Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 21
til í alheiminum trúi ég að allt hið
góða og glaða umvefji hann í nýj-
um, betri heimkynnum. Og trúi að
nú líði honum vel.
Guð blessi elsku bróður minn.
Berglind.
Elskulegur Þórður frændi
minn hefur lokið jarðvist sinni og
fengið sína hinstu hvíld.
Þegar ég hugsa um hann Þórð
þá koma upp í huga mér þeir
mannkostir sem hann bjó yfir eins
og þrautseigja, glettni, stríðni og
gjafmildi. Hann lét oftast fötlun
sína ekki stöðva sig. Hér fyrr á ár-
um var hann daglegur gestur í
Laugardalslauginni, hann vann
eins lengi og unnt var, lengst af í
Kornmarkaðnum og fór í mörg
ferðalög bæði innanlands og utan.
Hann var samviskusamur og fór
sparlega með fjármuni en gat ver-
ið þrjóskari en margur. Honum
var mjög annt um okkur frænd-
systkinin og börnin í fjölskyldunni
og var duglegur að muna eftir öll-
um afmælisdögum og stórvið-
burðum í lífi okkar. Á þeim dögum
kom iðulega frá honum símtal og
gjafir sem oft voru keyptar til
styrktar góðu málefni. Ófá höfum
við fengið silfurskeiðar með
ágröfnum nöfnum okkar frá Sidda
gullsmiði í Kópavogi og oftar en
ekki hafði Þórður lagt mikið á sig
til þess að koma með þær gjafir
færandi hendi.
Þrátt fyrir að heilsu Þórðar hafi
hægt og bítandi hrakað á undan-
förnum árum þá hafði hann unun
af mannamótum og ávallt var
stutt í skemmtileg tilsvör og
glettnissvip. Mikið óska ég þess að
hann sé nú kominn á góðan stað í
skemmtilegan félagsskap og er ég
viss um að áfram sé stutt í kímni
þar sem hann nú er staddur.
Elsku Þórður, hvíl í friði.
Þín frænka
Hrönn.
Hún hafði ótrúlegt minni og
missti ekki af einum einasta
fréttalestri. Hún var ræðin um
málefni líðandi stundar og hafði
öll nýjustu stjórnartíðindin á tak-
teinum. Hún gat greint orsök og
afleiðingu stórra mála. Eitt sinn
bauð Maja mér í kvöldmat að
sumri til á meðan aðrir fjölskyldu-
meðlimir voru í fríi. Ég kom til
kvöldverðar á nýja bílnum hennar
mömmu minnar. Þegar Maja, í
kringum níræðisaldurinn, spurði
hvernig bíll þetta væri svaraði ég
að þetta væri lítill, vínrauður bíll.
Henni fannst það ómerkilegt
svar, vildi frekar vita hver teg-
undin væri. Þegar ég sagði bílinn
vera Volkswagen Polo var hún
öllu sáttari. Hún hafði ekki mikla
skoðun á því en þekkti þá tegund
svo sannarlega.
Maja passaði mig og bræður
mína þegar við vorum yngri ef við
vorum lasnir eða vetrarfrí var í
skólum. Oft kom hún með púsl eða
einhvers konar leikjaspil með sér
vegna þess að Maja hugsaði fyrir
öllu. Maja fór gangandi flestar
sínar leiðir og kom víða við. Ég
man eftir skemmtilegum sögum
af henni að ganga í Kringluna til
að fá aðstoð hjá og spjalla við
strákana í þjónustunni hjá Síman-
um. Þær eru gott dæmi um fram-
takssemi Maju og hversu óhrædd
hún var við nýjungar. Á efri árum
tók hún upp á því að mála myndir.
Á skömmum tíma náði hún upp
mikilli færni í að mála glaðlegar
og litskrúðugar myndir.
Maja var mikil félagsvera og
hafði gaman af samneyti við ann-
að fólk. Eitt sinn eftir kvöldverð
hjá henni slakaði ég á með bók úti
á svölunum á Sléttuvegi. Þá
spurði Maja mig brosandi hvort
mér stæði á sama þó hún færi út
til annarra íbúa sem stæðu úti á
spjalli. Það væri lítið við efri árin
að óttast ef allir tækju þeim eins
fagnandi og hún Maja frænka.
Ég vona innilega að þú dveljir
sæl og glöð í Sumarlandinu – og
að þar sé jafn gott að vera gestur
og það var yfir kakóbolla heima
hjá þér.
Einar Jóhann Geirsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
✝ ViðarOddgeirsson
fæddist í Keflavík
3. ágúst 1956.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu í Kópavogi 24.
febrúar 2017.
Viðar var yngst-
ur fjögurra barna
hjónanna Þórhild-
ar Valdimarsdótt-
ur, f. 16.9. 1915, d.
6.9. 1982, og Oddgeirs Friðriks
Péturssonar, f. 5.7. 1914, d.
4.10. 2008. Systkini Viðars eru:
Garðar, f. 1941, búsettur í
Keflavík, kvæntur Helgu Gunn-
laugsdóttur og eiga þau tvö
börn. Eva, f. 1942, búsett í
Keflavík, gift Elíasi Guðmunds-
syni og eiga þau fjögur börn.
Nína, f. 1947, búsett í Los Ang-
eles, var gift Timo Peeltomaa,
þau skildu. Viðar kvæntist 18.8.
1984 Eddu Sólrúnu Einars-
Jón Hans, f. 1978, í sambúð
með Ólöfu Ósk, börn þeirra eru
Ester Ugla og Kjartan Tumi,
Hanna Sif, f. 1981, dætur henn-
ar eru Ólöf Erla og Kolbrún
Emma, Ída María, f. 1989, synir
hennar eru Friðjón Ingi og
Karl Georg, Ingi Björn, f. 1991,
í sambúð með Andreu.
Viðar starfaði hjá RÚV frá
árinu 1986, um tíma sem yf-
irmaður tæknisviðs fréttastof-
unnar. Viðar kenndi grunnnám
rafiðna við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja um tveggja ára
skeið, en hann var rafvirkja-
meistari að mennt. Hann var
ötull safnari myndbandsefnis
sem tengdist Suðurnesjum og
myndaði íþróttakappleiki í ára-
tugi auk þess að mynda þar
annað efni fyrir fréttastofu
RÚV. Hann hélt úti vefsíðunni
keftv.org þar sem má nálgast
brot af þeim myndböndum sem
hann tók upp í gegnum tíðina.
Útför Viðars verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag, 7. mars
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
dóttur, f. 13.2.
1956, d. 14.4. 2005,
þau skildu. Viðar
og Edda Sólrún
áttu saman synina:
Davíð, f. 12.1.
1979, í sambúð
með Theódóru
Friðbjörnsdóttur,
Davíð á son og
dóttur frá fyrra
sambandi með
Helgu Maríu Harð-
ardóttur, Ágúst, f. 2002, og
Guðlaugu Árnýju, f. 2006,
Theódóra á tvær dætur, Birg-
ittu og Emilíu. Þórir, f. 24.9.
1983, í sambúð með Hörpu Æg-
isdóttur, þau eiga Stefaníu
Lind, f. 2014, og Leó Viðar, f.
2017, fyrir á Þórir dótturina
Eddu Sóleyju, f. 2005, með Dís
Gylfadóttur.
Sambýliskona Viðars var
Ólöf Hildur Jónsdóttir, f. 10.4.
1959. Ólöf Hildur á fjögur börn,
Elsku yndislegi tengdapabbi
minn er farinn allt of fljótt frá
okkur. Minningarnar eru svo
ótal margar og skemmtilegar
sem við fjölskyldan áttum með
þér og Ólöfu. Allar útilegurnar á
Apavatni, matarboðin, heim-
sóknirnar og ekki má gleyma
yndislegri viku síðasta sumar
þegar þú hélst upp á 60 ára af-
mælið þitt. Þá var ekkert til
sparað, flottasta sumarhúsið á
Íslandi tekið á leigu í heila viku
og öllum nánustu ættingjum
boðið.
