Morgunblaðið - 07.03.2017, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2017
Í fyrsta sinn í sögu Pritzker-
verðlaunanna, virtustu viðurkenn-
ingarinnar sem er veitt fyrir heildar-
verk í heimi arkitektúrs, deila þeim
þrír arkitektar sem starfa saman,
hin katalónsku Rafael Aranda,
Carme Pigem og Ramon Vilalta, en
þau kalla stofu sína RCR arkitekta.
Sérfræðingar í hönnun hafa fagnað
valinu á þremenningunum og segja
að með því sé vikið af þeirri braut að
verðlauna bara svokallaðra stjörnu-
arkitekta og verðlaunin séu þess í
stað nú veitt fólki sem hefur einkum,
markvisst og ötullega, unnið að
vandaðri uppbyggingu á heimaslóð.
Arkitektarnir eru frá Olot á Spáni
og hafa ætíð búið þar og starfað
saman síðan þau luku saman námi.
Í yfirlýsingu frá Thomas J. Pritz-
ker, stjórnarformanni Hyatt Found-
ation sem veitir verðlaunin, segir að
sterk samvinna þremenninganna,
þar sem þau deila jafnt sköpunar-
ferlinu öllu, listrænni sýn og ábyrgð,
sé ein meginástæða þess að þau hafi
orðið fyrir valinu í ár. Þá hafi verk
þeirra Aranda, Pigem og Vilalta
„haft áhrif langt út fyrir þeirra nán-
asta umhverfi“ og í heimi alþjóða-
væðingarinnar sé líka mikilvægt að
lyfta undir það sem vel er gert
heima fyrir.
Meðal þekktustu bygginga þre-
menninganna eru Soulages-safnið í
Rodez í Frakklandi, sem þykir afar
frumlegt í útfærslu með sterkum
tengingum við módernismann í
byggingarlist, og kjarni bygginga í
Barselóna, þar sem meðal annars er
bókasafn, miðstöð fyrir eldri borg-
ara og leikvöllur. Erlendir miðlar
benda einnig á frjálsíþróttavöllinn
Tussols-Basil og veitingastaðinn Les
Cols, sem er að hluta utan dyra, sem
framúrskarandi hönnunarverk.
Arkitektarnir taka formlega við
Pritzker-verðlaununum við athöfn í
Tókýó 20. maí næstkomandi.
AFP
Einkennandi Bygging eftir RCR arkitekta, í miðbæ L’Hospitalet de Llobregat, rétt fyrir sunnan Barselóna. Þau Ar-
anda, Pigem og Vialta hljóta Pritzker-verðlaunin í ár og eru fyrst arkitekta til að deila verðlaununum.
Þrjú hljóta Pritzker
Verðlaunabygging Matsveinar í eldhúsi veitingastaðarins Les Cols sem þau
Aranda, Pigem og Vialta hönnuðu og hafa hlotið mikið lof fyrir.
Caput-hópurinn, Kammersveit
Reykjavíkur og Stórsveit Reykja-
víkur fá hæstu styrkina úr Tónlist-
arsjóði að þessu sinni, fjórar millj-
ónir króna hver hópur, en
menntamálaráðherra hefur sam-
þykkt tillögu tónlistarráðs um út-
hlutun úr sjóðnum fyrir fyrra tíma-
bil ársins.
Að þessu sinni bárust alls 149 um-
sóknir um styrki úr sjóðnum og var
sótt um rúma 171 og hálfa milljón
króna. Heildarráðstöfunarfé Tón-
listarsjóðs á þessu ári er 66,5 millj-
ónir.
Styrkir eru veittir nú til 52 verk-
efna að upphæð 20,24 milljónir kr.
Þá eru í gildi þrír verkefnasamn-
ingar, að upphæð 10 milljónir, og
einnig samþykkti ráðherra úthlutun
til sjö stærri verkefna til eins árs,
samtals 16,25 milljónir kr. Úthlut-
unin úr Tónlistarsjóði nú er því sam-
tals kr. 46.490.000.
Stærri úthlutun
Eftirtaldir sjö hópar og verkefni
fá svokallaðar „stærri úthlutanir“ til
eins árs:
CAPUT nýi músíkhópurinn –
samstarfssamningur. Fjórar millj-
ónir.
