Morgunblaðið - 08.03.2017, Side 15

Morgunblaðið - 08.03.2017, Side 15
fullu í öllum húsum og framleiðsla verið stöðug allan sólarhringinn í marga daga. Hrognamarkaðir eru mjög viðkvæmir fyrir magni og ég er hræddur um að við séum að yfirfylla markaðinn, sem getur lækkað verðið, en verðin eru ekki fest fyrr en magn- ið liggur fyrir. Í fyrra gæti framleiðslan hér á landi hafa verið 11-12 þúsund tonn. Á þessari vertíð gæti hún orðið 15-18 þúsund tonn eftir því hvernig gengur þessa síðustu veiðidaga og ég óttast að það geti orðið yfirskot í fram- leiðslunni,“ segir Gunnþór. Skip Síldarvinnslunnar eiga 1-2 túra eftir, en kvóti fyrirtækisins er um 34 þúsund tonn að meðtöldum kvóta Bjarna Ólafssonar AK. Sam- kvæmt yfirliti Fiskistofu er búið að landa tæplega 97 þúsund tonnum eða helmingi kvótans, en hafa ber í huga að löndunarskýrslur berast ekki fyrr en eftir nokkra daga og gæti aflinn verið kominn yfir 120 þúsund tonn. Álsey VE Einar Gauti Ólafsson dregur blýteininn í nótakassann. Ljósmynd/Daði Ólafsson Sigurður VE Sigurfinnur Sigurfinnsson fylgist með aflanum. Ljósmynd/Þorbjörn Víglundsson FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017 Allt fyrir gluggana á einum stað Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Frá Fallegur voal HLUTHAFAFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF. Hlutahafafundur Icelandair Group hf. verður haldinn mánudaginn 3. apríl 2017 á Icelandair Hotel Reykjavik Natura og hefst kl. 8:30. DAGSKRÁ: 1. Breyting á samþykktum: Við 1. málsl. greinar 5.1 bætist: „og einn karl og eina konu til vara“. Breytingin taki þegar gildi. 2. Kjör til varastjórnar. Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 8:30 mánu- daginn 20. mars 2017. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagins njóta ekki atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fund- inn geta veitt öðrum skriflegt umboð. Aðrar upplýsingar Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins viku fyrir fundinn, 27. mars 2017 kl. 8:30. Hluthöfum er bent á að skv. 1. og 2. mgr. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um fram- boð til varastjórnar. Skal framboðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi miðvikudaginn 29. mars 2017 kl. 8:30. Tilkynnt verður um framkomin framboð eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn. Reykjavík, 8. mars 2017. Stjórn Icelandair Group hf. + www.icelandairgroup.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.