Þú varst svo góður afi og
hafðir svo gaman af barnabörn-
unum. Áttir alltaf til sleikjó eða
súkkulaði sem þú laumaðir að
börnunum. Þú varst svo stoltur
af þeim. Nýjasta barnabarnið
fékk einungis að njóta samveru
þinnar í fjórar vikur en við mun-
um segja honum frá því hversu
yndislegur þú varst. Stefanía
Lind á eftir að sakna þín svo
mikið enda var hún mikil afa-
stelpa og fannst henni ekkert
skemmtilegra en að fara að
„passa afa“. Við munum varð-
veita með henni allar góðu og
skemmtilegu minningarnar um
þig.
Mér fannst svo gaman að því
hvað þú varst skipulagður með
allt, það var öllu hent upp í excel
og allir kassar merktir með mið-
um í geymslunni. Það var oft
sem gert var grín að þér með
þetta og þá var mikið hlegið,
ekki að ástæðulausu að þú varst
stundum kallaður „Miðar“ .
Ég er svo þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkur. Þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa,
sama hvað það var, og áttir mik-
inn þátt í því að gera íbúðina
okkar svona fallega eins og hún
er í dag. Takk fyrir að vera alltaf
til staðar fyrir okkur. Við mun-
um sakna þín sárt. Hvíldu í friði.
Þín tengdadóttir,
Harpa Ægisdóttir.
Þakklæti og virðing er mér
efst í huga er kvaddur er hinstu
kveðju tengdafaðir minn Viðar
Oddgeirsson. Viðar var hlýr og
góður við mig og stelpurnar mín-
ar. Frá okkar fyrstu kynnum
opnaði hann faðm sinn fyrir okk-
ur og lét okkur finna hversu vel-
komnar við vorum í fjölskyldu
hans. Fyrir það verð ég honum
ævinlega þakklát. Viðar var með
góða nærveru og það var
skemmtilegt að setjast niður og
spjalla við hann um daginn og
veginn. Hann var áhugasamur
um það sem við vorum að gera,
leiðbeindi okkur ef því var að
skipta, enda vel að sér í mörgum
málefnum.
Fyrir það vil ég þakka honum
nú og allar góðu stundirnar sem
verða aldrei frá mér teknar. Við-
ar var svo mikill drifkraftur í svo
mörgu og var alltaf með
skemmtilega viðburði í deiglunni
fyrir okkur öll.
Söknuðurinn er sár og miss-
irinn mikill en þó mestur hjá
Ólöfu, sonum hans og fjölskyld-
unni allri.
Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð á sorgarstund.
Minningin um Viðar Odd-
geirsson mun verða vel varðveitt
í hjarta mér og dætra minna um
ókomin ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem.)
Theódóra Friðbjörnsdóttir.
Mikið var okkur brugðið þeg-
ar okkur bárust þær hræðilegu
fréttir að hann Viðar, sambýlis-
maður æskuvinkonu okkar,
hennar Ólafar Hildar, væri fall-
inn frá.
Viðar kom inn í vinahópinn
þegar hann og Ólöf Hildur
kynntust fyrir um það bil sex ár-
um. Viðar var opinn og næmur á
fólk og féll um leið vel inn í vina-
hópinn, eins og áttunda hjólið.
Hann var alltaf reiðubúinn að
vera með í hópnum og finna upp
á einhverju skemmtilegu að gera
með eða fyrir þennan litla hóp.
Við áttum margar góðar stundir
saman. Matarboð, grillveislur,
og heimsóknirnar til þeirra Við-
ars og Ólafar Hildar voru ekki af
verri endanum.
Viðar var góður fjölskyldu-
maður og þau Ólöf Hildur voru
samrýnd. Þau ferðuðust mikið,
fóru þá gjarnan á nýjar slóðir
þar sem sameinaðist hiti og nýir
staðir að skoða, einnig til Flórída
þar sem systir Viðars býr. Ekki
má gleyma fótboltaferðunum
þeirra til Englands til þess að
sjá uppáhaldsliðið hans, Man-
chester City, spila. Einnig lögðu
þau mikið upp úr sumarferðun-
um til Apavatns með börnum og
barnabörnum.
