Morgunblaðið - 07.03.2017, Side 24

Morgunblaðið - 07.03.2017, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017 ✝ Inga fæddist íReykjavik 14. mars 1936. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 25. febrúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Magnúsdóttir Cleaver, f. í Reykjavík 7.3. 1910, d. 9.12. 1994, og Hákon Bjarna- son, skógræktarstjóri, f. 13.7. 1907, d. 18.4. 1989 (þau skildu). Fósturfaðir Ingu var Edward Brewster Cleaver, kafteinn í bandaríska hernum og ræð- ismaður, f. 28.12. 1914, d. 18.9. 1992. Inga giftist Baldri Berndsen Maríussyni, f. 18.4. 1936, þann 31.7. 1958. Baldur lést 15. des- ember 2012. Börn þeirra eru: 1) hennar, í Kanada og Bandaríkj- unum, gekk Inga einnig í skóla þar. Eftir að Inga flutti heim, bjó hún alla ævi í vesturbæ Reykjavíkur. Vegna starfa Edwards sem ræðismanns um og eftir stríð, bjó fjölskyldan í Alberta í Kan- ada auk Washington DC og Missouri í Bandaríkjunum þeg- ar Inga var barn. Inga fylgdi einnig Baldri þegar hann starf- aði hjá Lofleiðum í New York 1962-1965. Árið 1954, að loknu námi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, hóf Inga störf í utanríkisráðu- neytinu, þar sem hún starfaði stærstan hluta starfsævinnar, þar til hún lét af störfum vegna aldurs 2006, en einnig starfaði hún í forsætisráðuneytinu og á skrifstofu forseta Íslands. Inga tók virkan þátt í EAPS samtökunum (síðar EUMA og IMA) frá 1980 og þar til hún lét af störfum og var ritari samtak- anna um tíma. Inga verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, 7. mars 2017, klukkan 13. Magnús Bjarni, f. 6.2. 1961. Börn hans eru Baldur Karl, f. 25.3. 1989, og Elín Inga, f. 7.2. 1992. 2) Guðrún Edda, f. 28.5. 1966. Dóttir hennar með Sigtryggi Georgssyni er Edda Sólveig, f. 8.2. 2002. 3) Sigríð- ur Erla, f. 18.11. 1967. Inga var fædd og uppalin á Skólavörðustíg í Reykjavík, en hún og móðir hennar bjuggu í sama húsi og móðurforeldrar eftir skilnað Guðrúnar og Há- kons. Inga gekk í Miðbæjarskól- ann sem barn og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Vesturbæjar. Vegna starfa Edwards, fósturföður Nú er hún elskuleg mamma mín farin í heim andanna og dögun nýs lífs hafin í ljósinu mikla. Mér er það mikill léttir að vita það, að hún er nú umvafin ást hans pabba á ný og kærleik foreldra sinna, ömmu Dúnu og afa Eddí. Líf mömmu var ævintýri líkast. Frá unga aldri lagði hún land undir fót á vit nýs lífs í Vesturheimi. Hún sigldi frá Reykjavík til Boston að- eins níu ára gömul og eyddi nokkr- um hluta ungrar ævi vestanhafs. Sem ung stúlka ólst hún upp á Skólavörðustíg 16 í Reykjavík, hjá ömmu sinni og afa, Bjarndísi og Magnúsi. Og einn af hennar bestu vinum á þessum árum var Maddú frændi hennar, síðar læknir, og sagði hún okkur oft sögur að því þegar Maddú og Lillý heimsóttu hana á Bergstaði. Minnist ég æsku minnar sem mikils ferðalags um víða veröld, til kóngsins Kaupinhafnar, Banda- ríkjanna og víðsvegar um Evrópu og Asíu. Skemmtilegustu minningarnar eru ferðir okkar í Tívolí og stemn- ingin sem þar skapaðist. Þar feng- um við börnin, Magnús, Guðrún og ég, að hlaupa um, fara í bíla og rússíbana og horfa á flugelda seint að kveldi. Innilegustu minningar á ég þó kannski um mömmu með handa- vinnuna milli handanna. Mamma var sú sem ég treysti. Ef eitthvað rifnaði gat ég þar til á síðustu stundu sagt: mamma, get- urðu lagað þetta? Hún var lagin við allt sem sneri að saumaskap. Hún settist við saumavélina og stuttu seinna var komin ný flík. Hún var sérstaklega listræn. Þegar við fjölskyldan ferðuð- umst til Indónesíu höfðu þær ferð- ir mikil áhrif á okkur. Mamma fylgdist með okkur systrunum meðan