Morgunblaðið - 07.03.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.03.2017, Qupperneq 13
rannsóknir frá árinu 1990 sýna að stelpur séu kvíðnari, þunglyndari og hafi minna sjálfsálit en strákar, þrátt fyrir að þær nái betri náms- árangri. „Oft er talað um að stelpur séu tilfinninganæmari og viðkvæm- ari fyrir félagslegum tengslum og vináttu en strákar. Besta vinkona og vinahópur skipta þær gríðarlega miklu máli og ef eitthvað ber út af verður oft mikið drama.“ Ingibjörg segir að sér hafi ver- ið brugðið þegar hún rýndi í nýlega rannsókn sem sýndi að íslenskar stúlkur, 15-24 ára, taka ríflega fjór- um sinnum meira af þunglyndis- lyfjum en jafnöldrur þeirra í Dan- mörku. Og þótt líkamlegir verkir virðist hafa aukist hjá unglingum víða á Vesturlöndum, eru ekki dæmi um að aukningin hafi orðið viðlíka og hér á landi. „Samkvæmt könnun sem gerð var á algengi verkja meðal 15-16 ára unglinga, annars vegar með rúmlega tvö þúsund manna úr- taki árið 1989 og árið 2006 þar sem úrtakið var tæplega 5.700 manns, hafði vikulegt algengi höfuð-, bak- og magaverkja aukist umtalsvert á þessum sautján árum,“ segir Ingi- björg. Í erindi sínu fjallar hún m.a. um niðurstöður rannsókna nokk- urra sérfræðinga um líðan og heilsu unglinga í nýútkominni bók, Ungt fólk: Tekist á við tilveruna. Þar kemur fram að íslensk ungmenni fara fyrr að stunda kynlíf, en í ná- grannalöndunum, tíðni klamidíu vegna áhættusams kynlífs er hærri og fleiri unglingar eignast börn hér en þar. Auknar kröfur „Stelpurnar sem ég hef rætt við í rannsóknum mínum hafa margar hverjar miklar áhyggjur af útliti sínu, hegðun og samskiptum. Þær eru haldnar miklum prófkvíða, enda er þeim mikið í mun að standa sig vel. Kröfurnar eru sífellt að aukast bæði af hálfu skólanna, for- eldranna og alls samfélagsins. Stúlkum hefur lengi verið innrætt að vera góðar og prúðar og helst þurfa þær líka að vera fallegar og grannar. Samfélagsmiðlarnir hafa líka mikil áhrif, en stúlkur nota þá mun meira en drengir. Í niður- stöðum Rannsókna & og greiningar segir að tengsl séu á milli kvíða og þunglyndis hjá unglingsstúlkum og notkunar þeirra á samfélags- miðlum,“ segir Ingibjörg og víkur að þætti foreldranna: „Nútímaforeldrar eru stundum kallaðir snjóplógsforeldrar eða þyrluforeldrar. Þeir eiga það sam- merkt að ofvernda börnin sín, ryðja öllum hindrunum úr vegi fyrir þau eða svífa yfir og allt um kring og bjarga öllu sem bjarga þarf og gefa börnunum ekki tækifæri til takast sjálf á við erfiðleikana. Síðan þegar eitthvað ber út af og verndarvængir foreldranna ná ekki yfir verða börn- in kvíðin og óörugg. Sumir skella skuldinni á of mikla vinnu unglinga, eða segja að skóli tómstundir og heimavinna taki of mikinn tíma og þau hafi fá tækifæri til að leika sér, „hanga saman“ og spjalla.“ Mikilvægi þorpsins Ingibjörgu finnst mikilvægt að skoða nánar með hvaða hætti ýmsar breytingar í samfélaginu leiði í vax- andi mæli til kvíða og þunglyndis ungmenna og þá sérstaklega stúlkna. „Ég held að saman hafi for- eldrar og samfélagið; þorpið, mesta vægið. Foreldrarnir eru það dýr- mætasta sem börnin eiga og ef þeir gera það sem í þeirra valdi stendur mun börnunum farnast ákaflega vel. Frá því ég hóf að starfa að skóla- málum hafa rannsóknir mínar snú- ist að mestu um samstarf heimila og skóla og ég verð að viðurkenna að við getum gert miklu betur. Í mín- um huga er það engin klisja að það þurfi þorp til að ala upp barn. Núna verðum við að spyrja okkur hvort þorpið sé kannski illa upp alið. Börn þurfa miklu skýrari mörk en við setjum þeim, til dæmis varðandi hegðun, notkun samfélagsmiðla og fleiri þætti. En því má samt ekki gleyma að foreldrarnir þurfa líka stuðning í sínu uppeldishlutverki.“ Ingibjörg nefnir dæmi um góð- an árangur af slíkum stuðningi. „Ég man vel hverju foreldrasamning- urinn um útivistarreglur barna og ungmenna áorkaði,“ segir hún. „Einnig þegar Akureyrarbær sendi í upphafi skólaárs dagatal inn á hvert heimili þar sem sett voru fram viðmið um skjánotkun barna, hvar og hvenær mætti og mætti ekki nota slík tæki. Mín skoðun er sú að foreldrar þurfi að geta sam- einast um fleira í þessum dúr,“ seg- ir hún. Þótt erindið hennar í dag hverfist um líðan unglingsstúlkna, reifar hún alls konar mál sem snerta ungt fólk af báðum kynjum. „Ungu stúlkurnar verða mæður í fyllingu tímans og það er okkar, hinna fullorðnu, að grípa inn í þegar niðurstöður rannsókna benda ótví- rætt til að þær eigi í auknum mæli við kvíða og þunglyndi að stríða. Við þurfum að stemma stigu við þessari þróun. “ Samkvæmt niðurstöð- um Rannsóknamið- stöðvarinnar Rann- sóknir & greining þjáðust 5,12% stúlkna í 9. og 10. bekk af kvíða aldamótaárið en 16,79% árið 2016. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hegðun Þegar Ingibjörg fór að einbeita sér að því að rannsaka líðan ungra stúlkna komst hún að raun um að nei- kvæð og erfið hegðun þeirra var ekki eins sýnileg og strákanna, sem höfðu verið meira undir smásjánni í áratugi. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn 29. mars 2017. Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til aðalfundar í félaginu og verður hann haldinn á 19. hæð í Turninum, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, miðvikudaginn 29. mars 2017 og hefst stundvíslega kl. 15:30. Drög að dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, eru lagðir fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár, að fengnum tillögum félagsstjórnar. 5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 6. Tillaga félagsstjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 7. Kosning félagsstjórnar. 8. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. 9. Önnur mál sem löglega eru fram borin. Aðrar upplýsingar: Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem er aðgengilegt á vef félagsins. Rafrænt umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is áður en fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er. Umboðseyðublað má nálgast inn á www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar félagsins eigi síðar en kl. 15:30 sunnudaginn 19. mars 2017. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur fyrir 16.-19. mars 2017, verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Mál, sem ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá aðalfundar, er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn. Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal um. Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir fundinn með því að fylla með skýrum og greinilegum hætti út atkvæðaseðil sem finna má á vefsíðu félagsins, undirrita og votta seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins eða rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta lagi einni klukkustund fyrir upphaf aðalfundarins svo atkvæðið teljist gilt. Frestur til að tilkynna um framboð til stjórnar á netfangið stjornun@eik.is lýkur fimm dögum fyrir aðalfund, nánar tiltekið kl. 15:30 föstudaginn 24. mars 2017. Eyðublöð vegna framboðs til stjórnarsetu er að finna á vefsíðu félagsins og verða upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar þar og verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðalfundur er lögmætur ef fulltrúar sem hafa yfir að ráða helmingi hlutafjárins hið minnsta mæta eða taka þátt, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Aðalfundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á íslensku. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem varðar aðalfundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur stjórnar og hluthafa, starfskjarastefnu, eyðu- blöð vegna umboðs og framboðs til stjórnar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og atkvæðaseðil vegna skriflegra kosninga og kosninga fyrir aðalfund, skjöl sem verða lögð fram á aðalfundi, upplýsingar um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu, er - eða verður eftir því sem þau verða til - að finna á vefsíðu félagsins, www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Álf- heimum 74, 104 Reykjavík, tveimur vikum fyrir aðalfundinn. Endanleg dagskrá frá stjórn og tillögur verður birt miðvikudaginn 15. mars 2017. Upplýsingar um tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins og greinargerð með þeim má finna í heild sinni á vefsíðu félagsins, www.eik.is/ fjarfestar/hluthafar. Flestar breytinganna eru gerðar til að samræma samþykktirnar betur við lög og góða stjórnarhætti, en í stuttu máli lúta tillögurnar að eftirfarandi atriðum: Smávægilegri orðalagsbreytingu á 6. gr. um heimildir hluthafa til framsals hluta sinna, á 8. gr. um eigin hluti, á 12. gr. um mál sem taka skal fyrir á aðalfundi auk þess sem bætt er við ákvæði um arðgreiðslur og fellt á brott ákvæði um að hluthafafundir ákvarði þóknun endurskoðenda, á 13. gr. um boðun aukafunda auk þess sem hlutfall hluthafa sem þarf að krefjast fundar er lækkað í 1/20, á 15. gr. um hvernig mál sem ekki er getið um í fundarboði verði tekin til atkvæðagreiðslu á hluthafafundi, og á 18. gr. um stjórnarkjör auk þess sem frestum til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar og birta hluthöfum upplýsingar um stjórnarframboð er breytt og viðbótarorðalag um forgang margfeldiskosningar sett inn. Viðbótarorðalagi í 11. gr. um form og efni fundarboðs hluthafafundar og um hvaða upplýsingar skal birta á vef félagsins í tengslum við aðalfund auk þess sem fellt er á brott ákvæði um að fundur sé eingöngu lögmætur ef fulltrúar sem ráða yfir að lágmarki helmingi hlutafjárins taki þátt, í 14. gr. um að fundargerð skuli vera aðgengileg hluthöfum félagsins á skrifstofu þess 14 dögum eftir fund, í 15. gr. um hvaða mál verði greidd atkvæði um á hluthafa- fundi, um rétt hluthafa til að fá mál tekið til meðferðar á aðalfundi og um hvenær skal birta úrslit kosninga á hluthafafundi á vef félagsins, og í 20. gr. um stofnun undirnefnda stjórnar hvenær niðurstaða slíkra nefnda er bindandi fyrir stjórn. Reykjavík, 7. mars 2017 Stjórn Eikar fasteignafélags hf. Eik fasteignafélag hf. Álfheimum 74, 104 Reykjavík www.eik.is 8. mars sameinast konur í baráttunni fyrir friði og jafnrétti og minnast aldagamallar sögu venjulegra kvenna og baráttu þeirra. Í tilefni dagsins standa Zontaklúbburinn Þórunn hyrna og Zontaklúbbur Akureyrar í sam- starfi við Jafnréttisstofu fyrir hádegisfundi kl. 11.45 - 13.15 á morgun í anddyri Borga við Norðurslóð á Akureyri. Yfirskrift fundarins er Líðan ungs fólks - Hvað er til ráða? Auk Ingibjargar flytja erindi þau Arnar Már Arngrímsson, handhafi verðlauna Norðurlandaráðs í barna- og unglingabókmenntum 2016, og Karólína Rós Ólafsdóttir, nemandi við Menntaskólann á Akureyri. Erindi Arnars Más nefnist Berskjalda - að vera ungur og varnarlaus, og erindi Karólínu nefnist Tár, bros og fokkaðu þér. Líðan ungs fólks ALÞJÓÐLEGUR BARÁTTUDAGUR KVENNA 8. MARS Á síðustu 20 árum hefur orðið jöfn og þétt fjölgun innflytjenda á Íslandi og samfélagið þar með að þróast í átt fjölmenningar. Eyrún María Rúnars- dóttir doktorsnemi flytur erindi kl. 17 á dag, þriðjudag 7. mars, í Borgar- bókasafninu Spönginni, um fé- lagsheim íslenskra ungmenna á aldr- inum 11-15 ára með hjálp lands- könnunarinnar Heilsa og lífskjör skólabarna. Yfirskrift erindisins er Að hverju skal huga? en Eyrún María segir frá niðurstöðum yfirstandandi dokt- orsrannsóknar og beinir sjónum sér- staklega að stöðu ungmenna af er- lendum uppruna út frá félagslegum og efnahagslegum bakgrunni barnanna, upplifun þeirra á bekkjar- samfélagi sínu, einelti og stuðningi vina. Þá tekur hún dæmi úr erlendum rannsóknum um þessi efni og veltir því upp hvort og hvernig reynsla ann- arra þjóða getur verið leiðarljós hér á landi. Fyrirlesturinn er á vegum Erindis – samtaka um samskipti og skólamál. Borgarbókasafnið – Menningarhús Spönginni Sjónum beint að stöðu ung- menna af erlendum uppruna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjölmenning Innflytjendum hefur fjölgað jafnt og þétt á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.