Síðastliðið sumar er í fersku
minni með tveimur stórafmæl-
um. Það fyrra í Svíþjóð í sex-
tugsafmæli Tommys og síðan
sextugsafmæli Viðars sem haldið
var upp á við Apavatn á ynd-
islegu ágústkvöldi. Mikil gleði og
gaman þar. Síðasta skiptið sem
við hittumst öll saman var í grill-
veislu hjá Viðari og Ólöfu Hildi
síðastliðið sumar og var þá eitt
af tilefnunum að sýna okkur
nýju íbúðina þeirra, sem þau
voru þá nýbúin að koma sér vel
fyrir í.
Viðar var mikill íþróttaáhuga-
maður og fann hann nokkra
sálufélaga í hópnum. Ekki
skyggði það á Svíþjóðarferðina
síðastliðið sumar að EM í fót-
bolta var á sama tíma. Vinahóp-
urinn átti góðar stundir saman í
Svíþjóð og studdi Ísland úr sóf-
anum. Hápunkturinn var þegar
Íslendingar náðu sögulegum
sigri á Englendingunum, en þá
hlupum við öll út á svalir og
öskruðum úr okkur lungun, svo
að allt hverfið heyrði og senni-
lega hefur það líka heyrst til Ís-
lands. Ógleymanlegt kvöld.
Nú er komið að leiðarlokum,
elsku vinur. Við viljum þakka
þér fyrir að vera sá góði maður
sem þú varst Ólöfu Hildi og góð-
ur vinur okkar allra. Þið áttuð
greinilega gott samband og nut-
uð ykkar vel saman. Þín verður
sárt saknað. Kæri vinur, nafnið
þitt fær að lifa áfram með
yngsta barnabarninu þínu, sem
er rétt mánaðar gamalt og var
nefnt Leó Viðar.
Elsku Ólöf Hildur, börn,
barnabörn og ættingjar, við vilj-
um með þessum fáu orðum
senda okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og vonum að Guð
styrki ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Deisa Karlsdóttir Holl,
Tommy Holl,
Júlíana Jónsdóttir,
Eiríkur Ólafsson,
Rósa Jennadóttir og
Guðmundur F. Guð-
mundsson.
Fyrir um 30 árum sló hópur
fyrirtækja og fólks saman í
púkk, keypti nýja upptökuvél,
lét hana í hendur Viðars Odd-
geirssonar og bað hann að búa
til jákvæðar fréttir af Suður-
nesjum. Þetta var svar fólks við
þessari áráttu frétta að birta að-
eins hið ljóta og neikvæða. Við-
ar, Suðurnesjamaður inn að
beini, tók áskoruninni og byrjaði
að þefa uppi skemmtilegar og já-
kvæðar fréttir af svæðinu. Og
undrin gerðust: Landsmenn
byrjuðu að sjá á RÚV-skjánum
alls kyns gleðitíðindi, jákvæð og
skemmtileg. Suðurnesin höfðu
eignast talsmann gagnvart þjóð-
inni. Þarna naut sín vel jákvæði
húmoristinn, Viðar, áhugamaður
um fólk og ekki síst heimahag-
ana. Þessu ögrandi verkefni
sinnti hann samhliða kennslu,
sem átti svo vel við hann enda
vildi Viddi alltaf láta gott af sér
leiða. RÚV skynjaði strax hæfi-
leika hins naska fréttaritara,
sem leiddi til þess að honum var
„rænt“ inn í höfuðstöðvarnar,
þar sem hann hefur skilað góðu
ævistarfi. Engu að síður hélt
hann tryggð áfram við heima-
hagana og mátti iðulega sjá já-
kvæðar fréttir sem honum ein-
hvern veginn tókst alltaf að pota
inn. Síðast daginn sem hann lést
svo sviplega.
Okkur er öllum brugðið því
Viðar hafði markað sér svo sterk
spor í samfélag okkar og var
ekkert á leiðinni svo langt í
burtu. Við söknum hans sárt.
Eftir standa þau miklu verðmæti
sem hann tók upp úr mannlífi
hér syðra og varðveita merka
sögu. Það er hans stóri bauta-
steinn en ekki síður minningin
um skemmtilegan og umfram
allt góðan dreng. Fólkinu hans
öllu sendum við hlýjar kveðjur.
