Morgunblaðið - 08.03.2017, Síða 21
HINSTA KVEÐJA
Hvíl þú í friði elsku amma
á Kjartó. Við minnumst þín
með hlýhug og ríku þakklæti
fyrir allar góðu samveru-
stundirnar og heilræðin sem
þú gafst okkur bræðrunum.
Minning þín lifir í hjört-
um okkar.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Þínir
Þorgeir og Ísólfur.
✝ Anna Stefáns-dóttir fæddist 5.
desember 1933 að
Landbroti í Kol-
beinsstaðahreppi.
Hún lést á hjarta-
deild Landspítalans
24. febrúar 2017.
Foreldrar hennar
voru Sesselja Sig-
urðardóttir, f. 28.
nóvember 1900, d.
18. desember 1984,
og Stefán Sigurðsson, f. 9. maí
1893, d. 24. maí 1972. Systkini
Önnu: Sigurður f. 1932, d. 1960,
Friðgeir, f. 1935, d. 2013, Guðrún,
f. 1936, Hinrik, f. 1938, d. 1992,
Sigrún, f. 1940, d. 2003, Borghild-
ur, f. 1942. Anna giftist 31. desem-
ber 1954 Þorsteini Auðunssyni, f.
þau 3 börn, maki hennar nú er Jó-
hann Óskar Jóhannsson, f. 1961,
og á hann eina dóttur. 5) Auður
Ásta, f. 1973, gift Ólafi Þorgeirs-
syni, f. 1955, þau eiga 2 syni og
hann eina dóttur. Langömmubörn
og langalangömmubörn eru 32.
Anna ólst upp í Landbroti í Kol-
beinsstaðahreppi til 12 ára aldurs
en þá flutti fjölskyldan að Ak-
urholti í sömu sveit. Um 16 ára
aldur fór hún til Reykjavíkur að
vinna og þar kynntist hún eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Þorsteini
Auðunssyni. Þau fluttu í Borg-
arnes árið 1955 og bjuggu lengst
af á Kjartansgötu 16 eða frá árinu
1961. Anna vann ýmis verka-
mannastörf en starfaði lengst hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga í Brák-
arey og í Mjólkursamlagi Borg-
firðinga.
Útför Önnu fer fram frá Borg-
arneskirkju í dag, 8. mars 2017,
klukkan 14.
4. desember 1927.
Foreldrar Þorsteins
voru Ingibjörg Þor-
steinsdóttir, f. 12.
október 1899, d. 15.
desember 1986, og
Auðunn Ólafsson, f.
11. febrúar 1891, d.
21. júlí 1933. Börn
Önnu og Þorsteins: 1)
Ingibjörg, f. 1954,
gift Arilíusi Dag-
bjarti Sigurðssyni, f.
1953, eiga þau 4 syni. 2) Stefán, f.
1955, giftur Guðríði Guðjóns-
dóttur, f. 1954, eiga þau 3 syni. 3)
Vigdís, f. 1957, gift Ólafi Emil Sig-
urðssyni, f. 1950, eignuðust þau 4
börn en þrjú þeirra létust í frum-
bernsku. 4) Guðrún, f. 1963, var
gift Helga Samúelssyni og eiga
Elskuleg móðursystir mín,
Anna Stefánsdóttir, lést að morgni
24. febrúar sl. og langar mig að
minnast hennar í nokkrum orðum.
Djúpstæðar, hlýjar og innilegar
minningar hafa heimsótt huga
minn síðastliðna daga. Þegar ég
var á fyrsta ári dvaldi ég í nokkra
mánuði hjá Önnu og Steina í Borg-
arnesi vegna viðgerða á húsnæði
foreldra minna. Sagt er að mikil-
vægasta mótunarskeið barns sé
fyrsta æviár þess. Þó að ég muni
ekki mikið frá þessu æviskeiði veit
ég að mér leið vel hjá þeim, því til-
finningin og hlýjan í þeirra garð
hefur fylgt mér allar götur síðan.
Ævinlega þegar fjölskylda mín
kom í heimsókn var glatt á hjalla.
Fullorðna fólkið skemmti sér við að
spila og við börnin fundum okkur
alltaf eitthvað til dundurs – og ég
fékk að sofa á milli Önnu og Steina
eins og svo oft áður. Gjarnan var
það morgunsólin sem vakti litla
telpu, og fyrir augunum varð æv-
intýralega teikningin á veggnum
við dyrnar af konu og barni horf-
andi út um gluggann á fljúgandi
fiðrildi og ofurlitla duggu.
Í mínum huga var Anna ofur-
kona, heimilið var alltaf hreint og
fínt þó að húsið væri fullt af börn-
um, alltaf eitthvað gómsætt að
borða og hvítur þvottur úti á snúru.
Þegar börnin uxu úr grasi og fluttu
að heiman var tími fyrir áhugamál,
garðrækt, sinnti Anna því eins og
öllu öðru, vel og vandlega. Anna var
glaðlynd og glettin, hún átti það til
að segja nokkur vel valin orð þegar
henni mislíkaði eitthvað en ég sá
hana aldrei reiða, né skammast í
nokkrum. Hún hafði það mesta
jafnaðargeð sem ég hef kynnst.
Það var gæfuspor þeirra beggja er
þau kynntust, Anna og Steini, byrj-
uðu búskap, byggðu sér húsið að
Kjartansgötu 16 og eignuðust fimm
mannvænleg börn. Afkomendur
þeirra eru rúmlega fimmtíu talsins.
Það er með trega að ég kveð
elskulega frænku mína, sem var
mér hin besta móðir um stund.
Henni á ég svo margt að þakka.
Elsku Steini minn, ég bið alla góða
vætti að gefa þér og afkomendum
ykkar Önnu styrk í sorginni. Bless-
uð sé minning Önnu Stefánsdóttur.
Rósa Karen Borgþórsdóttir.
Anna Stefánsdóttir
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2017
✝ Anna KarólínaKonráðsdóttir
fæddist í Keflavík
18. apríl 1946. Hún
lést að heimili sínu
Mýrarási 2 í Reykja-
vík 27. febrúar
2017.
Móðir hennar var
Magnea Vilborg
Þórðardóttir, f.
7.10. 1923, d. 2.5.
2007, og blóðfaðir
hennar var Konráð Óskar Sæ-
valdsson. Magnea Vilborg giftist
27.1. 1950 Ottó Gíslasyni, f. 9.4.
1921, d. 11.10. 2014. Ottó gekk
Anna ólst upp hjá móður sinni
og stjúpföður. Hún var sinnti
heimilisstörfum og sá gjarnan
um að annast matarinnkaup fyr-
ir heimilið. Anna fluttist á sam-
býlið að Stuðlaseli 2 fljótlega eft-
ir stofnun þess og bjó þar á
meðan það var starfrækt. Þá
flutti hún á sambýlið að Mýrarási
2, þar sem hún bjó síðustu fimm
ár ævinnar.
Anna vann nokkur ár í Bjark-
arási, síðan hóf hún störf í Ási
vinnustofu og vann þar lengst af,
síðustu árin var hún í Iðjubergi.
Anna var félagi í Kvenfélagi
Seljasóknar og tók þátt í sam-
komum og afmælisveislum, fór í
útilegur, dvaldi í sumarbústöðum
og ferðaðist innanlands og utan.
Útför Önnu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 8. mars
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
Önnu Karólínu í föð-
urstað. Börn Magn-
eu og Ottós eru 1)
Þórður Gísli Ott-
ósson, f. 25. 11.
1950. Börn hans eru:
Anna Jóna, f. 1973,
Birna Sylvía, f.
1976, Svala, f. 10.5.
1981, og Harrý Arn-
ar, f. 1988. 2) Ingi-
björg Ottósdóttir, f.
10.5. 1956, gift Guð-
jóni Hreiðari Árnasyni, f. 17.10.
1947. Börn þeirra eru: Baldvin
Ottó, f. 1977, Guðrún Svava, f.
1980, og Árni Björn, f. 1984.
Anna systir elskaði lífið, að
hlæja og hafa gaman. Hún auðg-
aði líf mitt með gleði sinni og
hlýju.
Kveð ég hana með söknuði, en
þakklæti fyrir allar góðu minning-
arnar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín systir,
Ingibjörg Ottósdóttir.
