Morgunblaðið - 08.03.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Þverpólitískur hópur þingmanna undirritaði í
gær yfirlýsingu um að gerast talsmenn barna á
Alþingi. Þar með heita þau að hafa Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi við störf
sín. Fulltrúar ungmennaráða ávörpuðu þing-
menn. Hópinn skipa þingmenn sem hafa setið
námskeið á vegum UNICEF á Íslandi, Barna-
heilla – Save the Children á Íslandi og umboðs-
manns barna um Barnasáttmálann.
Fulltrúar ungmennaráða sáu um fræðslu fyrir þingmenn
Morgunblaðið/Eggert
Þingmenn gerast talsmenn barna á Alþingi
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Arnar Árnason, formaður Lands-
sambands kúabænda, segir að Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir land-
búnaðarráðherra hafi komið í bakið
á kúabændum með frumvarpi sínu
um breytingar á búvörulögum um
afurðastöðvar í mjólkuriðnaði.
„Það er ekki verið að gera hlut-
ina eins og samkomulag var um að
þeir yrðu gerðir. Það var sam-
komulag um það, sem kemur fram í
meirihlutaáliti atvinnuveganefnd-
ar, sem fylgdi með afgreiðslunni á
búvörusamningunum, að frum-
varpið sem hún hefur nú lagt fram,
skyldi rætt í stóru nefndinni. Ráð-
herra er þarna að handvelja ein-
hver atriði út úr þeirri sátt sem
hafði náðst, sem hún ætlar að af-
greiða á þennan hátt og við það er-
um við kúabændur ósáttir og telj-
um ráðherra vera að ganga á bak
orða sinna,“ sagði Arnar í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Orð og efndir fara ekki saman
Arnar bendir á að fyrir skemmstu
hafi Þorgerður Katrín flutt ræðu á
aðalfundi Félags eyfirskra kúa-
bænda á Akureyri og þar hafi hún
verið spurð út í frumvarpið sem
ekki var þá búið að leggja fram.
Hann og fleiri hafi tekið eftir því að
þetta mál var komið á þingmála-
skrá og hún hafi verið spurð hvern-
ig stæði á því, þar sem málið hafði
ekki verið rætt í stóru nefndinni.
„Ráðherrann svaraði því til að
menn þyrftu ekki að hafa áhyggj-
ur af því vegna
þess að hún
hefði enga trú á
því að búið væri
að vinna frum-
varpið í ráðu-
neytinu. Þetta
væri sett á þing-
málaskrá, svona
til þess að sýna
með táknrænum
hætti, að málið
væri ekki gleymt og yrði unnið.
Ekki væri fullfrágengið að málið
færi í gegnum stóru nefndina, en
allar líkur væru á því,“ sagði Arn-
ar.
„Þegar ráðherrann svarar með
þessum hætti, veit hún auðvitað að
textavinnan í ráðuneytinu er langt
komin. Það fer ekki saman hljóð og
mynd hjá ráðherra. Orð og efndir
fara ekki saman.“
Ráðherra hnoðast undan sátt
Arnar segir að ráðherrann sé
ítrekað að ganga fram með þeim
hætti, að hún sé hnoðast undan
þeirri sátt sem búið var að ná, eins
og sáttinni um samráðshópinn, þar
sem hún hafi rekið fjóra og ráðið
einn þeirra aftur, en hafi svo bætt
fulltrúa Félags íslenskra stórkaup-
manna við í hópinn. Og nú komi
hún á nýjan leik á fullri ferð í bakið
á kúabændum.
„Fljótt á litið sýnist mér frum-
varpið þýða það að verð á algeng-
ustu mjólkurvörunum, drykkjar-
mjólk, osti og smjöri muni hækka
talsvert, vegna þess að verðtil-
færsluheimildir sem hafa verið við
lýði, eru felldar út og samstarfs-
heimildir milli afurðastöðva og
mjólkursamlaga sömuleiðis. Það
þýðir ef ekkert annað er að gert,
hækkun á þessari grunnvöru, sem
eru svokallaðar verðlagsnefndar-
vörur, sem verðlagsnefnd ákveður
verðið á,“ sagði Arnar.
Arnar segir að verðið á þessum
vörum hafi verið greitt niður innan
iðnaðarins með því að vörur með
hærri framlegð greiddu þær niður,
en nú falli sú heimild niður.
