Morgunblaðið - 18.02.2017, Qupperneq 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Tónlistarskóli FÍH og Tónlistar-
skólinn í Reykjavík halda sameigin-
lega tónleika í Kaldalóni í Hörpu á
morgun, sunnudag, kl. 14 og er að-
gangur ókeypis.
„Á tónleikunum verður kynntur
nýr Menntaskóli í tónlist og boðið
upp á fjölbreytta og glæsilega efn-
isskrá. Þar koma fram stórsveit,
kammerkór, strengjakvartett,
brasshópur, söngvarar og fleiri
áhugaverðir samspilshópar sem
flytja fjölbreytta tónlist af sviðum
klassískrar og rytmískrar tónlist-
ar,“ segir í tilkynningu tónleika-
haldara. Áfram er haldið:
„Með stofnun Menntaskóla í tón-
list (MÍT) taka tveir öflugir tónlist-
arskólar höndum saman um að
þróa nýjar og áhugaverðar leiðir í
tónlistarnámi. Skólinn býður upp á
fjölbreytt nám í rytmískri (djass,
popp og rokktónlist) og klassískri
tónlist og það verður hægt að ljúka
stúdentsprófi frá skólanum með
tónlist sem aðalnámsgrein.“
Hægt er að kynna sér starfsemi
skólans á vefnum menton.is.
Tónlistarkonur Þessir brassleikarar eru meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum.
Þar koma einnig fram stórsveit, kammerkór, strengjakvartett og söngvarar.
Stofnun Menntaskóla í tónlist fagnað
StúdíóZ nefnist
nýtt sýningar-
rými tileinkað
listnemum innan
veggja Anarkíu í
Hamraborg 3
sem tekið verður
formlega í notk-
un í dag kl. 15.
Fyrsti lista-
maðurinn sem
sýnir í rýminu er
Diðrik Jón Kristófersson, meist-
aranemi í listkennsludeild Listahá-
skóla Íslands, en sýning hans nefn-
ist Vættir-Forskot. „Diðrik hlaut
menntun sína í myndlist mestmegn-
is í Hollandi og á Kýpur þar sem
ólíkir straumar höfðu sín áhrif
þrátt fyrir sterka tengingu við
heimaslóðir og náttúru ásamt
forn-, þjóð- og Íslendingasögum,“
segir í tilkynningu frá sýningar-
haldara.
Vættir Eitt verka
Diðriks Jóns.
Nýtt sýningarrými
tileinkað nemum
Fókus, félag áhuga-
ljósmyndara, opnar ljós-
myndasýninguna Ljós
og skuggar í Fókus í
Listasal Mosfells-
bæjar í dag kl. 15.
Sýningin er hald-
in í samstarfi við
Nýherja umboðs-
aðila Canon á Íslandi
og er markmið hennar
að vekja áhuga almenn-
ings á ljósmyndun sem áhuga-
mál, virkja félagsmenn Fókus, og
að skapa vettvang til að sýna
ljósmyndir félagsmanna.
Þema ljósmyndasýning-
arinnar er ljós og skugg-
ar sem er afrakstur
ljósmyndaverkefnis á
vegum Fókus, félags
áhugaljósmyndara þar
sem fókus var á að
fanga blæbrigði ljóss og
skugga,“ segir í tilkynn-
ingu. Sýningin stendur til 11.
mars og er opin á opnunartímum
bókasafnsins.
Ljós og skuggar í Fókus opnuð í dag
Gallerí Fold heldur 103 listmuna-
uppboð sitt frá upphafi, sem jafn-
framt er fyrsta uppboð ársins, á
mánudaginn kemur kl. 18.
Á uppboðinu verður sérstakur
flokkur með Reykjavíkurmyndum
eftir ýmsa listamenn, m.a. Jón
Helgason biskup, Emanuel Larsen,
Ásgrím Jónsson og Nínu Tryggva-
dóttur. Alls eru þetta um 20 myndir
frá 19. og 20. öldinni, en ríflega
hundrað myndir verða boðnar upp
samtals á uppboðinu.
Mánudaginn 20. febrúar verða
100 ár liðin frá fæðingu Louisu
Matthíasdóttur. Af því tilefni verða
boðin upp fjögur málverk eftir
hana. Af öðrum verkum má nefna
tvö verk eftir Braga Ásgeirsson,
þrjú verk eftir Alfreð Flóka, nokkur
verk eftir Gunnlaug Scheving, verk
eftir Kristján Davíðsson og tvö verk
eftir Karl Kvaran auk verka eftir
Mugg, Kristínu Jónsdóttur, Gunn-
laug Blöndal, og um tug verka eftir
Kjarval.
Verkin verða til sýnis í Galleríi
Fold í dag, laugardag, kl. 11-16, á
morgun kl. 12-16 og á mánudag kl.
10-18. Uppboðsskrána má finna á
vefnum uppbod.is.
Fyrsta uppboð ársins hjá Galleríi Fold
Olíumálverk Bræður við lestur
málaði Louisa Matthíasdóttir 1952.
Á myndinni eru Matthías Matthías-
son og Einar Logi Einarsson.
Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson
eru nýkomin frá New York, þar
sem þau héldu tónleika í National
Sawdust og Mercury Lounge.
Heimkomin bjóða þau gestum
Mengis upp á tónleika og flytja dag-
skrá sem hefur að geyma þeirra
eigin tónlist í bland við innskot úr
óvæntum áttum. Tónleikar hefjast í
kvöld kl. 21.
Ólöf og Skúli með
tónleika í Mengi
Dúó Ólöf og Skúli leika eigin tónlist í
bland við innskot úr óvæntum áttum.
Það er ekki nóg með að Batman þurfi að kljást
við glæpamennina í Gotham borg, heldur þarf
hann að ala upp dreng sem hann hefur ætt-
leitt.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 7,9/10
Laugarásbíó 14.00, 15.40, 17.45
Sambíóin Álfabakka 10.40, 11.40, 13.00, 14.00, 15.20,
16.20, 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.15, 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 13.00, 15.20
Sambíóin Akureyri 13.00, 15.20, 17.40
Sambíóin Keflavík 13.00, 15.20, 17.40
The Lego Batman Movie Fifty Shades Darker16
Christian berst við innri djöfla sína og Anastasía lendir í heift
þeirra kvenna sem á undan henni komu.
Metacritic 32/100
IMDb 5,0/10
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 14.00, 16.50,
17.10, 19.50, 22.30
Borgarbíó Akureyri 17.40,
20.00
Gamlinginn 2 IMDb 6,5/10
Gamlinginn fer í ferðalag um
alla Evrópu í leit að rússneskri
gosdrykkjauppskrift sem hann
týndi snemma á áttunda ára-
tug síðustu aldar.
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
Sambíóin Kringlunni 15.20,
17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
La La Land Þau Mia og Sebastian eru
komin til Los Angeles til að
láta drauma sína rætast.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.20
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.20, 20.00
Sambíóin Kringlunni 14.40,
17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00
Gold 12
Ólíklegir félagar álpast um
frumskóga Indónesíu í leit
að gulli.
Metacritic 49/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 22.20
Sambíóin Keflavík 22.30
Háskólabíó 18.00, 20.50
xXx: Return of
Xander Cage 12
Metacritic 42/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.20,
22.20, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.40,
22.20
Rings 16
Metacritic 25/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Álfabakka 22.40
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.40
Sambíóin Akureyri 22.40
Hjartasteinn
Örlagarík þroskasaga sem
fjallar um sterka vináttu
tveggja drengja sem eru að
taka sín fyrstu skref inn í
unglingsárin og uppgötva
ástina.
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Smárabíó 13.00, 17.10,
18.50
Háskólabíó 15.00, 18.10,
21.00
Borgarbíó Akureyri 17.40
Bíó Paradís 17.30
John Wick:
Chapter 2 16
Leigumorðingi þarf að sinna
beiðni félaga úr fortíðinni
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 8,6/10
Laugarásbíó 17.00, 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Háskólabíó 18.10, 21.10
Borgarbíó Akureyri 22.20
The Great Wall 16
Metacritic 48/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.40
Monster Trucks 12
Metacritic 41/100
IMDb 5,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Elle/Hún
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 89/100
IMDb 7,3/10
Háskólabíó 15.10
Fantastic Beasts and
Where to Find Them
Bönnuð yngri en 9 ára.
Metacritic 66/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
T2: Trainspotting 12
Tuttugu ár eru liðin síðan
Renton kom á heimaslóð-
irnar og hitti þá Sick Boy,
Begbie og Spud. Og þótt
margt hafi breyst er annað
sem enn situr í sama farinu.
Metacritic 62/100
IMDb 7,9/10
Smárabíó 16.00, 19.30,
20.00, 21.40, 22.10, 22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
Patriot’s Day 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 65/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 20.00
Stór í sniðum
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 48/100
IMDb 3,9/10
Háskólabíó 15.00
Resident Evil:
The Final Chapter16
IMDb 6,2/10
Smárabíó 22.40
Rogue One:
A Star Wars Story 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 66/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Syngdu Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 13.45, 17.45
Sambíóin Álfabakka 10.40,
13.00, 15.20
Sambíóin Keflavík 13.00
Smárabíó 12.50, 15.10,
17.30
Háskólabíó 15.10
Vaiana Metacritic 81/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 10.40,
13.00, 15.20
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.20
Sambíóin Akureyri 13.00
Sambíóin Keflavík 15.20
Billi Blikk IMDb 5,2/10
Laugarásbíó 13.45, 15.50
Smárabíó 12.50, 15.00
Tröll Metacritic 45/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 13.00, 15.00
Paterson
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 20.00, 22.30
Moonlight
Myndin segir uppvaxtarsögu
svarts, samkynhneigðs
manns á Florida.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 99/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 17.30, 22.30
Besti dagur í lífi Olli
Mäki
Metacritic 91/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.30
Toni Erdmann
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 94/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 18.00
Land of Mine
Bíó Paradís 20.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna