Morgunblaðið - 07.03.2017, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.03.2017, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 eina sem ég gat gist hjá fyrir utan heima hjá mér, en það var því ég gat hugsað að þú værir næstum því eins og mamma mín því þú værir mamma mömmu minnar og það hughreysti mig. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og við gátum alltaf spjallað um allt milli himins og jarðar og við gátum sko aldeilis hlegið saman. Hvíldu í friði, elsku besta amma mín, núna ertu komin til afa og ég veit að það hefur verið yndislegt fyrir þig að hitta hann á ný eftir öll þessi ár og ég veit að hann beið þín með opnum örmum. Þín verður alltaf saknað, elsku besta fallega amma Magga mín. Saknaðar- kveðjur, þín Klara. Ég sit hér í litlum sveitabæ í Taílandi, það er kvöld en samt svo hlýtt. Róleg tónlist er spiluð af bar hér á móti mér og andrúmsloftið er notalegt. Ég er viss um að amma Magga hefði kunnað vel við sig hér, það eina sem hún hefði viljað bæta við væri kannski Ópal- pelinn. Að hafa alist upp með ömmu eins og ömmu Möggu eru þvílík forréttindi. Annan eins per- sónuleika er erfitt að finna; góð, fyndin, brosmild, glettin, stríðin og fyrst og fremst hjartahlý. Ef það er einhver sem svo sannarlega hafði hjarta úr gulli var það hún amma. Sú ást sem hún gaf frá sér var svo ógnarsterk að hún um- vafði hvern sem var svo heppinn að fá að njóta nærveru hennar. Ást hennar hélt fjölskyldu okkar saman, hún var kletturinn, stoð okkar og stytta. Amma kenndi okkur að elska hverja og einustu manneskju eins og hún er. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki komið heim og heimsótt hana ömmu mína. Ég mun sakna þess að borða yfir mig af krem- kexi, súkkulaðirúsínum, coco- puffsi og öllu því gúmmelaði sem amma var alltaf með á boðstólum. Ég mun sakna þess að hlæja með henni að styttunni af syngjandi fisknum, sakna jólaskrautsins sem kom upp í byrjun nóvember og Bold and the Beautiful í sjón- varpinu. Mest mun ég þó sakna hlýs faðmlags hennar og háværs hlátursins. Þær minningar sem ég á um ömmu Möggu munu ætíð verma mér um hjarta. Bæði eru þær ást- úðlegar og einnig drepfyndnar. Hver önnur en amma Magga hefði getað smyglað til mín íspinna þegar ég var aðeins ung- barn og gert mömmu mína snar- bilaða þegar upp komst um hana? Hver önnur en amma Magga hefði getað logið að okkur barna- börnunum í mörg ár að hún hafi tekið þátt í fegurðarsamkeppni en aðeins tapað vegna ljótra táa? Hver önnur en amma Magga hefði getað keyrt framhjá bónda- bæ og logið því að hún hefði unnið þar sem vinnukona í den? Við barnabörnin fengum meira að segja að vita hvar herbergið hennar var og hver störf hennar voru allt þar til mamma bað hana um að hætta að ljúga svona stans- laust að okkur. En svona var það að eyða tíma með ömmu Möggu, stöðugt fjör og algjör vitleysa. Maður var ávallt á tánum, tilbúinn að gleypa í sig næsta bull sem hún bauð upp á. Hún litaði tilveruna með skærum litum og fyllti hana af hlátri og ást. Ég gæti ekki verið stoltari og þakklátari fyrir að bera nafn ömmu minnar. Ég mun sakna hennar meira en orð fá lýst en ég finn fyrir henni í hjarta mér hvert sem ég fer. Ég elska þig, amma. Ég sé þig í júní. Ég kem að heim- sækja þig og tek með mér nokkur af þínum helstu einkennum; súkkulaðirúsínurnar, hláturinn og góða skapið. Margrét Ásta Bjarnadóttir. Elsku amma mín. Jæja, núna ertu farin en þú varst svo sem búin að segja mér að þú værir að fara í langan tíma. Ég mun alltaf muna eftir okkar ævintýrum í gegnum tíðina. Hvert einasta skipti sem ég kom að heimsækja þig var alltaf von á öllu, við fórum í bíltúr til að kaupa eitthvað sem þú sást í blaðinu þann daginn, eða í Góða hirðinn að kaupa eitthvert dót. Svo tókst okkur að villast í næstum hvert einasta skipti en það var alltaf gaman hjá okkur og við komumst alltaf heim á endanum. Síðan voru þau skipti sem ég kom í heimsókn og þú varst með lista af hlutum til að gera. Hvort sem það var að þvo gluggann og gardínur eða fara með dótið sem við keyptum niður í geymslu, eða bara að laga tölvuna fyrir þig. Ég var alltaf til í að hjálpa og alltaf fékk maður eitthvað gott að borða fyrir það, hvort sem það var pítsa eða kremkexið gamla góða. Ég mun sakna þín hræðilega mikið, ég mun alltaf vera þakklát- ur fyrir allt sem þú kenndir mér og ég mun alltaf passa að réttar gardínur séu fyrir hverja árstíð. Góða ferð, elsku amma, þinn Brynjar Logi. Amma Magga, amma Læti, amma skemmtilega eða bara amma. Okkur langar að minnast ömmu Möggu (Læti) og þakka henni fyrir allar skemmtilegu minningarnar en þær eru margar. Fyrstu árin eyddum við að- fangadagskvöldum heima hjá ömmu og afa, ætli ég hafi ekki ver- ið fjögurra ára svo spennt fyrir öll- um pökkunum sem biðu mín við tréð, opnaði einn, beið spennt eftir næsta og næsta og næsta, alltaf komu fleiri og fleiri pakkar alveg endalaust, var þá amma að dunda við það milli pakka að útbúa nýja handa mér með gamla jólapapp- írnum, ég hef ekki fengið fleiri pakka síðan þá. Amma var alltaf til í að hafa gaman og kunni að gleðja okkur krakkana. Það koma upp ótal minningar þegar ég hugsa til baka um þann tíma sem við áttum með ömmu Læti. Þegar ég var sex ára þá flaug ég norður til Húsavíkur þar sem amma Læti og afi voru í bú- stað ásamt fleira frændfólki, þar var ýmislegt skemmtilegt brallað. Hún var ógleymanleg bílferðin sem við Svenni fórum í með ömmu Læti og afa, við hlustuðum á Grín- verjann með Ladda, held að á allri minni ævi hafi ég aldrei hlegið eins mikið, það sem var eftirminnilegt við þetta var að amma Læti hló eiginlega meira og hærra en við Svenni, það er einmitt þannig sem ég minnist ömmu Læti, síhlæj- andi. Í þessari sömu ferð var kjöt- súpa í matinn, mér fannst kjöt- súpa ekki góð, amma bauð matvanda mér 1000 krónur fyrir að borða þó ekki væri nema eina skál, ég afþakkaði gott boð og fékk að heyra þessa sögu aftur og aft- ur. Viðurnefnið amma Læti, sem ég gaf henni mjög ungur, átti svo sannarlega við því það var alltaf fjör, mikill hlátur og gleði í kring- um ömmu Læti. Seinna tókst mér að koma þessu nafni yfir á syst- ursyni mína þá Isaiah og Atlas, þeir hafa alltaf kallað hana ömmu Læti, en hún sagði þetta ekki vera rétt því hún héti „amma lady“ og þá hlógu litlu mennirnir, alltaf hlátur í kringum ömmu Læti. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn, elsku amma Læti, með tár á hvarmi og bros á vör þakklát fyrir þig sem litaðir líf okkar með ham- ingju og gleði. Hrefna Líneik og Jón Orri.  Fleiri minningargreinar um Margréti Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Hjördís Þor-steinsdóttir fæddist 13. febrúar 1938 að Sand- brekku í Hjalta- staðþinghá. Hún lést 21. febrúar 2017 á Landspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar Hjör- dísar voru Ingibjörg Geirmundsdóttir, f. 26.10. 1899, d. 15.2. 1976, og Þor- steinn Sigfússon hreppstjóri, f. Hjördís eignaðist soninn Hrein Magnússon, f. 22.10. 1960. Faðir Magnús Gíslason úr Garði, Garð- skaga, f. 5.8. 1932, d. 6.6. 2013. Börn Hreins eru Harpa og Gauti, móðir Guðrún Snorradóttir. Eftir árs skólasetu á Eiðum lá leiðin í Héraðsskólann á Laugar- vatni. Eftir útskrift frá Laugar- vatni tók við skólaseta í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík einn vetur. Hjördís starfaði síðan hjá ÍAV á Keflavíkurflugvelli. Rit- arastarf hjá Sakadómi í Borg- artúni, síðar Héraðsdómi Reykja- víkur, varð ævistarf hennar þangað til hún lét af störfum árið 2008. Útför Hjördísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. mars 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. 29.9. 1898, d. 25.2. 1986. Systkini Hjör- dísar: Guðný, f. 25.4. 1926, d. 26.11. 1990; Sigfús, f. 20.6. 1927, d. 26.9. 2001; Jó- hanna Sigurbjörg, f. 3.5. 1929; Ragnheið- ur, f. 23.5. 1931; Geirmundur, f. 23.4. 1932, d. 17.10. 2011; Hreinn, f. 19.5. 1935, d. 22.3. 1959; Valur, f. 19.5. 1935, d. 20.8. 1967; Þorsteinn Þráinn, f. 23.7. 1941. Í dag er Ísland snævi þakið, heiður himinn og sólin skín skært. Það hvílir friður yfir öllu. Ég sit við gluggann og hugsa til þín, Hjördís mín, um líf þitt og hvernig þú valdir að hafa það. Ég trúi því að hver og einn sé skipstjóri í sínu eigin lífi. Þú kaust að hafa líf þitt einfalt. Hafa fáa í kringum þig, hafa sömu rútínu á hverjum virk- um degi og aðra um helgar. Þess- ar rútínur breyttust lítið. Þú kaust einsemd, að vera ein með bókun- um þínum, ein með útvarpinu þínu; gamla Gufan var þinn fé- lagsskapur. Þú varst ekki allra, gast af- greitt fólk með kuldalegum at- hugasemdum, en svona varst þú. Þú komst til dyranna eins og þú varst klædd. Kunnir ekki að pakka hugsunum þínum inn í bómull. Þér fannst líka fínt að fá að vera í friði í litlu íbúðinni þinni á Vífilsgötunni og þér leið hvergi betur en einmitt í einverunni þar. Þrátt fyrir að velja einveruna varstu alltaf til í bíltúr með mér. Í upphafi ferðar tókstu skýrt fram að þú yrðir að vera komin heim áð- ur en útvarpssagan á Gufunni byrjaði og fórst að ókyrrast þegar leið að sögustundinni. Rútínunni mátti ekki rugga. Þú elskaðir ferð- irnar okkar á Mokka kaffi þar sem við fengum okkur heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. Stundum þegar ég hringdi í þig, þá hafðir þú ekki heyrt í neinum í langan tíma en varst létt í lund og ótrúlega ánægð með að heyra í mér, hlóst og naust þín. Þú kenndir mér að vera nægjusöm. Viku fyrir andlátið hélt sonur þinn upp á 79 ára afmælið þitt uppi á spítala. Þú varst glöð og sæl í hópi fjölskyldunnar. Ég settist hjá þér við sjúkrarúmið eftir af- mælið og þú geislaðir af þakklæti í garð sonar þíns fyrir framtakið og þakklæti til fjölskyldunnar fyrir að hafa mætt í afmælið þitt. Fljótt skapaðist sú hefð í vin- áttu okkar að ég kom til þín á Þor- láksmessu með túlípana og góð- gæti. Þá helltir þú upp á sterkt kaffi og kveiktir á jólakerti. Þá hófust jólin hjá okkur báðum. Næsta Þorláksmessa verður tóm- leg án þín. Takk fyrir vináttuna. Hanna Birna. Þegar ég fékk þær fréttir að „Hjördís vinkona“ væri látin þá komu nokkrar fallegar myndir upp í hugann. Ég sé hana fyrir mér, hún er örlítið kímin, hallar aðeins undir flatt og horfir útund- an sér með sitt kolsvarta hár. Hún var vel að sér um menn og mál- efni, gat sagt mér óteljandi sögur um fólkið í borginni og sagði svo skemmtilega frá. Svo hló hún með öllum kroppnum og það var smit- andi og skemmtilegur hlátur. Við Hjördís áttum sérstakt samband, en það var nafnið sem tengdi okkur saman. Hún tók allt- af svo vel á móti mér á Vífilsgöt- unni. Smákökurnar fyrir jólin voru ákaflega góðar og svo nettar, allt borið fram af smekkvísi og fegurð. Við dvöldum ekki í núinu og spáðum lítið í dægurþrasið, heldur lögðumst við í allskonar ferðalög um heim bókmennta og lista. Við fórum nokkrum sinnum á tónleika og ég bauð