„Þetta bitnar á neytendum og
það er það sem við íslenskir kúa-
bændur viljum ekki sjá að gerist,
að verð til neytenda hækki á ein-
hverjum tæknilegum forsendum.
Það er bara galið,“ sagði Arnar
Árnason, formaður Landssam-
bands kúabænda, að lokum.
Fer ekki saman hljóð og mynd
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, hugsar landbúnaðarráðherra þegjandi þörfina
og segir hana hafa komið í bakið á kúabændum Verð á algengustu mjólkurvörunum muni hækka
Arnar
Árnason
Eyjólfur Árni Rafnsson hefur
ákveðið að gefa kost á sér í emb-
ætti formanns Samtaka atvinnu-
lífsins. Björgólfur Jóhannsson,
sem verið hefur formaður SA í
fjögur ár, tilkynnti í gær að hann
hygðist ekki gefa kost á sér áfram.
Nýr formaður verður valinn í að-
draganda aðalfundar SA hinn 29.
mars nk. með rafrænni kosningu
meðal aðildarfyrirtækja samtak-
anna, að því er fram kemur í til-
kynningu frá SA. Eyjólfur Árni
hefur setið í stjórn Samtaka at-
vinnulífsins frá 2014 og í fram-
kvæmdastjórn samtakanna síðast-
liðið ár. Frá árinu 2014 hefur hann
átt sæti í stjórn Samtaka iðnaðar-
ins og jafnframt verið varafor-
maður. Eyjólfur Árni er húsasmið-
ur að mennt og lauk síðar
doktorsnámi í byggingarverkfræði.
Hann var forstjóri Mannvits hf. í
12 ár til ársloka 2015.
Eyjólfur Árni fer í
formannsframboð
Björgólfur gefur ekki kost á sér
Björgólfur
Jóhannsson
Eyjólfur Árni
Rafnsson
Maðurinn sem fannst meðvitund-
arlaus í klefa sínum í ríkisfang-
elsinu á Akureyri á laugardag er
látinn.
Maðurinn var fluttur á sjúkra-
húsið á Akureyri þar sem hann
lést síðastliðinn mánudag. Rann-
sóknardeild lögreglunnar á Akur-
eyri staðfesti þetta í samtali við
mbl.is.
Lögreglan rannsakar dauðsfallið
og er sjálfsvíg möguleg dánar-
orsök. Maðurinn afplánaði fimm
ára dóm sem hann hlaut í Hæsta-
rétti árið 2016 fyrir alvarlegt kyn-
ferðisbrot.
Páll Winkel fangelsismálastjóri
sagði við Rúv að fangelsismála-
yfirvöld væru slegin yfir málinu
eftir að fanginn fannst meðvitund-
arlaus á laugardaginn.
Fanginn á
Akureyri lést
á sjúkrahúsi
Renndu við
hjá okkur í
Tangarhöfða 13
Túrbínur
í flestar gerðir bíla
Ódýrari kostur
í varahlutum!
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Íbúar ætla
að loka
hringvegi
Hópur íbúa í Hornafirði áformar að
loka hringveginum um Hornafjarð-
arfljót síðdegis næstkomandi
sunnudag til að krefjast þess að
niðurskurður til samgöngumála
verði dreginn til baka. Ný brú og
vegur yfir Hornafjarðarfljót er ein-
mitt ein af þeim framkvæmdum
sem samgönguráðherra hyggst
fresta útboði á vegna þess að fjár-
veitingar á fjárlögum ársins duga
ekki fyrir áformuðum fram-
kvæmdum samkvæmt samgöngu-
áætlun.
Mótmælin eru boðuð sem við-
burður á Facebook og í gærkvöldi
höfðu um 70 manns boðað þátttöku
sína. Boðuð lokun er klukkan 17 á
sunnudag. Íbúar í Berufirði lokuðu
veginum þar um síðustu helgi og
var fjölmenni við þann viðburð.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi skorar á samgöngu-
ráðherra að efna til fundar til að
fara yfir verklag við stjórnun sam-
göngumála á Íslandi á næstu árum.
Stjórnin telur að núverandi kerfi sé
gagnslaust. Telur hún að tryggja
verði jafnræði og öryggi íbúa um
allt land og skorar á stjórnvöld að
tryggja þá fjármuni sem þurfi til
að unnið verði eftir samþykktri
samgönguáætlun.
Mótmæla niður-
skurði til vegamála