pabbi var að vinna og svo var ferðast um Surabaya og til Balí til að sjá þetta framandi land. Þessi minning með mömmu á ferðalagi um framandi slóðir lifir sterkt í mínu minni. Síðustu mánuði var heilsu mömmu farið að hraka og nú er ég svo þakklát að hafa fengið að keyra hana til lækna og um bæinn. Dag- inn áður en ég fór aftur til Boston þurfti mamma að fá klippingu. Hún var ekki alveg fær um að labba upp og niður allar tröppurn- ar á Tómó, þannig að ég sagði: jæja mamma, mundir þú treysta mér til að snyrta á þér hárið? Hún játti því og nú er það líklega besta gjöfin sem hún gaf mér, ég fékk að snyrta á henni hárið. Þegar litið er yfir farinn veg og líf mitt er ég innilega þakklát henni mömmu. Því hún gaf mér ekki bara líf, heldur byggði hún líf mitt, fyllt trausti á tilveruna og óend- anlegri þrautseigju. Síðastliðið sumar fórum við eina síðustu ferð okkar í sumarbústaðinn á Þingvöll- um og aldrei hefði mig grunað að þetta yrði síðasta ferðin hennar. Maður heldur alltaf að maður eigi inni eitt til tvö og jafnvel þrjú góð ár. En svo kemur hin endanlega ró yfir sálina og kallið til ljóssins dregur nær. Þær lexíur sem við eigum að læra í lífinu eru búnar, komið að leiðarlokum og nýtt líf í kærleik andanna kallar. Að mömmu minni verður mikill missir en hún lifir í hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning hennar. Ég veit að ég mun hitta hana á ný, og það er von mín að ég fái að fylgja henni í nýju lífi, dag einn hér á jörðinni. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Sirrý Erla. Mamma var fædd og uppalin á Skólavörðustígnum, stuttu fyrir seinna stríð. Hún var afskaplega stolt af uppruna sínum og talaði alltaf fallega um árin sem hún og amma bjuggu hjá móðurforeldrum hennar, afa Magnúsi og ömmu Bjarndísi. Hún átti athvarf sitt hjá þeim og þótti gott að vera þar. Æska mömmu var að mörgu leyti ólík annarra barna. Þegar amma giftist Eddie, fósturföður mömmu, fluttu þau og bjuggu í Kanada og Bandaríkjunum í nokk- ur ár. Þrátt fyrir að vera kannski spennandi að að búa erlendis og ferðast á þessum árum, þá missti hún um leið úr skóla og tengsl við fjölskyldu og vini á Íslandi um tíma. Vegalengdir voru langar og ferðalögin oft löng og erfið, en hún talaði oft um ferðalögin milli land- anna í stríðinu og strax á eftir, þeg- ar hún sigldi til Boston en fór með herflugvél til Kanada. Mamma lauk námi frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, en það hefur kannski verið hennar lukka að vera þar, því þar kynntist hún pabba. Þau fóru að vera saman þegar þau voru 16 ára, giftu sig rúmlega tvítug og voru því saman í yfir 60 ár. Þau áttu vel saman, þrátt fyrir að vera ólík að mörgu leyti. Þau bættu hvort annað upp og voru einstaklega samhent. Mömmu fannst gaman að ferðast og fór víða. Fyrst með for- eldrum sínum og síðar með pabba. Vegna vinnu pabba fóru þau til landa sem ekki eru í alfaraleið og bjuggu í nokkur ár í New York. Hún var einnig dugleg að heim- sækja okkur systkinin þegar við bjuggum erlendis og kom ósjaldan í heimsókn. Hún ferðaðist mikið til hinna ýmsu stórborga, en þau hjónin höfðu þó ekki síður gaman af því að keyra og sjá löndin, keyrðu víða um Evrópu og Banda- ríkin. Við fórum saman í eftir- minnilega ökuferð um Bandaríkin fyrir nokkrum árum, þá var hún í essinu sínu þegar hún sagði frá og við skoðuðum staði þar sem hún hafði búið eða komið til. En þó að mamma hafi lifað spennandi lífi að mörgu leyti, var það ekki alltaf auðvelt. Hana dreymdi um að fara í meira nám, en það var ekki í boði. Það var ekki alltaf auðvelt að vera einkabarn og eiga eiginmann sem oft var í burtu í lengri tíma vegna vinnu. En hún lét