Morgunblaðið - 08.03.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
Borgarstjórnarmeirihluti Pírata,Samfylkingar, Bjartrar fram-
tíðar og Vinstri grænna leggur mikla
áherslu á að borgarbúar fái ekki upp-
lýsingar um hve illa er haldið á mál-
um í borginni. Eitt dæmi um þetta er
að meirihlutinn hefur
forðast það að birta
þjónustukannanir
sem önnur stærstu
sveitarfélög landsins
birta til að íbúar geti
séð hvað vel er gert
og hvað má bæta.
Á þessu hafa veriðgefnar vægast
sagt ósannfærandi
skýringar en raunin
er vitaskuld sú að
borgaryfirvöld hafa
látið reka á reiðanum
í mörgum málum og
íbúarnir gefa þjónustu borgarinnar
ekki háa einkunn núorðið.
Svo eru það PISA-kannanirnar.Borgarstjórnarmeirihluti
gagnsæis og opinnar lýðræðislegrar
umræðu má ekki heyra á það minnst
að borgarbúar frétti hvernig skólar
borgarinnar koma út í samanburði
við aðra skóla eða hver við annan.
Í gær felldu borgarstjóri og félagarí meirihlutanum til að mynda til-
lögu frá Kjartani Magnússyni um að
skólastjórnendum yrðu sendar nið-
urstöður PISA-könnunar sem þeir
gætu svo kynnt skólaráðum og
stjórnum foreldrafélaga.
Nú má vera að PISA-kannanir séuófullkomnar líkt og margar
aðrar kannanir, en getur ekki verið
að borgarbúum sé treystandi til að
leggja mat á það og ræða niður-
stöðurnar?
Eða eru niðurstöðurnar í Reykjavík
svo skelfilegar að meirihlutinn gæti
ekki staðið af sér að þær yrðu birtar?
Dagur B.
Eggertsson
Nægir að hafa
gagnsæið í orði?
STAKSTEINAR
Kjartan
Magnússon
Veður víða um heim 7.3., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 súld
Akureyri 2 léttskýjað
Nuuk -12 heiðskírt
Þórshöfn 6 rigning
Ósló -3 skýjað
Kaupmannahöfn 0 skýjað
Stokkhólmur -3 snjókoma
Helsinki -1 skýjað
Lúxemborg 7 léttskýjað
Brussel 9 skúrir
Dublin 10 skýjað
Glasgow 7 skúrir
London 9 skýjað
París 9 léttskýjað
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 2 snjókoma
Berlín 4 skýjað
Vín 9 skýjað
Moskva 2 þoka
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 18 heiðskírt
Barcelona 14 léttskýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg -12 snjókoma
Montreal 1 alskýjað
New York 5 rigning
Chicago 7 heiðskírt
Orlando 23 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:10 19:08
ÍSAFJÖRÐUR 8:18 19:10
SIGLUFJÖRÐUR 8:01 18:53
DJÚPIVOGUR 7:40 18:37
„Höfnin hefur aldrei opnað svona
snemma. Þetta er met,“ segir Gunn-
laugur Grettisson, rekstrarstjóri
Vestmannaeyjarferjunnar Herjólfs.
Það var nánast óvænt sem mönnum
varð ljóst síðdegis í gær að Land-
eyjahöfn væri orðin fær Herjólfi, en
síðustu vikuna höfðu belgíska dýpk-
unarskipið Galilei og áhöfn þess
unnið að því að dæla sandi úr og frá
höfninni. Þegar hinar góðu fréttir
spurðust út var ekki beðið boðana og
Herjólfur fór sína fyrstu ferð á árinu
úr Eyjum í Landeyjahöfn kl. 15:30
og til baka kl. 19:45. Ferðir skipsins
miðast því héðan í frá við að siglt sé í
höfnina í Bakkafjöru en ekki Þor-
lákshöfn eins og verið hefur síðustu
mánuði. Hafa verður þá í huga að að-
stæður geta breyst skyndilega,
vegna ölduhæðar, vindátta eða ann-
ars.
Í fyrra var Landeyjahöfn opnuð
15. apríl og 1. maí árið 2015. Um
þetta munar verulega enda er ferjan
aðeins um hálftíma að sigla í Land-
eyjahöfn en tæplega þrjá tíma í Þor-
lákshöfn.
„Það myndaðist nánast þjóðhátíð-
arstemning hér í Eyjum þegar við
gátum gefið út að nú yrði farið í
Landeyjahöfn. Hingað hafa margir
hringt og og það er mikið farið inn á
vefsíður til að leita upplýsinga um
þetta,“ sagði Gunnlaugur Grettisson
í Vestmannaeyjum. sbs@mbl.is
„Hefur aldrei opnað svona snemma“
Landeyjahöfn opnuð í gær Galilei dýpkaði Þjóðhátíðarstemning
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herjólfur Kemur fyrir Ystaklettinn.
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Lagerhreinsun
Fossil 20-40%
Skagen 20-50%
Henry London 40%
DKNY 30-50%
OBAKU 40%
Orient 40%
Hugo Boss 30%
Daniel Wellington 20%
Flik Flak 20%
CAI skartgripir 30%
Ýmsir skartgripir 20-50% afsláttur
Urmas Paet,
þingmaður á
ESB-þinginu,
fyrrverandi utan-
ríkisráðherra
Eistlands, ræðir
um samtíð og
framtíð í Evrópu
óvissunnar á há-
degisfundi Varð-
bergs í Safnahús-
inu á morgun, fimmtudag, kl. 12. til
13. Urmas Paet hefur setið á ESB-
þinginu síðan í nóvember 2014.
Hann helgar sig utanríkis- og örygg-
ismálum og situr í utanríkismála-
nefnd þingsins. Þar hefur hann for-
ystu um gerð álits um Varnarmála-
samband Evrópu og norðurslóða-
stefnu ESB. Hann hafði setið lengur
en nokkur annar sem utanríkis-
ráðherra Eistlands, í tæp tíu ár, áð-
ur en hann settist á ESB-þingið.
Hann hefur glögga sýn á þróun ör-
yggismála í Evrópu og sérstaklega
stöðuna fyrir botni Eystrasalts þar
sem spenna hefur magnast undan-
farin misseri vegna ágengni Rússa,
segir í tilkynningu. Fundurinn er op-
inn öllum og að loknum fyrirlestrin-
um gefst tækifæri til spurninga.
Óvissa í
Evrópu
skoðuð
Þingmaður
ESB heldur tölu
Urmas Paet