Morgunblaðið - 07.03.2017, Page 4

Morgunblaðið - 07.03.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og forstjóri Kjör- íss, er formaður stjórnar Lífeyris- sjóðs verslunarmanna. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér litist vel á þá fyrirætlun Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra að láta fara fram allsherjar úttekt á lífeyris- sjóðakerfi landsmanna og þeim hætt- um sem kunna að leynast í kerfinu til framtíðar. „Ég held að ég sem stjórnarfor- maður myndi taka vel í þær hug- myndir forsætisráðherra, að sett yrði gólf á erlendar fjárfestingar lífeyris- sjóða. Ég hef bæði talað fyrir því sem stjórnarformaður Lífeyrissjóðs versl- unarmanna og eins sem formaður Samtaka iðnaðarins. Það er orðið mjög knýjandi að taka mjög afger- andi skref í afléttingu hafta og hluti af þeirri vinnu gæti verið að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóðanna erlend- is,“ sagði Guðrún. Ekki við sjóðina að sakast Guðrún var spurð hvað hún segði um orð forsætisráðherra um það að lífeyrissjóðirnir væru orðnir mjög fyrirferðarmiklir í atvinnulífinu: „Það þarf ekki að koma neinum á óvart að lífeyrissjóðirnir eru orðnir fyrirferð- armiklir í íslensku atvinnulífi, því þeir hafa verið með fjárfestingar sínar inni í lokuðu hagkerfi. Það hlýtur hver maður að sjá að fjárfestingar- þörf sjóðanna er mjög mikil og við höfum ekki getað farið út með fjár- magnið. Þetta hafa verið smá- skammtalækningar, sem ekki hafa dugað til. Því er ekki við sjóðina að sakast í þeim efnum,“ sagði Guðrún. Guðrún sagðist telja að áform for- sætisráðherra um að láta gera úttekt á lífeyrissjóðakerfinu væru af hinu góða. „Ég fagna þeim áformum for- sætisráðherra og vil bara beina því til hans og annarra í ríkisstjórn að slík úttekt verði gerð í góðri samvinnu við Landssamtök lífeyrissjóða. Slík út- tekt held ég að yrði til góða fyrir sjóð- ina í heild og fagna þessum áformum forsætisráðherra,“ sagði Guðrún. Dreifum fjárfestingum Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar, er formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Gildi. Harpa var í gær spurð hvernig hún teldi að stjórn sjóðsins litist á hugmyndir for- sætisráðherra um gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða: „Það er náttúrlega í höndum for- sætisráðherra hvernig hann er að móta hugmyndir og skipa í nefndir. En við í stjórn sjóðsins vinnum auð- vitað bara samkvæmt okkar fjárfest- ingastefnu, sem miðast við það að fá sem mesta dreifingu í fjárfestingum, til þess að vera með sem minnsta áhættu,“ sagði Harpa. Spurð um þann möguleika sem for- sætisráðherra orðaði, að atkvæðis- réttur lífeyrissjóða í félögum sem þeir eiga hluti í yrði takmarkaður, vegna fyrirferðar sjóðannái atvinnu- lífinu, sagði Harpa: „Við hjá Gildi er- um að dreifa okkar áhættu og okkar sjóður á ekki það mikið hlutfallslega í hverju félagi, að við séum þar ráð- andi. Vissulega þurfum við og viljum koma okkar áherslum að og við erum svo sannarlega ekki að horfa til þess að vera með okkar stjórnarmenn í stjórnum félaga, þar sem Gildi á hlut, heldur erum við að horfa á þetta út frá því að vera ábyrgir fjárfestar, að fara yfir samfélagslega ábyrgð og hvernig við teljum að eigi að koma að regluverkinu.“ Fagnar áformum um sjóðaúttekt  Formaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna styður að sett verði gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða  Telur að slíkt geti orðið afgerandi skref við afléttingu hafta  Smáskammtalækningar hafi ekki dugað til Guðrún Hafsteinsdóttir Harpa Ólafsdóttir Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nemendur í 9. og 10. bekk grunn- skólanna þreyta í dag í fyrsta sinn rafrænt samræmd könnunarpróf í ensku, stærðfræði og íslensku. Standa prófin út þessa viku. Hér um bil 4.000 nemendur eru á landsvísu í báðum árgöngum, þannig að í heild- ina eru það um 8.000 nemendur sem þreyta prófin, en hvorum bekk um sig eru úthlutaðir tveir dagar til þess að ljúka prófunum. Heildar- einkunnir fyrir prófin verða gefnar í bókstöfunum A, B+, B, C+, C og D. Ákveðið var í febrúar á síðasta ári að samræmd könnunarpróf af þessu tagi yrðu framvegis lögð fyrir nem- endur í 9. bekk að vori en ekki 10. bekk að hausti líkt og verið hafði. Þetta verður því í eina skiptið sem báðir bekkir þreyta prófið samtímis. Í tilkynningu frá menntamála- ráðuneytinu kemur fram að með því að færa prófið til 9. bekkjar verði nemendum, forráðamönnum þeirra og kennurum gefið meira svigrúm til þess að bregðast við og móta áherslur í námi í 10. bekk. Sjálfsvald framhaldsskólanna Í svörum Menntamálastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins kem- ur fram að þar sem innritun í fram- haldsskóla sé á ábyrgð skólanna sjálfra sé þeim það í sjálfsvald sett hvort þeir nýti sér einkunnir úr sam- ræmdu prófunum í 9. bekk til þess að greina á milli væntanlegra ný- nema. Ákveði þeir það, þarf það hins vegar að vera tekið fram í inntöku- skilyrðum þeirra, sem birt eru á heimasíðum skólanna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mennta- málastofnun hefur frá framhalds- skólunum hyggjast þeir skólar sem ætla að kalla eftir þessum gögnum að nýta þau til að velja á milli nem- enda sem hafa sömu eða sambæri- lega einkunn úr lokaprófi í grunn- skóla, en stofnunin vísar að öðru leyti á skólana sjálfa um inntökuskil- yrði þeirra. Prófið tekið í gegnum vafra Prófin eru nú haldin á rafrænan hátt og fara þau fram í sama prófa- umhverfi og notað var í samræmd- um prófum í 4. og 7. bekk í sept- ember síðastliðnum. Í svörum Menntamálastofnunar segir að nem- endur þreyti prófin enn sem komið er á tölvur sem skólarnir sjálfir hafi til umráða, en ekki sé hægt að segja hvort það verði gert í framtíðinni, eða hvort nemendur muni síðar geta notað eigin tölvur við próftökuna. Stofnunin segir að almennt séð sé fremur lítil hætta á prófasvindli, þar sem vafrinn sem prófið er tekið á læsir tölvunni á meðan. Nemendur komast þannig ekki á netið í þeirri tölvu sem notuð er við prófið. Samræmdu prófin hefjast í dag  Nemendur í 9. og 10. bekk þreyta samræmd könnunarpróf næstu daga  Um 8.000 nemendur í heildina  Verða framvegis lögð fyrir nemendur í 9. bekk  Prófað í íslensku, ensku og stærðfræði Morgunblaðið/Eyþór Samræmd próf Nemendur þreyta hér samræmt próf með gamla laginu, en rafrænt próf verður lagt fyrir 9. og 10. bekk í fyrsta sinn í dag. Húsin sjö sem eiga að rísa við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur eru smám saman að koma upp úr jörðinni. Unnið hefur verið á fullu í vetur. Stundum þurfa smiðirnir að nota heitt vatn til að bræða snjó eða hita mótin áður en steypt er. 76 íbúðir verða í húsunum 7 sem þarna rísa, auk þess sem gert er ráð fyrir skrifstofuhúsnæði og aðstöðu fyrir þjónustu og verslun á jarðhæð. Áætlað er að ljúka smíði húsanna á næsta ári. Miðbæjarhúsin eru að koma upp úr jörðinni Morgunblaðið/Eggert Snjórinn bræddur við framkvæmdir á Hafnartorgi Ekki er eining um það innan Al- þýðusambands Íslands að fresta uppsögn kjarasamninga um eitt ár, sem ákveðin var um seinustu mán- aðamót. Rafiðnaðarmenn eru ósáttir við þá ákvörðun samninganefnda ASÍ og SA, þar sem forsendur samninga voru brostnar. Í nýrri ályktun miðstjórnar Raf- iðnaðarsambands Íslands (RSÍ), sem er eitt af fimm landssam- böndum ASÍ, er lýst yfir „mikilli óánægju með ákvörðun samninga- nefndar ASÍ um að segja ekki kjara- samningum upp þrátt fyrir þá stöðu að forsendur kjarasamninganna hafi brostið,“ eins og þar segir. Hallar á félagsmenn RSÍ „Ljóst er að RSÍ mun skoða að- komu sambandsins að sameiginlegri kjarasamningagerð almennra kjara- samninga á næstu mánuðum enda hallar nokkuð á félagsmenn aðildar- félaga RSÍ í launaþróun undanfar- inna ára,“ segir í ályktun mið- stjórnar RSÍ. omfr@mbl.is Ósáttir við ákvörðun ASÍ um frestun  Skoða aðkomu að gerð samninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.