allt ganga upp, hún var seig, þolinmóð og gafst ekki upp. Einn stærsti kostur mömmu var um- burðarlyndi og var hún alltaf tilbú- in að hlusta á skoðanir annarra, – þó hún hefði sínar eigin. Hún hafði ríka réttlætiskennd og fannst erf- itt að horfa upp á mismunun og óréttlæti. Það má þó segja að mamma hafði lítinn áhuga á hefðbundnum húsmóðurstörfum en sinnti þeim þó engu að síður af samviskusemi með fullri vinnu. En á móti kom að henni leið aldrei betur en með ein- hverja handavinnu í höndunum eða við saumavélina. Þá naut hún sín og það var sama hvað hún gerði, allt lék í höndunum á henni. Við Edda nutum þeirra forrétt- inda að búa í sama húsi og hún og pabbi og því mikill samgangur á milli. Alltaf átti Edda athvarf hjá ömmu og afa og þótti gott að fara til þeirra. En nú er komið að kveðjustund, eftir erfiðan vetur. Eftir situr sorg og söknuður, en við Edda kveðjum með miklu þakk- læti. Guðrún Edda og Edda Sólveig. Þær eru margar minningarnar sem ég á mér um hana vinkonu mína Ingu. Við vorum vinkonur í 74 ár, eða frá sjö ára aldri. Höfðum lent í sama bekk í barnaskóla. Minningar um prakkaraskap og uppátæki af ýmsu tagi. Ég man rollurnar sem afi hennar hélt í skúrnum á Skólavörðustíg, en þær mæðgur bjuggu þar tímabundið í húsi afans. Inga fór til Bandaríkjanna að mig minnir stuttu eftir stríð en stjúpfaðir hennar, Edward B. Cleaver, sem starfaði í utanríkis- þjónustu Bandaríkjanna, og móðir hennar, Guðrún, fluttu þá út til Ed- monton í Alberta-fylki í Kanada, þar sem þau voru næstu tvö til þrjú árin. Til að Inga missti ekki sam- bandið við Ísland og vinkonurnar hér hafði faðir hennar, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, sam- band við mig og bað mig að skrifa henni reglulega, hann skyldi koma bréfunum út fyrir mig. Þannig rofnaði aldrei vinskapurinn. Eftir að Inga flutti aftur heim er mér eitt minnisstæðasta atvikið óeirðirnar við Alþingishúsið 30. mars 1949, þegar lögreglan varp- aði táragasi yfir lýðinn. Þangað höfðum við Inga farið af forvitni nýorðnar 13 ára, enda stutt að fara ofan af Laufásvegi þar sem við báðar bjuggum. Við lentum í tára- gasinu og hlupum dauðskelkaðar heim aftur. Síðan flutti Inga aftur út og nú til Boston að mig minnir, þar sem þau dvöldu næstu ár. Þaðan sendi hún mér eitt sinn forláta sundbol, blágrænan, glansandi og hlýra- lausan, gerðan fyrir vöxt Elísabet- ar Taylor. Gallinn var bara sá að ég var löng og mjó, næstum brjósta- laus á þessum tíma og þegar ég fór í Sundhöllina í bolnum í fyrsta skipti og stakk mér til sunds, skrapp bolurinn niður fyrir brjóst- in. Ég flýtti mér í kaf í hvelli og synti þannig að bakkanum. Þetta var eina sundferð mín í bolnum fína. Eftir að Inga kom aftur heim fluttu þau vestur á Hringbraut. Við kláruðum gagnfræðaskólann sam- an en upp úr tvítugu flutti ég til Hafnarfjarðar, við giftum okkur báðar, svo komu börnin. Báðar unnum við úti og ég bíllaus fyrstu árin þannig að við sáumst sjaldnar. Ekki var búið að leggja símalínu í nýja hverfið þar sem ég bjó. Síðar breyttist þetta allt til batnaðar. Eftir vinnulok var það orðinn siður hjá okkur fjórum vinkonum; Ingu, Dúnu, Auði og mér, að hittast á Jómfrúnni og fá okkur smurt brauð í hádeginu nokkrum sinnum á ári. Síðasta árið fór þó ferðum fækkandi sökum ýmissa veikinda og krankleika hjá okkur til skiptis. Þegar ég hringdi í hana síðast í janúar og stakk upp á að hittast sagði Inga: „Geymum það til vors- ins.