Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 18

Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morg-unblaðiðgreindi í gær á forsíðu sinni frá viðtali við Guðna Th. Jóhann- esson, forseta Ís- lands, við tímaritið Lögréttu. Í fréttinni er fjallað um tvö atriði sem hann gerir að umtalsefni. Annað snýr að landsdómi og hvernig tókst til þegar ákvæði hans voru virkjuð í fyrsta sinn. Hitt snýr að synjunarvaldi for- seta. Það er jákvætt að forseti fjalli um mál af þessu tagi opin- berlega og viðri sín sjónarmið. Það er hjálplegt fyrir almenna umræðu og síðar hugsanlega sértækari meðal fræðimanna stjórnmálanna. Forsetinn segir um synjunarvaldið (sem fyrir- rennari hans kallaði „málskots- réttinn“): „Reynslan síðustu ár sýnir að fólkið í landinu vill ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu. Okkur finnst ekki skynsamlegt að forsetinn einn hafi þennan möguleika á hendi, að fólk þurfi – eins og ég sagði gjarnan í aðdraganda forseta- kjörsins – að arka til Bessastaða með bænaskrá í annarri hendi og blys í hinni til þess að þessi réttur verði virkjaður.“ Forsetinn segir einnig: „Þá er rökrétt að horfa til þess að fjöldi fólks hafi skorað á forseta, ein- hverjar tilteknar þúsundir kjós- enda. Til þess að slík ákvörðun verði ekki eingöngu háð geð- þótta forseta finnst mér liggja í hlutarins eðli og vera lýðræð- islegra, skynsamlegra og rétt- látara og sanngjarnara að í stjórnarskrá séu einfaldlega ákvæði um að ákveðinn fjöldi kjósenda geti krafist þessa. Við getum ekki búið við að forseti hverju sinni fari eftir heima- tilbúnum reglum sínum eða við- miðum sem taka sífelldum breytingum, sérstaklega í ljósi þróunar, og svo getum við talað út í það óendanlega um það hvort synjunarvald hafi verið dauður bókstafur og ætti ekki við í ríki þar sem fulltrúalýðræði er undirstaða stjórnskipunar- innar.“ Nú er það svo að reglurnar um synjunarvald forseta eru hvergi til nema í stjórnarskrá landsins. Forseti getur persónu- lega ákveðið að láta það ráða úr- slitum hvort hann beiti þessu valdi eftir því hvort fleiri eða færri skrifi undir áskorun. Á netöld eru áskoranir æði létt- vægar. Forseti er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Í því felst ekki að hann ætti ekki að bera ábyrgð á stjórnarathöfnum sem hann hefur vald á. Það vald hef- ur hann ekki, nema í þessu und- antekningartilviki um synjunar- valdið. Deilt var um það hvort þetta vald væri virkt eða ekki og hvort það stangaðist á við ábyrgðarleysi forseta á stjórn- arathöfnum. Slík umræða er gagnslaus orðin úr því sem komið er. Synjunarvaldinu hefur verið beitt þrisvar og þar af tvisvar af efnis- legum ástæðum. Við því hefur ekki verið brugðist með því að afnema synjunarvaldið. Það er því fyrir hendi. Forseti ber alla ábyrgð, en þó aðeins siðferðislega, á notkun þess. Áskoranir og þrýstingur er ekki innlegg í málið. Forsetinn er varnaglinn og hann getur beitt þessu valdi þótt hann sé einn um að trúa því að það sé rétt. Hann verður ekki dreginn fyrir lands- dóm vegna þess, því meginreglan er enn þá sú að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnar- athöfnum. Og er þá komið að hinu atrið- inu sem forsetinn nefnir í viðtal- inu. Hann segir: „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá.“ Og hann bætir við: „Ég sagði það áður en ég tók við embætti forseta Ís- lands og segi það enn að í end- urreisnarstarfinu eftir hrun var feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um landsdóm.“ Það má taka undir það með forsetanum að notkunin á lands- dómi var feigðarflan, eins og staðið var að. En það er ekki vegna þess að ákvæðin um lands- dóm séu forn. Mörg ákvæði laga- safnsins eru enn virk þótt þau séu mun eldri en ákvæði um landsdóm. Danska lands- dómnum, sem þá hafði ekki verið beitt síðan 1910, var beitt árið 1993 gegn fyrrverandi dóms- málaráðherra, Erik Ninn- Hansen, vegna Tamila-málsins, sem svo var kallað. Það má segja að íslenska bankahrunið hafi ver- ið stórbrotnara en það mál. En munurinn var sá að ekkert lá fyr- ir um það, að stjórnmálamenn sem landsdómur tekur til hefðu unnið sér til refsiábyrgðar vegna athafna eða athafnaleysis í því máli. Feigðarflanið fólst í því að pólitískir ofstækismenn fóru of- fari gagnvart stjórnmálalegum andstæðingum. Ákvarðanir þingsins um hverja skyldi ákæra voru forkastanlegar og svo ómerkilegar að undrum sætti. Það gerir landsdóm ekki úrelt- an að núverandi ákvæði um hann séu frá 1944 í núverandi mynd og dómurinn sem fyrirbæri mun eldri. Fjölmörg ríki hafa aðra ábyrgðarleið gagnvart helstu valdamönnum en hina almennu meðferð fyrir dómstólum. Henni hefur verið beitt í Bandaríkj- unum gagnvart allnokkrum for- setum og eru ákvæðin sem brúk- uð eru meira en 200 ára gömul. Full ástæða hefði verið að horfa til landsdóms vegna „Icesave- mála,“ þar sem stjórnsýslan var í molum, svo ekki sé talað um af- hendingu tveggja banka til kröfuhafa með litlum eða mjög vafasömum heimildum. Sjónarmið forsetans eru ágætt innlegg í umræðu sem þarf að taka} Efni en ekki aldur ræður M ér er það minnisstætt þegar ég gekk núverandi uppá- haldshljómsveit minni á hönd, 11 ára gamall. Bekkj- arbróðir minn og vinur (Hjörvar, þetta er til þín) hafði um nokkurt skeið iðkað að koma með plötur með Depeche Mode í bekkjarpartí og allan 11 ára bekkinn – skólaárið 1984-85 – fékk maður iðulega að heyra helstu smellina af þá nýútkomnu stór- virki sveitarinnar, Some Great Reward, og það sem stendur upp úr þennan veturinn er safnplatan Rás 3 og svo lögin People Are People, Master and Servant og Blasphemous Rumours. Þessi músík kitlaði mig mjög enda töff og ískyggileg. Reyndar var ég ennþá op- inberlega Duran Duran-maður, en það var í endurliti meira eins og lífsstíll frekar en dá- læti á tónlist. Duran Duran voru líka smekklega klipptir ungir menn í snyrtilegum pasteljakkafötum, en Depeche Mode voru skuggalegir kónar í svörtum fötum, keðjum, leðurpilsi og svörtum blúndusamfellum – semsagt alls- konar ómögulegu veseni, en ég dáðist að músíkinni í laumi fram til vors 1985. Eitt sinn þetta skólaárið var ég á leiðinni í bekkj- arpartí til Ingibjargar Salóme, bekkjarsystur okkar, þegar lag með Rolling Stones hljómaði í útvarpinu; lagið Waiting On A Friend sem þá var 3-4 ára gamalt. Ég spurði karl föður minn hvaða háðulega skallapopp þetta væri nú, og hlakkaði um leið í huganum til þess að mæta í partí og hlusta á S&M-skotið industrial- tölvupoppið með Depeche Mode. Pabbi sagði að þetta væri nú merk og mikil hljómsveit og hún hefði nú ekki verið að nema í rétt um 20 ár. Hah, hugsaði ég; þvílíkt og annað eins ell- ismelladót. 20 ára! Löngu komið fram yfir síðasta söludag og rúmlega það. Þetta rifjast upp einmitt núna því þegar þessi orð eru rituð var pistlahöfundur að enda við að tryggja sér miða á tónleika með áður- nefndum átrúnaðargoðum í Depeche Mode, hljómsveit sem fagnar 40 ára starfsaldri áður en 3 ár eru liðin. Þá hafa þeir verið að tvöfalt lengur en Stones höfðu verið í bransanum þegar ég hló að þeim forðum og þótti fjör- gamalt frat. Ég held bara að ég sé allur að verða reyndari og greindari. Og hvert fara gömul brýni til að sjá enn eldri brýni? Nú, vitaskuld til Flórída, nema hvað. Þangað safnast eldri borgarar til að hafa það náðugt er húmar að. En samt … Depeche Mode eru ennþá oftast svartklæddir, Martin Gore – sá mikli höfuðsnillingur og yfirburðapoppskáld Bretlandseyja síðan Lennon & McCartney fóru hvað mestan – yrkir enn um þráhyggju, blæti, sálarmyrkur og hvers konar óáran sem kann að veltast um innra með fólki og Dave Gahan syngur markaðri barítónröddu, hokinn af reynslu þess sem hefur skyggnst yfir móðuna miklu (bókstaflega; hann var löglega liðinn í 2 mínútur árið 1996 eftir eitursukk áður en tókst að stuða í hann lífi á ný). Ég er því bara nokk kúl. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill „Depeche Stones“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vegagerðin er þessa daganaað ljúka vinnu við grein-ingu á Grindavíkurvegi,sem unnin var að ósk innanríkisráðuneytisins. Fulltrúum Grindvíkinga verður greint frá fyrstu niðurstöðum greiningarinnar á fundi með Hreini Haraldssyni, vegamálastjóra, á fimmtudaginn kemur. Fulltrúar Grindvíkinga ætla einnig að hitta samgönguráðherra 15. mars. Tvö banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi, hvort á sínum stað, á þessu ári. Að morgni 12. jan- úar dó 18 ára stúlka í umferðarslysi norðan við afleggjarann að Bláa lón- inu. Kona, 45 ára gömul, dó í um- ferðarslysi um 1,7 km norðan Norð- urljósavegar aðfaranótt síðasta sunnudags. Hreinn sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmdir við endurbætur á Grindavíkurvegi hefðu ekki verið settar á áætlun. Hann sagði að í kjölfar banaslyssins í janúar hefði Vegagerðin hafið greiningarvinnu. Um var að ræða þrjár úttektir sem sneru að Grinda- víkurvegi. „Við höfum skoðað slysasöguna og greint allan veginn eftir því hvers konar slys hafa orðið þar. Hvort það voru hálkuslys, ekið út af veginum og þá hvorum megin, ákeyrsla og svo framvegis. Einnig hvenær ársins og sólarhringsins slysin urðu,“ sagði Hreinn. Hann segir að tilgangurinn með þessari greiningu sé að leiða í ljós hvort ákveðnir vegarkaflar séu hættulegri en aðrir. Vegagerðin hefur einnig látið gera sérstaka greinargerð um hálkumyndun á Grindavíkurvegi. Skoðað var hvort hún geti mögulega tengst meiri raka á sumum stöðum en öðrum, hvort sem sá raki kemur frá vötnum eða frá jarðhitanum. Niðurstaðan verður borin saman við slysstaðina og athugað hvort greina megi tengsl þar á milli. „Í þriðja lagi höfum við tekið saman minnisblað um kostnað við mismunandi aðgerðir til að bæta ör- yggið á veginum, hvort sem það er að setja miðjuvegrið eða annað slíkt,“ sagði Hreinn. Tillögur að endurbótum verða byggðar á niður- stöðum greiningarinnar. Síðan þarf að kanna hvort fjármagn fæst til að- gerða. Vegurinn er barn síns tíma „Það er ljóst að þessi vegur var lagður á sínum tíma eins og menn töldu heppilegt og eftir þeim stöðl- um sem þá giltu. Það má deila um hvort hann sé hæðóttari eða krók- óttari en aðrir vegir. Við vitum að vegir um allt land voru byggðir á sínum tíma eins og landið bauð upp á og samkvæmt því fjármagni sem til var,“ sagði Hreinn. Hann segir að margir upplifi Grindavíkurveg sem of mjóan og menn finni fyrir því, ekki síst vegna aukinnar rútu- umferðar. Hreinn segir ljóst að umferð hafi aukist mikið á Grindavíkurvegi en þó ekki meira en t.d. á Reykja- nesbraut eða á Suðurlandsvegi aust- ur fyrir fjall þar sem hafi orðið gríð- arleg umferðaraukning. Hreinn segir að ræða verði við samgönguráðherra og innanríkisráðuneytið um hvað hægt sé að gera til að auka öryggi vegfarenda á Grinda- víkurvegi. Hægt sé að bæta merkingar og annað slíkt án mikilla fjárútláta. Eigi að fara í meiri háttar breytingar á veginum þá kalli það á fjármagn sem ekki er á lausu eins og er. Þrjár úttektir gerðar á Grindavíkurvegi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Grindavík Íbúarnir eru uggandi vegna tveggja banaslysa sem orðið hafa á Grindavíkurvegi á þessu ári. Fulltrúar þeirra ætla að ræða við yfirvöld. Grindvíkingar eru slegnir eftir tvö banaslys á Grindavíkur- vegi á þessu ári. „Þolinmæði Grindvíkinga gagnvart veg- inum er löngu brostin,“ sagði á vefnum grindavik.net í gær. Þar kom m.a. fram að veg- urinn anni ekki lengur um- ferðinni. Ástæður þess eru ferðamannastraumurinn í Bláa lónið, stækkandi samfélag í Grindavík og að æ fleiri sæki vinnu eða skóla frá Grindavík í önnur bæjarfélög. Þá hafa þungaflutningar aukist mikið. Auk þess er vegurinn sagð- ur vera þröngur og óupp- lýstur. Miklar hitabreyt- ingar verði oft á leiðinni frá Grindavík að Stapa og geti skipst á frost og hiti. Þá sé vegurinn hættulega hæðóttur. Grindvíkingar vilja að vegurinn verði lag- aður hið fyrsta. Þolinmæðin er þrotin GRINDVÍKINGAR SLEGNIR Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.