Nú er góð stúlka farin. Anna
Karólína, mér fannst gott að tala
við þig í Iðjubergi þegar við vorum
að kynnast. Þú sagðir margar
skemmtilegar sögur. Gaman var
þegar við hittumst hjá Óla í Hofs-
kjöri og þú varst alltaf svo dugleg.
Megi Guð geyma þig og farðu í
friði. Þinn elsku bróðir,
Stefán Konráðsson.
Mig langar til að minnast Önnu
Karólínu, mágkonu minnar, í
fáum orðum. Kynni okkar Önnu
hófust þegar við systir hennar hóf-
um búskap. Eftir að við eignuð-
umst fyrsta barnið og Inga byrjaði
að vinna úti tók móðir hennar að
sér að gæta drengsins. Anna varð
þá sjálfskipuð aðstoðarkona. Hún
var dugleg að keyra hann úti í
vagninum og sækja hann í leik-
skólann. Hún var einnig iðin við að
gæta hans og leika við hann inni
og úti.
Anna fylgdist alltaf vel með,
ekki síst þegar var von á fjölgun í
fjölskyldunni, en hún var einkum
hænd að börnunum fyrstu
bernskuár þeirra. Hún mætti ætíð
í afmæli og færði viðkomandi af-
mælisgjöf. Hún lagði mikið upp úr
að finna afmæliskort sem vektu
upp kátínu.
Samband Önnu við móður sína
var ákaflega náið og töluðust þær
við oft á dag, þá sagði hún henni
hvað drifið hefði á daginn hjá sér.
Seinni árin þegar Anna kom til
foreldra sinna um helgar sótti fað-
ir hennar hana jafnan og þegar
haustaði og von var á hálku kann-
aði Anna ætíð hvort bíllinn væri
nú ekki örugglega kominn á
nagladekkin.
Eftir að móðir hennar lést hélt
hún nánu sambandi við föður sinn.
Hún hringdi í hann daglega til að
vita hvernig honum liði og nýtti
hann þá gjarnan tækifærið til að
bregða á glens við hana. Faðir
hennar hélt áfram þeim sið að
sækja hana um helgar og bauð
henni þá gjarnan upp á kjúkling,
sem var í miklu uppáhaldi hjá
þeim báðum. Eftir matinn fóru
þau oft saman í bíltúr.
Ég vil þakka Önnu góð kynni
og fyrir mikla umhyggju fyrir
okkur í fjölskyldunni.
Guðjón Hreiðar Árnason.
Elskuleg móðursystir mín,
Anna frænka eins og við kölluðum
hana alltaf, hefur nú kvatt okkur.
Önnu minnar minnist ég með gleði
og hlýju í hjarta.
Anna vildi alltaf hafa líf og fjör í
kringum sig. Hún hafði mjög gam-
an af því að fara í afmæli og halda
upp á afmælið sitt. Hún elskaði
líka marengstertu og hana hafði
maður alltaf í boði ef von var á
Önnu frænku. Ef mylsna fór á
gólfið sagði hún gjarnan þú verður
bara að fá þér púddu.
Hún sagði alltaf allt þetta fína,
stundum allt þetta fína frá Kína.
Anna var svolítið stríðin og kom
stundum aftan að manni og kitlaði
og hló síðan dátt. Oft þegar ein-
hver var að gera grín og stríða
henni sagði hún oft: þú ert ekkert
betri sjálf/sjálfur og hló mikið.
Anna var líka dugleg. Þegar
hún var hressari var hún eldsnögg
að skræla kartöflur og vaska upp.
Þau voru ófá skiptin sem við hjálp-
uðumst að við uppvaskið hjá
ömmu og afa.
Elsku Anna mín, takk fyrir
samveruna, hvíl í friði. Þín frænka,
Guðrún Svava.
Kær vinkona mín, Anna Karól-
ína, er farin úr augsýn.
Mikil voru mín forréttindi að fá
að kynnast henni og að starfa með
henni á heimili hennar um árabil.
Anna Karólína var gædd ótrú-
legum lífskrafti, dugnaði, ákveðni
og sjálfstæði sem hún varði af ein-
urð en tók að sama skapi stöðu
með þeim sem þurftu á stuðningi
hennar að halda. Æðruleysi henn-
ar var undravert eins og oft er
beinlínis nauðsynlegt fólki sem
þarf að takast á við erfiðleika
tengdum fötlunarskilgreiningum í
þröngu stöðluðu samfélagi. Hún
hafði einstakt lag á að taka lífinu
eins og það birtist hverju sinni
jafnt í gleði og sorg án þess þó að
lúta annarra vilja eða afsala sér
rétti til eigin ályktana. Ég var svo
lánsöm að eiga með henni samleið
á meðan hún hafði þrek og heilsu
til athafna, við heimilisstörf, list-
sköpun, eða annað í dagsins önn.
Einnig að vera þátttakandi í æv-
intýrum hennar á ferðalögum og
miklu fjöri hérlendis og erlendis,
þar sem hún var hrókur alls fagn-
aðar. Það sem þó ber hæst í minn-
ingunni um Önnu Karólínu er um-
hyggjan sem hún bar fyrir
fjölskyldunni sinni. Það leið ekki
sá dagur að hún hefði ekki sam-
band við elskulega foreldra sína og
eða aðra í fjölskyldunni til að
ganga úr skugga um að öllum liði
vel og að tryggja jafnframt að þau
hefðu ekki áhyggjur af henni. Það
duldist engum að Anna Karólína
átti ástríka fjölskyldu sem var
henni dýrmætust alls. Nú þegar
við kveðjum þessa góðu og merki-
legu konu votta ég öllum ástvinum
hennar mína dýpstu samúð.
Helga Birna Gunnarsdóttir.
Anna Karólína
Konráðsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSKELL TORFI BJARNASON,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju
laugardaginn 11. mars klukkan 14.
Anna Guðný Jóhannsdóttir
Ásgeir Arngrímsson
Árni Áskelsson Jóhanna Marín Jónsdóttir
Bjarni Áskelsson Ingibjörg H. Sigurðardóttir
Guðmundur S. Áskelsson Þóra Bjarnadóttir
Guðni Torfi Áskelsson Júlíana Hilmisdóttir
Gestur Áskelsson Sigríður Kjartansdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Litlagerði 4a, Hvolsvelli,
lést á heimili sínu 21. febrúar.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
slysavarnafélagið á Hvolsvelli.
Ingibjörg Jónsdóttir
Guðrún J. Kolbeins Eyjólfur Kolbeins
Þuríður Jónsdóttir Sigurður H. Sigurðsson
Sigurður Jónsson Olga Ólafsdóttir
og systkinabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KAROLÍNA HLÍÐDAL,
andaðist mánudaginn 6. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Þorvaldur Hlíðdal Þórðarson Sigurlaug Anna Auðunsdóttir
Jóhannes Þórðarson Arndís Inga Sverrisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EIRÍKUR ÞORGEIRSSON,
Túnsbergi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
6. mars. Útförin fer fram frá Hrunakirkju
laugardaginn 11. mars klukkan 14.
Sigríður Eiríksdóttir
Gunnar Kristinn Eiríksson
Jóhann Unnar Guðmundsson
Sigurður Hans Jónsson
og fjölskyldur
Faðir minn, fósturfaðir okkar og bróðir,
HALLGRÍMUR MAGNÚSSON
læknir,
lést 5. mars.
Jarðarförin fer fram 15. mars klukkan 15 frá
Dómkirkjunni.
Einar Hallgrímsson
Hulda Jóanna Georgsdóttir
Hlíf Georgsdóttir
Guðmunda Lára Georgsdóttir
Vigdís Magnúsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
Kirkjubæ 2, Kirkjubæjarklaustri,
andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Klausturhólum sunnudaginn 5. mars.
Útför hennar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn
11. mars klukkan 13.
Lárus Siggeirsson
Jóhanna Lárusdóttir Martin Howarth
Siggeir Lárusson
Soffía Lárusdóttir Hjalti Jón Sveinsson
Benedikt Lárusson Lilja Magnúsdóttir
Njörður Lárusson
Halla Lárusdóttir Guðmundur Gíslason
Hrund Lárusdóttir Eiríkur Sigurðsson
Sigurður Kristinn Lárusson Rúna Lísa Þráinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn