Morgunblaðið - 07.03.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ingibjörg Auðunsdóttir, kenn-ari í áratugi og síðar sérfræð-ingur hjá Miðstöð skólaþró-unar við Háskólann á
Akureyri, hefur síðustu tvo áratug-
ina unnið með nemendum, for-
eldrum og starfsmönnum skólanna
að bættum samskiptum. „Um alda-
mótin beindi ég sjónum mínum
einkum að líðan drengja, en sjö ár-
um síðar fóru grunnskólarnir á Ak-
ureyri í auknum mæli að biðja mig
um að aðstoða stúlkurnar,“ segir
Ingibjörg, sem á morgun, 8. mars, á
Alþjóðlegum baráttudegi kvenna,
verður einn þriggja fyrirlesara á há-
degisfundi með yfirskriftinni Líðan
ungs fólks – hvað er til ráða? í
Borgum á Akureyri.
Erindi Ingibjargar nefnist Ber-
högg og bjargráð – erfið samskipti
og líðan ungra stúlkna. „Ég fjalla
um erfiðleika þeirra, og þá sér-
staklega kvíða, sem hefur aukist
mikið undanfarin ár. Samkvæmt
niðurstöðum Rannsóknamiðstöðv-
arinnar Rannsóknir & greining
þjáðust 5,12% stúlkna í 9. og 10.
bekk af kvíða aldamótaárið en
16,79% árið 2016,“ upplýsir hún.
Stúlkurnar afskiptar
Þegar Ingibjörg hóf að einbeita
sér að líðan stúlknanna komst hún
að raun um að þær höfðu verið af-
skiptar og strákarnir meira undir
smásjánni allar götur síðan 1970 að
eineltishugtakið kom fyrst fram á
sjónarsviðið. Neikvæð og erfið
hegðun stelpnanna var einfaldlega
ekki eins sýnileg og strákanna.
„Ég leitaði að íslensku efni, en
greip í tómt. Efni úr verkfærakistu
viðurkenndrar erlendrar eineltis-
áætlunar, sem ég hafði unnið með,
dugði ekki til þegar eingöngu stúlk-
urnar áttu í hlut. Helga Halldórs-
dóttir, sem ég leiðbeindi við meist-
araprófsritgerð um líðan ungra
stúlkna, fann bandarískt efni, sem
við þýddum í sameiningu og reynd-
ist okkur afar gagnlegt.“
Í erindi sínu fjallar Ingibjörg
lítillega hvernig þær nálguðust
verkefnið, tekin voru einstaklings-
viðtöl við stúlkur og hlustað á það
sem þær höfðu að segja um stöðu
sína og hvaða leiðir þær sáu færar.
Síðan var fundað með foreldrum og
stúlkunum var boðið upp á tíu um-
ræðufundi, einn í viku. „Þar fengu
þær tækifæri til að skoða samskipti
sín í öruggu umhverfi gegnum leiki
og ýmislegt skemmtilegt. Þeim var
hjálpað að horfa inn á við og að taka
á eigin málum. Eftir hvern fund
fengu foreldrarnir bréf þar greint
var frá umfjöllunarefninu án þess
að brjóta trúnað við stúlkurnar.
Þannig var foreldrum gefinn kostur
á að vera þátttakendur og ræða
málin við dætur sínar. Verkefninu
lýkur síðan með sameiginlegum
fundi stúlknanna, kennara og for-
eldra þar sem málin eru gerð upp.“
Stundum mikið drama
Ingibjörg segir flestar erlendar
Berhögg og bjargráð
í lífi ungra stúlkna
Alþjóðlegs baráttudags kvenna verður minnst með margvíslegum hætti á morg-
un. Á Akureyri efna Zontaklúbburinn Þórunn Hyrna og Zontaklúbbur Akureyrar
í samstarfi við Jafnréttisstofu til hádegisfundar um líðan ungs fólks. Ingibjörg
Auðunsdóttir, kennari og sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann
á Akureyri, er einn þriggja fyrirlesara, en hún fjallar um erfið samskipti og líðan
ungra stúlkna í erindinu Berhögg og bjargráð.
GettyImages
Samfélagsmiðlar Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli mikillar notkunar
ungra stúlkna á samfélagsmiðlum og þunglyndis og kvíða.
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi
kvenna sem er á morgun, miðvikudag
8. mars, verður í Hannesarholti í
Reykjavík viðburður þar sem hjónin
Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingi-
marsdóttir kynna bókina Hugskot,
skamm-, fram- og víðsýni. Í tilkynn-
ingu segir að markmið bókarinnar sé
að upplýsa lesandann um grund-
vallaratriði í mannlegri tilveru, eins
og staðalímyndir, fordóma, jafnrétti,
friðarmenningu, borgaravitund og
hvernig bæta megi samfélagið.
Í ritdómi um Hugskot í Tímaritinu
uppeldi og menntun (2. tbl. 2016)
segir: „Þetta er falleg, áhugaverð,
gagnleg og mikilvæg bók – kannski
mikilvægasta bókin. Ef allur almenn-
ingur les þessa bók mun hamingja og
farsæld aukast, borgaravitund verður
sterkari og ekki síst verður lýðræðið
virkara.“
Gunnar Hersveinn rithöfundur er
menntaður í heimspeki og blaða-
mennsku og höfundur nokkurra
bóka, þar á meðal metsölubókarinnar
Gæfuspor – gildin í lífinu. Friðbjörg
Ingimarsdóttir framkvæmdastýra
hefur MA-gráðu í mennta- og menn-
ingarstjórnun og er sjálfstætt starf-
andi fræðimaður.
Frá kl. 18.30 getur fólk keypt sér
léttan kvöldverð í veitingastofum
Hannesarholts. Borðapantanir í síma
511-1904 eða hannesarholt@hann-
esarholt.is.
Bókaspjall í Hannesarholti á morgun, miðvikudag
Erindi Friðbjörg og Gunnar tala í dag.
Skamm-, fram- og víðsýni
Kína heillar marga enda er þetta risa-
stóra land í austri ríkt af menningu
og sögu, náttúruundrum og stór-
borgum. Á Wikipedia segir að í Kína
sé ein elsta siðmenning á jörðinni og
ritkerfið þar sé það elsta sem hafi
verið í sífelldri notkun. Saga landsins
hafi einkennst af stríði og friði til
skiptis og blóðugum erjum mismun-
andi keisaraætta. Nýlendustefna Evr-
ópumanna, innrás Japana og borg-
arastríð hafi bitnað illa á Kína á 19.
og 20. öld og stuðlað að núverandi
skiptingu landsins.
Unnur Guðjónsdóttir er vel kunnug
í Kína, enda hefur hún í 24 ár staðið
fyrir hópferðum til Kína, með Kína-
klúbbnum sínum. Í ferðum þessum
hefur Unnur sankað að sér kínversk-
um munum og hún opnaði fyrsta
Kínasafn á Íslandi fyrir tveimur árum,
í bakhúsi heima hjá sér í Reykjavík.
Unnur segir kínverskt samfélag hafa
breyst mikið á undanförnum árum og
hún ætlar að vera með erindi í hádeg-
inu í dag, þriðjudag, í Þjóðarbókhlöð-
unni sem stendur við Arngrímsgötu í
Reykjavík. Erindi hennar heitir Kína,
land í breytingu, og hefst klukkan 12
og stendur í klukkustund.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð
Landsbókasafns Íslands – háskóla-
bókasafns, Konfúsíusarstofnunar og
KÍM. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hádegisfyrirlestur í Þjóðarbókhlöðu í dag
Unnur segir frá Kína og breyt-
ingunum þar undanfarin ár
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Unnur Guðjónsdóttir Hún hefur farið margsinnis til Kína og er fróð um landið.