Kammersveit Reykjavíkur, vegna
starfseminnar 2017-2019. Fjórar
milljónir.
Stórsveit Reykjavíkur. Tónleika-
röð og starfsemi sveitarinnar, eink-
um í Hörpu. Fjórar milljónir.
Tónskáldafélag Íslands, vegna
Myrkra músíkdaga. Þrjár milljónir.
Víkingur Heiðar Ólafsson, vegna
Reykjavík Midsummer Music. Tvær
milljónir.
FÍH, vegna landsbyggðar-
tónleika. 1,75 milljónir.
Kammerhópurinn Nordic Affect.
1,5 milljón.
Þriggja ára samningar
Sumartónleikar í Skálholti, 2015-
2017. Þrjár milljónir
Jazzhátíð Reykjavíkur, 2016-
2018. 2,5 milljónir.
Tónlistarhátíð unga fólksins,
2015-2017. 500 þúsund.
Verkefnastyrkir
Mengi, menningarhúsið við Óð-
insgötu fær hæsta styrkinn, tvær
milljónir króna.
Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans
í Hörpu. Ein milljón.
Listvinafélag Hallgrímskirkju.
Ein milljón.
Alþjóðlega tónlistarakademían í
Hörpu. Ein milljón.
Kammertónleikar Camerarctica
2017. Ein milljón.
Ung Nordisk Musik 2016: Music
and Space. Ein milljón.
Reykholtshátíð 2017. 800 þúsund.
Strokkvartettinn Siggi. 800 þúsund.
Hymnodia og Voces Thules. 700
þúsund.
15:15 tónleikasyrpan. 500 þúsund.
Listahátíðin Cycle 2017. 500 þúsund.
Útgáfa tuga tónverka eftir Atla
Heimi Sveinsson. 500 þúsund.
Útvarpsþáttur KÍTÓN á X977.
500 þúsund.
Músík í Mývatnssveit 2017. 500
þúsund.
ReykjavíkBarokk: Elísabet og
Halldóra – Saga tveggja siðbótar-
kvenna. 500 þúsund.
Kammertónleikar á Kirkjubæj-
arklaustri – Sönghátíð og tónlist-
arsmiðja fyrir börn. 400 þúsund.
Tónleikahald í Laugarborg. 400
þúsund.
Kór Langholtskirkju – Tvö verk-
efni. 400 þúsund.
Íslenski flautukórinn – Andrými í
litum og tónum fyrri hluti 2017. 400
þúsund.
Tónleikar Electra Ensemble á Sí-
gildum sunnudögum í Hörpu. 400
þúsund.
Blúshátíð í Reykjavík. 400 þús-
und. Barokkbandið Brák, vegna 11
m/s. 400 þúsund.
Anna Gréta Sigurðardóttir, vegna
Anna & Sölvi fara hringinn. 400 þús-
und.
Þá fá 22 önnur tónlistarverkefni
lægri styrki, á bilinu 90 til 300 þús-
und krónur. Lista yfir alla styrkþega
má nálgast á vef Rannís.
Um sextíu tónlistarverkefni styrkt
Caput-hópurinn, Kammersveitin
og Stórsveitin fá hæstu styrkina
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sveifla Jazzklúbburinn Múlin er
styrktur um eina milljón króna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Víkingur Heiðar Midsummer Music
er styrkt um tvær milljónir kr.
Morgunblaðið/ÞÖK
Kammertónlist Camerarctica-
hópurinn er styrktur um milljón kr.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Úti að aka (Stóra svið)
Fim 9/3 kl. 20:00 3. sýn Mið 22/3 kl. 20:00 8. sýn Lau 1/4 kl. 20:00 aukas.
Fös 10/3 kl. 20:00 aukas. Fös 24/3 kl. 20:00 aukas. Mið 5/4 kl. 20:00 aukas.
Lau 11/3 kl. 20:00 4. sýn Lau 25/3 kl. 20:00 9. sýn Fim 6/4 kl. 20:00 aukas.
Sun 12/3 kl. 20:00 5. sýn Sun 26/3 kl. 20:00 10. sýn. Fös 7/4 kl. 20:00 aukas.
Fös 17/3 kl. 20:00 6. sýn Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 20/4 kl. 20:00 aukas.
Lau 18/3 kl. 20:00 aukas. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 19/3 kl. 20:00 7. sýn Fös 31/3 kl. 20:00 aukas.
Sprenghlægilegur farsi eins og þeir gerast bestir.
Elly (Nýja sviðið)
Mán 13/3 kl. 20:00 Fors. Fim 30/3 kl. 20:00 aukas. Fös 28/4 kl. 20:00 16.sýn
Þri 14/3 kl. 20:00 Fors. Fös 31/3 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/4 kl. 20:00 17.sýn
Mið 15/3 kl. 13:00 Fors. Lau 1/4 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/4 kl. 20:00 18.sýn
Fim 16/3 kl. 13:00 Fors. Þri 4/4 kl. 20:00 9. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas.
Fös 17/3 kl. 20:00 Fors. Mið 5/4 kl. 20:00 10. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19.sýn
Lau 18/3 kl. 20:00 Frums. Fim 6/4 kl. 20:00 11. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20.sýn
Sun 19/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 7/4 kl. 20:00 aukas. Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn
Þri 21/3 kl. 20:00 3. sýn Lau 8/4 kl. 20:00 12. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22.sýn
Mið 22/3 kl. 20:00 aukas. Þri 11/4 kl. 20:00 aukas. Fös 12/5 kl. 20:00 23.sýn
Fös 24/3 kl. 20:00 4. sýn Fös 21/4 kl. 20:00 13. sýn Mið 17/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 25/3 kl. 20:00 5 sýn Lau 22/4 kl. 20:00 14. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn
Sun 26/3 kl. 20:00 6. sýn Sun 23/4 kl. 20:00 15 sýn Fös 19/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 28/3 kl. 20:00 aukas. Fim 27/4 kl. 20:00 aukas. Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn
Samstarfsverkefni við Vesturport
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 8/4 kl. 20:00 Fös 28/4 kl. 20:00 Lau 20/5 kl. 20:00 152 s.
Þri 11/4 kl. 20:00 Lau 6/5 kl. 20:00 Fim 25/5 kl. 20:00 167 s.
Mið 19/4 kl. 20:00 Fös 12/5 kl. 20:00 Fös 26/5 kl. 20:00 176 s.
Lau 22/4 kl. 20:00 Fös 19/5 kl. 20:00 112 s. Lau 27/5 kl. 20:00 157 s.
Glimmerbomban heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 12/3 kl. 13:00 aukas. Lau 1/4 kl. 13:00 aukas. Sun 30/4 kl. 13:00 97 s.
Sun 19/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 86 s. Sun 7/5 kl. 13:00 85 s.
Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Sun 23/4 kl. 13:00 102 s. Sun 14/5 kl. 13:00 123 s.
Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar
Vísindasýning Villa (Litla svið )
Sun 12/3 kl. 13:00 11. sýn Sun 26/3 kl. 13:00 aukas. Lau 8/4 kl. 13:00 aukas.
Sun 19/3 kl. 13:00
Táknmáls.
Lau 1/4 kl. 13:00 aukas.
Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna.
Illska (Litla sviðið)
Fös 10/3 kl. 20:00 Lau 18/3 kl. 20:00
Lau 11/3 kl. 20:00 Lau 1/4 kl. 20:00
Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar - Aðeins þessar sýningar
Fórn (Allt húsið)
Fim 16/3 kl. 19:00 Frums. Mið 29/3 kl. 19:00 3. sýn Sun 9/4 kl. 19:00 5 sýn
Fim 23/3 kl. 19:00 2. sýn Sun 2/4 kl. 19:00 4. sýn
Sköpunarkrafturinn ræður ríkjum um allt leikhúsið
Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)
Þri 21/3 kl. 10:00 Mið 22/3 kl. 11:30 Fim 23/3 kl. 13:00
Þri 21/3 kl. 11:30 Mið 22/3 kl. 13:00 Fös 24/3 kl. 10:00
Þri 21/3 kl. 13:00 Fim 23/3 kl. 10:00 Fös 24/3 kl. 11:30
Mið 22/3 kl. 10:00 Fim 23/3 kl. 11:30
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.