Morgunblaðið - 18.02.2017, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017
Ung kona stendur við gröf íþýskum smábæ. Annasyrgir Frantz, sem féll ávesturvígstöðvunum í
fyrri heimsstyrjöld og hún var heit-
bundin. Hún er munaðarlaus, býr hjá
foreldrum Frantz. Allt hennar líf er í
greipum sorgarinnar og á hverjum
degi kemur hún að leiðinu og hugar
að því. Enginn er þó í gröfinni,
Frantz liggur í ómerktri fjöldagröf
einhvers staðar á vígvöllum Frakk-
lands. Dag einn birtist ókunnur mað-
ur við gröfina. Hann reynist fransk-
ur, heitir Adrien Rivoire og segir að
hann hafi verið vinur Frantz á náms-
árum hans í París fyrir stríðið.
Í fyrstu mætir honum tortryggni.
Frantz gerist 1919 og það er nýbúið
að undirrita Versalasamningana.
Myndin sýnir glöggt þau ör og hatur,
sem hryllingurinn í skotgröfum fyrri
heimsstyrjaldar skildi eftir sig.
Gríðarleg andúð ríkir á Frökkum
og í myndinni kemur sterkt fram að
Þjóðverjar líta á ósigur sinn og samn-
ingana sem fullkomna niðurlægingu,
sem beri að leiðrétta við fyrsta tæki-
færi.
Síðar í myndinni þegar leikurinn
berst til Frakklands kemur í ljós að
ekki ósvipuð andúð ríkir þar í garð
Þjóðverja.
Þegar foreldrar Frantz hleypa
Adrien inn á heimili sitt vekur það
furðu og óvild í þorpinu. Í áhrifaríku
atriði kemur til uppgjörs milli föður
Frantz og annarra feðra, sem misstu
syni sína. Þegar þeir spyrja hvort
hann geri sér ekki grein fyrir að
Adrien sé fulltrúi morðingja sona
þeirra svarar hann fullum hálsi að
franskir synir hafi einnig fallið á víg-
vellinum. Þýskir synir og franskir
synir hafi verið strádrepnir vegna
þess að feður þeirra sendu þá í opinn
dauðann.
Leikstjórinn kemur fyrir ýmsum
táknum í myndinni, sem velta má fyr-
ir sér. Adrien segir að Frantz hafi
leitt sig að málverkinu Le suicidé
(sennilega máluð einhvern tímann á
milli 1877 og 1881) af manni, sem
liggur örendur á fleti eftir að hafa fyr-
irfarið sér, eftir Édouard Manet í
Louvre. Síðar sést að Adrien er með
eftirmynd, sem hann hefur jafnvel
málað sjálfur, uppi á vegg í herbergi
sínu í Frakklandi. Listfræðingurinn
Ulrike Ilg segir að þetta sé ein mynda
Manets þar sem hann geri einsemd
nútímamannsins og yfirvofandi dauða
að viðfangsefni sínu.
Burðarásinn í myndinni er hins
vegar samskipti Önnu og Adriens.
Spurningin vaknar hvort stefni í ein-
hvers konar þríhyrningssamband
Önnu, Adriens og hins látna Frantz. Í
ljós kemur hins vegar að meira býr að
baki komu hans til þorpsins, en hann
segir í upphafi, og atburðarásin tekur
ýmsar vendingar áður en sú spurning
er leidd til lykta.
Paula Beer leikur Önnu. Hún þykir
með efnilegri leikkonum Þýskalands
um þessar mundir og sýnir í þessari
mynd að full ástæða er fyrir því. Hún
er stjarna myndarinnar. Pierre Nin-
ey leikur Adrien og kemur hinum fín-
gerða og brotthætta unga manni vel
til skila.
Ernst Stötzner og Marie Gruber
eru hins vegar ekki jafn sannfærandi
í hlutverkum foreldra Frantz og at-
riðin þar sem þau eru í aðalhlutverki
stirð og jafnvel þvinguð.
Ozon fékk grunnhugmyndina að
Frantz að láni frá Ernst Lubitsch,
sem 1931 gerði myndina Broken
Lullaby um franskan hermann, sem
leggur land undir fót til að heimsækja
þýska fjölskyldu til að létta á sam-
visku sinni. Myndin er að mestu í
svarthvítu eins og til að undirstrika
tómarúmið, sem Frantz skilur eftir
sig. Nokkur atriði eru þó í lit, annars
vegar í leiftrum frá því Frantz var á
lífi eða þegar hamingjuglæta virðist
ætla að brjótast gegnum þoku sorg-
arinnar.
Leikstjórinn François Ozon hefur
gert fjölda mynda og er sennilega
þekktastur hér á landi fyrir Átta kon-
ur með nokkrum helstu leikkonum
Frakklands í aðalhlutverkum. Margt
gott er að finna í Frantz og hún er
upplagt tilefni til að skella sér á
Þýska kvikmyndadaga.
Í leit að framtíð
í tómarúmi missis
Óræðar tilfinningar Paula Beer í hlutverki Önnu og Pierre Niney í hlut-
verki Adriens í kvikmyndinni Frantz sem François Ozon leikstýrði.
Bíó Paradís – Þýskir
kvikmyndadagar
Frantz bbbmn
Leikstjóri: François Ozon. Leikarar:
Paula Beer, Pierre Niney, Ernst Stötz-
ner, Marie Gruber, Johann von Bülow og
Anton von Lucke. Þýskaland og Frakk-
land. Tungumál: Þýska og franska.
2016, 113 mín.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Lokasýning 19. febrúar kl. 22.
Arkitektúr sem fólk elskar að hata er yfirskrift um-
ræðna sem fram fara á Kjarvalsstöðum á morgun,
sunnudag, kl. 14. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt
verður með framsögu og leiðir í framhaldi umræð-
urnar. Í panel verða arkitektarnir Guja Dögg Hauks-
dóttir, Hjörleifur Stefánsson, Steve Christer og Ólöf
Örvarsdóttir.
Til umræðu á fundinum er „hlutverk arkitektúrs í ljósi
þeirra átaka sem oft spretta upp varðandi nýbyggingar
og endurgerðir eldri húsa í ný hlutverk,“ segir í til-
kynningu. Þar kemur fram að Hildigunnur hefur
sinnt fagstjórn, kennslu, rannsóknum og ráðgjöf í
tengslum við félagspólítiskt samhengi manngerðs
umhverfis. „Litið verður til þeirra miklu deilna
sem oft skapast í samfélaginu í tengslum við
byggingarlist. Hildigunnur leiðir gesti inn í
samtal um þann mikla hita sem oft getur
skapast í kringum nýbyggingar sem og
breytt hlutverk eldri bygginga,“ segir í til-
kynningu. Meðal þeirra spurninga sem
varpað verður fram er hver sé hvati arkitekts-
ins við hönnunina; af hverju arkitektar eigi
hugverkarétt á eignum sem aðrir hafa greitt
fyrir; hvað listrænt gildi hönnunar þýði; hver
eigi að meta slíkt og hvaða vægi eigi hún að
hafa.
Arkitektúr sem fólk elskar að hata
Arkitekt Hildigunnur
Sverrisdóttir.
Kór Langholtskirkju og Stórsveit
FÍH flytja Sacred Concert eftir
Duke Ellington í útsetningu John
Høbye og Peder Pedersen í Lang-
holtskirkju annað kvöld, sunnudag,
kl. 20. Einsöngvari er Sigrún Erla
Grétarsdóttir. Stjórnandi Kórs
Langholtskirkju er Árni Heiðar
Karlsson og stjórnandi Stórsveitar
FÍH er Snorri Sigurðarson.
„Duke Ellington var einn merk-
asti djasslistamaður 20. aldar. Hann
var afkastamikill og samdi ógrynnin
öll af djasstónlist en einnig trúar-
legri tónlist. Árin 1953-1973 samdi
hann þrjá heilaga konserta fyrir
stórsveit, kór og einsöngvara. Þeir
hafa allir hlotið mikið lof en sá
fyrsti hreppti m.a. Grammy-
verðlaunin sem besta djasstónsmíð
ársins. Í tónlistartímaritinu Down
Beat hlaut upptaka af öðrum kons-
erti „allar stjörnur á himni guðs“
árið 1969. Duke Ellington fullyrti
sjálfur að síðari konsertinn væri
mikilvægasta tónsmíð sem hann
hafði samið,“ segir í tilkynningu frá
tónleikahaldara.
Miðar eru seldir á vefnum tix.is
og við innganginn.
Heilagur Árni Heiðar Karlsson stjórnar flutningi á verkinu Sacred Concert
eftir Duke Ellington á tónleikum í Langholtskirkju annað kvöld.
Flytja heilagan konsert
Morgunblaðið/Ófeigur
Miðasala og nánari upplýsingar
TILBOÐ KL: 1.45
TILBOÐ KL: 1.45
TILBOÐ KL 2
5%
SÝND KL. 10.40
SÝND KL. 5, 8, 10.30
SÝND KL. 8 SÝND KL. 1.45, 5.45
SÝND KL. 1.45, 3.50SÝND KL. 2, 3.40, 5.45
SÝND KL. 8, 10.30
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
FERMINGAvEIsluR
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Verð frá
kr. 2.750
Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum stærðum,
hvort sem er í veislusal okkar eða í aðra sali og heimahús.
Í yfir 40 ár hefur Veislu-
list lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskarand
matreiðslu.
Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal.
Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500
kaffihlaðborð
Miðegisveisla kl. 14 - 17
Vörunúmer 55400
√ Marsipanterta
√ Frönsk súkkulaðiterta
√ Konfekt-marengsterta
√ Kaffisnittur
√ Flatkökur
√ Heitur brauðréttur
Ferming