Blessuð sé minning Viðars Odd-
geirssonar.
Hjálmar Árnason og
Valgerður
Guðmundsdóttir.
Lífið er ferðalag sem við sem
ferðumst sjáum ekki fyrir.
Vissulega kann það að gera líf
okkar auðveldara að sjá ekki
fram í tímann, en mestu máli
skiptir að njóta lífsins á meðan
það varir.
Það var okkur vinunum reið-
arslag að frétta af skyndilegu
andláti vinar okkar og félaga,
Viðars Oddgeirssonar. Við
kynntumst Viðari í gegnum sam-
eiginlegt áhugamál okkar, knatt-
spyrnu, en allir höfum við verið
dyggir stuðningsmenn Man-
chester City um árabil. Ógleym-
anlegar eru ferðir okkar með
Viðari út til Manchester, þar
sem gleðin og vináttan var ávallt
í fyrirrúmi. Fyrir okkur var það
heilög stund að hittast á sport-
barnum Ölveri eða eftir atvikum
í heimahúsi og styðja okkar
menn til dáða. Á slíkum stund-
um hafa allir skoðun á því hvert
leikskipulagið á að vera og hvaða
leikmönnum tefla beri fram í
hverjum leik. Þetta áhugamál
okkar sameinaði okkur í ein-
stakri vináttu sem var engu lík.
Þriðjudagurinn 21. febrúar
síðastliðinn var nákvæmlega
þannig dagur og Viðar lét sig
ekki vanta. Okkar menn unnu
sannfærandi sigur og við dreng-
irnir héldum kátir hver til síns
heima. Engan grunaði þá að
þetta yrði síðasti leikurinn sem
Viðars nyti við en við erum sann-
færðir um að hann verður með
okkur áfram í anda um ókomin
ár.
Viðar kom okkur fyrir sjónir
sem ljúfur fjölskyldumaður og
þau voru öfundsverð af sam-
bandi sínu hann og Ólöf. Nýverið
fluttu þau í nýja íbúð í Lundi í
Kópavogi og það kom ósjaldan
glampi í augu Viðars þegar hann
sagði okkur stoltur fréttir frá
nýju heimkynnunum. Á síðasta
fundi okkar ítrekaði hann það
við okkur að fyrir næsta City-
leik í heimahúsi skyldum við
mæta til hans og upplifa nýju
íbúðina og yfirbyggðu verönd-
ina.
Viðar var umfram allt einstak-
ur drengur sem öllum þótti vænt
um. Hann var viðræðugóður og
skemmtilegur og naut sín í
góðra vina hópi. Umfram allt var
hann sannur City-maður.
Við erum þakklátir því að hafa
kynnst Viðari og hans verður
sárt saknað. Með þessum fátæk-
legu orðum sendum við Ólöfu,
sonum Viðars og ástvinum hans
öllum, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð og
minning um góðan dreng styrkja
okkur öll í sorginni.
Fyrir hönd okkar City-manna,
Tómas Hallgrímsson.
„Það skein alveg í gegn hvað
þetta var mikill toppmaður,“
sagði vinur minn á öðrum fjöl-
miðli þegar hann frétti af andláti
Vidda. Sá spjallaði við hann á
fótboltavöllum landsins endrum
og eins, og hafði hitt hann þar
sem Viðar fylgdist með sínum
mönnum í Manchester City spila
í sömu viku og hann kvaddi. Við-
ar var nefnilega harður stuðn-
ingsmaður Manchester City og
hafði verið í mörg ár. Það var því
auðvelt að gleðjast með honum
þegar peningar tóku að streyma
í félagið og titlarnir hrönnuðust
upp. Viðar var líka það harður
stuðningsmaður City að hann lét
sig ekki vanta á völlinn í Man-
chester þegar liðið varð Eng-
landsmeistari.
Þegar ég byrjaði að vinna á
RÚV 2009 var Viddi einn af
þeim fyrstu sem urðu á vegi
mínum og hann tók mér vel. Við-
ar sá um að ég fengi þá kennslu
sem ég þurfti til að geta klippt
fréttir og allar bókanir á töku-
mönnum fóru í gegnum hann.
Sama hversu seint og illa maður
bókaði tökumann hjá honum til
að taka upp einhverja íþrótta-
viðburði tókst honum alltaf að
redda málunum. Ef hann fékk
engan í verkið reddaði hann því
bara með því að mynda sjálfur.
Ég á einmitt sérstaklega góð-
ar minningar á ferðum mínum
með honum til Keflavíkur á fót-
bolta- og körfuboltaleiki. Maður
gat alltaf verið viss um að það
gæti ekkert klikkað í þeim ferð-
um. Viðar var nefnilega svo vel
liðinn á sínum heimaslóðum að
maður fékk meðferð eins og
kóngur, bara fyrir það eitt að
vera með Vidda Oddgeirs. Við
fórum sérstaklega margar
vinnuferðir saman til Keflavíkur
í úrslitakeppni karla í körfubolta
vorið 2010 og þar var oft knapp-
ur tími frá því leik lauk fram að
tíufréttum. Allar fréttirnar frá
okkur fóru þó í loftið, enda var
alltaf hugsað í lausnum. Takk
kærlega fyrir gott samstarf, Við-
ar. Ég mun alltaf hugsa um þig
með hlýju.
Fjölskyldu Viðars sendi ég
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum.
Þorkell Gunnar
Sigurbjörnsson.
Það er þyngra en tárum taki
að skrifa minningarorð um kær-
an vin og samstarfsmann Viðar
Oddgeirsson. Fyrirvaralaust er
hann tekinn burtu frá fjölskyldu
og vinum sem sýnir okkur enn
og aftur að enginn ræður sínum
næturstað. Viðar var einn af
fyrstu samstarfsmönnum mínum
á fréttastofu Sjónvarpsins, sem
þá hét, fyrir nær aldarfjórðungi.
Hann var þá fréttaritari í Kefla-
vík og gekk í öll verk og sinnti
nánast öllu sem gerðist á suð-
vesturhorni landsins á þessum
tíma. Á nóttu sem degi var hann
ávallt reiðubúinn sem tæknimað-
ur, tökumaður og fréttaritari.
Reyndar var það svo um Viðar,
eins og svo marga hjá Ríkisút-
varpinu, að hann var alltaf á
vaktinni hvert sem hann fór og
hvar sem hann var. Alltaf á tán-
um með hag Ríkisútvarpsins að
leiðarljósi.
Saman fórum við í ófáar
fréttaferðir og aldrei bar skugga
á okkar samstarf. Viðar hlaut
góða lund í vöggugjöf sem fylgdi
honum ævina á enda. Verkefni
voru til að leysa þau og vanda-
mál ekki til. Það hugarfar fylgdi
honum líka eftir að hann varð
fastur starfsmaður í Efstaleiti og
var yfir og allt um kring í tækni-
málum okkar.
Synirnir voru augasteinar
Viðars og sjaldan ljómaði hann
jafn mikið eins og þegar hann
ræddi fjölskylduna. Ófá samtöl
áttum við í aðdraganda utan-
landsferðar sem hann fór í fyrra
ásamt sonum sínum og sonar-
syni á fótboltaleiki í Bretlandi.
Ógleymanleg varð ferðin þeim
feðgum og óhætt að segja að
Viðar hafi haldið þeim minning-
um á lofti. Hann var hamingju-
samur í einkalífi og ekki er nema
ár síðan þau Ólöf Hildur fluttu í
nýja íbúð sína í Lundi í Kópa-
vogi. Framtíðin var björt.
Það er sjónarsviptir að Viðari
Oddgeirssyni, vinnustaður okkar
er tómlegur. Mestur er missir
fjölskyldunnar sem nú tekst á
við lífið án hans. Megi góður guð
gefa ykkur styrk til að njóta
minninganna um góðan dreng.
Blessuð sé minning Viðars
Oddgeirssonar.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Viðar Oddgeirsson
Fleiri minningargreinar
um Viðar Oddgeirsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.