Morgunblaðið - 08.03.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 08.03.2017, Síða 6
Hagnaður Orku- veitu Reykjavíkur nam 13,4 millj- örðum króna á síðasta ári og var arðsemi eigin fjár 12,0%. Þetta er mun meiri hagn- aður en á árinu 2015 þegar hann nam 4,2 milljörðum króna. Þar mun- ar mest um 8,5 milljarða króna gengismun vegna styrkingar krón- unnar, en með hækkun hennar eru erlend lán fyrirtækisins metin á færri krónur en áður og mismun- urinn færður til tekna. Rekstrarhagnaður, EBIT, nam 15 milljörðum króna sem er 3,7% betri afkoma af rekstri en 2015. Rekstrar- tekjur jukust um 1,1 milljarð króna milli áranna 2015 og 2016 en gjöld um 880 milljónir. Aðgerðaáætlun sem OR hefur fylgt frá því snemma árs 2011 og kölluð hefur verið „Planið“ lauk um áramótin. Áætlunin hafði jákvæð áhrif á sjóðstöðu fyrirtækisins um 60,2 milljarða króna, en upphaflegt markmið var að bæta sjóðstöðu um 51,3 milljarða. Mest munar um innri aðgerðir sem skiluðu 20% meiru en lagt var upp með í áætluninni. Nettóskuldir OR hafa lækkað um tæpa 100 milljarða frá árinu 2009 og námu þær 127,7 milljörðum króna um áramótin. Á sama tíma hefur eiginfjárhlutfall farið úr 14,4% í 40,4%. Hagnaður OR 13,4 milljarðar  Markmið „Plans- ins“ náðust og vel það 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Viðreisnar, segir að hún og Guðlaug- ur Þór Þórðarson utanríkisráðherra séu fullkomlega samstiga í þeirri stefnu að tryggja íslenska hagsmuni sem best á alþjóðavísu, þótt þau hafi ekki sömu sýn á það hvort Íslandi sé betur borgið innan eða utan Evrópu- sambandsins. Nýlega birti bandaríska dagblaðið Washington Times frétt undir fyrir- sögninni Á meðan önnur lönd horfa til útgöngu, er tekist á um inngöngu í Evrópusamband- ið á Íslandi. Í fréttinni er m.a. rætt við formann utanríkismála- nefndar, sem seg- ir að aðild Íslands að EFTA og Evr- ópska efnahags- svæðinu sé ekki nóg. („EFTA is not enough“) Segir fyrirsögnina misvísandi Jóna Sólveig var spurð hvort rétt væri eftir henni haft í frétt blaðsins: „Það má segja að fyrirsögnin sé kannski svolítið misvísandi, miðað við það sem ég sagði,“ sagði Jóna Sólveig. Hún kveðst hafa útlistað í viðtalinu hver væri stefna stjórn- valda í málinu, þótt sá hluti hefði ekki verið birtur. Telur ástæðulaust að senda blaðinu leiðréttingu Hún kvaðst aðspurð ekki telja ástæðu til þess að senda blaðinu leið- réttingu, enda hefði utanríkisráðu- neytið þegar gert það. „Það eina sem ég geri í raun athugasemd við er fyrirsögnin, en annað sem eftir mér er haft eru bara mínar skoðanir,“ sagði Jóna Sólveig. Segist ekki sjá ástæðu til að leiðrétta blaðið  Kveðst hafa verið að lýsa sínum skoðunum á EFTA og EES Jóna Sólveig Elínardóttir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólafur H. Jónsson, öryggisstjóri Skeljungs, formaður stjórn- ar Almenna lífeyrissjóðsins, segir að hlutfall erlendra fjár- festinga sjóðsins sé allt of lágt og hann gæti vel séð fyrir sér að með því að sett verði ákveðið gólf á fjárfestingar lífeyr- issjóðanna í útlöndum myndi hlutfallið hækka og það mundi gerast með afnámi gjaldeyrishaftanna. Höftin hafa haldið fjármununum hér á landi „Í okkar tilfelli er um fjórðungur af okkar eignum erlend- ar eignir og þær þurfa að aukast. Við vitum vitanlega af hverju hlutfallið er svona lágt, en það er vegna þess að okkur hefur ekki verið gert kleift að fara með fjármuni úr landi, vegna haftanna,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Ólafur segist telja eðlilegt að Almenni lífeyrissjóðurinn hækki hlutfall erlendra eigna sinna umtalsvert og nefnir 40% hlut í því samhengi. „Við erum með sjö eignasöfn í okkar líf- eyrissjóði og hlutfall erlendra eigna í þeim er frá því að vera 0% upp í 60%. Einhvers staðar þarna á milli er markmið okkar hvað varðar skiptingu á milli erlendra og innlendra eigna og ég hygg að það geti verið í kringum 40% að meðaltali,“ sagði Ólafur. Of hátt gólf gæti valdið vandræðum Hann bendir á að aðstæður séu breytilegar, hér sem ann- ars staðar og ef gólfið á erlendar fjárfestingar yrði sett mjög hátt, gæti það valdið einhverjum sjóðanna vandræðum, þótt það ætti sennilega ekki við um Almenna lífeyrissjóðinn, því sjóðurinn er bæði með samtryggingu og séreignir. Ólafur segist geta tekið undir orð Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu á laugardag, að lífeyrissjóðirnir á Íslandi séu mjög fyrirferðarmiklir í íslensku atvinnulífi, en það sé vitan- lega vegna haftanna. „Við teljum að með þeirri útrás sem virðist vera að opnast fyrir fjármagn frá landinu, muni það hlutfall lækka. Það eru líka fá fyrirtæki á markaði hér og með fjölgun þeirra, leiðir það til þess að valkostirnir verða fleiri og þannig verða ítök sjóðanna í hverju félagi vænt- anlega minni,“ sagði Ólafur. Allir fletir skoðaðir ofan í kjölinn „Ég fagna þeirri úttekt sem forsætisráðherra boðar á líf- eyrissjóðakerfi landsmanna. Ég held að ekkert nema gott geti komið út úr því að það fari fram greining á starfseminni, þar sem allir fletir eru skoðaðir ofan í kjölinn,“ sagði Ólafur. Eðlilegt erlent eignahlutfall 40%  Ólafur H. Jónsson, stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins, segist fylgjandi gólfi á erlendar fjár- festingar  Erlendar eignir Almenna lífeyrissjóðsins eru um 25% af eignasafninu  Fagnar úttekt Ólafur H. Jónsson Óvíða er hægt að komast í meiri nálægð við brim suðurstrandar landsins en í Reynisfjöru í Mýr- dal. Þar fellur brimaldan á svartan sandinn en er ekki hættulaus eins og dæmin sanna. Í þetta um- hverfi sækir ferðafólk og er staðurinn orðinn einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sækir í svartan sand og brim Reynisfjara er orðin einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins Blinis er komið aftur Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Krónan, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup, Sunnubúðin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.