Morgunblaðið - 07.03.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mykines, 19 þúsund tonna flutn-
ingaferja Smyril Line Cargo, er
væntanleg til Þorlákshafnar föstu-
daginn 31. mars næstkomandi. Það
verður fyrsta áætlunarferð skipsins
á milli Rotterdam og Þorlákshafnar.
Skipið heldur svo héðan að kvöldi
sama dags.
Eykur samkeppni í flutningum
„Viðtökurnar hafa verið mjög
góðar,“ sagði Linda Björk Gunn-
laugsdóttir, framkvæmdastjóri
Smyril Line Cargo á Íslandi. „Við
höfum verið úti að selja flutninga og
það hefur gengið mjög vel. Það er
augljóst að það er mikill spenningur
fyrir þessu skipi. Þetta eykur sam-
keppnina í flutningum fyrir lands-
menn.“ Linda sagði að búið væri að
semja um flutninga vegna almenns
vöruinnflutnings og einnig vegna
bíla, véla og tækja. Einnig hafa fisk-
útflytjendur tek-
ið þessum nýja
flutnings mögu-
leika vel.
„Skipið er sér-
hæft fyrir alls
konar flutninga,
meðal annars á
bílum, vélum og
tækjum. Farm-
urinn er allur
inni og enginn
sjór leikur um vörurnar. Svo er það
mikill munur að geta keyrt tengi-
vögnum beint inn og út úr skipinu. Í
staðinn fyrir að nota gáma þá not-
um við tengivagna. Það er hægt að
keyra öllu sem er ökufært inn og út
úr skipinu. Það er ekki verið að hífa
neitt,“ sagði Linda. Skipið getur
tekið allt að 90 tengivagna og 500
bíla í ferð.
Stór rampur í smíðum
Framkvæmdum við aðstöðu fyrir
skipið í Þorlákshöfn miðar mjög vel
og sagði Linda gaman að vinna með
þeim í Þorlákshöfn að undirbún-
ingnum.
„Það er verið að gera ramp fyrir
skipið við Skarfaskersbryggju. Það
þarf töluvert stóran ramp því opið á
skipinu er 22 metra breitt. Verkið
hefur gengið vel og því verður lokið
31. mars,“ sagði Linda. Skarfa-
skersbryggja er næsta bryggja við
Svartskersbryggju sem Herjólfur
leggst að. Rampurinn sem Herj-
ólfur notar er of mjór fyrir Myk-
ines.
Flutningaferjan leggur af stað frá
Rotterdam á mánudagskvöldi og
kemur til Þorlákshafnar aðfaranótt
föstudags, samkvæmt áætlun. Hún
fer svo á föstudagskvöldi frá Þor-
lákshöfn. Brottfarartíminn verður
sveigjanlegur með tilliti til fersk-
fiskútflutnings. Ferjan kemur til
Rotterdam á mánudagseftirmiðdegi
og verður því hægt að afhenda fisk-
inn til kaupenda í Evrópu á þriðju-
dagsmorgni, að sögn Lindu.
Ljósmynd/Smyril Line Cargo
Mykines Flutningaferjan mun halda uppi áætlun á milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi. Skipið er ekjuskip
og er flutningavögnum og ökutækjum ekið til og frá borði. Farmurinn er í skjóli fyrir sjógangi, veðri og vindum.
Mykines kemur 31. mars
Ferjusiglingar með vörur milli Þorlákshafnar og Rotter-
dam Undirbúningur gengur vel 22 metra breiðar dyr
Linda Björk
Gunnlaugsdóttir
Jóhannes Tryggvason
framkvæmdastjóri
lést á Landspítalanum
laugardaginn 4. mars,
71 árs að aldri, en
hann var fæddur 5.
desember 1945.
Jóhannes lauk
verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Ís-
lands árið 1963 og
starfaði síðan hjá
ýmsum fyrirtækjum,
meðal annars, Garðari
Gíslasyni, Sambandi
íslenskra samvinnu-
félaga og Almenna
bókafélaginu.
Jóhannes gekk ævinlega undir
nafninu Dengsi og árið 1987 stofnaði
hann skiltagerðina og heildversl-
unina Dengsa ehf., sem sett hefur
upp og þjónustar fjölda veltiskilta á
höfuðborgarsvæðinu. Þá var fyrir-
tækið frumkvöðull í gerð og upp-
setningu ljósleiðara og díóða til að
lýsa upp bæði innanhúss og utan.
Jóhannes starfaði
mikið fyrir Knatt-
spyrnufélagið Víking,
sat í mörgum stjórn-
um og var heið-
ursfélagi í Víkingi.
Hann lék um 100 leiki
með meistaraflokki fé-
lagsins í knattspyrnu
og lék einnig hand-
knattleik með meist-
araflokki félagsins.
Hann starfaði ötullega
með skíðadeild Vík-
ings á árum áður og
var liðtækur kylfingur.
Hann lét það ekki
aftra sér við íþróttaiðkun þótt hann
hefði misst handlegg við öxl í vinnu-
slysi þegar hann var ellefu ára gam-
all.
Eiginkona Jóhannesar er Mar-
grét Kristinsdóttir kennari, sem
starfaði lengst af í Fossvogsskóla.
Börn þeirra eru Sveinbjörn, Ína
Rós, Karólína og Kristín Dagmar.
Barnabörnin eru átta.
Andlát
Jóhannes Tryggvason
Bjarni Benediktsson forsætisráð-
herra er kominn til Bandaríkjanna
til þess að taka þátt í viðburðum á
vegum Sameinuðu þjóðanna í New
York og Alþjóðabankans í Wash-
ington tengt HeForShe-leiðtoga-
hlutverki hans. Hann mun eiga
fundi með helstu ráðamönnum
stofnananna tveggja, forseta alls-
herjarþingsins og yfirmönnum und-
irstofnana Sameinuðu þjóðanna.
Í forsvari fyrir átakið
Forsætisráðherra er einn af tíu
þjóðarleiðtogum í forsvari fyrir
átaki UN Women sem miðar að því
að fá karlmenn um allan heim til
þess að taka þátt í baráttunni fyrir
jafnrétti – „HeforShe 10x10x10
Impact Champions“. Um er að ræða
10 þjóðarleiðtoga, 10 forstjóra al-
þjóðlegra fyrirtækja og 10 háskóla-
rektora.
Bjarni kynnir HeForShe í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Eggert
HeForShe Bjarni mun hitta ráðamenn SÞ.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fram kemur í frétt Fjármálaeftirlits-
ins á heimasíðu þess í gær, að það sé
verkefni FME að rannsaka mál á sínu
verksviði, svo sem vegna brota á lög-
um um fjármálafyrirtæki og lögum
um verðbréfaviðskipti og eftir atvik-
um kæra til viðeigandi yfirvalda.
Fram kemur í sömu frétt að vegna
fréttar í Morgunblaðinu í gærmorgun,
vilji Fjármálaeftirlitið koma upplýs-
ingum á framfæri er varði Borgun hf..
Raunar geti lögregla/saksóknari í
mörgum tilvikum ekki hafið rannsókn
á málum nema að undangenginni
kæru frá Fjármálaeftirlitinu. Auk
þess hafi það tíðkast að senda yfir-
völdum ábendingu eða vísun, ef Fjár-
málaeftirlitið verði vart við hugs-
anlegt brot á öðrum lögum, til dæmis
brot á almennum hegningarlögum
eða lögum um aðgerðir gegn pen-
ingaþvætti.
Það sé föst regla hjá stofnuninni að
upplýsa ekki um slík mál, enda geti
verið að um viðkvæma rannsóknar-
hagsmuni sé þar að ræða. Fjármála-
eftirlitið geri hins vegar ekki at-
hugasemdir við það að viðtakandi
slíkra mála upplýsi um hvort mál hafi
borist honum.
„Morgunblaðið hefur eftir stjórn-
arformanni Borgunar hf. að það sé
undarleg stjórnsýsla, af hálfu Fjár-
málaeftirlitsins að upplýsa ekki Borg-
un um vísun máls til Héraðssaksókn-
ara. Fjármálaeftirlitið telur þvert á
móti eðlilega stjórnsýslu að viðtak-
andi ábendingar eða vísunar meti
hvernig eðlilegt er að upplýsa al-
menning og hlutaðeigandi um tilvist
eða efni máls,“ orðrétt í frétt FME.
Þar segir jafnframt: „Fjármálaeft-
irlitið sér einnig ástæðu til að gera at-
hugasemd við að í frétt Morgunblaðs-
ins er látið að því liggja að upp-
lýsingaleki hafi átt sér stað vegna
framangreindrar vísunar. Fyrir ligg-
ur að héraðssaksóknari hefur upplýst
fjölmiðla um málið og engar vísbend-
ingar um upplýsingaleka eru fyrir-
liggjandi.“
Saksóknari upplýsti málið
FME segir engar vísbendingar um upplýsingaleka