið- sögumaður býr með Daníel Erni Sandholt og eiga þau Mikael Mána. Gunnar Þór og kona hans Þórdís Borgþórsdóttir búa í Reykjavík og eiga þau Októvíu Eddu, Júlíönu Söru og Kristínu Olgu. Októvía Edda er leið- sögumaður. Júlíana Sara leik- kona og eiginmaður hennar Ás- grímur Geir Logason eiga Gunnar Loga. Kristín Olga námsmaður býr með Birni Frey Gíslasyni. Edda Gréta verður jarð- sungin frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 18. febrúar 2017, klukkan 14. sem Gunnar hafði rekið. Þá vann hún einnig um tíma í eldhúsi Trygg- ingastofnunar og í mötuneyti Bygg- ingafulltrúa Rvk. Seinni maður henn- ar var Pétur Ingi- berg Jónsson múr- arameistari, f. 3.1. 1947, en saman bjuggu þau á Ólafs- firði nýliðna tvo áratugi. For- eldrar Péturs voru Jón Pét- ursson Einarsson leigubílstjóri, f. 27.9. 1914, d. 29.10. 1994, og Sigfríður Georgsdóttir mat- ráður, f. 31.3. 1920, d. 27.8. 2014. Á Ólafsfirði starfaði Edda Gréta á Dvalarheimilinu Horn- brekku þar sem hún las fyrir vistmenn. Með Gunnari átti hún fjögur börn: 1) Anna Sigríður keramiker, f. 30.1. 1960, 2) Brynjólfur Harald bankastarfs- maður, f. 16.11. 1961, 3) Guð- mundur Gísli lagerstarfsmaður, f. 8.10. 1963, og 4) Gunnar Þór leiðsögumaður, f. 16.10. 1964. Anna Sigríður og Helgi Skúta Helgason eiga Dag Skútu en Anna Sigríður giftist Ara Þor- keli Sveinssyni og eiga þau Jón Torfa og Orra Þorkel. Sambýlis- maður Önnu Sigríðar er Reynir Arngrímsson. Dagur Skúta býr í Nú, elsku hjartans Edda mín, þegar dauðinn hefur kvatt dyra og skilið okkur að, að minnsta kosti tímabundið, þá koma minn- ingarnar upp í hugann, sem aldr- ei fyrr. Og það er svo óendanlega margs að minnast í okkar lífi saman í tæplega hálfa öld. Ég veit ekki hvar ég á helst að drepa niður, því af svo mörgu er að taka og öllu jafn yndislegu, þótt á móti hafi blásið, þá var samstaða okk- ar órjúfanleg og í minningunni ómetanlega mikils virði. Ég get ekki rifjað margt upp hér, en eins langar mig að minn- ast og deila með öðrum, en það er afmæliskveðja mín til þín, ástin mín þegar þú fylltir sjöunda ára- tuginn, og ég var á göngu í Múl- anum, og var að hugsa um hvern- ig ég gæti komið orðum að því, hvað mér fannst um þig, eftir þann tíma, sem við þá höfðum bú- ið saman, og niðurstaðan varð eftirfarandi: Edda Gréta Guðmundsdóttir. Þú ert fagurt fljóð Þú ert hjartagóð Þú ert þolinmóð Þú ert minnisgóð Þú hefur göfugt geð Þú hefur kærleikann með Þú ert einsog eðalvín Þú gefur mér að éta Þú ert ástin mín Þú ert Edda Gréta. Börnum þínum, Edda mín, sem höfðu misst föður sinn svo ung að aldri og ég bar þá gæfu til að fá að ala upp með þér til full- orðins ára, og þeirra börnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð almáttugur vernda þig og blessa, um alla eilífð, þess bið ég í Jesú nafni. Bless ástin mín. Þinn elskandi eiginmaður, Pétur Ingiberg Jónsson. Edda Gréta Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.