“ Það smurða brauðið verður ekki þetta vorið. Inga gat verið meinhæðin og var ekkert að skafa utan af hlutunum. Hún var vinur vina sinna og þótti mjög vænt um börnin sín og ekki má gleyma dótt- urdóttur hennar sem bjó í sama húsi og amman. Mér reyndist Inga alltaf góður vinur. Þakka þér allt, elsku Inga mín. Sif Aðils (Dúdú). Ingu Bjarnason Cleaver var margt til lista lagt og kom hún vel undir starf sitt búin þegar hún fet- aði hér í utanríkisráðuneytinu fyrstu skrefin á langri og farsælli leið. Hún gat svo sannarlega sagt að hún hefði munað tímana tvenna, en starfsferill hennar spannaði meira en hálfa öld. Hún hóf störf í utanríkisráðu- neytinu árið 1954 og varð varnar- málaskrifstofa starfsvettvangur hennar lungann úr starfsferlinum. Þegar hin átján ára gamla Inga hóf störf var varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna á sínum fyrstu árum og fyrir gráglettni örlaganna kvaddi hún utanríkisráðuneytið árið 2006, sem var einmitt árið sem bandaríski herinn hvarf af Miðnes- heiði. Það er ekki létt verk að bregða upp mynd af þessum langa ferli og öllu því sem breyttist á leið- inni. Á varnarmálaskrifstofu sátu menn lengur í sama starfi en al- mennt gerist á vettvangi utanrík- isþjónustunnar en engu að síður átti hún eftir að starfa með fjöl- mörgum yfirmönnum og allan þennan tíma var hún fasti punkt- Inga Bjarnason Cleaver ✝ Stefán Helga-son fæddist 19. september 1934 í Núpsöxl á Lax- árdal fremri, A- Hún. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 27. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Helgi Magnússon, f. 13. maí 1895, d. 25. október 1981, og Kristín J. Guðmundsdóttir, f. 27. nóv- ember 1894, d. 3. maí 1983. Systkini Stefáns: Egill, f. 1919, d. 2003, Guðríður Bjargey, f. 1921, Þórólfur, f. 1923, Guð- mundur, f. 1926, Kristín, f. 1927, María, f. 1933, Valdís, f. og síðast vann hann hjá Ágæti. Fyrri kona Stefáns var Sigríð- ur Skaftadóttir. Þeirra börn eru: Skafti Ingi, Þórólfur og Helga Jóhanna. Seinni kona hans er Nanna Sæmundsdóttir. Þeirra börn eru Hlynur Freyr og Bylgja Rún. Barnabörnin eru 11 og langafabörnin 3. Stefán var mikill útivistar- maður og náttúrubarn. Hann stundaði hestamennsku alla tíð og fór mikið á veiðar. Hann hafði yndi af söng og var í mörgum kórum, þó lengst með Skagfirsku söngsveitinni og Drangey. Stefán var heilsu- hraustur lengst af en park- inson-sjúkdómurinn tók sinn toll og þá sérstaklega sl. ár og fluttist hann þá á hjúkr- unarheimilið Mörk. Útför Stefáns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 7. mars 2017, klukkan 13. 1935 og Andrés, f. 1954. Þegar Stefán var á fyrsta ári fluttust foreldrar hans að Tungu í Gönguskörðum í Skagafirði þar sem hann ólst upp. Stefán stundaði hin ýmsu störf um ævina. Hann fór á vertíðir, var við eggjatöku í Drang- ey nokkur vor, vann við línu- lagnir hjá Rarik, var gröfu- maður hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar og vann við tamningar í Skagafirði. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur rak hann sitt eigið hjólbarða- verkstæði, Nýbarða, um árabil Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín Bylgja. Elsku tengdafaðir, mig langar að minnast þín í nokkrum orðum og nota tækifærið til að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með ykkur Nönnu og fjölskyldunni á liðnum árum. Sér- staklega vil ég þakka þér fyrir það hve góður þú hefur verið við strákana okkar, Stefán Inga og Davíð Þór. Það hefur ekki staðið á ykkur Nönnu að líta eftir þeim þegar þeir hafa verið lasnir eða þegar við Bylgja höfum þurft að bregða okkur frá. Heimili ykkar hefur ávallt staðið okkur opið og þangað er ætið gott að koma. Við höfum á undanförnum ár- um gert ansi margt saman sem hefur gefið okkur góðar minning- ar sem munu lifa um aldur fram. Má þar nefna allar bústaðaferð- irnar þar sem við sátum langt fram á kvöld og spiluðum