Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, flutti í gær á fundi borgarstjórnar tillögu flokksins um aukið gagnsæi vegna niðurstaðna PISA-könnunar. Í tillögunni kom meðal annars fram að Mennta- málastofnun Reykjavíkurborgar fengi sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnuninni 2015. Umræddar upplýsingar um árangur hvers skóla yrðu sendar til viðkomandi skóla- stjórnenda, sem myndu kynna þær fyrir skólaráðum sínum og stjórn for- eldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur. Tillagan var felld með 9 atkvæðum meirihlutans gegn 6 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Önnur sveitarfélög nýta gögnin „Það lýsir skammsýni og metn- aðarleysi hjá borgarfulltrúum Sam- fylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að hafna því að Reykjavíkurborg óski eftir sundur- greindum upplýsingum um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnun 2015 í einstökum greinum og afhendi þær viðkomandi skólastjórnendum, vilji þeir nota þær í því skyni að bæta skólastarfið. Flest önnur sveitarfélög landsins munu fá slíkar niðurstöður og nýta þær vafalaust til umbóta í skólastarfi sínu,“ segir í bókun borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylking- ingarinnar, sagði á fundinum að þetta væri gæluverkefni og snerist um að hampa PISA-niðurstöðum einstakra skóla og byggja á samkeppni í skóla- kerfinu. Kjartan Magnússon sagði slíkt vera útúrsnúning enda ættu nið- urstöðurnar að bæta hvern skóla. Hildur Sverrisdóttir kveður Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðis- flokki, sat sinn síðasta borgarstjórn- arfund í gær en hún hefur tekið sæti á Alþingi. Marta Guðjónsdóttir tekur við af henni í borgarstjórn. Hildur flutti í upphafi fundar tillögu um að borgarstjórn beindi þeim tilmælum til Alþingis að í meðförum áfengisfrum- varpsins yrði tekið mið af því að aukin smásöluverslun með áfengi styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi. Felldi meirihlut- inn þá tillögu. mhj@mbl.is Neita að veita skólum niðurstöður PISA Morgunblaðið/Árni Sæberg PISA Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í pontu í gær.  Meirihlutinn felldi tillögu sjálf- stæðismanna Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hætta vegna jökulhlaupa við eldgos í Öræfajökli er metin mikil eða geysimikil á um 340 ferkílómetra svæði sem nær yfir svo til allt lág- lendi suðurstrandarinnar austan Skaftafells austur fyrir Kvíárjökul. Auk íbúa gistir fjöldi ferðafólks þar yfir háannatímann. Full rýming tek- ur að lágmarki 35-40 mínútur við bestu aðstæður en það er lengri tími en stysti mögulegi framrásartími hlaupa. Ef forða á fólki þarf að hefja rýmingu áður en gos hefst. Kemur þetta fram í skýrslu um forgreiningu áhættumats fyrir jökulhlaup í Öræfum og Markarfljóti vegna eldgosa undir jökli, sem unnin hefur verið af starfsmönnum nokk- urra stofnana undir forystu Veður- stofu Íslands. 500-1.000 ár milli gosa Öræfajökull er eitt stærsta eld- fjall landsins. Þar gýs að meðaltali á 500 til 1.000 ára fresti og gosefna- framleiðslan er fremur lítil. Fram kemur að aðdragandi jökul- hlaupa vegna eldgosa í Öræfajökli getur verið mjög skammur og fram- rásarhraði þeirra mikill. Hlaup gætu náð að hringvegi framan við helstu framrásarleiðir á 20-30 mínútum frá upphafi gosa. Hlaupið kann að fara yfir stærstan hluta láglendis milli Skaftafellsár og Breiðár, en það er um 340 ferkílómetrar að stærð. Talið er líklegt að lítill hluti svæðisins fari undir í hverju hlaupi en mjög fáir staðir geti talist öruggir. Fram kem- ur að jökulhlaup vegna eldgosa í Öræfajökli geta valdið fullkominni eyðingu mannvirkja og gróðurlendis þar sem þau fara yfir. Möguleg áhrif slíkra hlaupa á innviði og efnahag svæðisins gætu því orðið mikil. „Ef frá Öræfajökli kæmi stærsta gerð af hlaupi sem talið er mögulegt, og ef slíkt gerðist án viðvörunar og rýmingar, gætu allt að 130 manns verið í lífshættu og 240-250 manns til viðbótar lokast inni vegna skemmda á vegakerfinu. Forsenda byggðar og áframhaldandi uppbyggingar ferða- mennsku og annarrar atvinnu- starfsemi í Öræfasveit er því gott vöktunar- og viðbragðskerfi. Í því fælist nákvæm vöktun eldfjallsins ásamt því að sett yrði upp viðeigandi viðvörunarkerfi og viðbragðsáætl- anir gerðar og þær uppfærðar með reglulegu millibili,“ segir í skýrsl- unni. Þá er hvatt til þess að unnið verði skipulega að því að auka vitn- eskju ferðafólks um vána. 600 gætu lokast inni Í sömu skýrslu er fjallað um áhrif hugsanlegs hamfarahlaups úr norð- vesturhluta Kötlu, sem færi í Mark- arfljót. Ef slíkt hlaup kæmi að sum- arlagi væru yfir þúsund manns á flóðasvæðinu. 600 manns gætu lokast inni í Fljótshlíð, Þórsmörk og á láglendinu við undirhlíðar Eyja- fjallajökuls. Hefja þarf rýmingu áður en eldgos hefst  Hvatt til meiri vöktunar og viðbún- aðar vegna jökulhlaupa úr Öræfajökli Morgunblaðið/Golli Jökulganga Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsti tindur landsins. Öræfajökull » Hæð Öræfajökuls og lega hans á suðausturströndinni veldur því að ís mun þekja efri hluta fjallsins meðan jöklar finnast á Íslandi. » Tvö eldgos eru þekkt frá því land byggðist, gosið 1727 og stórgosið 1362. Stór jökul- hlaup fylgdu báðum gosum og manntjón varð. » Hlaupin áttu þátt í að gera Litlahérað óbyggilegt um tíma. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Karlar eru tæp 2% menntaðra leik- skólakennara á landinu. Ýmislegt hef- ur verið reynt í gegnum tíðina til að fjölga þeim, það hefur skilað litlum ár- angri og nú stendur til að borga þrem- ur körlum eina milljón hverjum fyrir að stunda nám í leikskólakennarafræð- um og ljúka því. Um er að ræða verkefni sem heitir Karlar í yngri barna kennslu og eru meginmarkmið þess annars vegar að vekja athygli ungra karla á starfi leik- skólakennara og hins vegar að fjölga þeim í starfi. Að verkefninu standa Samband íslenskra sveitarfélaga, Há- skóli Íslands og Háskólinn á Akureyri, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla og fékkst styrkur úr Jafnréttissjóði Íslands til verkefn- isins. Í auglýsingu á vefsíðu Kennara- sambandsins segir m.a. að þeir, sem hljóti styrkinn, þurfi að hafa lokið grunnháskólanámi og skuli hefja meistaranám í leikskólakennarafræð- um í haust. Þeir verða ráðnir í stöður verkefnastjóra sem munu m.a. sinna kynningarstarfi til að vekja athygli á náminu og styrkurinn verður greiddur þegar viðkomandi hefur lokið námi. Leita þarf allra leiða Þetta er ekki í fyrsta skipti sem reynt er að fjölga körlum á leikskólum með skipulögðum hætti. Til dæmis stóðu karlkyns leikskólakennarar fyrir átaki fyrir um 20 árum þar sem starf leikskólakennara var kynnt fyrir körl- um og fyrir rúmum tveimur árum var verkefninu Framtíðarstarfið hleypt af stokkunum, sem átti að fjölga leik- skólakennurum af báðum kynjum og var þar lögð talsverð áhersla á karla. Í október síðastliðnum sagðist Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, síðan vilja fara í átak til að fjölga körl- um í stétt leikskólakennara. Spurður hvort ekki sé fullreynt að reyna að fjölga körlum á leikskólum, segir Haraldur Freyr Gíslason, for- maður Félags leikskólakennara, svo ekki vera. Leita þurfi allra leiða til að breyta þessari stöðu sem sé algerlega óásættanleg. „Það er alveg rétt að ár- angurinn af þessum aðgerðum hefur verið lítill, en við stöndum frammi fyrir því að karlar eru rúmlega 1% leik- skólakennara og við verðum að reyna sem flestar leiðir til að breyta því,“ seg- ir Haraldur. „Það er allra hagur að draga úr kynskiptum vinnumarkaði.“ Borgað fyrir að ljúka námi Að sögn Haraldar er þetta ekki í fyrsta skipti sem fólk fær styrk til að ljúka leikskólakennaranámi. Félag leikskólakennara hefur veitt þeim, sem starfa á leikskólum og eru með annað háskólanám en leikskólakennarafræði, 600.000 kr. styrk til að bæta við sig námi leikskólakennara. Hingað til hafa um 80 manns fengið þennan styrk, þar af 2-3 karlar. Hann segir að ýmsar ástæður hafi verið nefndar fyrir þessum skorti á körlum í stétt leikskólakennara. „Sjálf- ur er ég kominn að þeirri niðurstöðu að ástæðurnar séu rótgrónar og menn- ingarbundnar. Að það sé almennt álit að uppeldi, menntun og umönnun séu kvennastörf frekar en karlastörf. Það er erfitt að snúa því við, en við erum ekki tilbúin að sætta okkur við þetta,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Golli Á leikskóla Karlar eru einungis 1,7% þeirra menntuðu leikskólakennara sem eru við störf á íslenskum leikskólum. Milljón fyrir að ljúka leikskólakennaranámi  Ýmissa leiða er leitað til að fjölga körlum á leikskólum Arna H. Jónsdóttir, formaður leikskólabrautar Mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands, er einn skipuleggjenda verk- efnisins. Hún segir að þar sem um sértæka aðgerð sé að ræða sem sé ætlað að jafna hlut kynjanna, stangist verkefnið ekki á við jafnréttislög. Að sögn Örnu er þessi upp- hæð, milljón á hvern verk- efnastjóra, þannig tilkomin að Jafnréttissjóður hafi veitt þrjár milljónir til verkefnisins og ákveðið hafi verið að skipta henni í þrennt. „Það eru líklega skiptar skoðanir um það,“ svarar hún, spurð hvort ein milljón sé nægilegur ávinningur fyrir unga karlmenn til að fara út á þennan starfsvettvang. „Þessu fylgja engar kvaðir um að starfa sem leikskólakennari að námi loknu, heldur að kynna námið á meðan þeir eru í því. En auðvitað vonumst við til þess að þessir þrír karlar finni sig í náminu og vilji starfa á leikskólum að því loknu. En þetta er langtímaverkefni og verður ekki leyst með einni að- gerð.“ Langtíma- verkefni Í ANDA JAFNRÉTTISLAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.