Morgunblaðið - 07.03.2017, Side 6

Morgunblaðið - 07.03.2017, Side 6
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ekki er mikil ástæða til þess að loka Heiðmörk fyrir bílaumferð, hvort heldur er í vetrarríki eins og nú eða þegar færi er betra. Þetta segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Sem kunnugt er valt jeppabifreið á Heiðmörk fyrir helgina og var tals- verður viðbúnaður þá vegna hættu á því að olía gæti borist í jarðveg og valdið skaða á verndarsvæði vatns- bóla Reykvíkinga sem þar eru. Bíl- inn valt nokkuð fyrir neðan vatns- bólin og segja kunnugir að því hafi í raun og veru verið lítil hætta á að olía færi í vatnsbrunnana. Mengandi efni í jarðlög Framkvæmdastjórn um vatns- vernd á höfuðborgarsvæðinu sendi vegna þessa frá sér tilkynningu þar sem ökumenn voru beðnir um að fara ekki akandi inn á vatnsvernd- arsvæðið enda væri þæfingsfærð í Heiðmörk. Akstur þar væri vara- samur, því ef óhapp henti gætu mengandi efni borist niður í jarðlög hrauns með ófyrirséðum afleið- ingum á þessu viðkvæma svæði. Við þetta má svo bæta að í sjón- varpsfréttum RÚV á sunnudag sagði Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að mikilvægt væri að eftirlitið fengi heimild til þess að loka vegum á Heiðmerkursvæðinu. Umferð bíla væri ógn við vatns- öryggi. „Það er mjög sótt að Heiðmörk- inni en ég tel mengunarhættuna af umferð mjög ofmetna,“ segir Helgi Gíslason. Hann bendir þar á að um- ferð stærri bíla um svæðið sé lítil sem engin og minni bílar beri sjald- an slíkt magn mengandi efna að vatnsbólum sé ógnað þótt óhöpp verði. Gróður og skógar sem hafa verið ræktaðir á svæðinu hafi jafn- framt þétt moldarjarðveginn sem sogi í sig og brjóti niður spilliefni. „Umferðarskipulag og varnir er leiðin sem á að fara en ekki að banna og loka. Svo er þýðingarmikið að vegirnir fái vetrarþjónustu og því köllum við eftir. Nú nær hún aðeins upp að Elliðavatnsbæ en þyrfti að ná um alla Heiðmörk,“ segir Helgi. Vatnsverndarsvæðið er nyrst á Heiðmerkursvæðinu og þar skammt frá liggur fjölfarinn vegur um svæð- ið. Helgi Gíslason segir að þar mætti til dæmis leggja dúk undir og við veginn sem koma myndi í veg fyrir að olía bærist þar niður. Einnig gæti komið til greina að loka svæðinu á nóttinni, en þá er helst á svæðinu sú glæfraumferð sem vatnsóginni veld- ur. Víðfeðmum svæðum sé lokað „Ef vatnsbólunum er ógnað þarf að loka miklu víðferðmari svæðum en Heiðmörk. Suðurlandsvegurinn er hér rétt hjá, Hólmsheiðin, byggð við Elliðavatn og fleira. Upptök grunnvatnsins eru í Bláfjöllum og þar er m.a. skíðasvæði og aksturs- íþróttasvæði, með bílaumferð og til- heyrandi mengunarhættu fyrir vatnsbólin,“ segir Helgi Gíslason sem ítrekar að Heiðmörk sé stórt svæði og þurfi að vera bílfær. Enda á milli, það er frá Suðurlandsvegi suður í Vífilsstaðahlíð, séu um 15 kílómetrar og síðan ýmsir aflegg- arar í lundi og rjóður. Takmarkanir á göngufólk „Þetta er vinsæll staður, enda segja sérfræðingar Háskóla Íslands að útivistargildi Heiðmerkur megi virða á 40 milljarða króna. Hingað kemur um hálf milljón gesta á ári og mér segir svo hugur um að ef lokað yrði fyrir bílaumferð myndu frekari takmarkanir svo sem göngufólk fylgja í kjölfarið. Með slíku væri úti- vistar- og skógræktarfólk miklu svipt.“ Mengunarhættan er ofmetin  Heilbrigðiseftirlit vill loka Heiðmörk fyrir bílaumferð vegna hættu á vatns- verndarsvæði  Ekki bönn og lokanir, segir skógræktarmaður  Útivistarsvæði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heiðmörk Vatnsverndarsvæðið er nyrst í skóginum og eigi að gæta fyllsta öryggis þyrfti að loka umferð á mjög stóru svæði, segir Helgi Gíslason. RAUÐHÓLAR EL LI ÐA VA TN Heiðmörk Vatnsverndar- svæði 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Lamba-carpaccio, gerjaður hvít- laukur, kalabrísk chiliolía, dill-crema og engisprettur“ – svona hljómaði þriðji réttur í sjö rétta Food & Fun- veislu að hætti matreiðslumannsins Julian Medina frá New York, en hann sá um matarveislu á veitinga- staðnum Apótekið við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. Áðurnefnd skordýr voru hins vegar tekin af matseðlinum að beiðni Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur. „Við fengum tilmæli frá Matvæla- stofnun um að stöðva þetta þar sem innflutningur á engisprettum til manneldis er bannaður,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri mat- vælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við Morgun- blaðið, en kokkurinn bandaríski flutti engispretturnar sjálfur hingað til lands. „Svona innflutningur er bara ekki leyfður samkvæmt okkar löggjöf og því var þetta stoppað.“ Ekki á diskum Evrópubúa Matvæli á borð við engisprettur falla undir það sem kallast „nýfæði“ en um er að ræða hugtak yfir mat- væli sem ekki voru hefðbundin neysluvara í ríkjum Evrópusam- bandsins fyrir 15. maí 1997 þegar reglugerð Evrópuþingsins og -ráðs- ins (EB) um ný matvæli og ný inni- haldsefni í matvælum tók gildi. Reglugerðin var innleidd hér á landi 30. október 2015. „Til að hægt sé að flytja inn og selja nýfæði þarf viðkomandi að sækja um leyfi fyrir því,“ segir Grím- ur Eggert Ólafsson, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, en mikið hefur verið fjallað um skordýr sem mat- væli í ríkjum Evrópu að undanförnu og þá einkum hvort neysla þeirra sé örugg fyrir neytendur. Hefur meðal annars verið rætt um hreinlæti við framleiðslu skordýranna, hugsan- legt ofnæmi, skaðleg áhrif óhóflegr- ar neyslu kítíns og skaðleg eða eitr- unaráhrif annarra efna sem finnast náttúrulega í skordýrum. Vinsælt í suðrænum ríkjum Matreiðslumaðurinn Sigurður L. Hall segir engispretturétti vinsæla í suðrænum ríkjum á borð við Mexíkó. „Í þessum löndum eru engisprett- ur borðaðar – rétt eins og við borð- um rækjur hér heima,“ segir hann og bendir á að Julian Medina sæki einkum innblástur sinn við matar- gerð til uppvaxtaráranna í Mexíkó. „Julian Medina er einn af stærri kokkum New-York í mexíkóskri matargerð og rekur þar mörg vinsæl veitingahús sem öll eru afar virt,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Af hverju mega Íslendingar, þjóðin sem borðar hrefnukjöt, hrúts- punga, sviðakjamma, augu og súr- mat, ekki smakka svona sérmeti frá Mexíkó?“ Matarhátíðin Food & Fun var sett í Hótel- og matvælaskólanum í MK í Kópavogi 1. mars sl. og lauk henni sunnudaginn 5. mars. Engisprettur af matseðli  Matreiðslumanninum Julian Medina bannað að bjóða upp á engisprettur á há- tíðinni Food & Fun  Af hverju má ekki smakka sérmeti? spyr Sigurður L. Hall Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Opnunarhátíð Food & Fun var sett við hátíðlega athöfn 1. mars síðastliðinn í Menntaskólanum í Kópavogi. Lostæti? Íslendingar verða að sætta sig við skordýralausan mat. „Það hefur verið fín veiði í dag, þetta er stór og góð loðna og meira af henni heldur en undanfarin ár,“ sagði Grétar Rögnvarsson, skip- stjóri á Jóni Kjartanssyni SU, er rætt var við hann síðdegis í gær. Loðnuskipin voru þá að veiðum norðvestan við Snæfellsnes og sagði Grétar að eftir að birti í gærmorg- un hefði loðnan þétt sig. Þeir voru komnir með um 1.800 tonn í þremur köstum og voru að dæla afla úr nót Álseyjar. Grétar reiknaði með að sigla af stað heim til Eskifjarðar í gærkvöldi, en álíka langt var þangað hvort sem siglt var norður eða suður fyrir land. Hann sagðist reikna með að þessi ganga ætti eftir um viku í hrygn- ingu, en sagðist gera sér vonir um vestangöngu miðað við hvað norsku skipstjórarnir hefðu séð mikið af loðnu fyrir norðan land, meðan verkfall var á íslenska flotanum. Öll áhersla er lögð á hrogna- vinnslu, en mest verðmæti fást fyrir fryst loðnuhrogn. Fulltrúar jap- anskra kaupenda fylgjast með framleiðslunni. aij@mbl.is Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Jón Kjartansson frá Eski- firði, myndin er frá síðasta ári. Fín veiði og stór og góð loðna  Skipin norðvestur af Snæfellsnesi Stöðugildi fyrir flugvernd á Kefla- víkurflugvelli, þar sem vopnaleit er stærsti hlutinn, hafa næstum þre- faldast frá árinu 2011. Í mannafla- spá fyrir þetta ár er reiknað með 382 stöðugildum en árið 2011 voru þau 142,9. Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, sinna þeir sem starfa við flugvernd eft- irliti á flugvallarsvæðinu og öryggisgæslu. Bæði er um að ræða vopnaleit á farþegum og starfsfólki, þar á meðal við öll hlið inn á flug- völlinn sem m.a. verktakar nota. Guðni telur að stöðugildin í ár eigi að duga til sinna flugvernd á Kefla- víkurflugvelli. Hann nefnir einnig að aukin tækni með hraðari vélum hjálpi til, þar á meðal vopnaleit- arvélum með bökkum sem koma sjálfkrafa til baka. Því þarf ekki jafnmarga starfsmenn og áður til að manna hverja línu. Hann segir að Isavia gangi vel að ráða fólk í flugvernd. „Við höfum fengið fjölda umsókna. Þetta eru góðar umsóknir og það gengur vel að ráða,“ segir Guðni og bætir við að það sé áskorun að fá nógu margt starfsfólk vegna þeirrar fjölgunar ferðamanna sem er spáð á næstu ár- um. Mest eru það Íslendingar sem eru ráðnir í flugvernd enda er gerð þar krafa um íslenskukunnáttu. Eruð þið að finna eitthvað af vopnum? „Það er alltaf eitthvað en þetta eru aðallega vasahnífar og þess háttar.“ freyr@mbl.is Þrefalt fleiri við vopnaleit  Aukin tækni og hraðari vélar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.