kana, utanlandsferðirnar á síðustu ár- um til Flórída og víðar og ekki síst ferðinni til London þegar þú varst sjötugur sem ég held að enginn muni gleyma, ekki einu sinni hinir farþegarnir í vélinni eða á flug- stöðinni sem þurftu að hlusta á okkur syngja kórlög tímunum saman. Ef ég ætti að lýsa þér í nokkrum orðum myndi ég segja að Stefán Helgason hafi verið heiðarlegur, nægjusamur, hóg- vær og umfram allt traustur og góður maður. Ég kveð þig að sinni og treysti því að þú sért kominn á góðan stað. Megir þú hvíla í friði. Bjarni Jakob Gíslason. Það er margs að minnast þegar náinn ættingi og góður vinur deyr. Við Stebbi bróðir vorum mjög náin í bernsku og brölluðum margt saman, sumt er varla í frá- sögur færandi. Fyrstu minningarnar eru tengdar búinu okkar uppi á Hornamel, þar byggðum við hús yfir bústofninn sem samanstóð af kjálkum og leggjum, mamma lit- aði suma og úr urðu skjóttir úr- valsgæðingar. Við hnýttum í þá spotta og riðum mikið út, metn- aðurinn var mikill hvort væri bet- ur ríðandi. Kjálkarnir voru kindur og kýr, Stebbi skírði allar kind- urnar og þekkti þær með nöfnum. Seinna breyttist hestaáhuginn í alvöru hesta, þá urðu Þytur og Sörli okkar uppáhalds. Við stund- uðum kappreiðar af miklum móð, mest þegar enginn sá til. Það er svo ótal margt sem hægt er að rifja upp, til dæmis vorum við ekki gömul þegar við í svartasta skammdeginu hlupum niður á Nafir bara til að horfa á ljósin í Króknum, þau voru algjört undur, því heima voru bara olíulampar og tírur og minnisstæður er aðfanga- dagurinn þegar við fórum með kálf í kassa á hesti og sleða frá Veðramóti upp í Kálfárdal til Laugu.Við gleymdum okkur svo á leiðinni heim og fórum að leika okkur uppi á Flám því sleðafærið var svo gott, já og mamma beið með balann til að baða okkur við eldavélina, klukkan að verða sex. Margar svaðilfarirnar fórum við upp um fjöll og firnindi sem þætti ekki bjóðandi börnum í dag en okkur var treyst og við lærðum að þekkja hætturnar. Snemma las Stebbi Íslendinga- sögurnar og hreifst mjög af þeim. Svo lék hann hetjurnar en ég var oftast andstæðingurinn sem flýði af hólmi eða var veginn. Áhugi hans fyrir veiðiskap var óhemju mikill. Hann varð fljótt afburða skytta. Göngugarpur var hann enda léttur á fæti. Ég elti hann stundum á rjúpnaveiðum og tíndi upp. Svo liðu árin. Leiðir skildi um tíma en eftir að Stebbi flutti til Reykjavíkur urðum við náin á ný. Heimili hans og Nönnu var eins og mitt annað heimili og alltaf mikill samgangur milli okkar Kristjáns og þeirra og enga betri vini átti ég þegar erfiðleikar steðj- uðu að. Stebba bróður verður best lýst sem orðvörum, heiðarlegum manni, með ákveðnar skoðanir, sannur vinur í raun. Hann tók sjúkdómnum sem hann barðist við um árabil af æðruleysi og kvaddi lífið á Hjúkr- unarheimilinu Mörk umvafinn sínum nánustu. Nanna mín, kæru ættingjar og vinir, við kveðjum Stebba með virðingu og þakklæti. Valdís (Dísa) systir. Kær vinur er látinn, en bjartar minningar um góðan mann munu lifa áfram í hugum okkar. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg áratuga sam- skipta. Stefán ólst upp í skagfirsk- um dal við búskap þar sem svo margt byggðist á brúkun hesta. Það var því að vonum að þeir væru alla tíð líf hans og yndi, enda var hann á yngri árum annálaður tamningamaður. Okkur er sér- staklega minnisstætt hversu Stef- án var fróður um Skagfirðinga og byggðirnar þar. Margar ógleym- anlegar ánægjustundir áttum við með þeim hjónum yfir veislumat eða kaffibolla og samræðum um Skagafjörðinn eða bara um lífið og tilveruna. Við minnumst þeirra samverustunda með söknuði og Stefán S. Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.