henni einnig í leikhús og þar var hún á heima- velli – mikill menningarviti. Samband Ágústu, móður minn- ar, og Hjördísar var náið en þær kynntust á Héraðsskólanum Laugarvatni og fóru svo saman í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Þær áttu sínar góðu stundir sam- an og átti mamma gott athvarf hjá Hjördísi þegar hún þurfti að kom- ast í frí frá annasömu sveitaheim- ili. Hjördís var líka svo natin og góð vinkona við mömmu. Einu sinni náðu þær stöllur að fara til Spánar í 2 vikur saman. Það hefur nú eflaust reynt á sambandið, en þær voru vinkonur þegar þær komu heim og voru það þangað til mamma skildi við allt of snemma árið 2004. Hún var næm á allskonar hluti og var viss um að það væri alltaf gott fólk með henni og í kringum hana, fann fyrir gengnum ættingj- um en þó sérstaklega foreldrum sínum. Hún var ákveðin í því að fá að hvíla hjá þeim þegar yfir lyki. Einstök kona er gengin og þökkum við stórfjölskyldan frá Úthlíð henni samfylgdina. Við vottum einkasyninum Hreini okk- ar dýpstu samúð, hann stóð vel með henni þegar hún þurfti mest á honum að halda, ásamt öðum nán- um fjölskyldumeðlimum. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Út- hlíð, Hjördís Björnsdóttir. Hjördís Þorsteinsdóttir Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, HELGU HOBBS. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun og kærleik. Gunnar Kvaran Guðný Guðmundsdóttir Helga Hafsteinsdóttir Alexander Jóhannesson Guðmundur Hafsteinsson Anna Benassi Guðrún Hafsteinsdóttir Jón Árni Þórisson Dröfn H. Farestveit Arthur Farestveit Guðrún Skúladóttir Gunndór Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir minn, HERMANN ELÍAS BJARNASON, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. mars klukkan 11. Guðsteinn Bjarnason Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSEF RAFN GUNNARSSON, Gnoðarvogi 24, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 23. febrúar. Jarðarförin fór fram í kyrrþey 2. mars. Rósa Lárusdóttir Annabella Jósefsdóttir Csillag, Ellert Csillag Sigurðsson Elísabet Katrín Jósefsdóttir Rafn Þorsteinsson Rósa Jósefsdóttir Þóroddur Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR KETILSDÓTTIR, fyrrverandi húsmóðir, Torfum, Eyjafjarðarsveit, lést laugardaginn 18. febrúar að dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 10. mars klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á öldrunarheimilin á Akureyri. Smári Helgason Anna Jóhannesdóttir Ketill Helgason Anna Gunnbjörnsdóttir Sigurjón Helgason Sólrún Sveinbergsdóttir Níels Helgason Sveinbjörg Helgadóttir Jónína Helgadóttir Kristján Gunnþórsson Guðjón Þór Helgason Erla Halls Regína Helgadóttir Gunnhildur Helgadóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, stjúpmóðir, systir og amma, ERLA Ó. MELSTEÐ, Framnesvegi 17, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu 20. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 9. mars klukkan 13. Árni Árnason Þórunn Melsteð Soffía Eyjólfsdóttir Melsteð Jón Bartels Brynjar Aðalsteinsson Jenný Lovísa Árnadóttir Soffía Melsteð Jóngeir H. Hlinason Sif Melsteð og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES TRYGGVASON, Dengsi, Aðallandi 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 4. mars. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. mars klukkan 13. Margrét Kristinsdóttir Sveinbjörn Jóhannesson Linda Mjöll Gunnarsdóttir Ína Rós Jóhannesdóttir Davíð Kristjón Jónsson Karólína Jóhannesdóttir Stefan Weber Kristín Dagmar Jóhannesd. Magnús Árni Skúlason og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.